Vísir - 04.09.1954, Blaðsíða 6

Vísir - 04.09.1954, Blaðsíða 6
VlSIR Laugardaginn 4. september 1954 um sandi er slíkur urmull af þessari kórónu sköpunarverks- ins, að jafnvel hinn ríkasta kvennabúrseiganda mundi sundla við. Enda sundlar mig af hvoru- tveggja, kvennaskaranum og sólskininu. Eg fer í baðfötin og stekk út í sem snarast, fer á kaf og læt síðan berast hægt um þessar volgu grynningar, þar sem botninn er rakaður eins og þvottabretti. Eg syndi letilega og læt aðeins fljóta yfir mig eins og fiskarnir 1 akvaríinu. Hristi mig dálítið og skirpi út úr mér vatninu. Eg syndi eins hægt og mér er unt, líð hægt gegn um sjóinn og er að horfa á hvít ský hátt yfir og á daufbláan sólskins- himininn. Svo lít eg við og horfi út yfir hafið. Þar sem haf og himinn ættu að koma saman, skilur þau að mjó, dökk rönd af landi. Eg rétti hend- urnar beint út frá mér og þá finnst mér sem eg skynji hina bunguvaxnu lögun hafs og jarðar undir mér og út frá mér á löngu færi. Það færist yfir mig þýð og þægileg værð. Mig hefur rekið til hafs og eg heyri hláturinn í stúlkunum eins og dauft klukknahljóð úr löngum fjarska, stúlkunum sem eru að baða sig í grænleitu vatninu. Mér finnst ekkert liggja á. En allt í einu kemur upp í mér hræðsla. Hún þyrlast inn í vit- undina eins og sviptivindur fari yfir sléttan vatnsflöt og fylgi honum svartur skýskuggi! Eg verð hræddur við dýptina, sem sífellt er að aukast, sný mér við • í skyndi og syndi hratt bringusund unz ég tek niðri á rifi, síðan veð ég í land, ber fæturna eins og ég vaði aur, en fótsogin skerast öldótt í odda að baki mér. Síðan þramma ég rennblautur eftir ströndinni og þar situr þá stúlkan mín bjarta, horfir á mig qg brosir við mér, en ég myndast við.að brosa á móti. Ekki er ég alveg viss um nema hún sé sjónhverfing, þessi stúlka, sem áðan lá þarna svo grafkyrr sem væri hún gerð úr vaxi. Líklegra þykir mér, að hún sé hugarburður minn og gerð að geðþótta mínum og hafi heppnast svo mér líki. Og svo leggst ég fyrir í heitan sand- inn, loka augunum og læt sól- ina þurrka mig, en nú er hún þó gengin til vesturs. Það er tekið að kvölda, og hitinn er ekki ,eins sterkur, en þó fjgrri því a&vjlja víkja. Þeg ar ég er orðinn^úrr, klæði ég mig og ríð hjólinu mípu hægt heim. Eg skreiðist heim í garðinn og sezt í stól í skugga hússins, reyni að lesa í bók meðan ég bíð eftir mátnum, en árangur- inn verður heldur rýr. Lyktin af nýsoðnum matnum kallar á mig að borða. Meðan á máltíðinni stendur, vakna ég við og verð eins og ég á að mér að vera, og ég borða nýuppteknar kartöflur, nýtínd ber og kalda mjólk. Síð- an leggst ég á melluna, sem kall að er. Gegnum opinn gluggann berst hinn fyrsti svali gustur af útrænunni á þessu kvöldi. Síðan kemur kvöldið, en þó er bjart sem á degi væri. Sumardagur í æsku minni. — Það var þá, sem eilífðin lifði 1 tímanum, eilífð grasanna, ei- lífð endurtekninganna. Aldrei leiðist sumrinu góðverkin sín, aldrei leiðist því kraftaverkin sín, í hvert sinn eru verkin þess ný. Sumardagur í æsku minni. Þeir eru aldrei liðnir hjá. Þeir lifa enn í draumheimi, þar sem hvorki er breyting né breyting- arskuggi, hvorki upphaf né end ir, og þó á sér hver þeirra kvöld, þegar hvítir hálogar dagsins gulna og lækka í glóð niður og siðan ösku undir svört um katli næturinnar. Sumarkvöld í æsku minni. Eg leita aftur þangað sem ég fór fyrr um daginn. Fyrst fer ég út að sjónum. Þar er nú mannlaust með öllu. Öldurnar gjálpa syfjulega við uppfylling- una. Eg horfi yfir hafið. Niðri í djúpinu undir sléttum fletin- um eykst myrkrið. Hér og þar glóir rautt endurskin frá sól- inni, sem gengin er undir. Eða eru þetta marmennlarnir að kveikja á lömpum í neðansjáv- arhellum? Það þyrlast upp smá öldur á stöku stað og stíga dans. Eru þetta hafgúur Eyrarsunds að dansa við sækonungana, her toga Jótlandshafs. Eg heyri kliðinn í þeim utan frá hafn- argarðsendanum, en þar situr nú bjartleit stúlka og lætur fæt ur hanga út af og dinglar þeim. Hún réttir handleggina aftur fyrir sig, glennir fingurna og styður þeim á dökkt malbikið. Hárið, sem er gult eins og þrosk að korn á akri, hrynur um bak og herðar yfir stálbláa kjóln- um hennar. Hún horfir langt út í fjarskann. Er þetta stúlkan, sem mig var að dreyma í morg un, eða er það sú hin sólgullna, Það dregur upp bliku við sjóndeildarhringinn, það þjóta þar upp fjallháir bólstrar á- þekkir kvenlíkömum í laginu. Það er því líkast sem jörðin sé að fálma til himins, altekin af ást, þegar stjarnan kveikir fal- lega drauma, því ekki hæfir annað að liðnum sumardegi í æsku manns. sem lá á ströndinni. Eg þori (^iæsta sumar. ekki að fara til hennar, því að ég gizka á að hún muni hverfa, ef ég yrði á hana. Stúlkurnar í æsku minni voru ekki af þess- um heimi. Og er ég ríð heim- leiðis gegnum skóginn, en út- rænan stendur í bakið á mér, finnst mér ofur eðlilegt, að hún sé þar komin, og sé að dansa þar milli trjástofnanna og það sé hlátur hennar, sem hljómar eins og hátt fuglakvak. Hlát- urinn heyri ég alla leiðina, og alla leiðina er loftið þrungið af höfugum ilmi frá blómum, runnum og trjám. í garðinum hangir rökkur- slæðan yfir trjánum og runn- unum. Ekki bærist lauf né kvik ar grein. Varla er neitt kvikt á ferli, þegar ég fer inn. Jurtir og fuglar hljóðna við sólarlag- ið, þess. vegna er slík kyrrð garði mínum á kvöldin og a nóttunni, en úti á vegunum og í öðrum görðum kippkorn .1 burtu heyri ég ungt fólk hlæja dimmum hlátri. — Stúlkurnar hlæja við piltunum og piltarnir við stúlkunum, því nú fer gam anið að byrja. Og er ég stend við gluggann minn uppi og horfi yfir. akra og engi, en dala læðan stígur upp, heyri ég æða slög næturinnar utan frá sjón um. Sólin er gengin undir, og 2-300 farþegar í hverri ferð Heklu í sumar. M.s. Hekla er nú í sjöttu utanlandsferð sinni á þessu sumri og á eina ferð eftir. Yfirleitt hefur skipið flutt þá 200—300 manns í ferð, þegar með eru taldir þeir farþegar sem ferðast hafa milli hafna erlendis, en Norðurlandabúar íafa notað ferðir skipsins mik- ið, bæði frá Noregi til Gauta- borgar og milli Gautaborgar og Kaupmannahafnar og sömu- leiðis hafa fjölmargir Færey- ingar ferðast með skipinu til Bergen og aftur frá Kristjáns- sandi til Færeyja. Stundum hafa jafnvel um 50 manns bæzt við í Færeyjum á leiðinni til Noregs, en skipið hefur sjaldan verið fullskipað héðan að heiman. Hekla er nú stödd í Bergen á útleið, en héðan fer hún síð- ustu ferðina 11. september og kemur aftur 22. sept, og er þá þessum sumarferðum lokið að þessu sinni. Samkvæmt upp- lýsingum er Vísir hefur fengið hjá Skipaútgerðinni hafa ferð- ir Heklu gefið svo góða raun í sumar að búist er við því að framhald verði á þeim m F. U. M. K.F.U.M. Fórnarsamkoma annað kvöld kl. 8.30. Guð- mundur Óli Ólafsson cand. theol. talar. Allir velkomnir. RAFTÆKJAEIGENDUB, Tryggjum yður lang ódýr wsta viðhaldskostnaðim. varanlegt viðhald og tor- fengna varahluti. Raftækja. tryggingar h.f. Siml 7601. ferlíki mikinn hita. — E hneggjar við og við og þá b ist mér honum vera svarað óra- langt að, með öðru hneggi. Eg heyri flissið í kátri stelpu, og kötturinn kyrjar mansönginn sinn ráma fyrir utan gluggann minn. ÍBÚÐ óskas til leigu. Góðri umgengni og reglusemi heitið. Fyrirframgreiðsla 1—2 ár. Tilboð, merkt: „X4X — 435,“ sendist blað- inu. (518 STOFA til leigu fyrir reglumahn, sem hefir síma. Víðimel '46. (438 LÍTIL íbúð óskast fyrir fámenna, reglusama fjöl- skyldu. Sími 1089. (540 HERBERGI ókast til leigu; helzt nálægt miðbænum. Má vera lítið. Uppl. í síma 82863 í dag. (581 KJALLARAHERBERGI óskast til bókbands. Má vera lítið; helzt í vesturbænum eða nálægt miðbænum. Tilr boð sendist Vísi, merkt: „Bókband — 441.“ (570 EINHLEYP stúlka óskar eftir herbergi. Uppl. í síma 3682. — (584 ÍBÚÐ óskast 1. október. — 1—2 herbergi og eldhús, helzt í vesturbænum. Fyrir- framgreiðsla mánaðarlega. Tvennt fullorðið í heimili. Tilboð sendist afgr. Vísis, — merkt: „Reglusemi — 445,“ fyrir þriðjudagskvöld. (000 HERBERGI. Stúlka óskar eftir herbergi sem fyrst í austur- eða miðbænum. Lít- ilsháttar húshjálp kæmi til greina. — Tilboð, merkt: „Reglusöm — 444,“ sendist afgr. Vísis fyrir mánudags- kvöld. (580 HERBERGI með eldhús- aðgangi laust. Fyrirfram- greiðsla. Tilboð, merkt: „Vogar —• 443,“ sendist Vísi. (577 EINS til tveggja herbergja íbúð óskast til leigu. Tvennt 1 heimili. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. — Uppl. í síma 4787. — (576 HERBERGI óskast sem næst miðbænum frá 1. okt. fyrir reglusaman iðnaðar- mann. Tilboð sendist Vísi fyrir þriðjudagskv., merkt: „Iðnaðarmaður — 442.“ (573 VILL nokkur leigja eitt herbergi og eldhús eða eld- húsaðgang tímabilið 1. okt. til 14. maí. .— Fyrirfram- greiðsla. Uppl. í síma 4596. (586 HERBERGI, lítið, til leigu í Eskihlíð 31, kjallara. (587 MÓTATIMBUR til sölu. — Uppl. Hlíðarveg 32, Kópa- vogi, milli kl. 6—8 í kvöld. (588 RAÐSKONA óskast til að taka að sér lítið heimili. — Fritz Berndsen. Sími 2048. (592 2 MENN og ein starfs stlúka óskast að Gunnars- hólma yfir lengri eða skemmhi tíma. Fæði og hús- næði á staðnum. Uppl. í Von, sími 4448 til kl. 6V2 (dag- lega). (511 EF þér eigið gamla bílvél þá látið mig um að gera hana sem nýja. Vönduð ódýr vinna Uppl. í síma 6114 milli kl. 7 og 8 e. h. (559 PÍANÓSTILLINGAR og viðgerðir. Pantið 1 síma 2394. Snorri Helgason. (83 Viðgerðir á tækjum og rat lögnum, Fluórlampar fyri' verzlanir, fluorstengur og ljósaperur. Raftækjaverzlunic LJÓS & HITI h.í. Laugavegi 79. — Simi 5184. VIÐGERÐIR á heimiiis- vélum og mótorum. Raflagn- ir og breytingar raflagna. Véla- mg raftækjaveralunin, Bankastræti 10, Síuu 2852. Tryggvagata 23, siml 81279. VerkstæðiS Bræðraborgar- Stig 13, _ ...... GRATT kápubelti tapaðist á Laugaveginum. — Uppl. í síma 81876. (583 RAUÐ kventaska tapaðist frá Lækjargötu upp Bók- hlöðustíg. Uppl. í síma 4316. Fundarlaun. (579 KVENÚR fundið mánud. sl. Eigandi vitji þess í Mið- stræti 8 A, miðhæð. (561 KVENARMBANDSÚR tapaðist í gær frá Sundhöll- inni að Miklubraut. Finnandi vinsamlegast geri aðvart í síma 81449. Fœfti FÆÐI. Tek menn í fast fæði. Uppl. í síma 5864. (563 BARNAKERRA með skermi til sölu. Uppl. í síma 6318. (591 VEIÐIMENN. — Ágætur ánamaðkur til sölu á Skeggja götu 14. Sími 1888. (590 TIL SÖLU 2 barnarimla- rúm á Hallveigarstíg 10. (589 400 LÍTRA miðstöðvar heitavatnsdunkur og kola- kynt eldavél til sölu. — Uppl í síma 3856. (571 TIL SÖLU: Barnakerra, barnarúm, ferðaútvarp, allt sem nýtt, selst mjög ódýrt. Uppl. Laugateig 15, kjallara. (574 LAXVEIÐIMENN. Bezta maðkinn fáið þér í Garða- stræti 19. — Pantið í síma 80494. — (575 BARNARÚM, með dýnu, til sölu. Verð 150 kr. Bræðra- borgarstíg 36. (578 FALLEGT, grænt gardínu- velour, 12 metrar, til sölu á góðu verði. Uppl. á Freyju- götu 28, niðri. (585 NOTAÐUK barnavagn ósk ast. Uppl. í síma 1261 frá kl. 1—7. (582 BOSCH kerti í al!a bíla. GUMMIDIVANAR fyrir- liggjandi í öllirm stærðum. — Húsgagnaverksmiðjan,— Bergþórugötu 11. — Sími 81830. (473 RULLUGARDINUR, inn- römmun og! myndasala. — Tempó, Laugavegi 17 B. (497 r f # GOÐUR nyupptekmn ra- barbari til sölu. Sent heim. Sími 80071. (549 ANTIKBÚÐIN, Hafnar- stræti 18, hefir ávallt mesta úrvalið af tölum og hnöpp- um. Antikbúðin, Hafnar- stræti 18. (527 PLÖTUR á grafreiti. Út- vegum áletraðar plotur á grafreiti með stuttum fyrir- vara. UppL á Rauðaráxstift 26 fkiallaraL — Simi 612&

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.