Vísir - 04.09.1954, Blaðsíða 5

Vísir - 04.09.1954, Blaðsíða 5
l.augardaginn 4. september 1954 V ? S1R 21** Sitfuni JlMtitlsiuind: Snmardagar í æskn iiiiimi Berfiskuininningar f rá Sjólandi. Höfundur eftirfarandi rit- gerðar, Sigurd Madslund, er taiinn nieðal beztu skálda Bana af yngri kynslóðinni. Hann er 35 ára gamall, fæddur í Danmörku og á þar heima, en er íslenzkur í móðurætt, systursonur Sig- urgeirs heitins Sigurðssonar biskups. Sigurd hefur verið hér í nokkrar vikur ásamt konu sinni og móður, en fer í dag til Danmerkur. Grein þessi var ílutt sem erindi í ' útvarpið síðastliðið mið- vikudagskvöld. Ótalmargar minningar á eg um sumardaga sem eg lifði fyrrum. Oft voru þeir hver öðrum líkir. Eg vakna. Sólin skín á trégólfið. Það glampar á það þar sem fernisinn er óslitinn af. Flugur suða á gluggakarminum við opna rúð- una. Andvarinn tekur í glugga- tjaldið og veifar því inn í stof- una og blærinn sem í senn er hlýr og svalur, þvær mér í framan. Hvaða ár gerðist t*tta, og hvar var eg staddur. likki veit eg það, enda má það einu gilda, þá var eg ungur, frá átjánda ári til tuttugasta og fimmta, og þetta gerðist í Danmörku, á norður Sjálandi og líklegast í Rungsted. Eg ligg þarna í rúmi mínu í björtu veðri á sumarmorgni, teygi mig, anda djúpt að og frá. Mér er heitt í hamsi og þó svalt, líður vel og þykist fær í flestan sjó. Eg sparka í rúmgaflinn og tek höndum um rimlana höfða- gaflsmegin og ýti fast á svo vöðvarnar í baki, á herðum og handleggjum kreppast en blóð- ið streymir til hjartans svo mér sortnar fyrir augum. Skuggar af blóðkornum þjóta um nethimnu augans.. Svo sleppi eg tökum og fer að horfa út í daginn. Hvað er það af draum- um sem að mér sækir, meðan flugurnar sveima og suða og fólkið í húsinu fer á kreik. Hvað er það sem unglingsmanni verður helzt hugsað til svo engu sé sleppt. Ætli það séu ekkj stúlkurnar, já ætli ekki það? Eg velti mér nú á allar hliðar í bólinu mínu og sezt síðan framan á, nudda stýrurnar úr augunum og strýk framan úr mér leyfarnar af syfjunni, mig svíður í andlitið eftir allt sól- skinið í gær. Síðan sezt aftur að mér syfjan svo eg get ekki haft mig upp, en dreymir eg sé úti á víðu hafi björtu, í opn- um báti. Þar sit eg nakinn nið- ur að beltisstað og held um istjórnvölinn. Eg er einn. Er eg úti á Miðjarðarhafinu, eða hvar er eg staddur? Einhvers- staðar í fjarska sér til fjalla. Sjór, fjöll, og sólskin. — Þetta eru mínar virktavinir. Löngu áður en eg hafði nokkurt fjall séð hafði eg fengi slíkt dálæti á fjöllum. Oft kom að mér sárasta eftirsjá eftir fjöllum og úthafi, þegar eg var stálpaður unglingur. Var þetta ættareðli, sem sagði til sín, var hið fjöll- ótta móðurland mitt ísland, að seiða mig til sín? Og mundi ekki blóð margra ættliða af fiskimönnum og sjófarendum renna mér í æðum, svo að það- an sé mér kornin þráin til sæ- fara? Var eg slíkur ljósvinur vegna þess hve áfátt er birtu í ættarlandinu? Hér sit eg unglingsmaður á sængurstokki, stíg fótum á volgt trégólf og er að dreyma um úthaf, fjöll og sólskin. Þá rekst fluga á hausinn á mér, harkalega, ærist af heift, ólmast fyrir framan hægra eyrað á mér með þeim mestu óhljóðum, sem fluga getur látið frá sér fara, unz eg ærist af heift sjálfur, fæli hana frá mér í vonzku og fer svo út til að þvo af mér syfjuna í volgu vatni. Sumardagar í æsku miirni. Þá var heitt í veðri og þá skein sólin glatt. Eg man þá morgna er eg var á vakki á malbornurn þjóðvegunum á Norður-Sjá- landi, og ilmur í lofti frá görð- unum með fram vegmutn, bý- flugur su.ðandi yfiv opnum blómvörum og suðið sameinað- ist birtunni og tíbránni í loft- inu. Hjartslátturinn örvaðist af eftirvæntingu og tilhlökkun.' Eg gekk stefnulaust og komst inn á götuslóða, hann var sundursprunginn af þurrkinum. þar skriðu svartar bjöllur fyrir framan tærnar á hvítu skónum mínum og maurar upp eftii skálmunum á buxunum mín- um. Eg rakst á einn og einn dauðan fugl, étinn af maurum og öðrum kvikindum. Á slíkurn dögum fékk dauðinn ekki náð taki á taugum mínum til að leika á þær lagið sitt hið skelfi- lega, sem þær ýla og ýskra undir. Þá var dauðinn sjálf- sagður hlutur, það lá við að hann væri líf en ekki dauði. Á meðan eg er að fara um þennan veg finnst mér náttúran öll verða að einu stóru tákni og ég hluti af því. Allt sam- einast í þessu tákni, sólin, dýr- in, grasið, landið. Já, sveitin. Mér hafa aldrei geðjast borgir, en sveitin geðjast mér. Sveitin, það er sú lifandi náttúra. Hvenær sem eg finn að eg hef gras undir fót- um, er sem eg givðist megin- gjörðum, eg, sem þó er fæddur og upp alinn í stórborg. Er eg slíkur sveitavinur vegna þess að faðir minn var af józkum bændum kominn í marga ætt- liði, er það þess vegna sem mig langar alltaf upp í sveit, og til þess sem í sveitinni grær, þess vinur: er eg. Því er það að þá er egngeng í gegnum þennan grasakur um hásumar ný- sprottinn unglingur, þá finnst mér eg að sönnu vera sveita- maður, og þetta er vissulega engin ímyndun, þetta breiða bak, þessir stinnu hnúar og þetta dræma göngulag, þetta er það, sem eg hef af lang- feðgum mínum, hinum józku bændum, en hitt, útþráin og dagdraumarnir, þráin til hafs og fjalla, er ugglaust arfur frá íslendingum, sem eg ef kominn af, aftur genginn í mér. Eg fer að horfa yfir engið. Það, er hitatíbrá yfir grasinu og höfgur ilmur af smáranum. Eg fer út af götunni og veð út í grasið. Við það kætist eg allur og kvikna við, fer að henda mér þúfu af þúfu, geng upp á hól og allt er kafið í grasi, eg leggst þar á bakið og fer að horfa upp í himininn. Stinn strá stingast gegnum skyrtuna mína og kitla mig. Andvarinn er hlýr og þægilegur. Eg horfi á himininn þangað til mig fer að sundla af allri þessari birtu. Eg skjmja ekki jörðina framar og finnst eg ekki hvíla á neinu, heldur finnst mér sem eg svífi og sé kominn inn í eilífð. Eg rétti út handteggina til flugs eins og vængi. Síðan flýg eg. Eg flýg eins og Eros, sem flýg- ur upp af Venusfjallinu. Þá stöðvast flugið og eg kemst aftur í samt lag. Stráin stinga mig lystilega, og ylnum, sem í moldinni býr, andar að mér eins og komi hann úr hlýju, röku móðurskauti. Mér rennur í brjóst, og á meðan þykir mér sem eg fljúgi upp og hlýir vindar lyfti mér. Eg stefni beint á sólina, þyrlast gegnum bláhvítan geiminn í áttina til þessa logheita hnattar. Eg þýt á fætur sveittur og brenndur af sólskininu, það svífa svartir blettir fyrir aug- um mér og eg staulast heim máttdreginn til að borða morg- unmatinn í þessari svölu, skuggsælu stofu, þar sem e£ hef ágætan matfrið. Já, sumardagar í æsku minni. Þetta voru árin eirðarlausu, því það fylgir æskunni. Ætíð var eg á sveimi í einhverjum garðinum. Drjúg er stundin frá hádegi til nóns, og þá er heit- ast. Þá er sofið á bæjunum í sveitinni. En eg geng um garð- inn minn léttklæddur eins og Afríkani; þeldökkur á kropp- inn og sveittur. Undir ávaxta- trjánum er svolítið skuggsælt, en þó er lítið svalara þar. Eg er á einlægu íði um garðinn eins og sá skógarguð, sem týnt hefur hljóðpípunni sinni. Það er þögn úti og inni og allsstað- ar nema í sjálfum mér. Hjartað slær þungu og hörðu slögin sín. Eg fer yfir í matjurtagarðinn bak við húsið, gái að tómötun- um og stikilberjunum, ribsinu og sólberjunum. Allir hlutir taka á sig einhverskonar konu- mynd fyrir augum mínum. Svo verð eg þreyttur á þessu randi og fleygi mér í garðstól og fer að bera mig að reyna að lesa, stritast við að handsama það sem vitrir menn kalla andann, en líkaminn heimtar að fá að sitja í fyrirrúmi í þvílikum hita. Eg verð heimskur, en jafnframt ergilegur og illur í skapi eins og naut sem togar í tjóðrið, plágað af flugum og ofstopa sínum. Loks get eg ekki setið kyrr lengur, en næ mér í buxur, skyrtu og baðföt, hrifsa reiðhjólið mitt úr geymslunni, sezt á bak því og er óðara kominn langan veg út á þessa mjúku dökku mal- biksvegi, þar sem tíbráin iðar í megnum tjöruþef. Fyrst stefni eg til skógar- ins og ríð inn í hann. Þar eru krókóttar götur með breiðum Sigurd Madslund. rásum eflir rigningarlækina, þeir skerast í odda og þarna inni milli stofnanna er svo svalt að svitinn kólnar á mér en jafnheitur er eg innvortis fyrir því og ríð hraðar og hraðar á hjólinu mínu um þessar götur milli trjánna. Greinar brotna undir hjólunum með snöggum skothvellum og þurrt laufið þyrlast upp að baki mér. Inni í skóginum er sægrænt í skím- unni og skiptist liturinn á við gula sólstafi, sem smjúga milli fingraðra burknalaufa, en und- ir þeim þjóta skorkvikindin í felur inn í rökkrið, eða geisl- arnir hitta fyrir litla tjörn og þá glyttir í þetta blágræna ferskvatnsauga í skógarbotnin- um dökkum og dimmum. Hér ríð eg hratt og léttilega úr Ijósi í skugga, úr skugga í Ijós. Sólin og skuggarnir af laufinu teikna í sameiningu myndir á vegginn, sem eg fer um. Allar hafa þær þenna yngismeyjarsvip, sem sífellt sækir að mér, hvít brjóst, grannleitt andlit, og hlæja við mér. Háir fótleggir sem hverfa með blænum. Hér er engan mann að sjá, og einveran þrýstir svo að mér, að og tek stefnuna út úr skóginum og út í sólbjartan sumardaginn. Eg býst við að þessi skógur liggi ofar en umhverfið, því þegar eg ríð niður að sjónum þarf eg varla að stíga í ístöðin, svo mér finnst því líkast sem eg sitji í svifflugu sem borin sé af hafrænunni. Eg þýt eins og kólfi væri skotið niður að sjónum, en sólin skín mér í andlit og bringu, sveifla mér yfir strandveginn, yfir hinn afmarkaða gangveg, stöðva hjólið og læt það velta á hlið- ina, fleygi mér svo á grúfu í sandinn og styð enninu að spenntum greiþunum. Hérna ligg eg í hitanum og er að hlusta á gjálfrið í öldun-.^ um, sem í sífellu eru að kóma að. Mér finnst eg bráðna allur eins og smjör á heitri köku. Jafnframt kemur upp í mér letin, sama er mér hvað fyrir kann að koma, ekki stend eg upp. Eg þykist vera orðinn að húðlötum blámanni á Gull- ströndinni, ellegar Spanjóla í Mexikó úti við Flóann. Síðan gufa eg upp og samlagast mistrinu sem hvílir yfir núna um nónbilið. Og þá þykir mér sem eg sé ekki lengur staddur á ströndum Sjálands, en vera þó þar, en ekki fremur en á hverri annarri heitri sólskins- strönd, hvár í heimi sém er. Sólskinið þurrkar út þessa ein- staklingsveru, sem eg held að sé eg, svo að eftir verður ekki annað en ungur maður, semi. hvílir á sjávarströndu. Ein- kenni hefur hann varla nein. Heldur er hann sem hver önnur skepna skaparans, honum er hlýtt og notalegt, hann er- þyrstur og vífinn. Síðan ekkÉ söguna meir. Eg velti mér vifp og fer að horfa yfir ströndina.. Sólin speglast í björtum bylgj- unum og ótal sandkorn úr kvarzi og glimmer gneista. Eg horfi yfir ströndina sem, liggur frá suðri til norðurs, breið flöt og björt eins ogf þornaður árfarvegur. Eg verS suðrænn í huganum af öllura. þessum hita og af að sjá alla þessa brúnu líkami nakta, liggjandi, gangandi, hlaupandi og á kafi í tæru vatninu. Ungvs mennirnir eru í þröngum bað- fötum. Þeir eru langstígir og hoknir í hnjánum, dimmradd- aðir og hláturinn dimmur og gjálpandi eins og öldur vii5 sand. Stúlkurnar rétta frá sér fæt- ur og handleggi svo að línarfc frá fingrunu lendir á brjóstinu, og frá tám að skauti. Þa5 glampar á hörundið. Þær sýn- ast vaxnar upp úr baðfata— bleðlunum. Og hér sit eg í sandinum og er að horfa á stóra stúlku, ljósai á hár og hörund. Hörundið ber lit af rafi og rjóma, með votfc af súkkulaði saman við. And- litið er ekki annað en mjúkur ávali og blóðdropi í. Sá blóð- dropi er munuiinn. Hún er S blárri kápu og tviskiptum bað- fötum gulum. Brjóstinn konia undan þessum oflitlum höldum, halla sér hvert að öðru og að* birtunni. Annan fótinn réttir hún beint fram en beygir hinu- hvasst um hnéð. Þessi stúlka vitrast þarna eins og útsprung- ið blóm, en af því virðist húnt ekki vita neitt, heldur hvílir hún þarna í birtunni eins og. ekkert sé. Hún er svo nærrá mér, að eg skil varla að hún> geti verið til. Hún er jafn lif- andi og jafn dauð og sá ávöxt- ur, sem dottinn er niður úr tré. Hún er nýsprottin, þrungirfe gróðrarmætti. Eg fæ aldrei nóg af að horfa á hana né hinar stúlkurnar, ' bæði hinar dökku og hinar ^ Ijósu. Þarna er ein svarthærí^ og dökk á hörund eins og kast- anía. Hún líður áfram fremur I en hún gangi. Hún vaggast £ | lendunum. Hver hreýfing felur í sér fyrirheit. Bg leggst niður og horfi á fætuf hennár hvernig, þeir hreyfaSt hiklaust og létt, það glýttir í ljósar iljarnar'1 þegar hún spyrnir fæti við á gön'Éunni, beygði hné og lyftu. Þetta er svo fallegt að sjá, ac£ mig sviður í hjartaræturnar. Þá kemur tveggja ára gömuli telpa utan frá, tifandi á óstyrk- , um fótum, öll rennblaut og I söndug. Hún réttir út frá sér hendumar til að halda jafn— , væginu og litlu hendurnar 1 ganga títt og ótt. Hún er fra og slétt á kroppinn eins og brún, eggjaskurn. Skammt þar frá og: fyrir utan mannþyrpinguna sé- 1 eg hvar roskin kona veður úfc i til þess að kæla á sér fæturna. og hefur stytt sig. Fæturnir ens. litlausir og bláæðarnar skína. í gegn eins og þéttriðið net. | En á þessum sumardögum j? æsku minni voru það hvorki. bömin né gömlu konurnar sem . mér þótti gaman að, heldur hin ! unga gjafvaxta stúlka. Á þess-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.