Vísir - 01.09.1954, Blaðsíða 5

Vísir - 01.09.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 1. september 1954 VÍSIB Freí EM. í Bern: "'TV? Zatopek-hjónin ,áttuy fyrsta daginn. r* Asnvuiidur komsf í Eiiilliriðif 100 m. hlaupi. Bern, 25. ágúst. „Frjálst er í fjaliasal“, syngj- um við heima á Islandi, og hér í hinum fagra fjallasal Sviss er nú hafið Evrópumeistara- mótið í frjálsum íbróttum, hið fimmta í röðinni. Það var þéttings rigning, þegar þátttökuþjóðirnar, 28 talsins, gengu inn í stafrófsröð með gestgjafana Svisslendinga síðasta. Stærstu hóparnir voru frá Sovétríkjunum og Þýzka- landi, 73 frá hvoru, þar næst frá Bretlandi og Finnlandi, 64 frá hvoru. Forseti alþjóða- frjálsíþróttasambandsins Burg- leigh lávarður bauð þátttak- endur og áhorfendur velkomna, og bað þvínæst forseta Sviss, Rubattel, að setja mótið. Á hinum nýju leikvangi, Neufeld Stadión, höfðu safnast, þrátt fyrir leiðinda veður nærri 15000 áhorfendur, og ér það nærri fullskipaður leikvangur. Keppendur skráðir til mótsins eru 928. / Ásmundur komst úr harðasta riðlinum. Keppnin í dag hófst með því að keppendur í Maronþon- hlaupinu voru ræstir. Þeir voru 21 að tölu og hurfu eftir einn hring á leikvanginum sjónum okkar í hina 42 km. löngu þol- raun. Undanrásir í 100 m. hlaupi karla hófust síðan. Þar kepptu fyrir ísland þeir Ás- mundur Bjarnason og Guðm. Yilhjálmsson. Brautin var þung af regninu og örlítil gola á móti. Hitinn var aðeins 12 gráður Guðm. Vilhjálmss. lenti í sjötta riðli með Frakkanum Bohino og Wehrli frá Sviss sem hafa hlaupið á 10,5 sek. og 10,7 ,sek. í sumar. Þeir reyndust Guð- mundi líka ofviða nú, en hann náði þriðja sætinu í riðlinum. Úrslit 6. riðils: sek. 1. Bonino, Fr. ...... 10,8 2. Wehrli, Svissl. .. 10,9 3. Guðm. Vilhjálmss. 11,2 4. Sloenesca, Rúm. .. 11,2 Ásmundur lenti í 8. og síð- asta riðlinum og að margra dómi harðasta riðlinum. Keppi- nautár hans voru Tékkinn Janecek og Júgóslavinn Jovan- cic, sem báðir hafa hlaupið á 10,5 sek. í sumar. Geta má þess, að hinn frægi íþróttastatistik- prófessor Quercelani gerði ráð fyrir ,. þeim, sem öðrum og fimmta manni í úrslitum. Ás- mundur náði mjög góðu hlaupi og hélt forustunni lengi vel og að margra dómi alveg í mark. Hann var þó dæmdur annar á eftir Janecek og af óskiljan- legum ástæðum gerður 0,1 sek. tímamunur á þeim. Úrslit 8. riðils: sek. 1. Janecek, Té........11,0 2. Ásm. Bjarnason . .11,1 3. Jovancic, Júg. . . . . 11,2 4. Huber, Sviss .... 11,3 5. Yordanidis, Tyrkl. 11,5 Ásmundur er þar með kom- inn í milliriðil, sem fram fer á morgun. Beztum tíma í und- anrásum náði Þjóðverjinn Fútter, 10,7 sek. Vilhjálmur úr leik. í þrístökkinu, sem fór fram samtímis undanrásum (100 m. hlaupsins), var Vilhjálmur Einarsson eini þátttakandi ís- lands. Til að komast í aðal- keppnina, sem fram fer á morgun, þui-ftu keppendur að ná 14,50 m. Af 22 keppendum náðu aðeins níu lágmarkinu og beztu stökki náði Rahkamo, Finnlandi, 15,06 m. Vilhjálmur mistókst atrennan í tveim fyrstu stökkunum, en í síðasta gekk betur og stökk hann þá 14,10 m., sem skipaði honum í sautjánda sæti þrístökkvara í Evrópu. Sorgarleikur í Maraþonhlaupinu. Við skildum við Maraþon- hlauparana, er þeir hurfu sjón- um á leikvanginum. Fréttir bárust af gangi hlaupsins með skömmu millibili. Tveir Rússar, Filin og Grischaev skiptust í um að halda forystunni lengst- um. í hóp, sem fylgdi fast eftir voru Finnarnir Puolakka og Karvonen, ásamt Svíanum Jan- son. Fyrstur inn á völlinn kom Filin, en hann var svo ringlað- ur, að hann hljóp í öfuga átt, og áður en honum yrði komið í skilning um mistökin, hafði hann hlaupið 100 m., sem urðu dýrkeyptir. Því nú komu Finninn Karvonen og Grisch- aev og hlupu í rétta átt. Aum- ingja Filin, sem verið hafði hundrað metrum á undan var nú orðinn jafn langt á eftir. — Sigurinn féll í skaut Karvonen, annar varð Gischaev og aðeins þriðja sæti hlaut Filin, sem hafði haft forystuna, og að lík- indum nægilegt forskot til sig- urs, er inn á völlinn kom, ef hann hefði ekki gert þessi slæmu mistök. Fjórði varð svo Svíihn Janson. Zatopek nálægt heimsmeti. Sú keppni, sem dregið hafði flesta áhorfendurna á völlinn í dag, var án efa 10000 m. hlaupið. Gat nokkur staðið tékknesku eimreiðinni á sporði eða mundi hann vinna jafn glæsilega og áður? Hörðustu keppinautar Zatbpeks; voru Ungverjinn KovacS, sem sigraði hann í landskeppni fyrr í sumar og Þjóðverjinn Schade. Ekki leið á löngu unz þessir þrír og Englendingurinn Sando, sá sem varð fimmti í 10 km. hlaupi á Ólympíuleikunum 1952, þótt hann yrði að hlaupa berfættur á öðrum fæti 8 km. voru fyrstir. Zatopek jók stöð- ugt hraðann, og aðeins Schade reyndi að fylgja honum eftir þegar hlaupið var hálfnað. — Þegar 3 km. voru eftir reynd- ist honum þetta þó ofviða, og Zatopek geystist áfram fylgd- arlaust, en fór þó öðru hverju fram úr hinum lakari, er orðnir voru heilan hring á eftir hon- um. Tíminn var mjög góður og horfur á nýju heimsmeti. Svo reyndist þó ekki vera, en að- eins 3,8 sek vantaði upp á. — Keppnin um annað sætið harðnaði hinsvegar fljótlega, er Schade hafði gefist upp á að fylgja Zatopek. Kovacs og Sando náðu honum brátt fylgd- ust þeir að þrír, þar til einn hringur var eftir. Allir gerðu nú sitt ítrasta og var það ekki fyrr en á síðustu hundrað metrunum að ljóst var að Kovacs náði öðru sæti, Sando þriðja og Schade aðeins fjórða. Tíminn var mjög góður hjá öllum. 1. Zatopek, Tékk. 28 mín. 58.0 sek. 2. Kovacs, Ung. 29 mín. 25,8 sek. 3. Sando, Bretl. 29 mín. 29,6 sek. 4. Schade, Þýzkal. 29 mín. 32,8 sek. Zatopekova færði einnig heim gull. Kona Emils Zatopek er ekki mikill eftirbátur manns síns. Hún varð Ólympíumeistari 1 spjótkasti 1952 og nú lét hún ekki heldur sitt eftir liggja og vann aftur glæsilegan sigur i sinni grein. Úrslit spjótkasts kvenna: 1. Zatopekova, Tékk. 52,91 m. 2. Roolaid, Sovétr. 49,94 — 3. Korjajeva, Sovétr. 49,49 — 4. Kruger, Þýzkaland 47,39 — Undanrásin lofa góðu. í öðrum greinum hafa aðeins farið fram undanrásir, en árangurinn þar lofar góðu um úrslitin. I hástökki kvenna fóru allir þátttakendur yfir lág- markshæðina 150 m. í 110 m. grindahlaupi náði Lorger, Júg. bezta . tíma 14,5 sek. og þrír næstu voru Rússarnir Bulan- chik og Slojarov, ásamt Eng- lendingnum Parker, allir með 14,7 sek. Á 400 m. voru beztir Hell- sten, Finnl. og Hegg, Sviss, 47,7. sek. og þrír til hlupu undir 48 sek. Og í 800 m. hlaupi náðu Hewson Engl. og Boysen, Noregi, 1 mín. 50,2 sek. Smáþjóðirnar eiga erfitt uppdráttar. Á þesSu móti er augljóst mál, að 'ámáþjóðir eins og Norður- löndin eiga við ofurefli að etja, þar sem eru stórþjóðir eins og Sovétríkin. Keppendur Norður- landanna koma að vissu leyti fram sem sameiginlegir full- trúar þeirra 20 milljóna, sem þau byggja. Það verða samt sem áður fulltrúar meira en tíu sinnum færri manna en fulltrúar Sovétríkjanna. Þeir Daninn Nielsen og Norðmaður- inn Boysen, sem báðir eru góð- ir 800 og 1500 m. hlaúparar, hafa af þessum sökum komið sér saman úm að keppa aðeins Orlof efnir til Rinarferðær. Ferðaskrifstofan Orlof efnir til ferðar um Rínarhéruð eftir viku og er þar um hálfsmánaðarferð að ræða. Ferðinni verðiir i stórum dráttum liagað sem hér segir: Áætlað er að leggja af stað með flugvél þann 8. september til Kaupmannahafnar og dvelja þar 3 nætur en siðan að aka yfir Jótland til Hamborgar. Þaðan verður svo haldið sem leið ligg- iu' til Bremen-Hameln gegnum Rulir til Köln, Bonn, Koblenz til Rúdesheim en þar verður aðal- bækistöð hópsins og farið þaðan i mislangar ferðir um Rínar- héruðin og Moseldalinn, m. a» verður komið til hinna vel- þekktu ferðamannabæja Bingen» Bernkastel, Wiesbaden, St. Goaiv Assmanshausen og siðast en ekki sizt hins undurfagra og forn- fræga háskólabæjar Heidelbei'g. Haustmánuðirnir, og þó eink- um september eru hentug'ur timi til ferða um Rinarbyggðir. Þá liafa vinþrúgurnar náð fullura þroska og vínuppskeran er í al- gleymingi. Ekið verður með nýrri og vel búinni langferðabifreið, en þeir sem liugsa til ferðar og komast vilja með eru beðnir að tilkynna þátttöku fyrir hádegi á laugar- daginn. á sinni vegalengdinni hvor. — MeS þessum útreikningi má vera að Norðurlöndin geti mælt sig eitthvað við stórveldin. Löndunum líður vel. í Mágglingen, sem er einnar stundar ferð með lest frá Bern og tíu mínútna ferð með dráttarbraut upp á þúsund metra hátt fjall, hefur íslenzku þátttakendunum verið fenginn dvalarstaður. Mágglingen er nýbyggð íþróttastofnun. Þar eru tveir æfingavellir, leik- fimishús, sundlaug og mjúkir skógarstígar, þar sem æfa má upp styrkleika og mýkt fyrir átökin í keppninni. Þarna eru ásamt landanum saman komnir þátttakendur frá Bretlandi, Danmörku, Austurríki, Júgó- slavíu, Hollandi, Portúgal' og smáríkinu Lichtenstein. Matur- inn er ágætur. Þátttakendur géta heimsótt lcékni stofnunar- innar, ef éitthvað amar að þeim. Samlyndi okkar manna er með afbrigðum gott, og þeir gera að gamni sínu og skemmta sér við spil og samræður, unz gengið er til sængur, snemma. Enginn er taugaóstyrkur um of, en hugsar með alvöru til þeirrar stundar er hann skal gera sitt bezta fyrir heiður íslands. Rúnar. Guðmundur skáld Böðvarsson flmmtugur í dag. Guðmundur skáld Böðvaás- son á Kirkjubóli í Hvítársíðui er 50 ára í dag'. Guðmundur er löngu þjóð- kunnur af kvæðum sínum og er : ; 1 hann meðal beztu ljóðskálda þjóðarinnar. Hann hefur gefið út fimmi ljóðabækur: Kyssti mig sól 1936, Hin hvítu skip 1939, Álf- ar kvöldsins 1941, Undir ótt- unnar himni 1944 og Kristall- I inn í hylnum 1953. Beztu úrin hjá Bartels Lækjartorgi SÍJMÍ fcílð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.