Vísir - 11.10.1954, Blaðsíða 4
4
VÍSIR
Mánudaginn 11. október 1954
Sig. Einarsson.
Ferðaþættir.
vor
Míshtiö til $»ý%hssl6snds
meö Æj&ftieiðssm.
mýít á söng Fostbræðra í Hamborg.
Síra Sigurður Einarsson í Holti undir EyjafjöIIum ferðaðist
í sumar um ýmis lönd á meginlandi Evrópu. Margt bar fyrir
augu og eyru í því ferðalagi, og mun hann segja frá því í
pistlum, er hann sendir Vísi. Hann er nú staddur í Danmörku.
Ennþá er eg svo ungur, að eg
get orðið gripinn ferðahug,
eftirvæntingu, óró sem er
blandin tilhlökkun, þegar eg er
að leggja af stað í ferðalag. Eg
man reyndar ekki nákvæmlega
hvernig þetta var, þegar maður
var yngri. Eg man það aðeins,
að maður komst alltof sjaldan,
oftast alltof stutt, og að heimar
ókunnrar fegurðar duldust allt
af á bak við þau fjöll og landa-
mæri, sem pyngjan neitaði al-
gerlega að taka með á ferða-
áætlunina. Það er gott að vera
ssvona ungur ennþá, hugsa eg
með mér, því að í fyrramálið á
eg von á að Loftleiðir h.f. hringi
<og kalli okkur suður á flugvöll.
Og ekki brást það. Skrifstof-
an hringir. Elskuleg stúlka til-
Jkynnir allt í lagi. Vera kominn
suður á völl kl. 10. Þetta var
fyrsta september. Og rúmum
klukkutíma. síðar erum við
lcomin á loft. Seltjamamesið og
Reykjavík smeygja sér aftur
-jndan hægra væng, eins og þau
væru komin í einhvern tröll-
aukinn feluleik við sjálf sig. Og
svipstund síðar bregður Keilir
á leik og fer í sömu átt. Áður
en varir er ísland horfið og við
svífum ofar sólglituðum skýj-
íim. Framundan er Sólaflug-
völlur í Noregi. Og eg fer að
hugsa um höfðingjann Erling
Skjálgsson, sem öllum kom til
nokkurs þroska, sem voru hon-
aml hönd bundnir. Gaman að
fá tækifæri til þess að stíga fót-
um á lendur þær, sem hann
yrkti svo farsællega og réð
svo vel.
Munurinn nú
eðal937.
Dagurinn líður eins og
f draumi. Hressing í Kastrup í
Kaupmannahöfn. í Hamborg að
kveldi. Engin ferðaþreyta. Eg
minnist sjóferða frá gamalli tíð,
janúarferðar á gamla Gullfossi
1937. Ofsavéður og legið í hlé
við Orkneyjar í heilan sólar-
hring. Og þrátt fyrir allt svo
mikil sjóveiki og vesöld, að
engir voru á fótum til að eta
hádegisverðinn og drekka þessa
indælu snapsa, nema við pró-
fessor Jón Hjaltalín. Óhemju-
legur munur er að ferðast
svona í lofti, tímasparnaður og
jafnvel peninga, þægindi og
notaleg kennd þess, sem Hann-
es Hafstein lýsti svo vel með
orðunum: Að komast sem fvrst
og komast sem lengst, er kap.p
þess. sem langt á að fara'. Oe
mér fannst gaman að hugsa til
þess með hve miklum röskleik
og myndarskao íslenzkir flug-
menn o« framtaksmenn eru að
þoka okkur til rúms í flugsam-
göngum. Þjónusta og öll aðbúð
hjá Loftleiðum var hin ákjós-
fenlegasta, glatt á hjalla- og
þægilegt á leiðinni. Með þessari
flugvéi voru taflkappar okkar
að fara áleiðis til Hollands og
óskuðum við þeim allra heilla.
Síðar lásum við í Hollandi um
glæsilega frammistöðu þeirra,
án þess að okkur gæfist tóm til
að heilsa upp á þá, þó að við
værum samtímis í Amsterdam.
En þessi ferð með Loftleiðum
h.f. sannfærði mig um, að há-
loftin verða okkar heimangata
í framtíðinni, og eru þegar orð-
in það.
í Hamborg.
Eg kom til Hamborgar og
nokkurra annarra þýzkra borga
1950. Þá blöstu hinar skelfi-
legu menjar styrjaldarinnar
hvarvetna við augum. Og ekki
einungis í húsarústum og eyði-
lögðum mannvirkjum. Mér
fannst þær blasa ennþá átak-
anlegar við mér í fasi fólks og
háttum, klæðaburði þess og
mataræði. Og þó framar öllu í
því, að þegar eg bar saman við
fyrri tíma, fannst mér brostinn
einhver tónn glaðværðar og
öryggis í fólkinu, sem áður
hafði einkennt það. Þessa gætti
þá, og einkum þó fyrrum, í
ennþá ríkara mæli í Suður-
Þýzkalandi. Fólkið þar var létt-
ara í fasi, hjartanlegra og glað-
værara. en norðurbúarnir.
1950 hvíldu skuggar voðalegr-
ar reynslu ennþá yfir fólkinu,
þrátt fyrir alúð í framkomu,
lipurð og fyrirgreiðslusemi. Nú
er þetta gerbreytt. Yfirbragðið
á lífi borgarinnar er slíkt, sem
þar hefði aldrei nein styrjöld
verið, tónninn í íólkinu slíkur,
sem enginn sé sér þess með-
vitandi, að þjóð hans átti svo
hrapallegan þátt í að leiða yfir
heiminn óútmálanlega ógn og
þjáningu. Efalaust er gleymsk-
an ein af líknarmeðölum til-
verunnar til þess að gera byrði
lífsins bæra. En er ekki þessi
gleymska hættuleg? Það er ekki
eg einn, sem spyr. Svo hafa
menn spurt unnvörpum í sam-
bandi við ráðagerðirnar um
endurvopnun Þýzkalands, sem
einmitt er verið að ganga frá
þessa dagana. Og því er ekki
að leyna að mörgum býr uggur
í brjósti. „Það langar engan að
sjá aftur framan í þýzk vopn,
sem einu sinni hefur staðið
frammi fyrir þeim,“ sagði gáf-
aður Hollendingur við mig
fyrir nokkru.
Þar er allt
fáanlegt.
Hamborg er aftur orðin við-
skiptadrottning við Saxelfi,
eins og hún hefur löngum ver-
ið, voldug, fésterk og umsýslu-
söm. Allan sólarhringinn beljar
þrotlaus umferðin um breiðar
götur hennar og torg, og í höfn
hetrnar koma skipin brunandi
af öllum heimsins höfum „fær-
andi varniriginn heim“. Þú get-
ur keypt þar og hvarvetna i
Þýzkalandi, allt sem auga
girnist, ef þú hefur fé. Þýzkur
varningur, framleiddur í háný-
tízkum verksmiðjum og gnægð
af rándýrum framandvarningi,
keppast þar hvor við annari að
glæsileik. Það mun láta nærri
að Þjóðverjar séu sú ein þjóð
í Norðurálfu, sem hefur við
hvað minnsta viðskiptaerfið-
leika að stríða. Eg mun víkja
að því athyglisverða atriði í
öðrum pistli síðar.
Það liggur í hlutarins eðli, að
það þarf nokkuð til að vekja
lofsamlegustu ummæli um
frammistöðu kórsins í heild og
söngstjórann Jón Þórarinsson
tónskáld. Mér finnst rétt að
geta þessa því að þenna dag
yoru íslenzkir gestir vissulega
Islandi og íslenzkri menningu
til sóma í Þýzkaladi. Og eg var
þakklátur fyx-ir að fá tækifæri
til þess að vera þar viðstaddur.
Farið veriður
til Hollands.
En nú er ekki tími tii þess að
standa lengí í skáldlegúin hug-
leiðingum né láta sig dreyma
með óm fagurra söngva í evr- i
um. Á morgun kl. 10-eigum við
að taka við bíl, sem na .stu vik- |
urnar á að verða okkar annað |
heimili á þjóðvegum Evrópu
og í fossandi umferð stórra
borga. Það er í mér hvort-
tveggja ferðahrollur og kvíði
og öðrum þræði tilhlökkun.
athygli í borg eins og Hamborg Þetta verður skemmtilegt æv-
intýri og ef til vill hættulegtr
En nú verður ekki aftur snúið.
Ferðatryggingin er í lagi, —
og samvizkan nokkumveginn
með eina milljón og sjö hundr-
uð og fimmtíu þúsund ibúa. En
okkur til mikillar gleði var
engan veginn Iaust við að svo
færi, þegar karlakórinn Fóst-
bræður kom þangað og söng
í byrjun september. Það var
um kvöld í hinum yndisfagra
garði Blumen und Planten.
Þúsundir manna söfnuðust
saman framan við sviðið, þar
sem hinn glæsilegi íslenzki
söngmannahópur stóð. Veðrið
var kyrrt og milt. Á meðan
söngurinn fór fram var áhorf-
endahópurinn alltaf að aukast
og var gizkað á að þeir hefðu
vexáð tugir þúsunda, um það er
söngnum lauk. Við stóðum í
þyrpingunni nálega miðri, og
var auðfundið, hvernig hrifning
áheyrenda fór vaxandi með
hverju lagi. Og sérstök ástæða
er til að geta þess með hvílíkum
ágætum einsöngvarinn Krist-
inn Hallsson leysti sín erfiðu
hlutvei'k af hendi, enda var
honum óspart og innilega
fagað að loknum söng hans.
Daginn eftir fluttu blöðin hin
sæmileg, eftir þvx sem gerist
hjá breyzkum manni. Ferðinni
er fyrst um sinn heitið gegnum
boi'gir Norður-Þýzkalands til
Hollands. Um leið og eg leggst
til svefns eftir þetta yndislega
söngvakvöld undir blaktandi
krónum hárra meiða, kveð eg í
huganum alla vini á íslandi, ef
-----— já, ef einhver vega-
rummungurinn yrði búinn að
aka mann í klessu um þetta
leyti annað kvöld.
Verið þið blessuð og sæl.
Siguriður Einarsson
í Holti.
Útsala - Útsala
Ægísbúð kallar!
Verzlunin er að flytja. Allt
á að seljast. Gerið kaupin
strax.
Ægisbúð
Vesturgötu 27,
Finnsku, brúnu
vlc#--
sterku og góðu
komin aftur í öllum stærðum.
Kvenbomsur
úr nylon og gúmmi, svartar og gráar.
Nýkomnar
Sh órersbm
IÞéiatrs i\ ntírésson ar
Laugaveg 17, Framnesveg 2.
Símar 7345 og 3692.
rýmingarsala
Stærsta rýmingarsala haustsins stendur yfir hjá okkur, sökum brott-
flutnings hússins nr. 10 B við Lækjargötu, en þar
höfum við stórar vörugeymslur.
Við seljum meðal annars:
ÁÐUR
Nylon-rayon gaberdine ..... kr. 87.85
Andlitspúður ................ — 5.75
Varalit ...................... 23.50
Dömukjólar ............ .... — 285.00
Dömukápur ................. — 987.50
Dömukápur ........... —■ 685.00
Dömukápur .......... —- 575.00
NÚ
kr. 54.50
— 2.00
— 12.50
— 100.00
— 600.00
— 300.00
— 200.00
A.fsláttur af öilssm vörstns
Ennfremur eru á útsölunni allskonar barnaskór, dömuskór, karl-
mannaskór, inniskór, módelskór og útlend sýnishorn.
Leggið leið yðar á Hverfisgötu 74, þar fáið þið mikið fyrir pen-
ingana þrátt fyrir væntanlega KRÖNULÆKKUN.
Höftiss eru aö fcama aftur;
Það kostar ekkert að skoða vörumar hjá okkur. Við sendum nýjar
vörur í búðimar á hverjum degi.
Kamiö - Sfcaöiö - Kaupiö!
Vörumarkaðurinn si.
Hverfisgötu 74.