Vísir


Vísir - 25.10.1954, Qupperneq 10

Vísir - 25.10.1954, Qupperneq 10
10 Það var breið gata, sem lá í kringum Cheapside Cross, Con- dust og Pillary. Hjá Cross stóðu tómar vínámur. sem höfðu verið fullar daginn áður, og hjá Pillary stóð mannvera, í fylgd lögregluþjóns, sem sýnilega hafði líka verið full daginn áður til dýrðar drottningunni. Báðum megin vegarins stóðu búðir, gullsmiðaverzlanir, skartgripaverzlariir og knæþur á stöku stað. Allur virðuleikasvipurinn hvarf af Önnu fyrir hinni kven- legu gleði, sem það vakti henni að handfjalla silki og satin, sem verzlunarþjónarnir lögðu fyrir hana í búðunum, og skart- gripina í skartgripaverzununum. Kaupmennirnir héldu fyrst, að lávarðurinn væri sá, sem borgaði og höfðu verðið hátt, en þegar þeim var ljóst, að Sir Hilary borgaði, voru þeir vægari í kröfum og báru fram ódýrari vörur, og valdi Anna úr þeim af mikilli smekkvísi. John ætlaði að gefa henni kápu úr rauðu Cathayansilki, en Francis hnippti í hann og tók hann afsíðis. Hann og Roger komu honum í skilning um, að hann mætti ekki velsæmis vegna, gefa þeim feðginum nema tiltölulega ódýrar gjafir, en jarlinn hafði ekki umgengizt fólk á uppvaxt- arárunum og var því ekki kunnugur venjunum. Það fór því svo ,að John keypti lítinn safír sem húfskraut handa Sir Hil- ary og lítið stjörnulagað perludjásn handa Önnu. Jarlinn hneigði sig fyrir henni um leið og hann gaf henni það. — Gjöf til yðar, ungfrú Það er vonarstjarnan Látum hana Verða tákn gifturíkra endaloka . Hún svaraði honum ekki, en gráu augun hennar báru þess vott ,að brynja hennar var að láta undan. Kaupmaðurinn hneigði sig og beygði og fylgdi þeim til dyra ,en úti á götunni heyrðist hark og maður heyrðist segja: — Þér berið merki jarlsins af Bristol og heilsið samt ekki markgreifa. — Já, og er hreykinn af að bera það, sagði Ambrose, sem hafði beðið úti fyrir ásamt þjónum jarlsins. — Þá verð eg að kenna yður mannasiði. sagði Courtenay, því að þetta var hann, og um leið sló hann Ambrose í andlitið með svipunni sinni. I sama bili gekk John fram á götuna og dró sverð sitt úr slíðrum. Courtenay var drukkinn og sat á hestbaki. Ambrose bar höf- uðið hátt, en rauð rák eftir svipuna var yfir þvert andlitið. — Farið af baki, frændi sæll, sagði John með kuldalegri hæðni. — Eg skal lita kyrtilinn yðar rauðan í yðar eigin blóði. !Nei, hörfið ekki undan, stigið af baki, Coustenay lávarður. Courtenay setti upp hæðnissvip, en gætti þess að fara ekki af baki og halda sig svo fjarri, að John næði ekki til hans með sverði sínu. Anthony og Francis stóðu við hlið Johns og höfðu báðir gripið um sverðshjöltún. Þá heyrðist rödd Rogers — Jarlinn af Bristol er skapheitur, Courtenay lávarður. Eg bið yður að fyrirgefs honum. Anthony greip andann á lofti, en Sir Hiiary hreytti út úr sér blótsyrði. Courtenay rak sporana í síður hestsins, þeysti áfram og stefndi á John, svo að hann varð að víkja til hliðar, svo að hann yrði ekki troðinn undir hófum hestins.. Það varð vlsiR Mánudaginn 25. bktóber 1954. steinhljóð um stund, en þá tók John til máls og röddin skalf: — Þetta var ekki fallega gert, Roger. Eg hefði sigrað hann. — Við hefðum nú ef til vill komið til skjalanna líka, sagði Francis. Roger sagði ekkert og John var sjálfhentur, þegar hann stakk sverðinu í slíðrin. — Ef enginn hefur neitt við það að athuga, skulum við fara aftur til Rose og fá okkur hádegisverð. Gaktu næst mér, Am- brose! , | i' Ungfrú Anna smeygði hendinni undir arm hans og þau gengu á undan heim til Rose. VI. kafli. Hádegisverður jarlsins var nú borinn fram. Hljómsveitin lék lög milli rétta. Roger gaf enga skýringu á framkomu sinni og samtalið var því mjög þvingað. Anthony, Francis og Sir Hilary horfðu á diskana sína, þungbrýnir mjög og ungfrú Anna var eins og marmarastytta. Og ekki varð skapið léttara, þegar vínið var borið fram. Roger baðst leyfis að mega fara til herbergis síns. John einn tók undir við hann, en hin önzuðu honum ekki. Þegar hann var farinn sagði jarlinn: — Honum er of annt um mig. Hann óttaðist, að eg yrði drep- inn, sagði hann með beizku brosi og Anna skálaði við hann í klaret. — Það er sennilega ástæðan, lávarður minn, sagði Sir Hilary og Francis og Anthony tautuðu samþykki sitt. — Þið verðið að hafa mig afsakaðan, sagði lávarðurinn. •— Eg verð að fara í smáferðalag og heilsa upp á Otterbridge lávarð. Gestir hans hneigðu höfuð til samþykkis, og hann skálaði við ungfrú Önnu. Síðan gekk hann upp stigann og barði á dyr Rogers. — Hver er þar? — John, Dyrnar opnuðust og varir hans titruðu. — Hefurðu gleymt því? spurði John — að við eigum að heim- sækja Otterbridge lávarð? Það varð uggvænleg þögn. Svo reyndi John að hlæja og sagði, að hann yrði sennilega fremur óheppilegur fylgdarmaður!. því að Otterbridge lávarði þætti ekki sérlega vænt um sig. — Hann verður annaðhvort að taka á móti okkur báðum eða hvorugum. Komdu. Þeír gengu niður að hliðinu og Francis gekk þögull á eftir þeim. Ambrose gekk á undan fylgdarliðinu. Það var löng ganga til Woolsack bak við St. Pauls kirkjuna, en alla leiðina þangað var þögnin órofin. Þjónar Otterbridge lávarðar opnuðu dyrnar, þegar þeir komu, en þeir voru færri en þjónar Johns. Þegar brytinn heyrði nafn þess, sem kominn var, hneigði hann sig og skipaði svo fyrir, að inn skyldi bera sherry og bikara. Þegar þeim veitingum var hafnað, hneigði hann sig og hvarf úr augsýn. Innan stundaV kom brytinn aftur og með honum hávaximi maður í dökkum einkennisbúningi. Hann var mjög tiginmann- legur í framgöngu, en andlitið var sviplaust og eins og höggvið í stein. Hann hneigði sig, án þess að heilsa og benti þeim á inngang bak við stigann. Þetta var Michael, einkaþónn Otter- bridge lávarðar. Ósjálfrátt gekk Francis fram, en John bað hann að vera rólegur. — Nei, Francís, hægan. Þetta er vinur. Francis gat hvíslað án þess að Roger heyrði — Vinur? — Það virðast allsstaðar rísa horn á þessum manni. Ef þér kallið, skal eg óðar koma yður til hjálpar. Og verið ekki of seinn að kalla á hjálpina. Gólffjalirnar brökuðu undir fótum þeirra og það var ein- kennilegur þefur í ganginum. Michael drap þung högg á eikar- hurð eina. Dyrnar opnuðust og þeir komu inn í stóra dag- stofu. Sólin skin inn um gluggana. inni var stór arinn, stólar Á kvöMvokunni. Flóttamannafundur var i Braunschweig. Þar hafði hátt settur embættismaður verið að halda rséðu og stóðu nokkrir Austur-Prússar í hnapp um hinn skrautlega vagn hans. Hann hafði lokið máli sínu og var nú að fara. Hinum mikla manni var svo vel í skinn kom- ið, að hann átti í erfiðleikum með að komast inn um dyrnar á vagni sínum. Þá heyrðist há- vær rödd og gamansöm frá hópi flóttamanan, sem álengd- ar stóðu. „Það þyrfti að smyrja hann í sápu. Þá kæmist hann kannske inn.“ Leo Slezak, hinn frægi söngv- ari, var boðinn í veizlu til Mettemich furstafrúar. Þan var borið fram fat með úrvals- spergli og rétti þjónninn það' fyrst að söngvaranum. Hann gerði sér lítið fyrir skar öll spergilhöfuðin af og lagði á disfc sinn. Við borðið varð djúp þögn andartak. Þá sagði furstafrúin ljúfmannlega við þjóninn: „Gerið svo vel, Jean, að bera disk söngvarans fyrir hina gest- ina.“ • Ung kona í Berlín átti 12 ára gamlan son, sem hún áleit vera undrabarn að tónlistar- hæfileikum. Hún hafði góð sambönd og tókst að fá viðtal við hinn mikla Fuiftwangler og það með, að hann hlýddi á slaghörpuleik snillingsins litla. Henni var mikið í hug er því var lokið og spurði: Hvað finnst yður meistari? Ætti eg að láta blessaðan drenginn minn keppa | að því að verðá mikill lista- maður? — Mm, sagði Furtwangler og strauk sinn fræga skalla. —« Það er nú líka fögur mannfé- lagsstaða, að vera fjölskyldu- faðir. — • í Toronto var málverki stolið úr listasafni. Það var málverk eftir Rubens og var það virt á 120 þúsund mörk. Lögreglu- þjónn fann síðar málverkið í garðinum við þinghúsið, í hjarta borgarinnar. • 1 Mér er sama þó að eg hafi týnt úrinu, sagði konan, — en það var í því hárlokkur — frá því maðurihn minn hafði hárið. C (Z, Sumufi&i Hægt en tígulega brokkaði boli inn á miðjan leikvanginn. Tarzan stóð hreyfingarlaus, en hver taug í líkama hans var þanin. Allt í einu vakti rauða klæðið athygli nautsins. — Það rumdi 1 því, og þyrlaði upp þurrum sandinum, —• og geystist síðan í áttina til Tarzang af miklum ofsa. - TARZAN 1676 CVpr. lííl, Edg»r Ricf Burioufhi, Ine.—Tm. R»».h.8.p»t.Off. Dustr. by United Feature Syndicate, Inc.- 3600-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.