Vísir - 13.11.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 13.11.1954, Blaðsíða 8
ylsm er ódýxasta blaðiS og þó þaS fjöl- *é’ 4&0- »reyttasta« — Hringtð f &im& 1660 ®g gerist áskrifendar. Þeir, sem gerast kaupendur VtSlS eftir 10. hvers mánaSar, fá blaðið ókejpis tíl ; máaaðamóta. — Sírni 1880. Laugardaginn 13. nóvember 1954 Mendes-France á ielð flS Bandaríkjannae Aðstaða hans tafín farin ai veikjast. Paris í morgun. Mendes-France forsaetisráð- lierra leggur af stað í Banda- jríkjaferðina í dag. Mollet aðalritari jafnaðar- mannaflokksins sagði í gær- ikvöldi, að Mendes-France xnundi ekki hafa fengið nægi- Jegan tíma til athugunar á skilyrðum jafnaðarmanna fyrir Jjátttöku í stjórn hans. Virðist Jhann þar með hafa gefið í skyn, •að þessi skilyrði kunni að verða rædd frekara, en haft var eftir Mehdes-Franee í gær, að Þau væru óaðgengileg. Honum •er talinn styrkur að því, að .jafnaðarmannaflokkurinn hef- 'ur heitið honum samskonar ó- heinum stuðningi og að undan- förnu, og að flokkurinn styður 'fullgildingu Parísarsamning- anna. En að ýmsu leyti er að- ••staða Mendes-France talin vera íarinn að veikjast. Efnahagsmálin. Það eru einkum efnahags- snálin og kröfurnar um bætt kjör verkamanna og opinberra starfsmanna, sem kunna að valda honum meiri erfiðleikum <en hann ræður við. Gangi hann 104 fufftruar á þmg BSRB. 16. þing Bandalags starfs- manna ríkis og bæjar var sett í Melaskólanum « gær. Helztu mál, sem þingið fjall- ar um að þessu sinni, eru .launamál og skipulagsmál, og er vonazt til þess, að þingið geti lokið störfum á mánudag. Ólafur Björnsson prófessor. form. BSRB, bauð gesti velkonma til þings. Samþykkt var upptaka starfsmannafélags Akraness í sambandið, en inntökubeiðni starfsmannafél. Veðurstofunnar var vísað til skipulagsnefndar þingsins. — Forseti þingsins var kjörinn Helgi Hallgrímsson, en varaforsetar Björn L. Jónsson og Maríus Helgason. Skrifarar voru kjörnir Gunnar Gunnarsson og Karl Torfason, Aðalsteinn Nor- lierg og Ársæll Sigui'ðsson. þingið sitja 104 aðalfulltrúar frá 24 félögum í bandalaginu, en «lls eru meðlimir þeirra um 3400. of langt til móts við kröfur jafnaðarmanna, missi>' hann stuðning annara. í brezkum blöðum í morgun kemur fram sú skoðun, að að- staða Mendes-France sé veik- ari nú en áður en hann gerði jafnaðarmannaflokknum til- boðið um 6 ráðherraembættí. Norðui’-Afríka. Fulltrúadeildin samþykkti í gær að fresta umræðu um Norður-Afríku, þar til Mendes- France kemur aftur. Mendes- France sagði í gær, að beitt yrði valdi til þess að koma í veg fyrir, að Alsír sliti sig úr tengslum við Frakkland. Hann ganrýndi egypsku stjórnina harðlega fyrir afstöðu hennar og kvað Frakkland munu grípa til sinna ráða, ef hún léti við- g'angast að mótspyrnunni gegn Frökkum væri stjórnað frá Egyptalandi. — Hafa Frakkar áður hótað Egyptum viðskipta- styrjöld. Bílaiðj’an skemmist í eldsvoða. Síðdegis í gær kom upp eld- ur > fyrirtækinu Bílasmiðjunni, sem er innarlega við Skúlagötu, og má heita, að bað hafi gjör- eyðilagst í eldinum, Magnaðist eldurinn mjög fljótt, en þó tókst að bjarga . ,sjö bílum, sem þar voru til við- gerðar eða málunar, svo og . ýmsu öðru, en mikið af verk- j#ræum og áíiöldum eyðilagðist. Hér sést von Neurath studdur út úr flugvél, sem flutti hann frá Berlín til Frankfurt. Riíssar halda datiðahaldi í neitunarvaldið. Vishinsky flutti 2ja klst. ræðu um kjarnorkumál í gærkvöldi. 30 vélhafar fluttir til landsSits. Ríkisstjórnin hefir ákveðið að leyfa innflutning á 30 vélbátum. Hefir ríkisstjómin ákveðið þetta til þess að eðlileg endm’- nýjun á bátaflota landsmanna eigi sér stað. Innlendar skipa- smíðastöðvar geta ekki annað eftirspurn á bátum, og þess vegna er talið óhjákvæmilegt að flytja inn báta, enda mikill skortur á þessum atvinnutækj- um víða á landinu. Merkjasalst Blindra- félagsins- Á morgun er merkjasöludagur Blindravinaíélagsiiis. pá geíst bæjarbúum cinu sinni enn tæki- íæri á aðsýna veivilja sinn og vinsemd til þessa nytsama og dugmikla félagsskapar. Stai'fsemi félagsins er í vexti og hefur aldrei verið jafnmikil og á síðast liðnu ári. F.r gott til þess að vita að landsmenn slculi þannig sýna sinn góða hug til félagsins með því að kaupa vör- ur þess, jafnótt og þær eni fram- leiddar. Burstagerð er svo að segja sú eina atvinniigrein, sem blindir menn íiér' á landi hafa lagt sig eftir að nema og stunda. þeir væru því illa á vegi staddir, ef framleiðsluvörur þeii’ra vænx ekki eins vinsælar og’ raun ber vitni um. Fóreldrar ættu að hvetja böx’n sín til að styrkja góðan félags- skap með því að selja merki Blindi’afélagsins. Einkaskeyti frá AP. — New York í niorgxm. Á fundi stjórnmálanefndar alls- herjarþingsins i gærkvöldi flutti Vishinsky nærri tveggja klukku- stunda ræðu, til þess a8 gera grein fyrir afstöðu ráðstjórnar- innar til íramkomiimar tillögu, sem 7 þjóðir standa að, og leggja á fyrir allsherjarþingið, en Rúss- um var boðið að standa að henni> og hefur Vishinsky beoið und- angengin dægur eftir fyrirskip- unum frá Moskvu. Vishinsky kvað það skoðun í’áðstjói’nai’innar, að slík stofnun mætti ekki vera sjálfstæð eða ixæi’i’i sjxilfstæð, heldur ætti hún að vera háð eftirliti örvggisi’áðs Sameinuðu þjóðanna. Eigi kvað Vishinsky í'áðstjórninageta fallið frá þeirri afstöðu sinni, að neit- unarvaldsákvæðið yi’ði áfram við lýði. Vishinsky kvaðst þein’ar ti’úar að kleift ætti að vera að ganga þannig fi’á tiltögunni, sem fyi’ir liggur, að allir gætu við hana unað. Ræddi Vishinsky þar næst um þi’óunina í kjarnorkumálum 1 Ráðstjómarríkjunum og kvað þai’ stefnt að því að hag- nýta hana í þágu vísinda og iðn- aðai’, t. d. á sviði matvælaiðnaðar Bananar í mzlununt hér virSasí éskemmdir. Skemmdir ern í grá£ík|iiMm. og í þágu læknavísinda, og nefndi ki'abbameinsrannsóknit’ í því sambandi. Henrý Cabot Lodge aðalfull- trúi Bandaríkjanna flutti stutta ræðu og kvaðst mundu gera ræðu Vishinskys full skil í ræðu, sem hann hyggst fbytja á næsta fundi öryggisráðsins, en ha.nn verðúr mánudag næstkotn- and.. Lodge minnti^á, að Rússar hefðu beit.t neitunarvaldinu 60 sinnum. Áfoiin Bandarikjanna hefði aldrei verið að beita. néit- imarvaldi í kjarnorkumálum. Nutting fulltrúi Breta lét í Ijós óskir um. að unnt reyndist að eyða toi’trýggni Rússa-, svo að samkomulag gæti náðst um þessi mikilvægu mál. Vegna fregna um að kvart- anir hefðu borizt um maðka í banönum, snéri blaðið sér til borgarlæknis og gaf hann eft- irfarandi upplýsingar: Skrifstofu borgarlæknis hef- ur ekki borizt nema þessi eina kvörtun, þar sem aðeins var um einn banana áð ræða. Varla geta verið mikil brögð að slíkri skemmd, þar sem ekki hafa taorist fleiri kvartanir og athuganir heilbrigðiseftirlits- ins á þessari vörutegund að undanförnu hefir ekki leitt neitt athyglisvert í ljós. Aftur á móti hefur borið töluvert á maurum í gráfíkjum og hefur heilbrigð'seftirlitið látið eyðileggja talsvert magn af þeim. Gráfíkjur þessar eru frá Spáni og eru ekki dauð- hreinsaðar sem þó tíðkast í ýmsum öðrum löndum, Þegar ávextir eru fluttir til landsins eru ætíð tekin sýnis- horn af þeim og þau rannsök- uð nákvæmlega. Stundum kemur það fýrir að sýnishorn- in eru í lagi þó að síðar komi í ljós einhverjar skemmdir á vörunni, en strax og þess verð- ur vart er tekið fyrir alla sölu ávaxtanna. Það getur og komið fyrir að rannsókn á sýnishorni taki nokkra daga og hefur þá sala stundum verið hafin á ávöxtun- um áður en niðurstöður rann- sóknanna hafa verið birtar. Ef niðurstöður rannsóknanna gefa tilefni til, þá er sala þegar stöðvuð og ávaxtasendingin eyðilögð. Nokkrum sinnum hefir það komið fyrir að heilum ávaxta- förmum hefir verið fleygt vegna skemmda, sem fundist hafa í þeim. Þess má geta í þessu sam- bandi að ávextir þeir, sem verzlanir hafa nú á boðstóln- um virðist á allan • hátt vera ágæt vara sem óhætt er að mæla með. Öryggisrá&stafanir vegna þiirramæBlhættu Enginn grunur um þurra- mæði í sauðf é hefur komið upp, síðan tvær veikar kindur fundust í Skagafirði fyrir nokkru. Fyrir skömmu var hafist handa um skoðun á sauðfé, þar sem fundist hafa kindur með þurramæðieinkennum, þ. e. í Dölum og Skagafirði og hafa verið sendir menn til að skoða fé á þessum svæðum. Allt fé er skoðað nákvæm- lega og ef grunsamleg kind finnst er henni slátrað og lung- un send til rannsóknar að Keldum. Verður skoðað fé í þremur sveitum í Skagafirði og í Dalahólfinu svonefnda, en í því eru 6 hreppar. Verður skoð- að fé á öllum bæjiun í þessum sveitum, Sauðfjárskoðun þessi er að sjálfsögðu gerð í öryggisskyni. a ny. Ljósmyndasýingiix í Þjóð- min j as afnsh úsinu hefir verið opnuð aftur og verður opin £ dag og á moijgun kl. 1—10 e. h,. báða dagana. Var ákvörðun tekin um að opna sýninguna aftur vegna áskorana fjölda fólks, sem. ætlað hafði sér að skoða sýn- inguna, en vanrækt að sækja hana á meðan hún var opin. Ennfremui’ var ákvörðun þessi tekin að nokki'u lejúi með til- liti til þess, að síðasta sýning- ardaginn sótti fjöldi fólks sýn- inguna. SpelS tiaiiiÍRi á bifreiðuni. Töluverð brögð hafa verið að skemmdarverkum á bifreið- um í Akureyrarkaupstað. Meðal annars hafa loftnets- stengur verið brotnar og ýmis önnur spell unnin. Hafa lögreglunni á Akureyri borizt margar kvartanir af þessum söltum, en ekki hefur tekizt að hafa hendur í hári skemmdar- vargsins. Tvö erlmði um íslenzku handritiii, Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn. er nýkominn hingað til lands og flytur hanm tvö erindi í Reykjavík á veg- um Máls og menningar, Erindi Jóns fjalla um ís- lenzku handritin í Árnasafni,, annað um handritin sjálf, en hitt um það hvemig vinna beri úr þeim. Jafnhliða flutningi er- indanna verða sýndar skugga- myndir í litum af ýmsrun. merkum handi'itum, sýnishorn- um af rithöndum merkra manna og af nokkrum skjölum varðandi sögu fslendinga. Erindin verða flutt í Gamla bíói sunnudaginn 21. þ. m. kl. 3 e. h. og þriðjudaginn 23. þ. m. kl. 7 e. h. Bifreið sfoiið. f nótt var stolið híl úr Bú- staðavegshverfinu. Hafði sendiferðabifreiðin R- 6059 verið skilin eftir á Hólm- garði í gærkveldi, en laust eftir miðnætti var bifreiðarinnar saknað og lögreglunni jafnt- framt tilkynnt um hvarf hennar. Þarna er um sendí- ferðabifreið að ræða, græna að lit.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.