Vísir - 02.11.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 02.11.1954, Blaðsíða 1
VI I * ■I \ \ 44. árg. ÞriSjudaginn 2. nóvember 1954. 250. tbl. 2000 hafnarverkajnefin í London í nýju verkfalH. Bretar biðu af verkfallinu tjón, sem þeir verða lengi að vinna upp. Einkaskeyti fr!á AP. — London í morgun. Monckton verkamálaráðherra kvað svo að orði í ræðu sem hann flutti í neðri málstofunni í gær, að áhrifanna af verkfall- inu myndi gæta lengi. Hann kvað yerkamenn hafa byrjað vinnu aftur í gærmorg- un og yæri vinna komin aftur í venjulegt horft í Liverpool, Hull og Southampton. en í London hefði risið upp ný deila í -einu hafnarhverfi og 2000 verkamenn þátttakendur í henni og biðu 13 skip afgreiðslu vegna þessarar riýju deilu. Fundur um deiluna var haldirm í gærkvöld. Butler fjármálaráðherra sagði, að matvælaskip semværu í förum til Ástralíu og tafist hefðu mundu vart koma aftur með matvæli fyrr en eftir ný- ár, og gæti afleiðing þess orðið, að nokkur skortur yrði í bili á smjöri, kjöti og fleiri matvæl- um. — Það kom fram í ræðum þingmanna, að hafnarverka- menn hófu vinnu aftur með Slysavarnadaildin „Gefion“ í Höfn heidur skemmtun. Skemmtisamkoma var haldin sunnudaginn 24. okt. s.l. til á- góða fyrir björgunardeildina „Gefion" nr. 200 í Kaupmanna- höfn, sem er ein af deildum Slysavarnarfélags íslands. Skemmtunin var haldin i húsi Stúdentafélagsins í Kaupmanna- höfn og var þar samankomið um 250 manns, íslendingar og Danir. Meðal þeirra, sem viðstaddir voru, var Knud erfðaprins, en liann er verndari deildarinnar, Sigurður Nordal sendiherra og Fr. de Fontenay, fyrrverandi sendiherra Dana á íslandi. Formaður deildarinnar, Jón Helgason stórkaupmaður setti mótið, Fr. de Fontenay flutti er- indi, Stefano íslandi og Ida Ro- holm óperusöngkona sungu ein- söng, en Poul Reumert og Anna Borg lásu upp. Alhvít jérð á Húsavík. Frá friéttaritara Vísis. — Húsavík í gær. Jörð er alhvít hér nyrðra nú um mánaðamótin. Þó er enn bílfært um nær- sveitir. og enn er haldið uppi samgöngum við Akureyri um þjóðveginn þangað. Fiskafli var sæmilegur í október, þegar á sjó hefir gefið. svipðum kjörum og þeim stóðu til boða fyrir mörgum mánuð- um. Þá kom það fram, að í meginlandshöfnum hefði veri,ð brugðið skjótt vlð vegna deil- unnar til þess að draga til sín viðskipti og þeim viðskiptum. sem þannig hefði glatast kynni að verða erfitt að ná aftur. Óeirðir blossa upp í N.-Afríku. Einkaskeyti frá AP. — París í gærkvöld. Óeirðir hafa blossað upp í Alsír og Tunis. Biðu 11 menn bana £ óeirðinn þessum. 600 menn úr öryggislögregl- unni frönsku hafa verið sendir loftleiðis til Alsír og fallhlífa- lið er haft til taks, ef senda þarf liðsauka. — Var varpað um 30 heimatilbúnum sprengj- um frá miðnætti og þar til birti af degi og augljóst, að óaldaf- seggir þeir. sem þarna voru að verki, höfðu skipulagt þessa hermdarverkastarfsemi vel. Aflasölur í Þýzkalandi. Tveir togarar seldu í Þýzka- landi á laugardag og mánudag. Jón forseti seldi afla sinn, 232 tonn, í Þýzkalandi á laugardag fyrir 134.230 mörk eða 479992,00 isl. krónur. Skúli Magnússon seldi svo afla sinn í gær, 210 tonn, fyr- ir 230 mörk eða 523497,00 ísl. krónur. Ingólfur Arnarson mun selja afla sinn i dag og Egill Skalla- grímsson á morgun. Fleiri afla- sölur verða svo ekki i Þýzka- landi i þessari viku. Hún virðist ekki vera séri- staklega áhyggjufull, stúlkau á myndmui. Hún mun þó varlá brosa nú. Hún gerði sig nefni- lega seka um að giftast 52 mönnum á skömmum tíma, og gleymdi hverju sinni að fá skilnað frá þeim síðasta. Fyrir þetta var hún fyrir skemmstu dæmd í 3ja ára fangelsi i Eng- landi. Sálsýkifræðingur lýsti henni svo fyrid rétti, að ástar- þörf hennar væri mikil! Kosningarnar vestra: Örsiifanna hvarvetna beð- íð með eftirvæntingu. 70 milljónir hafa kosningar- rétt. Einkaskeyti frá AP. meirihlutaaðstöðu sinni í þjóð-* New York í morgun. þinginu, en á það lagði Eisén- Eisenhower forseti, Nixon vara hower áherzlu i Iokaræðu sinni, forseti og Adlai Stevensón, leið- að því aðeins gæti stjórnin fram- togi demokrata, fluttu lokaræður fyigt stefnu. sinni til hagsbóta sínar í.gær. fyrir land og lýð, að hún héldi í dag er sú spurning á allra þessari aðstöðu. , vörum, hvort republikanar haldi Illfært var orðið á sumum fjallvegum, að því er Visir hef- ir fregnað, fyrir seinustu helgi. en frekari fregnir hafa ekki borist síðan. Fyrir helgina var til dæmis orðið Rlfært eða ófært í Svíria- dal á leið til Gilsfjarðar og í Gilsfirði vegna snjóa. Voru þá vegagerðarmenn þar á ferð með dráttarbifreið aflmikla, og komust þeir leiðar sinnar. Siglufjarðarskarð varð ófært fyrir nokkru og sennilega er orðið illfært eða ófært um Lág- heiði, sem farin er milli Ólafs- fjarðar og Fljóta. Ólafur ríkisarfi Norðmanna dvelst nú í London á al- þjóðamóti skemmtisiglinga- manna. Hann hefir gengið á fund Elisabetar drottningar, frænku sinnar. MikH áðsökti að sýiy iitgu Nýja mymflfsta- félagsins. Mjög mikil aðsókn hefur ver- ið að sýningu Nýja myndlistar- félagsins í Þjóðminjasafninu. Hafa hátt á annað þusund manns skoðað sýninguna, enda var stöðugur straumur að henni um helgina. Um 30 listaverk hafa þegar selzt. Vegna hinna góðu og miklu salarkynna sem listamennirnir hafa til umráða fyrir verk sín, er óvenju góður heildarsvipur á sýninguni, enda hafa sýningar- gestir látið óspart ánægju sina i Ijós yfir henni. 75 Mau-Maii-menn vegnir. Einkaskeyti frá AP. — London í gærkvöldi. Tilkynnt var í Nairobi og London í gær, að ný sókn væri hafin gegn Mau-Mau mönnum í Kenya. — í síðastliðinni viku voru 75 Mau-Mau menn felldir. Álíka margir voru teknir höndum. Herlið og öryggis- sveitir taka þátt í þessari nýju sókn og nutu þær aðstoðar flug- véla. Er fjögurra barna faðir Sæitskur heimiiisfaéír rektir rauuir sínar í 'óargadýr ? víéiesmi dagbiaéi. Frá fréttaritara Vísis. Stokkhólmi á laugardag. Er ósiðlugt að eiga mörg börn? spyr sárgramur eiginmaður í einu af stærstu kvöldblöðum Stokkhólmsborgar. Þetta virðist undarleg spurn- ing, en saint er hún sett fram af fullri alvöru í hinu sænska blaði. Það er fjögurra barna faðir, sem varpar þessari spurningu fram, og telur upp ýmsa annmarka á barnaláni. Þó eru það síður en svo blessuð börnin, sem gera honum lífið óþægilegt. Þvert á móti. Hins vegar lýsir beimilis- faðir þessi yfir því, að vinir fjöl- skyldunnar forðist hana. Þá seg- ir hann frá því, að vinkonur frú- arinnar líti sig sem óargadýr, sem aldrei „láti konu sína í friði“. Þá hefur það reynzt með öllu ógérlégt fyrir fjölskylduna að taka sumarbústað á leigu, eng- inn vill líta við barnafjölskyldu. Jafnskjótt og eigendur slíkra bú- staða frétta, að nokkur börn séu i fjölskyldunni, taka þeir ekki í mál að leigja henni sumarbú- staði. Faðirinn lítur svo á, að flestar félagslegar umbætur séu gerðar vegna foreldranna, en alls ekki vegna barnanna. Komið sé upp vöggustofum, leikskólum og dag- heimilum til þess að losa heim- ilin við börnin, og nú sé af sá siður, að foreldrar fórni sér fyrir börn sin. Hann veltir þvi fyrir sér, hvort félagslegar uinbætur ættu ekki fremur að miða til heilla börnunum en hinum full- orðnu, og bendir á, að fólk í hin- um suðlægari löndum láti sér annarra um börn sín en Norður- landabúar. Stevenson sagði liins vegar, að þjóðin yrði að nota það tækifæri, sem nú gæfist til að svifta for- ystuaðstððu þá menn, sem hefðu orðið Bandarikjunum til álits- hnekkis. Um 70 milljónir manna eru á kjörskrá. — Þrátt fyrir að kosn- ingabaráttan hafi harðnað gíf- urlega seinustu vikuna ber fregn- um úr ýmsum landshlutum sam- an um, að kosningaáhugi sé víða Jitill. Eins og getið hefur verið i fyrri fregnum er kosningabarátt- an einna hörðust í New York. Þar er Averil Harriman fylkis- stjóraefni demokrata. — Út um allan heim er kosningaúrslitanna beðið með óþreyju, og að þvi er virðist samkvæmt athugimum fréttamanna víða, af litlu minni áhuga en í Bandaríkjunum sjálf- um. Hafliði á leið hingað. Frá fréttaritara Vísis. ' Siglufirði í morgun. Togarinn Hafliði lagði af stað héðan áleiðis til Reykjavíkur laust eftir miðnætti í nótt. Varðskipið Ægir, sem náði tog- aranum á flot, verður í fylgd með honum suður, en gert er ráð fyr- ir, að siglingin taki um 30 klukku stundir. Sjóprófum varð ekki lokið hér, en það verður gert í Reyltjavík. Skemmdir urðu tiltölulega litlar á togaranum, en bráðabirgðavið- gerð fór fram hér til þess að þétta lekann, sem að honum kom. Fullnaðarviðgerð fer fram í Reykjavík. Minnismerki við E1 Alamein. Bretar hafa reist minnismerki um sigur sinu í oriustunni við E1 Alamein haustið 1942. Var Montgomery marðkálki boðið að afhjúpa minnismerkið, sem er m. a. til minningar um rúmlega 11 þús. hermenn Breta og samveldisins, sem hvíla í ó~ merktum gröfum á auðnum N,- Afríku. j .. !;..j /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.