Vísir - 04.09.1954, Blaðsíða 1
44. árg.
Laugaidaginn 4. september 1954 | | i* j <
200. tbl.
3. sept. 1919 sást flugvél
fyrst í lofti yfir Rvík.
Þá hafftí verið stofnað flugféiag hér — flug-
majðurinn var enskur.
í gær, 3. september, voru 35
ár liðin frá því að flugöldin
gekk í garð hér á landi. Vísir
sagði svo frá fyrsta flugi hér-
lendis þ. 4. september 1919:
„í gær sást hér flugvél á lofti
í fyrsta sinn. Kom það að vísu
engum á óvart að sjá hana, því
að öllum var orðið kunnugt um,
að flugfélagið hafði fengið
Faber flugmann til þess að sýna
hér flug í sumar, en töluvert
fát kom þó á bæjarbúa, er þeir
heyrðu hvininn frá flugvélinni
í fyrsta sinn og sáu hana svífa
í > lof tinu.
Það hafði verið auglýst, að
flugvélin yrði sýnd almenningi
kl. 7% um kvöldið, en á 6. tím-
anum var hún komin í loft upp,
og var Faber þá að reyna hana
í fyrsta sinn eftir flutninginn.
Sveif hann í henni í marga
hringi og bylti sér í loftinu, en
bæjarmenn margir tóku að
streyma suður Laufásveginn og
Melana á leið til flugvallarins.
En áður en nokkurn varði, var
flugvélin lent aftur og komin
í hús.
Klukkan IV2 .var uppi fótur
og fit á bæjarmönnum og þyrpt
ust mörg hundruð manna suð-
ur á flugvöll. Þar var flugvél-
in fyrst sýnd þingmönnum og
meðlimum flugfélagsins inni í
skálanum, en síðan var henni
ekið út, og vissu menn, að nú
Famftogarmnitý
ágætismift?
Togarinn Ólafur Jóhann-
esson frá Patreksfirði kom
með fullfermi af karfa eða
um 360 tonn til Patreks-
fjarðar í gær eftir aðeins
viku útivist. Togarinn leitaði
fyrir sér á nýjum slóðum
og fann mið, sem geta haft
geysimikla Jþýðingu fyrir
veiðar í framtíðinni. Eftir
að togarinn hóf veiðar á
þessum miðum fékk hann
allt upp í 90 tonn af karfa
á sólarjiring. Karfinn var allt
að 40 ára gamall.
átti hún að hefja sig til flugs
í annað sinn.
En áður en það yrði, flutti
Garðar Gíslason heildsali stutta
tölu fyrir hönd flugfélagsins.'
Benti hann á, hve þýðingar-
mikið spor væri stigið, með því
að fá fyrstu flugvélina hingað
til lands, og hve mikla fram-
tíð flugsamgöngurnar myndu
eiga; skoraði fastlega á þing og
þjóð að taka höndum saman og
vinna að því, að slíkum sam-
göngum yrði sem fyrst komið
á hér á landi. Var ræðunni vel
tekið af áheyrendum.
Síðan hóf flugmaðurinn sig
á loft í flugvélinni í annað sinn
og laust upp fagnaðarópi frá
áhorfendum, er vélin lyfti sér
frá vellinum og sveif í loft upp.
Sveif hún nú um loftið nokkra
stund og bylti sér á ýmsa vegu,
unz hún lenti aftur, og lokið
var fyrstu flugsýningunni. í
kvöld verður aftur sýnt flug
hér í bænum kl. IVz sbr. aug-
lýsingu hér í blaðinu, og verða
þá vafalaust margar þúsundir
áhorfenda á flugvellinum“.
Bát hvolfir á
Hafravatni.
Síðdegis í gær hvolfdi bát
uppi á Hafravatni í Mosfells-
sveit.
Einn maður mun hafa verið
í bátnum er óhapp þetta vildi
til og var lögreglunni í Reykja-
vík strax gert aðvart er slysið
varð. Var sendur björgun-
arleiðangur héðan úr bænum,
en áður en hann komst upp
eftir hafði bátsverji svamlað til
lands og varð ekki séð, að hon-
um yrði meint af volkinu.
@ Franska stjórnin kom sam-
an á fundi í gær, eftir að 3
ráðherrar, sem fylgjandi
voru Evrópusáttmálanum,
höfðu beðist lausnar.
Nehru heimsækir
Chou En-Iai.
Einkaskeyti frá AP. —
Nýju Dehli í gær.
Nehru forsætisráðherra Ind-
lands hefur tilkynnt, að hann
ætli í opinbera heimsókn til
Kína.
Þessi Kínaferð Nehrus verð-
ur að líkindum farin í næsta
mánuði og með henni endur-
geldur hann heimsókn Chou
En-Lai sem kom til Indlands,
er hann kom heim af Genfar-
ráðstefnunni, og bauð Nehru
þá heim.
Nehru kveðst fara í vináttu
skyni og sem góður nágranni.
6 fyrrverandi franskir for-
sætisráðherrar hafa lýst yf-
ir, að þeir muni aldrei greiða
atkvæði með endurvígbún-
aði Þýzkalands.
Ráðstefna um ný-
lendur Portúgal.
Einkaskeyti frá AP. ■—
Nýju Dehli í gær.
Ráðstefna um portúgölsku
nýlendurnar hefst að líkindum
eftir helgina.
Indlandsstjórn hefur fallist á
að senda fulltrúa á ráðstefnu
með Portúgalsmönnum um ný-
lenduágreininginn, falli Portú
galsmenn frá fyrirfram settum
J skilyrðum. Gert er ráð fyrir,
að ráðstefnan hefjist á þriðju-
i dag næstkomandi.
Miklar handtökur í Iran.
1T111 ÍOOO kommánistar handteknii*.
Sporhundur finnur týndan
sjúkhng frá Kleppi.
Maðurinn hvarf frá Kleppi í fvrra*
kvöld og lagði til ijalla.
I fyrrakvöld týndist sjúkling-
ur af Kleppi, Jón Magnússon
að nafni frá Englandi í Lunda-
reykjadal.
Lögreglan leitaði mannsins
en árangurslaust. Hinsvegar
bárust henni fréttir af manni
undarlegum í háttum, sem
berjafólk taldi sig hafa séð upp
við Stardal í Mosfellssveit.
Lögreglan fór þess þg á leit
við Flugbjörgunarsveitina í
Reykjavík að hún lánaði spor-
hund sinn og fór Úlfar Jacob-
sen af hálfu Flugbjörgunar-
sveitarinnar með hundinn og
ásamt tveimur lögregluþjónum
upp að Stardal.
Áður en sjálf leitin hófst var
hundurinn látinn þefa af kodda
sem hinn týndi maður hafði
áður sofið við. Að því búnu
tók hundurinn á rás og eftir
alllanga hríð fann hann marin-
inn, sem kominn var hátt til
f jaÚs og var þá orðinn illa til
reika og mjög kaldur. Var hann
aðeins klæddur samfesting utan
yfir skyrtu, sokkalaus í striga-
skóm, berhöfðaður og vettl-
in^alaus. Skalf hann eins og
hrísla er að honum var komið.
Taldi Úlfar Jacobsen í við-
tali við Vísi í gærkvöld að
hann hefði talið með öllu von-
laust að finna manninn ef ’
hundsins hefði ekki notið við.
Og eftirir útliti og ásigkomu-
lagi mannsins í gær, er hann
fannst taldi Úlfar vafasamt að
hann hefði lifað þessa nótt af
líka. i
Maðurinn hresstlst fljótlega
við er honum hafði verið
hjúkrað. í
1000 kw. rafveita fyrir
Hólmavík opnuð í dag.
Var fullgeri í desember — aflur kostnadur
5,8 mítljdmr króna.
Einkaskeyti frá AP.
Teheran í morgun.
Undanfarna sex daga hefur
ríkisstjórnin látið handtaka um
1000 manns, kommúnista og
menn hlynnta þeim.
Voru flestir þessara manna
handteknir um síðustu helgi, og
var þá nær eingöngu um menn
úr her og lögreglu að ræða. Hafði
upplýsingaþjónusta ríkisstjórnar-
innar haft illan bifur á einum
foringja lögreglunnar um skeið,
og er húsrannsókn var gerð hjá
honum, kom i ljós, að hús hans
var miðstöð kommúnista. Lágu
þar fyrir margvísleg skjöl, sem
sönnuðu undirróður kommúnista,
svo og voru þar nafnalistar yfir
þá menn, sem kommúnistar töldu
sér óhætt að treysta, ef þeir
efndu til byltingar í landinu.
1 hópi hinna handteknu eru
margir hátt settir foringjar í
hernum, meðal annars hershöfð-
ingi og margir ofurstar. Margir
all-háttsettir lögregluforingjar
hafa einnig verið teknir hönd-
um.
Leyniþjónusta rikisstjórnar-
innar hefur látið svo um mælt,
að hinir hándteknu hafi verið
meira eða minna flæktir í áform
tim að steypa stjórninni og gera
náið bandalag við Rússland.
Árið 1949 heimilaði Alþingi
ríkisstjóminni að láta virkja
allt að 1400 hö eða um 1000 kw.
í Þverá úr Þiðriksvallarvatni
við Hólmavík og leggja aðal-
orkuveitu þaðan til Hólmavik-
ur.
Snemma árs 1951 var Raf-
magnsveitum ríkisins falið að
framkvæma þetta verk og var
ákveðið að virkja fyrst í stað
500 kw. en gera þrýstivatns-
pípuna fyrir 1000 kw., svo ekki
þyrfti síðar að gera arrnað en
stækka húsið og bæta við ann-
arri vélasamstæðu.
Árið 1951 pöntuðu rafmagns-
veitumar öll tæki til virkjun-
arinnar og um haustið sama ár
var byrjað að sprengja 200 m..
langan skurð úr vatninu ■ og
annaðist ABF h.f. það verk. Var
framk. haldið áfram þar
til stöðin tók til starfa í desem-
ber sl. Á þessu sumri hefur ver-
ið unnið að endanlegum frá-
gangi og má nú heita að verk-
inu sé lokið.
Virkjunin.
Ofantil í gljúfri Þverár, þar
sem hún rennur úr Þiðriks-
vallarvatni er byggð 34 m. löng
og 10 m. há stífla, þar af 17 m.
löng bogastífla og er það fyrsta
stífla sinnar tegundar hér á
landi. Hækkar yfirborð Þið-
riksvallarvatns úr 73 metrum
y. s. í 76 m. Auk þess er eins og
áður er getið sprengdur skurð-
ur úr vatninu og má með þessu
hvorutv. ná 4,5 m. vatnsborðs-
breytingu en við það fæst góð
miðlun. Stíflan er þó þannig
gerð að síðar má bæta ofan á
hana og þannig auka miðlun-
ina, þegar stöðin verður stækk-
uð, ef með þarf.
Frá aðalstíflunni liggur 638
m. löng þrýstivatnspípa niður
að stöðvarhúsinu, sem stendur
um 300 m. fyrir neðan Þverá,
þar sem hún rennur í Húsa-
dalsá. Pípan er járngirt tré-
pípa 120 mm., að innanmáli,
gerð fyrir tvsér 500 kw. vélar.
Stöðvarhúsið er rösklega
100 m^ ,að stærð og í því er
komið fyrir einni 500 kw. „yéla-
sgtnstæðu m. m. :
Frá virkjuninni liggja tvær
háspennulínur, önnur til bæj-
anna Víðidalsár og Hnitbjarga
og er það byrjun á línu um
Kirkjubólshrepp, en hin tii
Hólmavíkur og er sú lína 4 km.
að lengd.
Allur bókfærður kostnaður
var 31. ágúst 1954 samtals
5.856.000 kr.
Samkvæmt þessu er sjálfur
virkjunarkostnaðurinn um 9000
kr. á kw. Sé áætlað að 500 kw.
viðbótarvél ásamt húsi kosti
1,5 millj. kr. verður virkjunar-
kostnaður við fullvirkjun um
5000 kr. á kw. Er það tiltölu-
lega lágur stofnkostnaður miðað
við virkjuftarstærð enda að-
staða til virkjunar góð. (Skv.
upplýsingu frá Eiríki Brieni
rafmagnsveitustjóra, ,