Vísir - 12.10.1954, Blaðsíða 7
i
Þriðjudagi'nn 12. október 1954
VlSIR
— Lítil í yðar augum, en mikil í mínum. Eg mun gera fyrir
yðui' allt, sem þér óskið og í mínu valdi stendur og þér munuð
komast að raun um, að eg er ekki maður vannþakklátur.
Sir Thomas hneigði sig og þakkaði og hvarf síðan aftur út
í mannþröngina. — Þetta er ævintýramaður, hvíslaði John
að Roger — en mér geðjast að honum.
— Gættu að þér, John! Otterbridge lávarður hefir varað okkur
við ská,ldinu. Og þetta er einmitt skáldið, sem hann átti við.
— Aðvöruninni var beint til þín, en ekki mín.
— Eg hefi ekki hirt um hana, en það væri ef til vill vissara
fyrir þig að gera það. Eg ráðlegg þér að binda ekki eins náinn
kunningsskap við hann og eg. En nú verðum við að halda áfram
starfinu og velja tvo herbergisþjóna og einkaritara. E-n þetta
verða að vera mjög traustur menn og öruggir, gáðu að því.
— Hvers vegna? ; !
— Þesir verða bæði að vera lífverðir þínir og geia þ.agað yfir
leyndarmálum þínum.
— Þarf eg nú líka að eiga leyndarmál?
— Þú munt eignast þau með tímanum, hvort sem þú vilt eða
vilt ekki. Eg er búinn að velja annan.
— Þú verður hinn, ef þú vilt.
— Nei þakka! Eg elska frjálsræðið of mikið til þess að mér
leiki hugur á slíku. Hann benti á hávaxinn, ungan -,og riddara-
legan mann. — Anthony Lane. sonur Sir Tichnor Lane, sem
stjórnaði sveit hermanna undir stjórn föðui’ olikar við Flood-
den Field. —
Eg þekki hann! Við lékum okkur saman, þegar við vorum
strákar. Hann barði mig í höfuðið, þegar við vorum að deila út
af hreiðri hvor. okkar hefði fundið þ.að.fyrr og fengum
hi-essilega hýðingu á eftir. Hvernig líður þér, Anthony?
— Ágætlega. lávarður minn, og það gleður mig að sjá þig.
— Okkar ágæti Anthony, John bróðir, er efnalítill sem
stendur og langar til að reyna höfðingsskap þinn mc-ð þvi að
votta þér hollustu sína. Verið þið ekki að gretta ykkur, eg er
aðeins að gera að gamni mínu. Anthony hefir .sýnf ,-og
að hann er djarfur, hugprúður og öruggur. Hann ber s.verð,
og það sverð er ekki einungis sýningargripur.
— Eg sé það, enda er það ekki sérlega stutt. Og auk þess ber
han.n rýting! Þú virðist vera hinn mesti vígamaður, John.
— Eg nota rýtinginn sem skjöld; lávarður minn. Eg nota
skilmingaraðferðina, sem eg lærði á Ítalíu. Með- rýting í vinstri
hendi getur maður varizt vopni andstæðingsins. meðan
ristir fangamark hans á brjóst hans með sverðsoddinum.
— Anthonuy mun kenna þér þessa nýju skylmingaraðferð.
en þangað til vil eg ráðleggja þér að hafa sverðið kyrt í slíðrun-
Um. Eg treysti þér ekki í meðferð þess. Enginn má vega
varði, nema annar lávarður — það er siður í Englandi — en
þó eru til svo illa innrættir menn, að þeir bregða út af
venju. Ef þú skyldir lenda í illdeilum eða uppþoti; væri betra
fyrir þig að geta látið sverfa til stáls án þess að1 tefja þig á
því að spyrja andstæðing þinn um forfeður hans. Jæja.
sem því líður, viltu fá Anthony fyrir fylgdarmann?_
— Eg gæti ekki óskað mér betra.
— Farðu þá. á þinn stað Anthony. Hristu nú af þér slenið
og hafðu auga með þessum mannfjölda, eins og eg geri.
Gleði John’s gufaði upp. Hann hélt, að hann hefði losnað við
hættuna, hinn gamla förunaut sinn, þegar hann fór frá kastal-
anum, en hún var hér líka. Eða hvers vegna var Roger annars
svona varkár, þótt hann virtist leika á als oddi.
Eg get lesið hugsanir þínar, en aðrir mega það ekki, hvíslaði
rödd í eyra honum. — Brostu og haltu áfram að brosa. Það er
betra. Hér er engin yfirvofandi hætta á ferðum, að því er eg
bezt veit, en þú ert nákopiinn krúnunni og til eru þeir, ermundu
vilja fjarlægja þig þaðan með einni rýtingsstungu. Við lifur á ó-
róleikatímum og drottningin er meira að segja ókrýnad ennþá.
Þess vegna hefi eg ekki v.alið hinn manninn enn. Við verðum
að þekkja hann vel og hann verður að vera jafnoki Anthony’s
að hollustu og öruggleik. En einkaritara hefi eg valið þér og
vona að þgr hafi mér ekki skotizt.
— Komdu með hann og lofaóu mér að sjá hann.
— Ekki fyrri en eg er búinn að láta þig vita deili á honum.
Hann hefir hás.kólapróf frá Cambi’idge, Blackett að nafni. Haim
er gáfaður og hraustur maður, lögfræðingur að menntun. Vin-
ur minn Will Cecil mælti með honum við mig.
— Will Cecil? Ekki Sir William Cesil? Eg hitti hann þegar
hann var í Kastalanum eftir fall Somerset. Eg frétti seinna, að
hann hefði samið frið við Northumberland. Þeir kalla hann
tukthúsliminn.
— Þú dæmir hann rangt. Hann er enginn y.firborðsmaður og
innst inni er hann heiðarlegur. Þú borðar með honum og
Shrewsbury í dag.
Á kvoktvokumii.
Gesturinn á kaffihúsinu
hlustar með athygli á slag-
hörpuleikinn og segir við þjón-
inn: Er þetta ekki Beethoven?
Þjónninn: Nei, nei. Þetta er
hann Jónas. Hann hefir leikið
hér á slaghörpu í 4 ár.
•
Nei, hvað er að sjá þetta?
Hérna í dagblaðinu stendur, að
maður hafi skotið bæði konu.
sína og sjálfan sig.
Það er óskaplegt: Hvort-
þeirra skaut hann fyrr?
Það stendur ekkert um þaðí
sportmodel til sölu. Bifreiðin er sérstaklega falleg,
væg utborgun.
JBílatn iðiunin
Hverfisgötu 32. Sími 81271. Opið frá kl. 10—8.
Munið hin tryggu og öruggu viðskipti.
Semperit
hjólbarðarnir
«r»!
eru komnir aftur
í stærðunum:
450x17
550x16
600x16
650x16
Pantanir óskast sóttar
sem fyrst annars. seldar
öðrum.
G. Helðason &
Méfsted H.f.
RauSarárstíg 1.
Sími 1647.
wneö
Inöhanti
Búfasala
Úlpuefni
Gabardine
Prjónsilki
Perlon
Fóðurbútar,
VER2L
Húsaf isnbur —
Sinsdatimbur
Laugaveg 1. Sími 6584. í Jón L()f_qn h±> Hring_
braut 121, sími 80600.
C Bunoughi:
1665
Tarzan kenndi í brjósti um flótta-
manninn og beið í ofvæni eftir
sögu han. „Ég heiti Holt....“
.....Eins og þú veizt er Luanda
portúgöisk nýlenda. Fyrir ári síðan
keypti ég kaffiekru og vonaðist að
hagnast á verzlunarviðskiptum við
Portúgal."
„Margar? Hann á þær allar, þaú
er að segja, allar nema rnínar" sagðl
Holt og gnísti tönnum.
„Kaffirækt er gróðavænlegt fyr-
irtæki og mér gekk vel“. „Ég hef
tekið eftir því að Lazar á einnig
mikið af kaffiekrum“ greip Tarzan
fram í.