Vísir - 08.10.1954, Side 7

Vísir - 08.10.1954, Side 7
Föstudaginn 8. október 1954. VlSIR Kelth Hfoitroe: „Konnr og börn fyrst Þeir mundu eftir Bírkenhead. Fræklleg b|örgun á sjó, er Empire Wiu(i rusli hraiin í Itafi í vor. Þcgar stórhætta er á ferðum á hafi úti segja enskir sjómenn oft kyrlátlega hver við annan: Munðu eftir Birkenhead. JHvers vegna? Vegna þess, að þeir kunna allir söguna um hetjudáðirnar, sem unnar voru, er herflutningaskipið Birken- head fórst 1852. Og það hefur róandi áhrif á menn, að minn- ast þess, sem þá gerðist, ef hætta er yfirvofandi. Stundum hefur það veitt enskum mönn- um styrk til að deyja og oft hafa endurminningarnar stælt þá til dáða, svo að þeir hafa bjargað öðrum og sjálfum sér úr bráðum háska. Það er eigi langt síðan sá atburður gerðist, að hundruð- um farþega var bjargað örugg- lega úr heljargreipum, en mjóu munaði, og að öllum var bjargað var því að þaltka, að menn mundu eftir Birkenhead. Hér er um að ræða einhverja mestu björgun á sjó, sem sögur fara af fyrr og síðar. KI. 7 að morgni hinn 28. marz s.l. lagði far- þegaskipið Empire Windrush leið sína vestur Miðjarðarhaf og var um 80 km. undan ströndum Alsír, er það gerðist er nú skal greint. Farþegar höfðu farið snemma á fætur til þess að sjá sólaruppkomuna. Allt í einu fundu þeir titring í þiljum undir fótum sér, og svo var sem þilfarið gengi í bylgjum. Mikill skruðningur heyrðist sfafna milli. Sjómaður nokkur birtist allt í einu snögglega á þiljum. Það var sem honum hefði skotið upp á yfirborðið úr einhverjum undirdjúpum. Allt hár var sviðið af honum og augabrúnir. Hann var sótsvartur í framan og önnur kinnin flakandi sár. „Eldur!“ hröpaðd hann, „eld- ur! Ketilsprenging í vélarúm- inu.“ Haim dó fáeinum mínútum síðar. Hann dó nokkrum mínútum síðar og þrír menn aðrir, sem verið höfðú í vélarrúminu með honum voru þegar dánir. Eld- rjrinn, sem komið hafði upp við sprenginguna breiddist örhratt út, og á fáeinum mínútum var allt miðskipið eitt eldhaf. Skipverjar, jáfnt yfirmenn sem undirmenn, létu hendur standa fram úr ermum. I fyrstu var reynt að kæfa eða a. m. k. að hindra útbreiðslu éldsins. Nokkrir liðsforingjar gengu um farþegaþilför og reyndu að róa farþegana, með því að koma fram af stillingu og láta sem ekkert væri. Vonlaust að geta slökkt. William Wilson skipherra var þegar búinn að gera sér Ijóst, að vonlaust var að geta slökkt eldinn. „Reyk lagði um allt skipið og Iogatungur stóðu út úr kýraugumtf sagði hanr seinna við fulltrúa brezka flota- málaráðuneytisins. „Eg skipaði svo fyrir, að allir skyldu fara í bátana.“ Öllum hlaut að vera ljóst, að margir þeirra, sem á skipinu voru, kynnu að farast, því að vegna eldhafsins var ekki hægt að komast að nærri öllum björgunarbátunum. — Mikill f jöldi manna var á skipinu. Það var að flytja heim brezka her- menn, konur og böm frá Asíu- löndum, hermenn, sem annað- hvort voru að fara heim í leyfi, eða voru búnir að inna af hendi herþjónustu. Alls voru 1515 manns á skipinu, þeirra meðal 125 konur, 87 börn og 17 fatl- aðir hermenn. Vegna eldhafs- ins var aðeins hægt að ná til 12 björgunarbáta, sem gátu flutt 50—100 manns. Það var því augljóst, að í bátunum var ekki rúm fyrir nærri alla. Fát og felmtur greip cngan. Menn þustu ekki til björg- unarbátanna. Robert Seott, yfirmaður hei'mannanna á skipinu, kallaði hátt en rólega í hátalara: „Birkenhead-þjálfunin skal framkvæmd þegar. Standið kyrr. Bíðið þar til yður verður sagt í hvaða bát þér eigið að fara.“ Áströlsk kona, gift enskum liðsforingja, spurði: „Hvað er átt við með „Birk- enhead-þ j álf uninni“.“ „Það er í rauninni engin þjálfun (drill),“ sagði hann. f her og flota notum við orðið oft í merkingunni agi (discipl- ine). Með þessari fyrirskipun er blátt áfram átt við það eitt, að menn skuli standa þar sem þeir eru, kyrrir og rólegir, og bíða fyrirskipunar.“ Hann gerði konu áinni ekki nánari grein fyrir þessu, að þessi fyrirskipun var aldrei birt, nema þegar yfirg^fa átti skip, og öllum karlmönnum var skylt að standa hreyfingar- lausum, hversu mikla hættu sem um var að ræðá, þar til búið var að komá konum og börnum í bátana. Meðal skipverja og hermanná á Empire Windrush ríkti sami andi og á Birkenhead forðum. Skipverjar er manna áttu björgunarbátana voru svartir í framan af reyk og „súrnaði sjáldur í augum“, en þeir gengu rösklega til bátánna til þess að inna af hendi skyldustörf sín, en hermenn gengu í fylkingu, hver flokkur með sínum for- ingja. Bátsmenn leiddu konur og börn til bátanna. Eiginmenn og feður smeygðu sér úr jökk- unum og hentu þeir í bátana, svo að konur og born gætu haldið á sér liita, ef þau yrðu að vera lengi í bátunum. Á 20 mínútum. Kl. 7,20 vbru aílár konur, börn og fatlaðir hermenn kom- in í bátana — á 20 mínútum. Eldurinn niðri í skipinu var sem í gríðar miklum. bræðslu- ofni. Rúðurnar brotnuðu í æ fleiri kýraugum. Enn var pláss í bátum fyrir allmarga. „Hverja skal velja?“ sagði einn liðsforingjanna við Scott. „Hinir yngstu gangi fyrir — að sjálfsögðu,“ kallaði Scott og skipaði svo fyrir í anda hefð- bundinnar venju, sem fylgt er -í her og flota Breta þegar svona er ástatt, því að fósturjörðunni er meiri akkur í þeim yngri en hinurn eldri, Liðsforingjarnir gengu á raðirnar og völdu hina yngstu. Hefði einhver hinna, sem ekki var valinn, ætt að björgunarbát, er ekki að vita nema fleiri hefði gert það — en ekki einn einasti gerði það. Og af því að enginn æðraðist var öllum bátunum komið á sjó án nokkurs óhapps. Engum bát hvolfdi, þótt hvert sæti væri skipað. 320 eftir. Þegar seinasti björgunarbát- urinn hafði lagt frá voru 320 menn eftir á skipinu. Hin al- kunna brezka rósemi einkenndi þá — enginn lét tilfinningar sínar í ljós, er bátarnir lögðu frá. Einkennisbúningur Wilsons var í tætlum og skósólar hans næstum gatbrunnir, en hann var sífellt á fjögri, til þess að ganga úr skugga um, að enginn hefði verið skilinn eftir undir jþiljum, og hann var fyrir leit- . arflokki er fór um skipið þar sem fært var í því skyni. Svo [ sagði hann fyrir um hvei’su reyra skyldi saman bjálka og annað er flotið gat, í fleka, til þess að varpa í sjóinn, svo að menn, ei' að því kæmi að varpa sér útbyrðir, gætu reynt að bjargást upp á þá. Lokafyrirskipun. Svo kom lokafyrirslripun Scotts: ,,Farið út ytri fötum og skóm og hendið ykkur út — en syndið ekki að björgunar- bátum.“ — Menn hlýddu allir sem einn, með logatungurnar á hælum sér. Ekki sást til neinna skipa. Enginn gat vitað | hvort björgunar væri von, eða hvenær hjálp myndi berast, ef hún þá bærist. Gamall skips- bryti með sviðið hár hélt áfram að binda sáman þilfarastóla fram á seinustu stund. Hann og Scótt voru: hinir seinústu, sem stukku útbyrðis. Björgunarbátarnir voru ekki f jarri. Hinir yfirfullu björgunarbátar voru svö nærri, að þáð hefði getað vérið freisjtandi fýi'ir márga að synda til þeirra, en menn hlýddu þeim fyrirskip- unum sem þeir höfðu fengið, og reyndu að halda sér í það sem á floti var og hendi næst. Sumir veittu stuðning félögum, sem ósyndir voru. „Engin merki um fát sáust,“ sagði Wilsori síðar. „Alger agi ríkti.“ Fagnaðaróp. Kl. 8,15 rak fólkið í björg- unarbátunum upp fagnaðaróp. Sést hafði til flutningaskips, sem nálgaðist. Til þriggja ann- ara skipa sást á næstu hálfu klukkustund. Það tók langa stund og var erfitt að bjarga öllum, en því var lokið kl. 10,15. Skömmu síðar sökk Empire Windrush logandi stafna milli. — Enginn fórst, nema þeir fjórir menn, sem í upphafi biðu bana af völdum sprengingarinnar. — Það hefði öðru vísi farið, ef Birkenhead fordæminu hefði ekki verið fylgt. Ekki einsdæmi. Það er ekki einsdæmi, að því hafi verið fylgt af slíkri ró og hugdirfð sem þegar Empire Windrush fórst. Hið sama gerð- ist er brezka farþegaskipið Republic fórst undan Nantuck- er Island á dimmri nóttu 1909. Konum og börnum var fyrst komið fyrir í bátunum, því næst særðum og veikum, svo karlmönnum, er farþegar voru, en síðastir fóru skipvei’jar í bátana. Ekkert mannslíf glat- aðist, þótt skipið væri yfirgefið í kolamyrkri og stórsjó. Templemore og Titanic. Árið 1913 kviknaði í brezka flutningaskipinu Templemore er það var statt 800 mílur út af Virginiuströndum. f lestum yar olía, baðmull og timbur. Agi og í'egla ríkti og skip- verjar komust í bátana slysa- laust og var bjargað 4 klst. síðar. Og Ioks er hið mikla slys er Tiíanic rakst á jaka á Norð- ur-Atlantshafi. — Meðal hins mikla farþegafjölda á þessu mikla og skrautlega brezka farþegaskipi, voru margir sem vissu, að dauðinn beið þeirra, en samt var fylgt reglunni: Konur og börn fyrst. Heims- kunnir menn drógu sig í hlé svo að fátækar innflytjenda- konur gætu komist í bátana. Allir vélamenn skipsins, 37 að tölu, gegndu áfram skyldu- störfum í vélarrúminu. Þeir létu allir lífið. Átta menn úr hljómsveit skipsins stóðu á farþegaþilfari og léku sálma- lög. Engum þessara manna var bjargað. Það var Birkenhead- andinn, sem ríkti hjá þessum mönnum. Birkenhead. Birkenhead var herflutn- ingaskip og var að flytja her- menn og fjölskyldur þeirra, er það fórst. Það var á leið til Höfðaborgar í Suður-Afríku, er það rakst á klett, sem ekki sást á uppdráttum um það bil 40 mílur frá Höfðaborg. Þetta. gerðist kl. 2 um nótt. Tíu mín- útur síðar þegar menn vortt- að reyna að ryðja sér braut gegnum allskonar brak til aö- komast til björgunarbátanna ldofnaði skipið í tvo hluta. — Framhlutinn sökk, en öllunv tókst að bjargast yfir í hinrt ' hlutann 1 tæka tíð. 630 menn — þar af 170 konur og börn | voru á skipinu. Hermennirnir 'Voru flestir ungir — nýliðar. Aðeins 3 björgunarbátar voruL eftir sem rúmuðu 60 menii hver. Skipið eða- skipshlutinn réttara sagt, hlaut að farast þá- og þegar, og hver sá, sem ekki gat komist í björgunarbát í tæka tíð. Hér gat allt bent tiL að æði gripi menn, fát og felmtur. En svo varð eigi. Yfir- maður herliðsins Sidney Seat- on, skipaði hermönnum a5 fylkja liði á þilfari. Hundruð? hermanna hlýddu fyrirskipun- inni og stóðu í skipulegum röð- um við ljós frá blysum, er konum þeirra og börnum var leiðbeint eða hjálpað í bátana. Þegar seinasti báturinn lagði. frá sáu menn hermennina í. í rauðu jökkunum, sem þá. tíðkuðust, standa teinrétta í röðum á þilfari, eins og þar- færi fram hersýning. Skip- verjar stóðu hjá þeim, er Birk- enhead seig í djúpið. Sumum. tókst að komast upp í yfirborð"’ sjávar og halda sér í hásigluna, unz hjálp barst síðdegis, en 436 menn létu lífið. Einn þeirra var Seton herdeildarforingi, ,sem hafði náð í planka og gafc. haldið sér á floti. Hann sá tvo- káetuþjóna að drukknun. komna. Hann skaut að þeim. plankanum. og er hann sá, að: hann gat ekki borið þá alla. þrjá, sleppti hann takinu og' sökk. Sagan um Birkenhead hafði. mikil og óafmáanleg áhrif á. brezku þjóðina. Minnismerki. voru reist og hið ágæta skáld Rudyard Kipling lofaði þá. Birkenheadmenn í ódauðlegu ljóði. Fyrir Birkenhead-slysið gilti reglan, að hver bjargaði sjálf- um sér sem bezt hann gæti, ogr af því leiddi uppþot og öng- þveiti, — hinir sterkustu kom- ust til björgunarbátanna, en... konur og börn létu lífið. ÁricK 1852 kom til sögunnar sú regla, sem nú er hefðbundin orðin, og felst í orðunum „konur og börn. fyrst“, og af því að íordæminu var fylgt í marzlok s.l. var 1511 mannslífum bjargað. Verndargæzluráð Sameinuðu þjóðanna Iiefur hafizt handa um. að auka mjög menntun í Togolandi, franskri nýlendu í Aríku. Myndin er tekin, þar sem verið er að kenna fullorðnum aít lesa og skrifa.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.