Vísir - 09.11.1954, Blaðsíða 4
K
vtsm
Þriðjudaginn 9. nóvember 1954-
WISIR
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstoíur: Ingólfsstræti S.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VlSIR H.F.
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
verðnr eitt
feriamannafaná heims.
„Egypska Rivieran“ milii Alexandriu og
Mersa ÍVlatruh dregur að sér ferðamanna*
fjötd.
Neyzla mj
Yísir skýrði frá því fyrir skemmstu samkvæmt upplýsingum
frá Mjólkursamsölunni, að neyzla mjólkurafurða af öllu
tagi hefðd aukizt til mikilla muna á verzlunarsvæði samsöl-
unnar að uncja’nförnu. Var í fregn þessari gerður samanburður
á mjólkursölunni í ár og á síðasta ári, og sýndi hann,- að aukn-
ingin á þessu tímabili héfur numið hvorki meira né minna en
næstum fjórðungi. Framleiðslan eða það, sem bændur hafa sent
til mjólkurbúanna, hefur einnig verið mun meira. á þessu ári
en í fyrra, og mun því framboð og eftirspurn hafa nokkurn
Veginn haldizt í hendur.
Það, sem fyrst og fremst veldur því, hversu mikið stökk
mjólkurneyzlan hefur tekið, er að sjálfsögðu, að almenning'ur
hefur haft meira fé handa á milli á þessu ári en í fyrra. Þó
mun það einnig kome til.greina, að nokkur fjölgun hefur orðið
ó svæðinu, að því'er tuiu neytenda snertir. En það mun þó ekki
eins þungt á metunum og hitt, hversu peningaveltan hefur verið
mikil, og menn notað sér batnandi hag til þess að auka kaup á
þessari lífsnauðsyn.
En þáð mun einnig óhætt að taka það fram í þessu sam-
bandi, að óbreytt verðlag á mjólk hefur einnig átt sinn þátt í
því, að menn'auka við sig mjólkurkaup. Er þess skemmst að
minnast, þegar mjólkurverð hækkaði síðast — allverulega —
að þá dró þegar talsvert úr mjólkurkaupum manna, og senni-
lega hefur dregið svo mikið úr þeim, að verðhækkunin hefur
ekki bætt það upp, sem tapaðist með minnkandi magni. Síðan
var horfið að því ráði að lækka .verðið aftur, og þá jókst um-
aetningin samstundis. Varð af þessu nokkur úlfaþytur meðal
bænda, því að hinir óbreyttu liðsmenn munu hafa litið svo á,
að foringjar þeirra samþykktu verðlækkunina, án þess að hafa
til þess heimild eða að hafa haft hagsmuni bænda efst á minnis-
blaði sínú þá stundina. En árangurinn varð þó sá, að aukin
umsetning gerði meira en að vinna upp það fé, sem bændur
misstu með lækkuðu verði á hverjum lítra, og máttu því báðir
aðilar vel við una.
Það ætti að vera nokkurn veginn Ijóst af þessu, að hafa
verður bæði hag neytenda og framleiðenda í huga, þegar verð
á slíkum lífsnauðsynjum eins og mjólkurafurðum er ákveðið.
Þótt erfitt sé að komast af án mjólkur og ýmissa afurða, sem
úr henni eru unnar,. er hægt að spenna bogann svo hátt, sem
menn dragi mjög saman í seglin í þeim viðskiptum —- sumir
af því að þeir hafa ekki efni á að kaupa vöruna, eða eins mikið
af henni, við gildandi verði, en aðrir minnka við sig, af því að
þeim ofbýður það verð, sem krafizt er.
Það getur verið erfitt að finna hinn gullna meðalveg í þessu
efni sem öðrum,-en um hitt er heldur ekki að villast, að þeir,
■sem verðleggja landbúnaðarvöruna, hafa tekið það hlutverk
að ,sér, hvorki annað né meira. Og takist þeim það ekki, þá
er starfið ekki unnið eins og til ér ætlazt.
ísfiskur til A.-Þýzkalands.
'Ká~^ ert er ráð fyrir, að eftir svo sem tíu daga verði lagður á land
í Hamborg fyrsti ísfiskfarmurinn, sein seldur er til
Aústur-Þýzkalands. Hefur félag íslenzkra botnvörpuskipa-
| I . . : | ’ * , :
eigénda gefið ut tilkynningu- um samnirtga þá, sem fram fóru
um viðskipti þessi, og var tilkynning félagsins birt í s.l. viku.
Kommúnistar hafa Iöngum haldið því fram, að hægt væri að
leysa öll vandamál íslenzks útflutnings með því að 'auka við-
skiptin við Austur-Evrópu, en að sjálfsögðu eru menn ekki
skyldugir til að taka það sem heilagan sannleika enda kemur
fleira til greina en verðið eitt, eins og á fiski þeim, sem til
A.-Þýzkalands fer. Þótt verð það, sem við fáum fyrir fiskinn,
geti verið.hagstætt út af fyrir sig, verður einnig að hafa í huga,
hvaða vörur eru boðnar á móti, og hvert verðlag er á þeim.
Eftir því fara viðskiptin um það er lýkur, og á því veltur hagur
beggja aðila. En óhætt er að slá þvi föstu, að heppilegast sé að
verzla sem víðast, endaÆéfur þacF veíi'ð stefna íslenzkra stjói-n-
arvalda, þótt slíkt velti ekki einungis .á þeim.
Egyptaland hefiv áratugum
saman verið mikið ferða-
mannaland. Þarf ekki annað en
nefna pýramídana og sfinxinn
og fleiri fornar menjar, sem
draga til sín marga ferðamenn,
og svo leggja margir leið sína
til Egyptalands vegna lofts-
Iagsins, er vetrar á norðurhveli
jarðar.
Þrátt fyrir allmikinn ferða-
mannastraum á undangengnum
tíma hefir fremur lítið verið
gert af opinberri hálfu til þess
að hæna að ferðamenn, en
Nasser-stjórnin hefir nú mikil
áform á prjónunum í þessum
efnum, og þau áform eru tengd
öðrum um bættar flugsam
göngur. Eitt af því, sem mönn-
um hefir sézt yfir, víða, en ekki
hefir gleymzt í Egyptalandi, er
að leggja megináherzlu á val
tollnianna og starfsmanna inn-
flutningsyfirvalda, en það eru
slíkir embættismenn, sem ferða-
menn fyrst komast í kynni við.
Vegna bættra flugsamgangna
geta ferðamenn nú séð .það á
fáum dögum, sem ferðamenn á
19. öld þurftu mánuði til. En
jafnvel á vorum dögum eru
margir ferðamenn, sem eru
ekkert að- hugsa um að flýta
sér, og til hagræðis slíkum
ferðamönnum er egypzka
stjórnin að taka í notkun gam-
alt og skrautlegt Nílarskip.
sjá, og auk margs annars El-
Azhar, elzti háskóli heims. í
Kairo er áformað að reisa tvö
stór, nýtízku gistihús. — Næt-
urklúbbalífið þar hefir verið
lamað síðan í óeirðunum 1952,
en frægir næturklúbbar eru enn
reknir þar, og er L’Auberge
des Pyramides kunnasíur, en
þarna fá menn bezt tækifæri
til að kynnast Austurlanda
danslist, og sjá þar heimsfræg-
ar dansmeyjar eins' og Tahia
Carioca, sem er talin túlka
bezt í list sinni hið sígilda í
Austurlandadanslist allra dans-
meyja fyrr og síðar, en svo eru
líka komnar fram nýrri stjörn-
ur eins og Maima Akef og Hoda
Shams el-Din.
Elzti háskóli
Jieims.
En Kairo hefir verið, er og
verður aðal-ferðamannastöðin,
og þar og í grennd er flest að
Baðstaðir
Farouks konungs.
Meðal margra áforma er að
opna hallir fyrrverandi kon-
ungs og baðstaði fyrir ferða-
menn og hefir þegar verið' haf-
izt handa í því efni. Margir
baðstaðir, sem áður voru einka-
baðstaðir verða nú opnaðix-, og
áformað er að á ströndinni
milli Alexandríu og Mersa
Matiuih verði röð baðstaða —
hin „egyþzka Rivierá“. Bað-
staðir verða einnig við Rauða-
haf og þar er fiskisælt og geta
ferðamennimir skemmt sér við
fiskv.eiðar þar, Samgönguskil-
yrði eru slæm þangað, en um-
bætur hafnar. í Egyptalandi
vei'ða á komandi tímum ein-
hver beztu skilyrði i heimi til
baðstaðalífs árið um kring.
Bréf:
Menningargildi útvarpsins.
Menningárgildi ríkisút-
varpsins ætti að sjálfsögðu að
vera mikið, og er á mörgum
sviðum stefnt að því mai’ki, að
' svo geti orðið. A útvarpsráð að
vera ein bezta ti'ygging þess, að
stofnunin sé útvörðui* mennta
og menningar í landinu.
En hvernig finnst hlustend-
um þetta takast? Mér, sem þess-
ar línur rita, finnst það allt of
oft takast hörmulega illa, og
eru margir mér sammála um
það. Eg ætla mér ekki-.að fara
kð télja hér upp alla þá ómenn-
ingu, sem komið hefir fram í út-
varpinu, enda hefir maðui’ allt-
af hugsað sem svo, að þetta
hafi hlotið að vera einhver mis-
tök hjá útvarpsráði, að leyfa
hinu og þessu að koma fyrir
eyru hlustenda, sem allir vel
liugsandi me'nh hafa .mestxi
andstyggð' á' að heyra, én- séú
þetta ekki mistök, þá er út-
varpsráð illa skipað.
Eg ætla að leyfa mér -að
koma. hér með eitt nærtækt
dæmi. Föstudagskvöldið 5.
nóvember var lesinn sögukafli
eða kaflar, úr „Dagar manns-
ins“ eftir Thór Vilhjálmssön.
Höfundur las, og get eg ekki
ímyndað mér, að nokkur með-
alþroskaður maður á jarðneska
vísu hafi haft yndi af slíkri frá-
’sögn, eða að slík frásögn hafi
orðið eða geti orðið nokkurri
mannveru til menningarauka.
Því að þótt segja megi sem svo,
að svona sé lífið, þá er það eng-
in afsökun fyrir útvarpið eða
útvai’psráð og • enginn menn-
ingarauki fyrir þjóðina. Álít eg
það mjög vanþi’oskaðan hugs-
unarhátt hjá höfundum slíkra
smásagna, að fara fram á það,
að fá að bii'ta slíkan endemis
óþverra í útvarpi. En þótt slíkir
höfundar séu ekki gæddir þeim
þroska, að kunna að skammast J
sín fyrir slíka framkomu, ætti,
utvarpsráð, sem er skipað úr-
valsliði að margra dómi, að i
hafa vit fyrir þeim.
- Þetta, sem hér um í’æðir, er,
ekki neitt einsdæmi. Þau hafa,
veiúð allt of mörg á undanförn-
um árum .undrar það mig,
að linenntaniálar^ðurtéytið,1 'sem
ber áð háfá hörid í bagga með
útvarpinu, skuli ekki hafa haft
meiri áhrif á þetta mikla
menningartæki en raun ber
vitni. ,
Loftur Bjai'nason.
Gáið að þökum yðar, ætti að
\'cra eitt af boðorðum húseig-
enda, þegar tími vetrarstorm-
anna fer að nálgast. Það er ein-
att eliki lítið sem á gengur þeg-
ar fyrsti stormurinn kemur að
liaustinu. Þá í'júka þök og járn-
plötur, allt sem lauslegt er og sú
varð lika reyndin á í gærmorgun.
Það er síður en svo ástæða til:
að skopast að illviðrunum, sem
við verðum að þola mörg á vetri.
En einkennilegt er hve algengt
það er á stormasömum haust-
um, að þök húsanna séu í
liættu. Og þá um leið vegfarend-
ur, því hættulegt er það þegar
stórar bárujárnsplötur sendast á
fleygiférð ofan af húsunum og
langar leiðir. Mesta mildi er þá„
að ekki verða slys af.
Illa gengið frá.
Fréttir af óveðrinu i gær báru
það með sér, að víða fuku plötur
af þökum hérna í borginni og
varð lögreglan að vera á þöriuni
allan daginn, þvi liún var víða
kölluð til, þar sem hætta var á
ferðum. Veðrið í fyrrinótt, þótt
slæmt væri, var samt ekki jafn
vont og það getur verst orðið að
haustinu, svo maður freistast íil
þess að lialda, að víða sé ekki
forsvaranlega gengið frá þökum,.
eða öðrum lauslegum munuih
hjá húsum, svo tryggt sé að ekki
geti það orðið að tjóni eða slys
lilotizt af. Enda er það áberandi
að ol'tast eru það þök eldri hús-
ann, sem fara í slíkum veðrum
og' bendir það til þess að ekki
sé viðhaldið eins og það ætti a'ð
vera.
Og svo eru þau nýju.
Þó tekur það út yfir aljt, þeg-
ar þök á spónnýjum húsum fjúka.
Um eitt slíkt hús er vitað að
minnsta kosti, og verður ekki
annað ráðið af því, en að mjög
liafi verið illa frá þessu þaki
gengið, þótt húsið hafi verið talið
fullbyggt og flutt í það. Eitthvért
eftirlit er þó hft með þessu af
fagmönnum, en sýnilega er það
ekki betra en það getur minnst
verið, þegar svona fer. Sjálfsagt
er crfitt að hafa eftirlit með
görnluín húsum, en það ætti
reyndar að vera sjálfum húseig-
endunum kappsmál, því þeir
bíða tjón, þótt aðrir sleppi við
meiðingar.
Allir bátar á sjó.
Margir bátar réru til fiskjar frá
Reykjavík í fyrrakvöld. Ekki hei
ur frétzt af neinu tjórii hjá þeim
en björgunarskip var sent út til
þess að aðstoða þá, sem þesí
þurftu, og var það auðvitað sjálf-
sgt. En hitt ei- einkennilegt, a?
ennþá skuli ekki vcra hsegt. a?
segja með vissu fyrir slík veðui
með nægilegum fyrirvara svo a?
bátar rói ekki. Engar ásakaníi
felast í þessum orðum, aðeins
bollaleggingar um það live sjó-
menn geta takmarkað tre.yst veð-
urspánum. — kr.
KALPHOLLIN
it miðstöð verðhréfaskip*-)
■ amia.1 — Sirai 1711