Vísir - 23.09.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 23.09.1954, Blaðsíða 8
YÍSIB er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. Þeir sem gerast kaupeudur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá tlaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. Fimmtudaginn 23. september 1954. Fundur Alþjóðagjald- eyrissjóðssns. Washington í morgun. Aðalfundur Alþjóða gjaldeyr- issjóðsins kemur saman til fund- ar hér á morgun. Butler fjármálaráðherra Bret- lands er hingað kominn frá Ott- -awa, þar sem hann hefur dval- ist að undanförnu, til þátttöku í fundinum. Fangauppþot Missouri. Einkaskeyti frá AP. — New York í morgun. í nótt gerðu fangar í Miss <ouri-ríkisfangelsinu uppþot og Tbrutust út úr klefum sínum. Barist er með skotvopnum og hverjju sem hönd á festir og fengelsið eins og umsetinn kastali. Fyrstu fregnir hermdu, að um 80 fangar, sem voru ein- angraðir, hafi brotist út úr klefum sínum. Hófust þeir þeg- ar handa um að opna dyr á klef- um annarra fanga og að reyna að komast yfir skotvopn. Tókst þeim það og náðu um leið tveimur fangavörðum á sitt vald, sem þeir halda sem gisl- um. Fylkisstjórinn kallaði þegar saman deildir úr þjóðvarnar- liðinu og er nú fangelsið um- 'kringt. Ekki var búið að bæla niður óeirðirnar, er síðast fréttist, og höfðu þá tveir menn fallið og 14 særst í átökunum, ef til vill miklu fleiri, því að fregnir af átökunum eru enn óljósar. , Seinustu fregnir: Fangarnir kveiktu í sumum byggingunum og hefur ekki tekist að slökkva eldinn. 'Slökkvilið hefur verið sent frá Jefferson City og St. Louis. — Seinustu fergnir herma, að kunnugt sé um, að 3 fangar þafi verið drepnir, en margir særst. Ítalíuþlng ræbk Montesi-hneykslii Rómaborg í morgun. ■ • Efrideild ítalska þingsins ræð- ir nn breytinguna, sem varð á stjórninni, vegna lausnarbeiðni Piccioni, fyrrv. utanríkisráð- herra. Umræðurnar snúast að sjálf- sögðu um Montesi-lineykslið og afskipti stjórnarinnar af málinu. Kröfðust ræðumenn kommún- ista og róttækra jafnaðarmanna, að Scelba forsætisráðherra segði af sér. Sögðu þeir, að hann bæri á- byrgð á því, að stjórnin hefði reynt að þagga niður hneykslið. — Scelba forsætisráðherra mun flytja ræðu við framhaldsumræð- Ona i dag og svara fyrir sig og stjórnina. Attlee gagnrýndur fyrír ummæll um Chiang Kai-shek. IJminæliit auiiað höfuðmál brezkra blaða í morgiii*. Einkaskeytji frá P. [ séu hlynntir Chiang og leiðtog- London í morgun. j ar Bandaríkjanna meti hann Clement Attlee er kominn heim mikils, og þá fari ekki hjá því, að úr Kínaförinni og sagði hann orð Attlee’s muni láta vel i eyrum við heimkomuna, að því fyrr sm forsprakkanna austur í Peking. hægt væri að losna við Chiang Blaðið segir, að hvað sem einka- Kai-shek og her hans frá For- skoðunum Attle’s liði, hafi hann mósu, því betra. | alls ekki mátt hafa orð á þessu. Flest blöðin gágnrýna Attlee Daily Telegraph telur, að þessi harðlega fyrir þessi ummæli, og ummæli Attlee geti haft háska- telja hQnum það litt til málsbóta, legar afleiðingar vegna afstö'ðu þótt hann hafi tekið fram, að Bandaríkjanna, — hann hefði þetla v.æri sín einkaskoðun. Er varla getað tekið dýpra i árinni, Ijóst af ummælum blaðanna, að nema ef hann beinlinis hefði þau furða sig á, að jafnreyndur hvatt kommúnista til þess, að gera og gætinn stjórnmálamaður og innrás á Formósu. í svipaðan Attlee, skuli viðhafa þessi um- streng er tekið i fleiri blöðuin mæli, og vekja athygli á, að orð- um höl'tiðleiðtoga stjórnarand- stöðunnar í Bretlandi, sé jafnan veitt athygli ekki aðeins heima fyrir, heldur og út um heim. Daily Mail segir, að Attlee hefði ekki getað sagt neitt, sem betur væri fallið til þess að reita Bandaríkjamenn til reiði, en þeir og látin í ljós furða yfir ummæl- unum og því ábyrgðarleysi, sem þau beri vitni. Hin 19 ára gamla stúlka, Lee Ann Meriwether, varð misjafn- lega við heppni sinni. Hún var nýlega kjörin Miss Ameríka fyrir árið 1953. Þegar hún fékk fréttina, brast hún í grát, eins og sést á minni myndinni en daginn eftir var farið að hýrna yfir henni. Það sýnir stærri myndin. Endurvígbúnaður ÞJóðverJa : Klofnar brezki verkamanna- fiokkurinn vegna hans? Ný tíllaga lögð íyrir flokksþingið. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Brezk blöð ræða mikið í morgun ágreininginn innan brezka Verkalýðsflokksins út af endurvígbúnaði Vestur- Þýzkalands. Miðstjórn flokksins hefur nú samið nýja ályktunartillögu í málinu sem lögð verður fyrir flokksþingið í næstu viku. Nýja tillögu varð að semja, vegna þess að hin fyrri var samin áður en Frakkland hafn- aði Evrópusáttmálanum. í hinni nýju tillögu segir, að flokksþingið fallist á endur- vígbúnað Vestur-Þýzkalands og þátttöku í varnarsamtökum Hafnarmannvirki vigð í Þórshöfn, Færeyjum. Nýlega voru vígð ný hafnar- mannvirki í Þórshöfn í Fær- eyjum, og hafði danskt fyrir- tæki séð um gerð þeirra. Hefir bryggjulengd þar í bæ þá aukizt um 400 metra, en athafnasvæði við höfnina auk- izt um 28.000 fermetra. Um 200.000 smál. af grjóti fóru í uppfyllingu bryggjunnar og 12.000 teningsm. af steinsteypu. Tók verkið fjögur ár. Vestur-Evrópu, enda sé þannig um hnútana búið, að hernaðar- stefnan gamla verði ekki tekin upp aftur. Ennfremur sé þess krafist, að V.Þ.-stjórnin verði til viðtals um sameiningu Þýzkalands, þegar framgengt hefur fengizt kröfunni um frjálsar kosningar í öllu Þýzka- landi. — Bevan bar fram aðra tillögu, sem varfelld (atkvæða- hlutföll 2:1). Það er talið víst, að Bevan berjist af miklum móði fyrir sinni stefnu í málinu á flokks- þinginu, og flestra ætlan er, að tillaga miðstjórnarinnar fái ekki nema nauman meirihluta, og svo gæti jafnvel farið, að Bevan hefði betur, en afleiðing þess yrði hin háskalegasta fyrir flokkinn. Tillaga miðstjórnarinnar er orðuð þannig, að sýnilega er reynt að forðast það, sem orðið gæti að ásteitingarsteini. - Daily Herald, aðalmálgagn verkamanna bendir á, að efna- hagsaðstaða V.-Þ. sé orðin slík, að landið geti staðið undir víg- búnaði, og Bandaríkjamenn séu fúsir til að styðja það til endur- vígbúnaðar án nokkurra trygg inga, ef samkomulag næst ekki. Það verði að horfast í augu við staðreyndimar og leyfa endur- vopmm innan skynsamlegra takmarkana. Mæiiveiki ekki vart í Borgarfir&i Fyrstu göngum á afréttar- löndum Borgarfirðinga er nú lokið og hafa þær að öllu leyti gengið að óskum þrátt fyrir kalsaveður og nokkurt snjóföl á efstu heiðarlöndunum. Töldu gangnamenn að yfir- leitt myndi hafa smalast vel og féð er í sæmilegum holdum. Allar aðalréttir eru nú afstaðn- ar og m. a. var Þverárrétt — fjárflesta rétt héraðsins í gær. Töldu fróðir menn að þangað myndi hafa komið 15—20 þús. fjár, en það er mun fleira en nokkuru sinni eftir að fjár- pestirnar fóru að herja fyrir alvöru á sauðfjárstofn héraðs- búa. Nokkur uggur var í bændum vegna mæðiveikitilfellis þess, sem talið var að hefði komið upp á Lundum í Borgarfirði í sumar og var Guðmundur Gíslason læknir kvaddur að Þverárrétt í gær, ef ske kynni að sjúkleika yrði vart í fé. En samkvæmt því, sem tíðinda- maður Vísis frétti hjá Guð- mundi í gær hafði ekki orðið vart neins grunsamlegs tilfellis þar í réttinni. Haustslátrun er nú að hefj- ast þar efra og var fyrsta fjár- hópnum slátrað í gær í slátur- húsunum við Kláffossbrú. Þeir brosa framan í Jngosiava, en neita að ræða um 100 týnd liftsforingja- efni. Rússar eru vinsamlegri við Júguslava en. þeir nokkum tíma hafa verið síðan kastaðist í kekki milli Stalins og Tito forðum. Hafa ýms ágreiningsmál ver- ig rædd, og virðast Rússar lík- legir til vinsamlegra fram- haldsumræðna um þau. En eitt mál vilja þeir alls ekki ræða. Árið 1948 fóru 100 ung liðsfor- ingjaefni frá Júgóslavíu til Ráðstjórnarríkjanna til þjálf- unar. Fæst ekki neitt upp úr Rússum um þessa pilta. — Orð- rómur hefur komizt á kreik um, að þessir liðsforingjar hafi verið þjálfaðir til þess að verða. „kjarni“ „júgóslavnesks frels- ishers“, ef til styrjaldar komi og Júgóslavar fylki með vest- rænu þjóðunum. ThaHand staMestír SA-Asíu-sáttmábnn. Einkaskeyti frá AP. Bangkok í morgun. Þing Thailands (Siam) hefur einróma samþykkt SA-Asíuvarn- arsáttmálann, sem gerður var á Manillaráðstefnunni. Thailand er fyrsta landið, sem staðfestir hann. Rússar vinsamlegir á Eystrasalti. Frá fréttaritara Vísis. Stokkhólmi. Rússar hafa hafið „vinsam- leg samskipti“ við Svía á Eystrasalti. Sænskir fiskimenn, sem fyrir mánuði síðan þorðu ekki inn fyrir 12 mílna land- helgislínu Rússa, sigla nú ó- hindrað upp að pólsku og balt- isku ströndinni. Veiðimenn við austurströnd- ina segja, að fyrir um mánuði síðan hafi áhafnirnar á rúss- nesku og pólsku varðskipunum. allt í einu farið að ávarpa þá og segja þeim frá fiskimiðum. og fleiru. Menn vona nú, að grundvöllur undir vinsamleg samskipti á Eystrasalti hafi skapast, en það mundi hafa mjög mikla þýðingu fyrir sænska laxveiðimenn, sem frá því fyrir stríð hafa verið úti- tokaðir frá þessum ágætu mið- um. i uJJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.