Vísir - 01.09.1954, Blaðsíða 8
VÍSIR er ódýrasta blaSið og þó þaS fjöl-
breyttasta. — Hringið í síma 1668 og
gerist áskrifendur,
Þeir sem gerast kaupendur VfSIS eftir
10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til
mánaðamóta. — Sími 1660.
Miðvikudaginn 1. september 1954
Frömdii fjögur innhrot og iögðu
síðan upp vestur á Mýrar.
Saga bílþjófanna, sem handteknir
voru í Borgarfirði fyrir helgina.
Bílþjófarnir f jórír, sem lög- ;
a-eglan handsamaði í Borgarfirði
sl. föstudagskvöld eiga nokkura
Æorsögu að baki sér því að bæði
nóttina sem þeir lögðu héðan1
úr bænum og eins nóttia áður
Siöfðu 'þeir verið all atfiiafna-
samir og látið talsvert til sín
itaka.
Aðfaranótt fimmtudagsins
26. þ. m. höfðu þrír Borgar-1
f jarðarfaranna í félagi við,
ijórða piltinn, sem ekki tók
þátt í ferðinni nóttina eftir,
Tbrotizt inn á þrem stöðum hér í
bænum. Var það í Bílabúðina
i Einholti 2, verzlunina Þrótt í
Samtúni 11 og félagsheimili
IFram fyrir norðan Sjómanna-
skólann. Á síðastnefnda staðn-
vim ollu þeir verulegum
skemmdum og brutu m. a. niður
þil að salerni ásamt þvottaskál
og var það gert í því skyni, að
auðvelda ferðina um önnur sal-
arkynni hússins.
í þessum þrem innbrotum
áskotnaðist fjórmenningunum
rösklega 400 kr. í reiðu fé og
auk þess nokkuð af vindling-
um.
Árangurslaus
þjófnaðartilraun.
Sömu nótt gerðu þeir tilraun
til þess að stela bíl og gátu fært
liann nokkuð úr stað, en aldrei
komið honum í gang. Var það
ætlan þeirra, að fara eitthvað
upp í sveit í farartækinu, en
þar sem vél bílsins komst aldrei
í gang varð ekkert úr ferðinni í
það sinn.
Daginn eftir var þýfið notað
til áfengiskaupa og um kvöldið
og nóttina sezt að drykkju.
Hér ber þess að geta, að einn
f jórmenninganna skarst úr leik,
en nýr maður bættist í hópinn
í hans stað og með honum var
lagt upp í ferðina löngu — upp í
Borgarfjörð.
Þegar piltarnir voru orðnir
hressir af víninu fannst þeim
þeir þurfa að aðhafast eitthvað
og töldu aðgerðaleysið leiðin-
legt. Kom þeim þá saman um
að gaman væri að skreppa til
Akureyrar, en til þess þurftu
þeir að sjálfsögðu farartæki.
Jeppanum
:stoiið.
En áður en leitin að farar-
tækinu hæfist var ákveðið að
leita annarra fanga og í því
skyni var brotizt inn í sumar-
fiandaríkjastjórn sendir
Tékkum reikning.
Bandaríkjastjórn hefur sent
fékknesku stjórninni reikning
upp á 278 þús. dollara fyrir
bandarísku flugvélina, sem
'Tékkar skutu niður 10. marz
1953. Orðsending upp á 22 bls.
var send með sem fylgiskjal.
Tékkar hafa viðurkennt að
hafa skotið niður flugvélina, en
segjast hafa gert það í sjálfs-
vörn. Fyrir flugvélina sjálfa er
krafist 235 þús. dollara, en hitt
bætur vegna flugmannsins. —
Málinu verður skotið til Haag-
•dómstólsins neiti Tékkar að
iborga.
bústað fyrir sunnan Bústaða-
veginn. Að því búnu hófst ieit
að góðu farartæki og þá va.r
það sem þeir fundu jeppann
við Hæðargarð og völdu hann
til fararinnar. Rendu þeir við
svo búið að sumarbústaðnum
aftur og tóku úr honum ferða-
útvarpstæki, kvenarmbandsúr,
frakka og hníf einn mikinn og
góðan. Með þetta vegarnesti
var lagt af stað áleiðis norður
í land og haldið sem leið lá fyr-
ir Hvalfjörð og upp í Borgar-
fjörð.
Áður en þeir lögðu af stað,
en það var síðla nætur, höfðu
þéir uppi ráðagerðir um það, að
skipta um númer á bílnum,
þannig að ef þeir sæju mann-
lausan bíl einhversstaðar á leið-
inni, þá að skrúfa skrásetning-
arnúmerið af honum og á sinn
bíl, en skilja númer jeppabílsins
eftir á honum í staðinn. Þetta
komst þó aldrei í framkvæmd.
Þegar fjórmenningarnir komu
noi’ður fyrir Hvalfjörð lögðu
þeir leið sína út á Akranes og
keyptu þar benzín á bílinn fyr-
ir skotsilfur það, sem þeir höfðu
á sér. Að svo búnu var haldið
áfram áleiðis norður, en er þeir
komu á vegamót þar sem leiðir
norður og vestur skiptast kom
þeim til hugar að skreppa vest-
ur á Mýrar, því þar átti einn
beirra félaga kunningja. Varð
það að ráði og þegar kom vest
ur að Arnarstapa voru þeir
orðnir benzínlausir. Fengu þeir
bá lánaða 10 lítra af benzíni,
en héldu síðan enn lengra vest-
ur og fengu þar einhversstaðar
hjá góðu fólki lánaða 35 lítra
af benzíni til viðbótar og auk
þess eitthvert skotsilfur.
Bóndi féll
á veginn.
En þegar þeir komu að Arn
arstapa í bakaleið hafði bónd
inn þar orðið þess áskynja í
millitíðinni, að farartæki þeirra
félaga var stolið og var hann
búinn að hafa tal af rannsókn-
arlögreglunni í Reykjavík. Ætl-
aði hann nú að stöðva bílinn og
opnaði bílhurðina, en er þeir
fjórmenningar urðu erindis
bóndans varir óku þeir þegar
af stað með opna hurðina og
skeyttu því engu þótt bóndi
félli á veginn. Sem betur fór
meiddist hann ekki og gerði þá
lögreglunni í Borgarnesi að-
vart. Fór hún á bíl á móti þjóf-
unum og fann bílinn, en mann-
lausan því þeir höfðu séð sitt
óvænna, yfirgefið bílinn og
falið sig í kjarri skamm frá
veginum.
Um kvöldið fundu lögreglu-
mennirnir samt piltana fjóra
og höfðu þeir farið vegleysur,
vaðið mýrar og voru orðnir
blautir, illa til reika þreyttir og
svangir. Var farið méð þá til
Borgarness þar sem þeim var
gefið að borða, en síðan hýstir í
fangageymslu lögreglunnar á
staðnum. Sótti lögreglan í
Reykjavík þá morguninn eftir
og hafa þeir nú játað brot sín
og skýrt frá málavöxtum öll-
um.
Piltar þessir eru á aldrinum
15—18 ára.
Nýlega var utanríkisráðherra
Pakistans, Muhammad Zafrulla
Khan á ferð £ Kaupmannahöfn.
Myndin er af lionum.
1800 sýniiigarað-
ilar frá 29
Striplingar efna til heimsþings
í Vínarborg.
Létu gláp Itussa ^kki á sig íá —
eu flýðu mývarginn.
Einkaskeyti frá AP. —
Vínarborg í gær.
Um helgina var efnt hér til
fjórða albjóðabings striplingá,
og sátu bað fulltrúar frá 12
Vestur-Evrópuþjóðum.
Þingið hafði fengið Dádýrs-
eyju, sem er í Dóná til þing-
haldsins, og var uppi fótur og
fit umhverfis eyjuna, þegar
Og einn frá íslandi.
Frá fréttaritara Vísis.
Stokkhólmi á mánudag.
Stærsta vörusýning Norður-
landa, St. Eriksmassan í Stokk-
hólmi, var opnuð síðastliðinn
laugardag, sú tólfta í röðinni.
Sýningaraðilar eru 1800 frá 29
þjóðum. Um helmingur þátttak-
enda er frá Sviþjóð, en frá Vest-
ur-Þýzkalandi eru flestir erlend-
ir þátttakendur, eða 82. Þá er og-
mikil þátttaka frá' Austur-Ev-
rópuþjóðunum, einkum hvað við-
kemur sýningu þungaiðnaðar.
Á sýningunni erú um 500 vöru
tegundir. Mestar eru leikfanga-
sýningarnar og eru í þeirri vöru-
grein 55 sýningaraðilar.
Eins og áður er sagt, er þetta
12. St. Eriksmássan, sem haldin
er. Sýningin er 12 sinnum stærri
en sú fyrsta. Það eru 12 sýning-
arálmur, 120.000 aðgöngumiðar
ltöfðu selst fyrirfram, um 12,000
manns starfar beint eða óbeint
við sýninguna og vörurnar, sem
sýndar eru, eru tryggðar fyrir
samtals 12 milljónir króna.
Eini íslenzki sýningaraðilinn
er Vinnufatagerðin.
Fyrsta löndun í Þýzka-
landi á laugardag.
Nokkrir togarar hafa nú byrj-
að veiðar fyrir Þýzkalandsmark-
að.
Seltir fýrsti togarinn í Þýzka-
landi næstkomandi laugardag en
það er Röðull. Gert er ráð fyrir
að í septembermánuði landi þrír
togarar í viku í Þýzkaíandi, en
þegar kemur fram í október
verður þeim væntanlega eitthvað
fjölgað.
Handtékur h|á
Egyptum.
Einkaskeyti frá AP. —
Innanríkisráðherrann hefur
tilkynnt, að teknir hafi verið
höndum 16 forsprakkar úr
Bræðralagi Mohammeðstrúar-
manna.
Alls hafa verið handteknir
síðan á föstudag s.l. um 40
forsprakkar bandalagsins. —
Ríkisstjórnin sakaði bræðralag-
ið fyrir nokkru, kommúnista og
Zionista um samtök gegn sér
og þjónkun við erlenda hags-
muni.
Bóndí finnst látinn við
bæjarlækinn.
S.l. sunnudagsmorgun fannst
bóndinn að Gröf í Beykholts-
dal, Þorsteinn Sigurðsson, ör-
endur skammt frá bæ sínum,
lá hann við bæjarlækinn.
Kvöldið áður hafði Þorsteinn
farið á skemmtun að Logalandi
og skömmu eftir miðnætti hélt
hann heim á leið gangandi.
Ekkert er vitað um ferðir hans
fyrr en hann’ fannst á sunnu-
dagsmorguninn þar sem hann
lá örendur við bæjarlæk sinn.
Ekki er vitað með vissu hvern-
ig slysið bar að en fregnir
herma að annað hvort hafi
hann fallið og meiðst á höfði
eða hann hafi fallið í öngvit
um leið og hann hafi fengið
sér að drekka úr bæjarlækn-
um.
Þorsteinn var miðáldra mað-
ur, vinsæll og vellátinn að öll-
um sem til hans þekktu.
Þjófur í alira
kvikinda liki.
Einkaskeyti frá AP. —
London í gær.
Lögreglan er að verða „grá
hærð“, eins og sagt er, yfir
einum slyngasta þjóf, sem vart
hefur orðið við um langan ald-
ur.
Bregður hann sér í ýmis
gerfi, þykist vera viðgerðar-
maður af einhverju tagi, og
kemst þannig inn í íbúðir
manna, meðan fólk er heima —
brýzt aldrei inn. Hefur hann
frá áramótum stolið skartgrip-
um af efnafólki fyrir yfir
60,000 sterlingspund.
þingmenn komu á þingstaðinn,
afklæddust og héldu á ,,þing-
völlinn“. Rússar klifu upp í
tré á báðum bökkum og beittu
þeir óspart sjónaukum, til þess
að sjá þetta vestræna fyrir-
birgði sem allra- bezt.
Þingheimur lét þetta ekki á
sig fá, en á öðrum degi kom
fyrir atvik, sem neyddi flesta
þeirra til að hypja sig sem
skjótast í spjarirnar. Umhverfis
eyjuna eru nefnilega mýra-
flákar, sem eru hinn bezti upp-
eldisstaður fyrir mýbit, og
settist mývargurinn að þing-
heimi, svo að menn sáu sitt ó-
vænna, og gerðu þeir kaup-
menn borgarinnar, er hafa til
sölu allskonar smyrsl og olíu,
sem eiga að verja menn mý-
biti, mikla verzlun.
Annað helzta málefni þings-
ins fjallaði um alþýðumenntun
og skapgerð, og hver áhrif það
hefur á hvort tveggja, að menn
kasti af sér klæðum við og við,
en hitt var áhrif striplingastefn
unnar á bætta sambúð í al-
þjóðamálum. í síðara máli var
samþykkt áskorUn um, að for-
vígismenn stórþjóðanna hittist
„létt“klæddir, er þeir ræði
vandamálin, því að þá muni
ekki reynast erfitt að finna
lausn þessara mála.
TL’f'
Ók yflr tófu á
Reykjauesbraut
I nótt var bifreiðarstjóri á
leið frá Keflavík til Reykja-
víkur. og ók hann yfir tófu á
veginum með þeim afleiðingpim
að tæfa lét lífið.
Mun þetta hafa skeð á f jórða
tímanum í nótt og skýrði bif-
reiðarstjórinn svo frá að hann
hefði séð tófu hlaupa eftir veg-
inum. Þvældist hún fyrir bíln-
Um unz hún varð undir honum
og beið bana.
Er þetta í annað skiptið á
skömmum tíma sem tófa verð-
ur fyrir bíl á Keflavíkurleið.
Ölvun við akstur.
í nótt var ölvaður bílstjóri
tekinn við akstur. Annar mað-
ur var tekinn, sem var ölvað-
ur á reiðhjóli. Lék grunur á að
hann myndi hafa tekið hjólið
í heimildarleysi og var hann
j settur í fangageymslu. — í
fyrradag var ölvaður maður
tekinn við akstur,
Batidaríkin enn andvíg aðild
Pekingstjórnar ab Sþ.
Einkaskeyti frá AP.
New York í morgun.
Einn af fulltrúum Bandaríkj-
anna á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna sagði hér í gærkveldi,
að afstaða Bandaríkjanna varð-
andi aðild kommúnista í Kína að
samtökum S. þj. væri óbreytt.
Ummæli þessi viðhafði hann í
tilefni af samþykkt utanríkisráð-
herra á fundi í Reykjavík, þar
sem þeir lýstu yfir því, að æski-
legt væri áður en langt um liði
að Pekingstjórnin fengi sæti hjá
Sameinuðu þjóðunum.
Þess er minnzt, að Henry Ca-
bot Lodge, aðalfulltrúi Banda-
ríkjanna á vettvangi Sameinuðut
þjóðanna, sagði fyrir skemmsttt
að aðild hins kommúnistiska
Kína að samtökum S. þú. gætil
ekki komið til mála fyrr en Kór-
ea hefði vérið saméinuð á lýð»