Vísir - 11.10.1954, Blaðsíða 10

Vísir - 11.10.1954, Blaðsíða 10
10 vísœ Mánudaginn 11. október 195* IIIRÐ- klu»h • II* 6 • JERE WHEÉLWRIGHT • hefur lagt fram handa þér fötin, sem eg var í í gær, ljósbleiku flauelsfötin. Eins og eg sagði þér, lét eg gera þau í stærra lagi við minn vöxt. Þau ættu að duga til að byrja með og herra Osbome er hér til að taka mál af þér. Settu ekki sápuna í aug- un á honum, fíflið þitt. Svona farðu nú að þurrka hann. Hinni stóru ámu var nú velt út og tveir þjónar fóru að þurka jarlinn. Herra William stóð hnarreistur hjá. en hinn smánaði Ambrose fékk ekki að gera annað en skara í eldinn og gerði hann það svo hraustlega, að minnstu munaði að hann kæfði hann. John var farinn að sakna hinna rólegu, hóglegu daga í Marteinsturninum. Þar, á hinum góðu dögum fangavistar hans, hafði Ambrose sótt honum morgunverðinn meðan aðstoðarþjónn- ínn, Dickon kveikti upp eldinn og fangavörðurinn kom inn til að rabba við fangann og fullvissa sig um, að hann hefði ekki flúið um nóttina. í átta ár hafði hann dvalizt þarna og kennsla herra Thomas Verners hafði gert hann að bókvísum smekk- manni. í turninum höfðu verið margir vitrir menn og lærðir, menn, sem af pólitískum ástæðum höfðu verið teknir fastir, ■en voru þó ekki svo harkalega innilokaðir. að þeir fengju ekki að umgangast hverir aðra. Sir John þráði kyrrð og einveru. Hann hafði verið vanur því, að hurð. hans væri opnuð hvenær sem var og varðmaður kæmi inn til að athuga, hvort fanginn væri á sínum stað. Hann þráði að geta læst að sér sjálfur að innanverðu. — Viljið þér gera svo vel, lávarður minn, og vera kyrr, svo að eg geti fært yður í buxurnar. Hann stóð kyrr meðan æfðar hendur færðu hann í fötin. Hann var ekki laus við að vera feiminn af því að vera veitt svona mikil athygli. Honum geðjaðist ekki að því og efaðist um, að sér mundi nokkru sinni geðjast að því. — Kyrtillinn fer vel, lávarður minn, ef eg má orða það svo. Já. það var satt, en honum fannst hann mjög óþægilegur eftir hin víðu föt, sem hann hafði klæðst í fangaklefanum. Hið ljós- hláa flauel hafði honum fundizt fara Roger vel, en hann átti ærfitt með að þola það á sjálfum sér. Hann fann, að Roger fór höndum um hann miðjan og fann sverð hanga við hlið sér. Ósjálfrátt greip hann um hjöltin og dró sverðið til hálfs úr slíðrum, en skellti því í slíðrin aftur. í sama bili heyrði hann rödd Rogers. — Þetta er tákn frelsisins, John. Þú berð aftur sverð við hlið. Hann sá Roger brosa vingjamlega og Ambrose stóð við hlið lians og brosti út að eyrum. — Sjáið til herra Roger. Þetta er hjartaknosarinn okkar. IBorgarstjórinn mun gefa út tilskipun um það, að allir menn geymi konur sínar innan luktra dyra. Annars muni hann töfra Joær allar. John hugsaði: Það vildi eg, að hann lokaði á sér þverrifunni. Jlér svitna eg af slæmri líðan og fötin eru svo þröng, að eg er að kafna. Jæja. Roger, festu nú hring á nefið á mér og teymdu anig svo hvert sem þú vilt. Dyr opnuðust fyrír framan þá og hann heyrði sk-valdur. Hann var sveittur í lófunum og vissi ekki, hvað hann átti að pegja. h ; J — Þú hefir enga' heilsu til þess ama ennþá, hvíslaði Roger — en það kemur fljótlega upp í vana. Bryti jarlsins af Mirews- bury mun halda þjónaliðinu í skefjum og eg skal vera málpípa þín, ef þú vilt. Þú þarft ekki að gera annað en hneigja þig, brosa og þegja. Það verður skilið sem vottur um tiginmannleik, en engum dettur í hug, að jarl sé feiminn. — Eg vildi heldur, að þú værir jarl .... — Nei. ekki vildi eg það. Eg hefi haft nógu miklar áhyggjur af því að vera erfingi þinn, þó að, okkar á milli sagt, það hafi aukið lánstraust mitt hjá skraddaranum. Móðir okkar gaf mér nóg land til að lifa á, og ef mig skyldi reka upp á sker, lauma eg hendinni allra mildilegast ofan í fjárhirzluna þína bróðir. Jæja, áfram nú. Shrewsburyhöll var gömul og hinn stóri forsalur hennar var úr höggnu grjóti og héngu upplituð tjöld á veggjunum. Daufur sólskinsglampi lék um gullið fax á ljónsmynd, sem stóð við for- dyrið andspænis líkani af hermanni með forneskjulegan vopna- ,búnað. Það heyrðist skrjáfa í silkibúningum gestanna, sem stóðu í þröng í forsalnum. Staf var drepið þrisvar í gólfið og rödd heyrðist tilkynna: „Hans tign jarlinn af Bristol“. John reyndi að hneigja sig tiginmannlega, en feimni hans var svo mikil, að hann aðeins kinkaði kolli. — Verið velkomin, stundi hann upp úr sér. Því næst var hann leiddur að steinstalli og látinn setjast á fagurlega útskorinn stól, sem var harður og mjög óþægilegur sem sæti. Fyrir framan hann voru ótal andlit full eftirvænting- ar. Honum tókst að brosa daufu brosi og þá brostu öll andlitin líka. Hann sá herra Venner í fremstu röð og við hlið hans stóð' E^ickon, sem einu sinni var þjónn hans. Þar var einnig Wat, sem einu sinni var eldasveinn hans. Hann benti gamla kennaranum sínum, að koma til sín. Þegar Venner gamli kom til hans, greip hann um báðar hendur hans. — Góði og dyggi þjónn! Hvernig get eg launað þér? Vilt þú verða einn af heimilismönnum mínum? Herra Thomas deplaði augunum ótt og títt og tárin hrundu af augum hans. — Nei, drengur minn, nei! Þetta eru aðeins gamals manns tár. Eg er aðeins glaður yfir því, að húsbóndi minn skuli vera frjáls maður. Nú getur gamli varðhundurinn skriðið inn í byrgið sitt. Stúlkan var í frelsishernum og hafði veríð send út í fjár- söfnun. Hún hitti roskinn Skota Hlutverki hans er lokið. Nú langar mig til að fá lausn, svo að ® sinni °S bað hann að eg geti sezt í helgan stein og hvílt mig. Þá verð eg að sjá um, að byrgið þitt verði hitað upp, svo að þér líði vel. Ekki skal þig heldur skorta þjóna og gott atlæti í mat og drykk. Mér er sagt, að eg hafi vald til þess að úthlutá löndum og lausum aurum, og þú skalt fá þinn hluta vel mældan. Vertu hjá mér í minni umönnun, þangað til brytinn minn er kominn frá Gloucestershire, svo að við getum athugað, hvaða afsalsbréf eru nauðsynleg til þess að tryggja þér áhyggjulausa framtíð. Og Rogers, Dickon og Wat verða að vera heimilismenn mínir. Hann horfði á gamla manninn staulast burtu grátandi, og varð þess var, að Roger var að kynna fyrir honum þrekvaxinn, luralegan mann, langnefjaðan með framstandandi höku með tjúguskeggi. Augun voru leiftrandi og dálítið ósvífnisleg. — Lávarður minn og bróðir, sagði Roger alvarlegur í bragði. Má eg kynna fyrir þér góðan vin minn og þinn líka, Sir Thomas Wyatt? Wyatt! Ja, hver skollinn. Tvær endurminningar vöknuðu í huga hans, og því miður varð honum sún hugstæðari, sem síður skyldi. j . — Skáldið? Sir Thomas móðgaðist ekki. — Til eru þeir sem kalla mig það, þó að eg hafi aðeins párað léleg kvæði mér til afþreyingar, þegar eg hafði ekkert fyrir stafni. Faðir minn var skáld, og þaðan hefi eg fengið skáldnafnið þótt eg verðskuldi það ekki. Ó, Thomas, afsakið, hvað eg komst klaufalega að orði. Það voruð þér, sem ætluðuð að sjá um hestaskiptin fyrir mig á flóttanum frá Lundúnakastala .... — Þér þurftuð aldrei á því að halda, lávarður minn. Þér þurftuð aldrei að flýja. Þess vegna var þjónusta mín ákaflega lítil. Á kvöldvíökunni. Þegar Max Reinhardt tók við stjóm „Þýzka leikhússins“ í Berlín hafði hann mjög lítið rekstursfé og varð því að reikna út allan kostnað nákvæmlega. Einu sinni var verið að leika nýtízku samkvæmisleikrit. Ger- trud Eysoldt lék þá hjá Rein- harílt og heimtaði að fá ekta kampavín á leiksviðið — sagð- ist hún ekki geta leikið rétti- lega án þess. Reinhardt hafði þegar látið kaupa gerfikampa- vín, varð ergilegur og sagði: „Þetta er hlægilegt! Þegar kampavín stendur í hlutverki þínu heimtar þú ekta kampa- vín, En þegar þú átt að taka inn eitur. ertu harðánægð með að eitrið sé gosdrykkur.“ •' Vísindaleg sönnun. Kennari var að kenna börnum lífeðlis- fræði, Hann spurði þau hvort þau vissu að brennsla færi fram í líkama manna alla tíð. Ein lítil stúlka lét í ljós sína skoðun: „Já, kennari.11 sagði hún. „Eg veit það. Eg hefi séð reykinn koma út. þegar kalt er.“ leggja í guðskistuna. en hann var tregur. „Viljið þér ekki gefa guði fáeina aura?“ sagði hún. „Hvað gömul eruð þér stúlka mín,“ spurði karlinn. „Eg er 19 ára,“ sagði yngis- mærin. „Já, einmitt það! Og eg er 75 ára. Eg verð því líklega fyni til að hitta guð. Það er þá bezt að eg fái honum peninginn sjálfur.“ Florell heitir hattasali í Hol- lywood og er snillingur í sinni iðn. í verzlun hans kom einu sinni Marlene Dietrich og vildi fá lítinn hatt. Hún vildi fá hatt, sem væri einstakui í sinni röð. Meistarinn tók 2 metra af flau- elsbandi. brá því um hönd sér og fléttaði saman á ýmsa vegu og setti það svo á höfuð leik- konunnar. Marlene var hrifin af hattinum. en ekki af verðinu. „95 dali,“ sagði hún. „Bandið kostar í hæsta lagi 2 dali. Flor- ell rakti bandið í sundur og rétti leikkonunni: „Gerið svo vel,“ sagði hann. „Bandið kost- ar 50 cent.“ £ & BuwcuqkA: - TARZAN 1664 J Flóttamaðurinn barðist hraustlega, gð lokum sigraði Tarzan. Var varla við öðru að búast, og hafði Tarzan hann undir og átti við hann alls kostar. „Jæja,“ mælti Tarzan. „Leystu frá skjóðunni. Hver er Lazar?“ „Viðbjóðslegt, feitt svín,“ sagði maðurinn ofsareiður. „Jæja, eg byrja þá á sögunni . « . . “ j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.