Vísir - 10.09.1954, Side 8
VfSIR er ódýrasta blaðiS og þó það fjSI-
breyttasta. — Hringið í síma 1660 eg
gerist áskrifendur.
VlSIR
*
Föstudaginn 10. september 1954.
Þeir sem gerast baupendur VÍSIS eftis
10. hvers mánaðar fá tlaðið ókeypis ti!
mánaðamóta. — Sími 1660.
Þúsundir bilu bana eða meiddust
í landskjáiftunum í N.-Afríku.
í Orleansville, sem er í rústum, fór-
ust yfir 1000 manns.
450 lik hafa fundizt.
Einkaskeyti frá AP. —
Algeirsborg í morgun.
Það má nú telja nokkurn
Veginn fullvíst, að yfir 1000
manns hafi beðið bana af völd-
um landskjálftans, sem lagði
Orleansville nærri í rústir í
fyrrinótt.
Þegar hafa fundist 450 lík,
en þúsundir manna sem meiðst
hafa eða hlotið brunasár bíða
flutnings. Orleansville er nú
borg logandi rústa.
Þrjár franskar herdeildir
hafa verið fluttar þangað til.
hjálpar og björgunarstarfsi
Herflokkar úr útlendingasveit-
inni frönsku ganga um göturn-
ar til þess að halda uppi reglu.
Hvarvetna getur að líta hrunin
eða hálfhrunin hús og logandi
rústir.
Loftleiðis eru flutt til borg-
arinnar hvers konar hjúkrunar-
gögn og lyf og búið er að flytja
hingað til Algeirsborgar loft-
ieiðis 150 meidda menn, en 300
eru á leið hingað í járnbrautar-
lest. Engum vafa er undirorpið
að menn hafa meiðst eða hlotið
brunasár svo þúsundum skiptir.
Yfir 1000 manns hafa beðið
fcana í Orleansville einni.
JFyrstu fregnir, sem bárust
gáfu enga hugmynd um hvað
gerzt hafði. Greinilegar fregnir
bárust ekki frá Orleansville
sjálfri þegar, því að allar helztu
byggingar í borginni, m. a.
símastöðin, lögðust í rústir á
6vipstundu, enn fremur gisti-
hús, sjúkrahús o. s. frv.
Sjónarvottar segja, að eins
og rauðleitt ský eða skýstrókur
hafi virzt fara yfir, er kippur-
inn kom. Sprungur mynduðust
víða á landskjálftasvæðinu og
vega- og járnbrautarspjöll eru
mikil. Ekki kom nema einn
kippur, en feikn harður eins og
augljóst er af því hve tjónið er
gífurlegt, enda varð fólkið
skelfingu lostið sem heims-
endir væri kominn. Fram undir
morgun varð vart jarðhræringa
við og við.
Kunnugt er, að manntjón
hefir orðið miklu víðar á land-
skj álftasvæðinu en í Orleans-
ville, sem er nýtískubær, sem
Frakkar hafa komið upp á
seinustu áratugum. IVIargir
dagar kunna að líða þar til
unnt er að gera sér fulla grein
fyrir manntjóni á landskjálfta-
svæðinu.
Tyrklandsforseti
á heimleið.
Einkaskeyti frá AP._
Belgrad í morgun.
Bayar Tyrklandsforseti er
lagður af stað heimleiðis á
snekkju sinni að aflokinni 8
daga opinberri heimsókn í
Jugoslaviu.
Áður en hann lagði af stað
birtu þeir hann og Tito. forseti
sameiginlega tilkynningu, um
sérstaklega ánægjulegar og vin-
samlegar viðræður þeirra milli
o. s. frv.
VinsæMir Fordbíla sivaxandi.
Tveir sérfræðingar staddir hér hjá
Kr. Kristjánssyni h.f. til leiðbeiningar.
Júlíus M. Magnús, framkvstj.'
!Kr, Kristjánsson h.f., en það fyr-
jírtæki hefur umboð fyrir Ford,
býnnti í gær fyrir blaðamönn-
jom tvo danska menn frá Ford-
{verksmiðjnnum, sem komnir eru
fhingað til að leiðbeiná bifvéía-
fvirkjum í meðferð á hinum nýju
ff'ordbifi aiðum.
I Við það tækifæri sagði Júlíus
a., að Ford hefði dregist nokk
|uð aftur úr í samkeppninni um '
jbílamarkaðinn, en eftir síðustu 1
fceimsstyriöld hefði Ford yngri
fiafizt hnnda um endurbætur,'
(Svo að Ford kæmist aftur upp
5 fyrsta sæt.i, sem hann hafði svo 1
lengi skipað. Sagði Júlíus, að
|>etta hefði nú tekizt, og hefði
( jFord verið á fyrra helmingi
|>essa árs mest seldi bíll Banda-
Iríkjanna. Á þessu tímabili hefðu
iverið skrásettir 48% fleiri Ford-
fcílar en á sama tíma árið 1953.
fSnnfremiii sagði hann, að þar
(sem Ford hefði verið fyrstu
6 pnánuði ársins 1953 annar í
röðinni með 475.500. skrásetta
bíla gegn 670.082 bílum þeirrar
tegundar, sem var í fyrsta sæti,
væri útkoman aftur á móti á
sama tíma í ár sú, að Ford hef-
ur 706.577 skrásettar bifreiðar
gegn 697.852. þessar nýju tölur
sýndu, að yfir 25% af öllum söl-
um fólksbíla í Bandaríkjunum
ganga nú til mérkisins Ford.
í sölum vörubifreiða var Ford
bíllinn sá eini af öllum vörubíla-
tegundum í Bandaríkjunum sem
sala jókst á — sala á öllum öðr-
urn tegundum hefur minnkað.
Af öllum skrásettum vörubílum
í Bandaríkjunum yfir 6 fyrstu
mánuði þessa árs voru 33,4%
þar sem þeir voru á sama
tíma á árinu 1953 aðeins 24,3%.
Að lokum sagði Júlíus, að til-
gangurinn með komu þessara
tveggja erlendu sérfræðinga
hingað væri sá, að kenna með-
ferð bíla og viðgerðir, svo að
fyrirtækið gæti veitt viðskipta-
vinum sínum þá þjónustu, sem
þeim bæri.
Drengur handleggsbrotn-
ar í umferðarslysi.
í gær varð slys á Hverfisgöt-
unni, á móts við Vatnsstíginn,
er 12 ára drengur á bifhjóli varð
fyrir bíl og féll drengurinn á
götuna.
Drengur þessi, Bjarni Þ.
Jónsson, Traðarkotssundi 3, var
fluttur á Landspítalann og kom
þar í ljós að hann hafði brotnað
á hægri handlegg.
Biluðu hemlarnir.
í gær var leigubifreið ekið á
vinnupall við Reykjavíkur
apótek í Austurstræti. Þar
brotnuðu tré í pöllunum, rúða
í bifreiðinni brotnaði og bíllinn
stórskemmdist, en bílstjórinn
slapp ómeiddur. En um leið og
bifreiðin rakst á pallinn skall
hún einnig á aðra bifreið, en
hún mun ekki hafa laskazt neitt
að ráði. Orsökin til þessa mikla
áreksturs var sú, að hemlar bif-
reiðarinnar biluðu skyndilega.
Ók út af.
Um miðjan dag í gær var
jeppabifreið ekið út af veginum
á Hafnarfjarðarveginum, móts
við Fossvogskapellu, og fór bíll-
inn á hliðina út í skurð. Slys á
mönnum mun ekki hafa orðið.
í nótt kom maður nokkur á
lögreglustöðina, eitthvað undir
áhrifum áfengis, og leiddi við
hlið sér reiðhjól. Þessu reiðhjóli
kvaðst hann hafa stolið skömmu
áður frá tilteknu húsi hér í
bænum og nú væri hann kom-
inn til þess að skila því aftur.
717.11 er ókyrrt í Marokko, og skemmdarverk tíð. Hér sést nokkur
hluti járnbrautarlestar, sem spellvirkjar settu af teinunum hjá
Beneshid. Enginn beið bana, enda aðeins tveir far'þegar með
Iestinni, því að Márar 'þora ekki að ferðast með þeim, eins og
ástatt er í landinu.
Hætt vid ai söltun hætti vegna
skorts á rekstrarfé.
Síldarsaltenda á Suðvesturlandi.
Ákveðið að stofna félag
Hervæiíng V-Þ. sant-
samþykkt á þingi
brezkra verkalýðs-
félaga.
Einkaskeyti frá AP. —
London í morgun.
Á þingi brezku verkalýðsfélag-
anna hefur verið samþykkt með
naumum meiri hluta atkvæða
ályktun, þar sem þingið lýsir sig
samþykkt endurvigbúnaði V.-
þýzkalands til stuðnings varn-
arsamtökum vestrænu þjóðanna.
Meðmælendur tillögunnar
héldu því fram, að Rússar hefðu
þegar leyft Austur-þýzkalandi
vígbúnað, — þar hefði verið
stofnaður her með aðstöð Rússa,
að því er varðar þjálfun og
búnað. —• Andmælendur töldu
hættulegt að vopna V.-þýzka-
land, því að endurvígbúnður
þess kynni að, ieiða til þess, að
þjóðverjar reyndu að ná aftur
með vopnum þeim iandsvæðum,
scm þeir misstu. í héimSstyrjöld-
inni síðari. i*
Felld var með miklurn at-
kvæðamun tillaga um aðild að
Aiþjóða verklýðssambandinu
kommúnistíska. t
Samþykkt var einijóma' að
banna vetnissprengjur og önnur
kjarnoi'kuvopn.
Á fundi síldarsaltenda við Faxa
flóa, sem haldinn var í gsar, var
rætt um erfiðleika þeirra srvegna
skort á nægilegu rekstrarfé.
Telja þeir, að svo fremi sem
ekki verði gerðar viðunandi ráð-
stafanir, til þess að útvega þeim
rekstrarfé í þessu skyni, sé við-
búið að annað tveggja dragist síld
veiðarnar að verulegu leyti sam-
an eða stöðvist jafnvel alveg.
Hafa bátar, sem stundað lifaa
reknetaveiðar i Faxaflóa undan-
farin ár átt örðugt uppdráttar,
m. a. vegna dýrra veiðarfæra. —
Samkvæmt rannsókn, sem gerð
hefur verið á rekstrarafkomu bát
anna, hefur komið i ljós, að með-
altap hvers þeirra á úthaldi, þ. e.
á tímabilinu ágúst—október hafi
numið 51 þús. krónum. Síldar-
verðið hefur öll þessi ár haldizt
óbreytt, eða 1 króna pr. kg. vegið
upp úr bát. Á sama tíma hefur
verðið hins vegar hækkað úr 85
aurum og upp i kr. 1.22 pr. kg.
Landssamband ísl. útvegs-
manna hefur enn i haust farið
þess á leit við útvegsmenn, að
þeir fiskuðu síld fyrir sama verð
og áður. Um 80 bátar hafa nú ver
ið sendir á þessar veiðar, en það
er sem næst helmingi færri bátar
en stunduðu þessar veiðar þ
fyrra.
Ástæðan fýrir því híns vegar,
að útgerðarmennirnir gera út á
þessar veiðar með taprekstri er
fyrst og fremst sú, að um aðrar
veiðar er ekki að ræða seint að
sumri eða fyrri hluta hausts og
það myndi á ýmsan hátt verða
óliagstæðara að leggja bátunum
Fyrsti kfðmorkukaf-
báturinn í notkun senn.
Einkaskeyti frá 'AP. —
New York í mor^un.
Flotamálaráðuneyti Bandaríkj-
anna tilkynnir, að Nautilifs, kjarn
orkuknúni kafbáturinn, verði
mannaður og tekinn í úiotkun á
næstu viku. t
Þetta ér fyrsti kjarn^rkuknúni
kafbátur heims og vs^r honum
hleypt af stokkunum i janúar s.l.
upp og láta þá vera aðgerðar-
þessu sinni gefið
Bæði í fyrra og nú hafa samn-
ingar verið gerðir bæði við Sov-
étrikin, Pólland og fleiri lönd
um sölu Suðurlandssíldar. — En
þrátt fyrir uppbót — eða með-
gjöf, sem ríkissjóður greiddi síld
arsaltendum fyrir hverja upp-
saltaða tunnu í fyrra, urðu þeir
samt fyrir tilfinnanlegu tapi.
Síldarútvegsnefnd hefur að
þessu sinni gefið vilyrði fyrir
325 kr. fyrir 100 kg. tunnu af
hausskorinni sild og 280 kr. fyrir
tunnu af rúnnsaltaðri síld. En
ríkissjóður hefur lofað að greiða-
20 kr. með hverri tunnu. Þetta
verð telja síldarsaltendur ekki
svara til framleiðslukostnaðar og.
að ekki sé hægt að ganga að
því.
Á fundinum í gær var ákveðið
að stofna félag sildarsaltenda á
Suð-vesturlandi, eða allt frá
Breiðafirði til Vestmannaeyja. —
Var sérstök undirbúningsnefnd
kjörin í því skyni. Önnur nefnd
var einnig kjörin á fundinum og
var lienni falið það lilutverk að
ræða við rikisstjórnina og síld-
arútvegsnefnd um starfsmögu-
leika fyrir síldarsaltendur.
Umferb í Svíþjód
stjornað úr lofti.
Frá fréttaritara Vísis.
Stokkhólmi.
Lögreglan gerir allt sem hún
getur til að koma í veg fyrir
hin tíðu umferðarslys í Sví-
þjóð.
Nú hefir flugvél verið gerð
út til að hafa eftirlit með hraða
ökutækjanna, og áhöfn flugvél-
arinnar stendur í stöðugu sam-
bandi við umferðarlögregluna
á þriggja sænskra mílna svæði.
Um leið og einhver ekur fram
úr þeim hraða sem leyfilegt er,
er vegalögreglunni gert aðvart
og tekur hún sökudólginn. Lög-
reglan var mjög ánægð með
árangurinn af þessari ný-
breytni.