Vísir - 27.09.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 27.09.1954, Blaðsíða 1
M2 SÍÖMM' 44. árg. Mámidaginn 27. september 1954 219 tbl. -Þannig lítur „rúmstæðið fljúgandi“ út. Flugmaðurinn situr ofan á hreyflunum. „Rúmstæðið fljúgandi“ setur hæðannet, 8 metra! Var saintalK 10 iníiiiitiir á lofti og vakti iníkla furðu viðstaildra. Einkaskeyti frá AP. — London í gær. „Rúmstæðið fljúgandi“, (hin furðulega þrýstiloftsflugvél,, sem Vísir greindi frá fyrir helg- ina), hefir sett nýtt hæðarmet, en það komst upp í 8, — átta — metra hæð. Brezka stjórnin tilkynnti há- tíðlega, að þetta furðulega verkfæri (enginn kallar það flugvél,) hefði náð 8 metra hæð, og er ekki lengur haft „í bandi“. Lögð er áherzla á, að enda þótt átta metrar sé ekki tiltak- anlega mikil hæð, þá verði menn að sjá „verkfærið“ til þess að skilja, að hér sé um mikið afrek að ræða. „Rúmstæðið“ líkist raun- verulegu rúmstæði, með fjöðr- nm og fjórum veigalitlum fót- um. Eiginlega líkist það einna mest tvíhöfðaðri flugu á fjór- um fótum. „Rúmstæðið er að því leyti frábrugðið bandarískum vélum, sem geta hafizt á loft beint upp, að það er ávallt lárétt, en 334 hvalír veiddust i ár. Á vertíðinni, sem nú er ný- lokið, veiddust samtals 334 hvalir, að því er Vísi var tjáð í skrifstofu Lofts Bjarnasonar, útgerðarmanns í Hafnarfirði. Hvalveiðiskipin fjögur voru að veiðum frá því um 20. maí í vor og þar til nú fyrir fáum dögum. Gæftir hafa verið mis- jafnar, en aflinn varð svipaður og í fyrra, en þá veiddust tveim hvölum færra, eða samtals 332 Nú verður skipunum lagt þar til næsta vertíð hefst í vor. bamdaríska flugvélin kemst á réttan kjöl þegar hún hefir náð tiltekinni hæð. Það þótti furðuleg sjón, að sjá „rúmstæðið" „hanga“ í lausu lofti,án vængja, skrúfna eða þyrilskrúfu, en ósýnilegur þrýstiloftsstraumur hélt því á lofti. í hinni opinberu skýrslu um fyrstu flugferðina segir, að rúmstæðið hafi verið samtals 10 mínútur á lofti, oftast 5—10 fet frá jörðu, en í eitt skipti fór það uppí methæðina, 25 fet (8 metra). Nú eiga að fara fram frekari rannsóknir og tilraunir með þessa merkilegu flugvél, sem talin er vera hin merkasta upp- finning. Kona sendiherra Pakistans. Haag (AP. — Fyrsta kona, sem verður sendiherra hér, hefur tekið við embætti sínu. Heitir hún frú Liaquat Ali Khan, og er ekkja forsætisráð- herra Pakistan, sem var myrtur fyrir þremur árum. Hún er for- maður kvennasambands Paki- stans. Hún er 49 ára. Tvo sjúkraflug í dag. Björn Pálsson flugmaður var kvaddur í tvö sjúkraflug í dag. Fór hann eldsnemma í morg- un til Norðfjarðar til þess að sækja veikan sjúkling, en strax og hann kemur þaðan mun hann fara vestur í Reykhóla- sveit til þess að sækja þangað annan veikan sjúkling. Vetur yfir IVorðtirlaiidi. Heftr ekki snjó- ai svo snenma síðan 1943. Svo undarlega brá við í gærmorgun, þegar menn komu á fætur, að jörð var alhvít orðin og 6 sm. þykkt snjólag lá yfir öllu. f skýrslum, sem Veður- stofan á yfir snjókomu í Reykjavík undanfarin 10 ár hefir snjó aldrei fest á jörðu svo snemma, en árið 1947 festist snjór 15. okt. á jörðu og var það í fyrsta lagi á þessum 10 árum. Snjór hefir yfirleitt ekki fal-lið á jörðu fyrr en í byrj- un október og hefir hann þá vanalega tekið upp jafnharð- an, en þó brá svo við árið 1943, að snjór féll á jörðu 19. september. I ndtt var víðast 5-12 sfiga frost og aSit að metersdjupur snjór. Kartöflur liggja víila einii í görðiini og jafnvel fvrri sláffar faða er ó- koinin í Iiliidii. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. Vetur er yfir öllu Norðurlandi og í nótt komst frostið upp í 12 stig í Bárðardal, en snjór er yfir öllu og sumstaðar allt að metersdjúpur. Lítil síldveiði í n6t Stldveiði er treg í dag, en fyrin helgina fóru bátar ekki á sjó sökum hvassviðris. Akurnesingar reru ekki í gær, en úr flestum verstöðvun- um suður með sjó var róið, a. m. k. nokkur hluti flotans, en veiðin var treg. Sandgerðis- bátar öfluðu 20—50 tunnur. Fæstir Keflavíkurbátanna sem reru, fengu neitt, en þó munu 3—4 bátar, sem reru á önnur mið og norðar en hinir, hafa fengið góðan afla. En þeir bát- ar urðu einnig fyrir nokkuru veiðarfæratjóni af völdum há- hyrnings. Norðanlands var yfirleitt 5— 12 stiga frost í uótt, mest í Bárð- ardal. Á Svalbarðseyri var 10 stiga frost, 8,4 stig á Akureyri, 8 stig á Ólafsfirði, 10 stig í Greni vik og 5 stiga frost á Hjalteyri. Jörð var alls staðar álhvit svo ekki sér á dökkan díl að heitið getur og á Akureyri var snjór SíMarsöltunm oriin 66.577 tn. Alls hefir verið saltað í sam- tals 66.577 tunnur af Suður- landssíld, og var þá miðað við aðfaranótt sunnudags s.l. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk í morgun hjá Síldar- útvegsnefnd, skiptist hin salt- aða síld þannig á söltunarstað- ina: Keflavík og nágrenni 19.940 tunnur. Akranes 13.932. Sandgerði 9.313. Hafnarfjörður 8.757. Grindavík 4.779. Stykkis- hólmur 3.639. Ólafsvík 2.998. Grafarnes 2.350. Reykjavík 869. Síldin er yfirleitt góð, og í þessum mánuði má segja, að hún hafi verið sérlega væn. Sjógaitgur veldur tjóni á ÓlafsfirÓi. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgxm. Undanfarna daga hefur verið þungur sjór fyrir Norðurlandi, en í morgun jókst hann enn, einkum á Ólafsfirði og olli þá töluverðu tjóni. Gekk sjór þá yfir bryggju og hafnargarðinn á Ólafsfirði og skolaði burt öllu lauslegu, sem á bryggjunni var, en það voru töluverð verðmæti. i skóvarp, en annars staðar yi'ir- leitt meira og í Köldukinn, þar sem snjórinn hafði skafið í beðj- ur, var koininn allt að meters- djúpur snjór sums staðar. í Köldukinn eru, eins og reynd ar víðar á Norðurlandi, kartöfl- ur ennþá sums staðar í görðum. Og í Út-Kinn eru hey ennþá úti á nokkrum stöðum vegna óþurrk anna í sumar og meðal annars er fyrri sláttur töðu ennþá úti á 2 —3 bæjum þar í sveitinni. Á Svalbrðsströnd, en þar er eitt mesta kartöfluræktarland norðanlands, er uppskeran á að gizka hálfnuð, en þrátt fyrir frost er ekki talið að kartöflurnar hafi skemmst enn sem komið er, þótt þær séu í jörðu, og má fyrst og fremst þakka það snjólaginu sem er yfir görðunum. Annars er tal* in sæmileg spretta. Bæði Ólafsfirðingar, Grenvík- ingar og fleiri kvarta undan hag- leysi sökum snjóa og mun það nær einstætt að jarðbönn séa komin fyrir sauðfé í september- mánuði. í morgun var komið bjartviðri norðanlands og heiður himinn, en hvarvetna kalt. Slys og skemmdir al völdum árekstra um helgina - en ökuþóramir óku allir burt af árekstursstað. Ford og Fiat sameinast. París (AP). — Frönskum bifreiðaframleiðendum fækkaði um einn í vikunni. Hluthafar í Ford-félaginu, samþykktu á fundi að gera samsteypu við Simca, sem er útbú Fiat-verksmiðjanna, til að styrkja aðstöðu beggja í sam- keppninni. Á laugardagskvöldið varð slys á Skúlagötu, er maður varð fyrir bíl og meiddist töluvert á fæti. Tildrög slyssins urðu með þeim tætti, að lítill bíll — fjög- urra sæta — var á ferð eftir Skúlagötunni, en allt í einu tók bílstjórinn eftir því að ljósaút- búnaðurinn öðru megin á. bif- reiðinni var bilaður svo hann stöðvaði bifreið sina á móts við Ræsi og fór út til þess að hyggja að hverju þetta sætti. En þegar hann var að bogra við vélar- hlifina götumegin við bifreiðina var vörubifreið ekið framhjá, lenti hún á manninum svo hann féll i götuna og meiddist tölu- vert á fæti. Vörubifreiðin hélt ,á- fram, enda hugsanlegt að bil- stjóri hennar hafi ekki orðið þess var er slysið vildi til. Maðprinn, sem slasaðist, Ueitir Magnús Óttar Magnússon, til heimilis að Miklubraut 24. Var hann fluttur á Landsspitalann til rannsóknar og aðgerðar. Rannsóknarlögreglan biður vörubilstjórann, sem valdur var að slysinu, að gefa sig fram nú þegar, svo og aðra þá sem kynnu að hafa séð er slysið vildi til. í gær rakst bifreið á reiðhjót inn við Hálogaland og skemmdí hjólið mjög mikið. Vildi þetta at- vik þannig til að drengur stóð við reiðhjól sitt vinstra megin á göunni, en þá bar að stóra vöru- Vörubifreiðin ók fram hjá drengn bifreið, sem hafði jeppa í togi. um, en jeppinn rakst á hjólið og skemmdi það til muna, en hrein- asta mildi að drengurinn slapp óskaddaður. Einnig þessi bíll hélt áfram án þessa að nema Framh. á 12. sfótu )

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.