Vísir - 25.10.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 25.10.1954, Blaðsíða 4
 VÍSIR Mánudaginn 25. október 1954. Ný og fróðleg bók um „Bounty“« Talið er, að upprei liafi brátt horfið heim Hin fræga uppreist á Bounty og afdrif uppreistarmanna er enif á dagskrá í heimsbókmenntunum. Ný bók um þetta cfni er komin út í Englandi. f þessari grein er yfirlit yfir hina furðulegu og frægu uppr reisn á Bounty sem mjög hefur þótt í frásögu færandi Og gerð ist 1789. Hér á eftir er ritað um nýja bók um aðalpersónuna í þeim atburðum. — Fletcher Cliristian — og þann þátt er hann hefur átt í bókmenntum. Sögufrægð er undarleg og ó- útreiknanleg. Atburðir, sem samtíðarmenn telja lítilvæga, geta oft geymst í manna minn- um miklu lengur en stórfeng- legir atbm'ðir og afdrifaríkir. Árið 1795 varð svo víðtæk uppreist í brezka. flotanum, að við sjálft lá að aðgerðir hans gegn* Frakklandi lömuðust. Þessar uppreistir gerðust í flotahöfnunum Spithead og Nore og urðu upptök að því að margvíslegar umbætur voru gerðar á skipum hans hátign- ar. Afleiðingar uppreistanna — bæði umbætur þær er gerðar voru fyrir líðandi stund og fyrir framtíðina — hafa mikla sögu- lega þýðingu, en eru þó því nær, gleymdar. Þó að lengi sé leitað í bókasöfnum er erfitt að finna ummæli um það mál. Afkomandi hittir Bretadrottningu. En sex árum áður varð miklu smávægilegri uppreist á litlu brezku skipi á Kyrrahafi og frásögnin af því hefir verið furðu lífseig. Fletcher Christian var annar stýrimaður og tók með ofbeldi stjómina á „Bounty“, skipi hans hátignar, er það var á ferð með brauð- aldintré frá Tahiti til Vestur- Indía og Englands og er frá- sögnin í flokki sígildra sjó- ferðabóka. Og hvað eftir annað kemur það í.ljós, að ímyndun arafl manna og rannsóknahugur beindist mjög að þessu litla skini og 45 manna áhöfn þess. Á þessu ári hefir tvisvar verið getið um uppreistina í blöðum úti í heimi. f fyrra sinnið yar það er Elizabeth Bretadrottning tók á móti Fletcher Christian dómara frá Pitaim-eyju, er hún var í hnattför sinni. Er dómarinn í beinan karllegg afkomandi uppreistarforingjans. Öðru sinni var frá því sagt, að áme- rískur mannfræðingur hefði verið við rannsóknir hjá af- komendum skipshafnarinnar á Bounty og eru þeir nú fólk það er býr á þessari Suðurhafsey. Leiðangur gerðu^ út. Margar bækur hafa verið ritaðar um „Bounty“ og eru það að vísu skáldsögur og kann- ske ekki heilagur sannleikur. En þær hafa veríð lesnar upp til agna af böiinum og fullorðn- um. sem þykir gaman að æsandi skáldsögum. Áreiðanlegastar heimildir er »3 finna í dagbók skipstjórans William Bligh lautinants, er hann ritaði um borð í skipi sínu og síðar í langri bátsferð á Kyrrahafi. Einnig í bók sir John Barrows er gefin var út nafnlaus og hét: „Hin atburða- ríka saga um uppreistina á Bounty, skipi hans hátignar og töku þess. Orsakir og afleið- ingar.“ Frásögnin um uppreistina á „Bounty“ hljóðar svo í fáum orðum: Árið 1786 leituðu nokkrir stórkaupmenn og plantekru- eigendur leyfis hjá konungi um að mega útbúa leiðangur til Suðurhafseyja. Tilgangurinn var að sækja farm af brauð- aldintrjám til Vestur-India. Leyfið fékkst og var þegar hafist handa um undirbúning. Þrísiglt skip 215 smál. að stærð var keypt og Bligh lautinant, sem var þaulreyndur sjómaður, vár gerður að skipherra. Blaigh var upp- stökkur fantur. 23. desember 1786 sigldi „Bounty“ frá Portsmouth á- leiðis til Tahiti. Ferðin varð löng og ströng. Andviðri var frá upphafi og til ferðaloka og í ljós kom að Bligh var óvenju hrottalegur stjórnandi. Hann refsaði mótþróa jafnt og þétt með hnútasvipunni, og matar- skammtur varð óþarflega naumur. Bligh var og fram úr hófi uppstökkur, réðst daglega með skömmum á yfirmenn skipshafnarinnar og úthúðaði þeim og hásetunum með ó- kvæðisorðum og skammarleg- um, ásökunum. , Svona var stritað við að sigla í 22 mánuði. 26. október 1788 varpaði skipið akkerum við Tahiti o g var skipsmönnum tekið með opnum örmum af hinum vinalegu eyjaskeggjum. Áhöfnin á „Bounty“ var lang- soltin og þóttist nú komin í sannkallað nægtabúr. Hér var gnægð af gómsætum mat og fögrum konum. Og þeir fengu aðdveljast á eynni því nær hálft ár. Fjórða apríl 1789 léttu þeir loks akkerum og yfirgáfu sælu- staðinn. Með söknuði í huga veifuðu sjómennirnir að skDn- aði til fegurðardísanna á strönd inni. Nú voru þeir aftur ofur- seldir kúgun Blighs og rang- læti. Bligh veittist að yfírmönnum. Síðdegis 27. apríl gerðist at- búröur, sem varð afdrífarikúr. BUgh fúllyrti að stolið hefði verið einni af kokoshnetum 1 þeim, sem hlaðið var upp.milli! fallbyssnanna á skipinu. Og hann hélt því fram að yfirmenn á skipinu hlytu að hafa verið í- vitorði um þjófnaðinn. Yfir- sagði hann að þeir hefði sjáifir mennirnir neituðu því og þá stolið kokoshnetunni. Og hann yfirheyrði hvern og einn af þeim til þess að finna söku- dólginn. Fletcher Christian, 2. stýrimaður, neitaði að svara hinum ærumeiðandi spurning- um og jafnskjótt hellti sltip- stjórinn yfir hann svívirðing- um og skömmum og hótaði honum líkamlegri refsingu. Þetta gerðist í áheyrn áhafnar innar. Við sjóprófin, síðar á Eng landi, kom í ljós, að Fletcher Christian hafði orðið mjög særður yfir þessum aðförum og hafði grátandi spurt Bligh hvernig á því stæði, að hann kæmi svona frarri við sig. Nýjar svívirðingar voru svarið við spurningunni. Christian ákvað þá þegar um kvöldið, að strjúka af skipinu á timburfleka. Tók hann jafn- skjótt að viða að sér birgðum til að koma þessu í verk. Kl. 4 um morguninn kom hann upp á þilfar, hann átti að vera á verði. Þar gekk hann fram á 2 af starfsbræðrum sín- um er sváfu á verðinum. Þá fyrst k'oma honum í hug að ná haldi á skipinu, að því er hann sjálfur sagði. Hann sagði há- setunum frá ætlan sinni og eftir andartak var hópur af á- höfninni á hans bandi. Báturinn sigldi 3600 mílur. Bligh var settur í varðhald í lcáetu sinni og síðan var hver maður á skipinu spurður hvort hann vildi heldur fylgja skip- herra eða Christian. 24 menn urðu eftir í skipinu með honum. Hinir voru ásamt Bligh settir í bát og látnir sigla sinn sjó. inn aftur. þeir fengu aðeins með sér af matarbirgðum og vatni, það sem bráðnauðsynlegt var og nú lögðu þessir 19 menn upp í sjóferð, sem varð 3.600 sjómílur Eftir sjö vikur komu þeir til Timor, sem er nýlenda Portú- galsmanna í Austur-Indíum. Þá voru 5 menn látnir en 2 voru svo illa farnir að þeir dóu skömmu síðar. Bligh og fylgis- menn hans fóru síðan með her- skipi heim til Englands, Heim- kominn ritaði Bligh nákyæma skýrslu til flotastjórnarinnar um uppreistina og. sendi þá flotastjórnin jafnskjótt freigát- una „Pandoru“ til að leita „Bounty“ uppi og sækja upp- reistarmenn til yfirheyrslu og hegningar. Skipið fannst aldrei. En 14 menn af áhöfn þess voru á Tahiti og voru þeir teknir fastir strax þegar „Pandora“ kom þangað. Á heimleiðinni fórst „Pandora“ og 4 af föngun- um drukknuðu. Þeir 10 sem af. komust voru færðir fyrir her- dómstól. Voru fjórir sýknaðir en 6 dæmdir til dauða; af þeim voru þó þrír náðaðir síðar. Fréttir berast eftir 20 ár. Örlög áhafnarinnar, sem eft- ir var, eru að mestu kunn. Eftir uppreistina sneri Bounty aftUr til Tahiti. Þar gengu 16 menn af skipinu (en tveir af þeim voru síðar mýrtir á eynni). Þá voru 9 eftir á skipinu og með þeim 19 af eyjaskeggjum— 7 karlar og 12 konur. Þetta fólk lagði nú leið sína út í bláinn til þess að finna eyðiey, sem væri langt frá venjulegum skipa- leiðum. Um morguninn 22. september sáu Tahitibúar „Bounty“ hverfa við sjóndeild- arhring. Tuttugu árum síðar barst brezku flotastjórninni skýrsla frá Folger skipstjóra á ameríska skipinu „Topaz“. Hafði skipið varpað akkerum við eyna „Pitcairn“ sunnan til á Kyrra- Báturinn var ofhlaðinn og hafi og þar hafði skipstjóri hitt einn af hásetunum af Boimty. Hann hót John Adams og var einn af traustustu fyigifískum ' Christians. Uppreistarmaðurinn fyrrverandi sagði alla söguna greinilega. „Bounty“ hafði kom- ið til eyjariimar eftir nokkurt flakk. Þá höfðu skipverjar rennt skipinu á land og stofnað þarna litla nýlendu. Eftir 4 ár kom til óeirða. Tahiti-mennim- ir drápu alla skipverja „Bountys“, nema Adams. Degi síðar tóku konurnar hefndir og drápu alla landa sna. Eftir voru þá aðeins 12 konur, John Ad- ams og nokkur börn. Adara hafði kennt börnunum jarð- rækt, sagt þeim til í ensku og trúarbrögðum. Þetta litla mannfélag lifði nú áhyggju- lausu Íífi og ánægjulegu. Bligh hlaut lof hjá Nelson. Fimm árum seinna kom brezkt herskip til Pitcaim. Sjómaðurinn gamli var enn á lífi, en nú sagði hann sögu sína dálítið á annan veg. Óná- kvæmnin var aðallega í frá- sögn hans af Fletcher Christian, örlögum hans og dánarorsök. Þó að einkennilegt megi þykja vissi enginn á eynni hvar Christian var grafinn. Þetta er hin sanna saga um uppreistina á „Bounty“, í aðal- atriðum. Um Bligh er það vitað, að hann var skipherra á línu- skipinu „Glatton“, sem barðist við Kaupmannahöfn og hafðf Nelson aðmíráll lofað mjög frammistöðu hans. Nokkrum árum síðai' varð hann landstjóri í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu. En fantaskapúr hans var svo mikill, að hann var óhæfur til slíkrar stöðu og var hann kall- aður heim eða sendur heirn til Englands og þar lézt hann árið 1817. Saga Fleteher Christians er ólíku merkilegri, það sem af henni er kunnugt. Hún er í rauninni ævintýraleg, en jafn- framt liggja frá henni leyni- þræðir til frægra bókmennta- rnarnia, sem þá voru uppi, en, þessu hefir hingað til lítill gaumur verið gefinn. Samúðin varð með Christian. Fletcher Christian fæddist (Framli. af 4. síðu) i 'r' SÞeliei&UrS* Jíonathan ag Heiri iegundir ruentumleg frtí Étalíu Verzlanir þær, sem ekki haía nú þegar lagt inn pantanir, ættu ekki að draga Iengur að hafa samband við okkur. náon Sénti 1740

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.