Vísir - 12.10.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 12.10.1954, Blaðsíða 8
VÍSIR er ódýrasta blaðtð oe þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í sínia 1660 og gerist ásbrifendur. vism Þeir, sem gerast baupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis tU mánaðamóta. — Sími 1660. Þriðjudaginn 12. október 1954 • r I ur nooaujaip í SA- Tibet vegna uppreistar. Ferðir yfir landamærin takmarkaðar. Einkaskeyti frá AP. — Þær fregnir hafa borizt frá frá Tíbet, að kínversku hersveit irnar í suðausturhéruðum lands ins hafi hætt öllu hjálparstarfi vegna flóðanna sakir ókyrrðar íbuanna og uppreistartilrauna. Tjón varð gífurlegt af völd- um flóða í Tíbet í sumar, eins og í Indlandi og Kína, en hjálp hefur verið mjög af skornum. skammti í landamærahéruðun- um suðaustan til í Tíbet, af því að þær hafa landsmenn gripið til vopna gegn setuliði komm- únista frá Kína. Kaupmenn, sem komið hafa til Indlands nýlega, segja, að herstjérn kommúnista hafi Orðið að fá liðsauka frá Kína af þessum sökum. Upp á síðkastið hefur einnig verið mjög lítið um ferðamenn, því að eftirlit á landamærun- um hefur verið aukið, og menn bomast ekki yfir þau nema á laun, en það er mjög erfitt vegna landslagsins. Hömlur eru þó ekki lagðar á ferðir ind- verskra borgara, sem skýrt hafa frá þessum atburðum. Ferðamenn segja, að það sé einkum tvær ástæður fyrir því, að íbúar SA-Tíbets gerðu til- raun til uppreistar. Önnur er sú, að skattar eru mjög þungir af völdum kommúnista, en í öðru lagi taka hersveitir Kín- verja svo mikil matvæli til sinna þarfa, að hungursneyð var á nokkrum stöðum í land- inu á síðasta vetri. Haustmót T. R. befst á morgun. Þáttakendur 32. Haustmót Taflfélags Reykja- víkur hefst annað kvöld kl. 8. Þátttakendur eru 32 talsins og verður keppt í þrem flokkum, þ. e. meistaraflokki, 1. flokki og 2. flokki. í meistaraflokki eru þátt- takendur 8, í 1. flokki 11 og í 2. flokki 13. Haustmótið er innanfélagsmót og er þar keppt um meistaratitil félagsins. Núverandi meistari er Guðjón M. Sigurðsson, en hann er ekki meðal þátttakenda að þessu sinni. Þáttakendurnir eru flestir ungir menn. Tefit verður í fundarsal Slysa- varnafélagsins í Grófin 1 og verður fyrst um sinn teflt á mið- vikudögum, fimmtudögum og sunnudögum. Vegaspjoll lítil eftlr ofviórið. í hinum miklu úrkomum undangengna daga munu ekki hafa orðið veruisg spjöll á þjóðvegum af völdum þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá vegamálaekrifstofunni hafa efcki borist til hennaú neinar fregnir um miklar skemmdir, en eins og vanalega í mikium hau stúrkomum hefir ofaní- burður skoiast burt sumstaðar og smávægileg spjöll orðið. sem bætt er úr jafnharðan svo fljótt sem við verður komið. Skemmd ir hafa hvergi orðið á brúm. Gautaborg fær háskóla. Stokkhólmi, laugardag. Fyrir fáiun dögum var vígð- ur Gáutaborgar-háskóli, og eru háskólar í Svíþjóð þá orðnir fjórir. Var háskólinn vígður með hátíðlegri athöfn, og var Gústaf konungur Adólf viðstaddur. Miklar og höfðinglegar gjafir bárust hinum nýja háskóla, m. a. 10.5 millj. sænskra króna frá Axel Adler forstjóra í Gautaborg. Þetta er fyrsta há- skólavígslan í Svíþjóð undan- farnar þrjár aldir. Meðal nýrra heiðursdoktora við þetta tæki- færi var Harry Martinsson rit- höfundur. BrMgekeppniift Ami M. og Eftir fjórar umferiðir í bridgekeppni Bridgefélags Reybjavíkur í 1. flokki eru þeir Árni M. og Kristján efstir, en annars er röð og stig efstu tví- menninganna sem hér segir: Árni M. - Klemenz Agnar - Ásmundur Ingi — Sveinn Lúðvík — Bergmann Símon — Þorgeir Baldur '— Björn Lárus — Zophonías Kristján 354 Sölvi 3491/2 Róbert 347 % Hafsteinn 338 336% 3351/2 3321/2 3311/2 330 „Efitiskjarai" @§ Helgi Sæm. Helgi meðritstjóri Sæmunds- son er ekki af baki dottinn, og skrifar í dag sex dálka langhund í blað sitt, er nefnist „Vörn Sig- urbjarnar Einarssonar og mál- staður menntamálaráðherra.“ .. Skemmtilegt sýnishorn af vinnubrögðum meðritstjórans er þetta: „Tilefni umræðnanna virð- ist hafa orðið grein, sem ég skrif- aði í Alþýðublaðið, en efnis- kjarna (leturbreyting Vísis) hennar hlotnaðist sá aukasómi að birtast samdægurs í Tíman- um.“ Það, sem meðritstjórinn kallar svo spaugilega „efniskjarna", er nákvæmlega samhljóða grein, að fráteknum orðalagsbreytingum I upphafi og endi! Þess er að lokum skylt að gea, að grein meðritstjórans í Alþýðu- blaðinu i morgun var ekki i Tímanum og virðist þar vera um mistök að ræða, en hver veit nema „efniskjarni" hennar komi þar síðar. Rússsr og kíttverskir kommun- istsr birta yfirlysittgu. ¥fírlýsingin ný bót á gamaft fat. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Ráðstjórnin rússneska og Pek- ingstjórnin hafa birt sameigin- lega yfirlýsingu um samvinnu og stefnu á alþjóðavettvangi. Samkvæmt yfirlýsingunni af- henda Rússar Kínverjum flota- höfnina Port Arthur í júní næsta ár og flytja burt allan herafla sinn þaðan. (Þetta átti að gerast 1952, en var þá frestað með nýju !(sámkomuIagi). Sameiginlega á að leggja járnbraut frá Peking til Khazaksthan, sem er ráðstjórn- arlýðveldi i Mið-Asíu. Einnig er gert ráð fyrir járnbraut til Ytri- Mongólíu. Rússar styðja iðnaðar- viðreisnina í Kína með láni, er svarar til 2. milljarða islenzkra króna. Formósa. Kórea. Mótmælt er hinu „bandaríska hernámi á Formósu“ og boðaðar viðræður um einingu Kóreu. Álit brezkra blaða er, að „kommúnistisku stór- veldin tvö“ sjái hag sínum beat borgið með framhalds samvinnu. Þetta stafi af tvennu. Rússar vilji afstýra, að „Titoismi“ komi til sögunnar i Kína, en kínverskir kommúnistar þurfa mjög á Rússnm að halda, sökum þess hv& iðnvæðingin hjá þeim er skammt á veg komin. Kína hljóti að verða iðnaðarlega veikt um mörg ár. Eitt blaðanna kemst svo að órði,. að það sé ekki neitt til að mikl- ast af, þótt Rússar ætli að lána Kína sem svarar til 46 millj. stpd. á löngum tima. Yfirlýsingin er í mörgu svipuði fyrri yfirlýsingum á síðari árum um samvinnu þessara þjóða og. er talið, að hún verði mjög not* uð i áróðursskyni. AljiHtgisforsetar t gær. Sigmar — Steingrímur 326% Kristján — Thorlacius 318% Gísli — Vilberg 318 Kristján — Briem 316 Hulda — Briem 309% Fimmta og síðasta umferð verður spiluð í kvöld. f gær fór fram forsetakjör á Alþingi, svo og kjör varaforseta skrifara og kjörbréfanefndar. Forseti Sameinaðs þings var kjörinn Jörundur Brynjólfsson, Sigurður Bjarnason forseti neðri deildar og Gísli Jónsson forseti efri deildar. Eru þingforsetar því hinir sömu og áður. Fyrri varaforseti S.þ. var kjör- inn Jón Sigurðsson, og síðari varaforseti Karl Kristjánsson, en skrifarar sjálfkjörnir þeir Skúli Guðmundsson og Einar Ingi- mundarson. ^ lávarðurinit skemmtír ser: Ahugamál hans er aðallega að athuga, hvaða ár í St. Bretlandi séu væðar. Hann 6ð Severn nýlega, Humrn í fyrra og Thames 1952. Mongomery þjálfat Þjóðverja. Noel-Buxton lávarður, sem gerir sér til gamans að vaða ár, óð yfir Severn nýlega, en það skilur milli Englands og Wales. París (AP). — Montgomery^ marskálkur mun hafa yfirumsjón með þjálfun þýzkra hermanna. Hann gengur næstur Gruenther hershöfðingja að völdum, og hef- ur samið áætlanir um þjálfun hersveita V.-Evrópu. Mun hann einnig gera það að því er vænt- anlegar þýzkar hersveitir snert- ir. Það var Noel-Buxton, sem vildi sanna það fyrir tveim árum, að vað mundi hafa verið á Thames-fljóti á tímum Róm- verja gegnt þeim stað, þar isem þinghúsið stendur nú. Svo illa tókst þó til, að lávarðurinn, sem er 37 ára gamall og með hæstu mönnum, varð að synda yfir ál í fljótinu miðju. Hann óð einnig yfir Humru á árinu sem leið til að færa á sönnur á hið sama. Þar sem hann lagði í Severn er áin 2800 metrar á breidd, og var hann tæplega þrjár stundir að vaða þá leið. Var hann því miklu lengur að vaða þarna, því að hann var aðeins 70 mínútur að vaða yfir Humru, þar sem hún var 3200 m. á breidd. Lávarðurinn var alklæddur í Severn-leiðangrinum, og hafði í hendi fjögurra álna prik, til að þreifa fyrir sér. Hann var tæplega klukkustund út á éyri eina í miðri ánni, og beið þar í klukkustund, meðan lækkaði enn í ánni vegna út- fallsins, því að síðari állinn var dýpri. Þar missti hann næstum fótanna, og munaði engu að straumurinn hrifi hann með sér, en yfir komst hann klakklaust, votur upp að hálsi. Tveim mínútum eftir að hann sté á land á syðri — enska — bakkanum, kom flóðbylgja, sem nefnd er „Severn Bore“ æð- andi upp eftir ánni, en hún er fjögurra feta hár vatnsveggur, sem leitar langt upp eftir henni í hverju aðfalli. LuikIM koims wt i morgun. Einkaskeyti frá AP. i London í morgun. Lundúnabiöðin komu aftur úfr í morgun og er því almennt fagn- að. Er þess vænzt, að deilan milli tveggja prentarafélaga, sem var orsök stöðvunarinnar, og ekki hefur enn verið leyst til frambúðar, leiði ekki til frekar-i stöðvunar á ntkomu blaðanna. Blöðin i morgun, Scotchman,. Glasgow Herald, Times og fleiri ræða þetta mál, og harma að inn- byrðis deilur milli stéttarfélaga skuii geta haft jafn víðtæk áhrif og hér var um að ræða. Verk- lýðsfélögin ættu að búa svo ura hnútana, að auðvelt væri að jafna fremur smávægilegar inn- byrðis deilur og einbeita kröft- unum að hinum mikilvægari við- fangsefnum. — Öll eru þessi blcð sammála um það, sem og önnur, að þjóðarvelferð sé undir því komin, að menn hafi daglega að- gang að blöðum landsins, ®g fengið þar nauðsynlega fræðsltt og upplýsingar um allt, sem á döfinni er. Sjómannadagskabarettínn: 17 sýningar og hvert sæti skipað. Sautján sýningar hafa nti verið hjá kabarett Sjómanna- dagsins, og hvert sæti skipað á þeim öllum. f dag verða tvær sýningar, og uppselt á báðar. Listamenn- irnir, sem þar koma fram, fara héðan eftir helgina, og þykir forráðamönnum kabarettsins sýnt, að þeir verði að hafa aukasýningar. bæði fyrir börn og fullorðna, sennilega á föstu- dag og mánudag. Rétt er að vekja athýgli á því, að unnt er að panta miða fyrirfram á hvaða sýningu sem er, og sækja þá síðan daginn fyrir sýninguna. Með þessu móti hefir tekizt að komast hjá hinum hvimleiðu biðröðum. —• Pantanimar eru afgreiddar í Austurbæj arbíói.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.