Vísir - 25.10.1954, Page 12
VÍSIK er ódýrasta blaðið og þó það fjöl-
1 && -‘nmp'-
breyttasta. — Hringið i síma 1660 eg
gerist áskrifendur.
WM.MW.WÍ
Þeir, sem gerast kaupendur VfSIS eftir
10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til
mánaðamóta. — Sími 1660.
Mánudaginn 25. október 1954.
r
Flugfélagi Islands bætist
4ra hreyfla flugvél.
Yar áður í eigu Norðmanna, en Örn
0. Johnson er ytra að undirrita
samninga um kaupin.
Örn O. Johnson, framlcvæmda-
stjóri Flugfélags íslands, tók sér
i'ar með „Gullfaxa" í morgun til
Kaupmánnahafnar til þess að und
jrrita þar samning um kaup á
Skymaster-flugvél.
Fyrir helgina fóru utan í sam-
bandi við flugvélakaupin fjórir
inenn aðrir á vegum Fliigfélags
islands, þeir Jóhannes Snorrason
yfirflugstjóri, Brandur Tómas-
son yfirflugvélavirki, Jón Páls-
son flugvélaeftirlitsmaður og Jó-
liann Gíslason yfirloftskeytamað-
ur.
Flugvélin, sem F. í. er að festa
Jtaup á, er Skymaster-vél, eins og
i'yrr segir, af sömu gerð og „Gall-
íaxi“, og tekur 60 manns í sæti.
P. í. kanpir flugvélina af Fred
■Olsen i Osló, en það e reitt af
stærstu flugfélögum í Noregi,
en á jafnframt nokkurn flugvéla-
flota. Vélin mun aðallega hafa
verið notuð í leiguflugi, flutt
skipshafnir, íþi'óttafJokka og aðra
hópa Tnilli landa.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Vísir fékk í skrifstofu FÍ. í morg-
«n, má gera ráð fyrir, að hinum
Sæmdir prófessors- og
doktorsnafnbót.
Forseti íslands hefur sæmt Pét-
nr Sigurðsson Háskólaritara pró-
fessorsnafnbót.
Pétur hefur gegnt starfi Há-
skólaritara í aldarfjórðung við
liinn bezta orðstír, mikill lær-
dómsmaður, en einkum þykja at-
huganir hans á Sturlungu at-
hygliverðar.
Hann er kvæntur Þóru Sigurð-
ardóttur frá Búðum í Fáskrúðs-
firði.
Árni Friðriksson, mag. scient.,
liefur verið kjörinn doctor philo-
sophiae h.c. Lýsti próf. Einar Ól.
Sveinsson doktorskjörinu á Há-
skólahátiðinni. Dr. Árni Frið-
riksson cr nú framkvæmdastjóri
alþjóðahafrannsóknarráðsins.
Sr. Kristján Róbertsson
hæstur á Akureyri.
í fyrradag voru talin atkvæði,
sem greidd voru í prestskosning-
nnum á Akureyri, er fram fóru
fyrra sunnudag.
Atkvæðatalningin fór fram í
skrifstofu biskups, svo sem venja
er til, og kom i ljós, að síra*Kristj-
án Róbertsson hafði fengið flest
atkvæði, eða .1063. Næstur var sr.
Birgir Snæbjörnsson, sem hlaut
1043 atkv., þá sr. Jóhann Hlíðar,
Ö23 atkv., sr. Þórarinn Þór 264
■og sr. Stefán Eggertsson 150 at-
. kvæði.
Á kjörskrá voru 4916, en 3361
greiddu atkvæði. Auðir seðlar og
ógildir voru 18.
nýja Skymaster verði flogið
heim í byrjun næsta jnánaðar,
en hann ér nú til eftirlits á Kas-
trup-velli i Kaupmannahöfn.
Gert er ráð fyrir, að hina nýju
flugvél taki við af „Gullfaxa" er
hann fer í méiriháttar skoðun og
til eftirlits um áramótin á verk-
stæði SAS i Ivaupmanahöfn, en
sú skoðun mun taka a. m. k. 1 %
mánuð.
Að Öðru leyti er óráðið' um
notkun liinnar nýju flugvélar, en
sennilegt er, að F. í. stundi meira
leiguflug en verið hefur, en fjölgi
jafnframt áætlunarferðum og
taki upp nýjar.
Bridge
Tveim umferð-
um lokið.
Tvímenningskeppni í bridge
hófst í meistaraflokki í vikunni
sem leið og er nú búið að spila
tvær umferðir. Var sú síðari spil-
uð í gær. Þáttakendur eru 32 pör.
Eftir umferðina í gær eru stig
efri 16 tvímenninganna sem hér
segir:
Jóhann Jóhannsson — Vilhjálm
ur Sigurðsson 25 stig, Ásm. Páls-
son — Indriði Pálsson 242 stig,
Gunnl. Kristjánsson — Stef. Stef-
ánsson 235% st., Hermann Jóns-
son — Jón Guðmundsson 229% st.
Baldur Ásgeirsson — Björn Kristj
ánsson 228% stig, Trygvi Pét-
ursson — Þórh. Tryggvason 228
stig, Ásbjörn Jónsson — Magnús
Jánasson 228 stig, Einar Þorfinns
son — Hörður Þórðarson 226%
stig, Sigurlijörtur Pétursson —
Örn Guðmundsson 224 st., Árni
M. Jónsson — Kristján Kristjáns-
son 222% st„ Eggert Benónýs-
son — Guðm. Ó. Guðm. 220 stig,
Hilmar Ólafsson — Ólafur Karls-
son 218 stig, Geir Þorsteinsson —
Ingólfur Isebarn 214 stig, Klem-
enz Björnsson — Sölvi Sigurðs-
son 213 st., Brynjólfur Stefánsson
— Guðl. Guðmundsson 212% st„
Ásmundur Ásgeirsson — Hafst.
Ólafsson 212% st.
Alls verða spilaðar 7 umferð-
ir og verður sú næsta spiluð n.k.
fiinmtudagskvöld.
Nýstárkíj
skemmtun í
í kvöld verður efnt til rnjög
óvenjulegrar skemmtunar í Þjóð-
leikhúskjallaranum — hinnar
fyrstu af sínu tagi hérlendis,
þótt þær séu algengar erlendis.
Á skemiiituninni fer fram upp-
taka spilrningaþátar, sem fluttur
verður i útvarpið á miðvikndags-
kvöldið. Er til þess mælzt, aS
þéir, sem sækja skemmtunina,
verði þátttakéndur í henni, svari
spurningum, sem fyrir þá verða
lagðar, en spurningarnar verða
hafða.r mjög einfaldar, svo að
ekki þárf annað en að svara með
já eða nei. Þeir, sem lilutskarp-
astir verða, vinna til verðlauna,
sem eru mörg hundruð króna
virði, og verður þar um eiguleg-
ustu muni að ræða.
ustu muni að ræða. Þeir einiij
taka þátt, sem fúsir eru til þess.
Þá munu þeir, sem tóku þátt
í getraunaþættinum „Gettu mi —“
á síðasta hausti koma þarna fram,
og verða þeir látnir spreyta sig
i viðurvist gestanna. Sér Sveinn
Ásgeirsson, hagfræðingur, uiö
þátt þenna fyrir útvarpið að þessu
sinni eins og i fyrra.
Þjóðleikhúskjallarinn verður
opnaður i kvöld kl. 8.30 og kost-
ar aðgangurinn aðeinsi 10 krón-
ur.
Háskolinn þyrfti ai byggja
yfir iæknadeiltfina.
Frá háskólahátíðinni á laugardag.
var
haldin þurramæði
Rannsókn á lungum úr kind
frá Vík í Staðarhreppi I Skaga-
fjarðarsýslu leiddi í ljós, að kind-
in hafði ekki þurramæði.
Haukur Hafstað, bóndi í Vík
veitti kindinni sérstaka athygli,
þar sem hún var móð og rakst
ekki. Kindin var veturgömul. —
Gerði liann þegar aðvart fulltrúa
Sauðfjárveikivarnanna á Sauðár-
króki. Var kindinni slátrað og
lungun send flugleiðis suður til
rannsóknar i rannsóknarStöðinni
að Keldum. Leiddi sú rannsókn i
ljós, sem að ofan getur, að kind-
in var ekki haldin þurramæði.
Er það mikið ánægjuefni mönn-
uni nyrðra sem öðrum, að grun-
urinn reyndist ekki réttur, þvi
að það hefði reynzt nýtt og alvar
legt áfall, hefði hún reynzt sjúk.
Sydney (AP). — Á mörkum
fylkjanna Viktoria og Nýja Suð-
ur-Wales eru pokadýr orðin svo
mörg, að þau eru að verða að
plágu.
Eyðileggja þær gróður og upp-
skeru, svo að fé hefur verið sett
til höfuðs þeim líkt og kanínunni.
Fjórum veiðimönnum tókst und-
anfarna 4 mánuði að leggja nærri
4000 pokadýr að velli, og voru
þeim greidd 606 stpd. í verðlaun.
Síldarleit á
Eyjafirði.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri, í gær.
Nýlega reyndu nokkrir bát-
ar síldarleit á Eyjafirði og
urðu lítilsháttar varir við síld.
Fyrst reyndu vélbátarnir
Vonin frá Grindavík og síðan
Garðar og Gylfi frá Rauðuvík,
svo og Akureyrarbátarnir
Snæfell og Drangur.
Skipin urðu síldar vör á
svæðinu milli Hríseyjar og
Svalbarðseyrar, en fremur varð
aflinn lítill.
Ráðgert er að hefja frekari
síldarleit þegar veður leyfii'.
Háskólahátíðin fór fram í
fyrradag og hófst kl. 2. Boðs-
gestir voru forseti íslands, er-
lendir sendiherrar og ýmsir
i fleiri.
Hófst hátíðin með því, að
j Dómkirkjukórinn söng hátíðar-
I ljóð Háskóla íslands við lag
I eftir Pál ísólfsson, en Guð-
mundur Jónsson óperusöngvari
söng einsöng.
Þá flutti hinn nýi háskóla-
rektor ræðu. í byrjun ræðu
sinnar minntist hann dr. Bjarna
Aðalbjarnasonar, sem lézt 1.
des. s.l. Þá þakkaði hann frá-
farandi háskólarektor, Alex-
ander Jóhannessyni afburðavel
unnin störf í þágu háskólans,
ágæta forystu í byggingamálum
hans og baráttu fyrir bættum
kjörum prófessora og stúdenta.
Ýmsar breytingar hafa orðið
á kennaraliði háskólans. í stað
Ásmundar Guðmundssonar, sem
hefir verið skipaður biskup,
hefir Þórir Kr. Þórðarson cand.
theol. veiið skipaður docent.
Theodór Líndal hdl. var skip-
aður prófessor í lögfræði 1. júní
1954. Tveir háskólakennarar
dvelja erlendis í vetur, þeir
próf. Ármann Snævarr og próf.
Leifur Ásgeirsson. Fyrir Leif
hefir verið ráðinn próf. Bjarni
Jónsson frá Brown University
í Bandaríkjunum, en fyrir Ár-
mann Snævarr kemur dr. Þórð-
ur Eyjólfsson forseti Hæsta-
réttar og cand. jur. Vilhjálmur
Jónsson. í veikindaforföllum
próf. Jóhanns Sæmundssonar
hefur dr. med. Sigurður Sám-
úelsson verið settur til kennslu
í læknadeild.
Þá drap Háskólarektor á út-
gáfustarfsemi Háskólans, eink-
um á orðabókina, en við hana
hafa undanfarin ár unnið þrír
menn að staðaldri. Alls hafa
verið veittar til þessa verks
75.000 kr., en rektor hvað sýni-
legt, að fjárveitingin til verks-
J ins væri of lítil og brýna nauð-
syn bæri til að úr því yrði bætt.
Þá kvað Háskólarektor húsa-
kost Háskólans of lítinn. Yrði
því að hef jast handa um stækk-
un Háskólans og þyrfti að
hyggja nýtt hús fyrir lækna-
deildina, sem yrði sennilega
valinn staður í nánd við Lands-
spítalann. Ennfremur yrði að
byggja náttúrugripasafn á há-
skólalóðinni. . .
Að lokúm fékk Háskóla-
rektor nýstú'dentúm háskóla-
borgarabréf sírí. Háfa í haust
170 nýir stúdentar innritazt í
Háskólann, én alls stunda 750
stúdentar nám við Háskólann
í vetur.
Valur sigurvegaii
í Haustmótinu,
Haustmóti meistaraflokks í
knattspyrnu lauk í gær og varð
Valur sigurvegari.
í gær fóru tveir síðustu leikir
mótsins fraría á íþróttavellin-
um, en völlurinn var blautur og
þungur og því erfitt að keppa
á honum.
Fyrri leikurinn var milli
Fram og Þróttar og bar Fram
sigur úr býtum með 2 mörkum
gegn 1.
Seinni leikurinn, sem var úr-
slitaleikur mótsins, fór þannig
að Valur gerði jafntefli við KR,
en staða Vals var þarínig í mót-
inu, að því nægði jafntefli til
sigurs.
Stig félagarína em þannig að
Valur hlaut 6 stig, KR 5, Fram
4, Þróttur 3 og Víkingur 2 stig.
Til úrslita í haustmóti 2.
flokks var keppt á laugardag-
inn og áttust þar einnig við KR
og Valur. Þeim leik lauk með
sigri KR, er skoraði 2 mörk
gegn 1 og unnu þar hina sigur-
sælu Þýzkalandsfara Vals.
I gærmorgun var háð bæjar-
hlutakeppni milli Austurbæjar
og Vesturbæjar í 3. flokki og
sigruðu Austurbæingar með 2
mörkum gegn engu.
Bátur ferst með
tveim mönnum.
Sýnt þykir, að trillubáturinn
Áfrarn RE-265, hafi farizt á Faxa-
flóa fyrir helgina, og með hon-
um tveir menn.
Þeir Jón Pétursson, Kleppsvegi
106, og Gestur Sölvason, Suður-
pól, fóru i róður á bátnum s.l.
fimmtudag. Ætluðu þeir félagar
að koma að landi á föstudags-
kvöld, en ekkert spurðist til
þeirra. Var hafin gagnger leit í
Faxaflóa, m. a. úr lofti, og hefur
fundizt brak úr bátnum, er þykir
benda til þess, hver afdrif hans
urðu.
29 brúðkaup
samtímis.
Einkaskeyti frá AP.
Bombay í gær.
Innan skamms verður hér
efnt til stórfenglegra brúð-
kaups en nokkru sinni hefur
þekkzt á Indlandi. Nizaminn
af Hyderabad, sem rekinn var
frá völdum fyrir þrem árum,
hefur undanfarið verið að
leita að hæfilegu kvonfangi
fyrir uppeldissonu sína, en 29
af 40 eru ókvæntir, og verða
þeir allir látnir kvongast sam-
tímis. Hann á einnig nokkrar
dæutr, en þær mega ekki gift-
ast samkvæmt reglum trúar
hans.
Rússar hafa fallizt á að
vera meðflutningsmenn að
tillögu á vettvangi S. Þ. um
afvopmmarmál. Samkvæmt
jhenni verður skipuð undir-
nefnd, sem fulltrúar sömu
þjóða eiga sæti í og þeirri,
sem áður starfaði í Londom.