Vísir


Vísir - 17.11.1954, Qupperneq 3

Vísir - 17.11.1954, Qupperneq 3
Miðvikudaginn 17. nóvember 1954. VÍSIR 3 Hollusta og heilbrigði Alþjó5ahellbrigðlsmálastofnunin fjallar um áfengissýki í heiminum. í Bancbríkjunum eru um 4 millj. áfengissjúkling^, um 1 millj. í Frakklandi. Samkvæmt athugunum, sem gerðar hafa verið á vegum Al- þjóða-heilbrigðismálastofnun- arinnar, sem er deild úr Sam- einuðu þjóðunum, eru taldir um 1 millj. áfengissjúklinga í Frakklandi en um 4 millj. í Bandaríkjunúm. Á fundi, sem haldin var í stofnun þessari í Vínarborg í sumar, skýrði dr. Elvin M. Jell- inek, fyrrverandi starfsmaður við Yale-háskóla, núverandi ráðunautur stofnunarinnar um áfengismál, frá því, að mikill mismunur væri á áfengissýki í hinum ýmsu löndum. Fundinn sátu 400 fulltrúar frá 27 þjóð- um, þar á meðal þrír sálfræð- ingar frá Rússlandi. I sumum löndum, svo sem Bandaríkjunum og Svíþjóð, virðist áfengissýkin stafa aðal- lega af taugabilun. Annars staðar ber mikið á áfengis- sjúklingum, sem hneigjast til ofneyzlu áfengis vegna félags- legra ástæðna, erfiðleika, er rpenn verða fyrir í lífinu, svo- nefndir „-reaktívir" ofdrykkju- menn. I Bandaríkjunum eru margir ofdrykkjumenn af þeim flokki, ekki sízt meðal kvenfólks, sem komið er yfir 35 ára aldur. — Stundum ber það við, að konur á þeim aldri taka að neyta á- fengis í óhófi af ýmsum sökum, svo sem ótryggðar eiginmanna sinna, andláts bai'ns eða for- eldra eða vegna þess, að þjóð- félagslegri stöðu þeirra hefur hrakað. Drykkjuskapur Chilebúa og Finna. Talsvert er um þess konar áfengissjúklinga í Danmörku, enda þótt ekki verði sagt, að áfengissýki sé þar mikið vandamál. Meðal fátæklinga í Suður-Amerík^iríkinu Chile stafar áfengissýkin einkum af næringarskorti, vegna þess, að menn fá ekki nægar hitaeining- ar úr rýrum matarskammti og bæta sér þetta að einhverju leyti upp með ofneyzlu áfengis. Hinsvegar er slík uppbót skað- leg, eins og alkunna er. Annað drykkjulag tíðkast með Finnum. Þar er drykkju- maðurinn sem drekkur um helgar meira vandamál en vana-drykkjumaðurinn. — Þar kemur það fyrir, að menn sem búa í strjálbýli, kema til borg- anna, drekka sig ofurölvi, og íýkur oft og einatt með róst- um og hnífsstungum. Franskir sveitamenn dreklca mest. Frakkar eru efstir á blaði í Evrópu að því er áfengissjúk- linga snertir. Þar drekka menn meira til sveita, gagnstætt því, sem tíðkast í Bandaríkjunum og víðar. Ekki er sannað, hvort drykkjan þar stafar af því, að nóg er um vínföng í sveitúm, eða öðrum fyrirbærum e. t. v. menningarlegs eðlis. í Bandaríkjunum eru um 4 millj. áfengissjúklinga, en á- fengissýkin er 6 sinnum al- gengari hjá körlum en konum. Skýrsla stofnunarinnar hefur ennfremur leitt í-ljos, að tauga- bilun barna er almenn, þar sem foreldrar þjást af áfengissýki. Drykkfelldir foreldrar sýna börnum sínum oft og einatt ekki nægilegt ástríki og um- hyggjusemi, og getur þetta valdið alvarlegum truflunum á sálarlífi barnanna. - Dr. Jellinek benti á, að vel yrði að huga að hinum marg- háttaða uppruna áfengissýk- innar, þegar rætt væri um lækningar og batahorfur. •— Læknirinn verður að vita, hvað er, að' sjúklingnum, áður en hann hefur aðgerðir'á honum. Sjúkratryggihgar s Ástralíu vek]a atSiygli á ■ læknaftmgl. A ársþingi alþjóðaþings læknasambandsins (World M[c- dical Association), sem fyrir skömþni Var Iháidið 1 í iíaag, geáði Sir Earl C. G. Page, lieil- brigðismálaráðlierra Ástralíu, grein fyrir hinni nýju trygg- ingamálaskipan í Ástralíu, sem byrjað er að framkvæma. Áætlunin byggist á frjálsu framlagi til sjúkratrygginga, sem ríkisstjórnin styður fjár- hagslega, til þess að tryggja öllum læknishjálp og ér þann- ig frá þessu kerfisbundna sam- starfi gengið, að stjórn þess er algerlega.í höndum læknastétt- arinnar. Greinargerðin vakti mikla athygli læknánna ,er þingið ,sá.t.ú, , en, þéir.voru úr öllum Jöndum heims, og allir fram- .arlega í: fjókki sih.nár stéttar. Mörgum fannst þetta skipulag vera nákvæmlega,, það, sem læknastéttin gæti helzt kosið. Læknar frá 46 þjóðum sátu iþingið. Læknar úr stjórn Bandaríska læknafélagsins, er þarna voru, sögðu að þessi á- ætlun Ástralíumanna væri til sérstakrar athugunar hjá þeim, þar sem hún gæti orðið til vís- t bendingar um að fara sömu leiðir í Bandaríkjunum. Sir Earl sagði, að mótspyrn- an gegn sjúkratryggingum, með frjálsu framlagi eins og nú í Bandaríkjunum og Kanada, byggðist á því, að hjálpin væri ekki nógu víðtæk — hún næði ekki til lægstlaunuðu stétt- anna. Til þess að tryggja það, að þeir sem minnst hefðu efnin og ekki geta lagt fram fé sjálf- ir, hefði ástralska stjórnin á- kveðið að styðja sjúkratrygg- ingarnar ríflega, til þess að allir gætu notið góðs af þeim. Sir Earle gerði að umtalsefni mesta vandamál læknastéttar- innar sem væri að láta sem full komnasta þjónustu í té, en allt sem til þess þarf að inna hana af hendi eykur útgjöld lækna. Samtímis er þróunin sú, að allir geti orðið hinnar fullkomnustu þjónustu aðnjótandi, jafnvel hinir snauðustu. Sir Earle taldi, að þessi vandamál yrðu bezt leyst með samvinnu allra aðila, þ. e. að viðhalda öllu sem þraut- reynt er og hefðbundið á þessu sviði og jafnframt halda uppi sókn til stöðugt meiri framfara læknavísindanna í þágu allra, en samtímis yrði hinum snauð- ustu gert fært að njóta hinnar fullkomnustu þjónustu, — en þeir aðilar, sem hér um ræðir væru: Læknastéttin, sveitar- og bæjarfélög, sjúkrasamlög og ríkisstjórnir. Bezt mundi víða henta, að koma þessu samstarfi á .stig af stigi. Þannig hefði verið faxið að í Ástralíu. Fyrst var hafist handa um hjálp til berklasjúklinga (1950), þar næstVoru samþykkt log um að sjá 7150.000 börnum undir 13 ára fyrir ókeypis mjólk, 1951 komíð á starfsemi til þess að tryggja mönnum sjúkrahús- vist, þar næst að gamalmenni gætu fengið ókeypis læknis- , hjálp og lyf, og loks á þessu ári ^ kom til sögunnar frjáls þátt- ; taka í sjúkrasamlögum, sem | allir eru hf attir til að ganga í , af hinu opinbera. Grunnurinn, , sem kerfið byggist á er að j framlög sjúkrasamlaganna séu ! að minnsta kosti jafnmikil og | hins opinbera. Sú þjónusta á sviði lyf- og skurðlækning'a, ! sem menn fá aðgang að er | mjög víðtæk, og er um 600 teg- undir lseknisþjónustu að ræða. Nasser óttast vin- sæld'r Naguibs. Það héflr vakið undrun og gremju í Brczk-egypzka Sud-: an,.að Naguib hefir verið' sett-: iir í stofufangelsi, og margar raddir heýrst um, að það muni spilla sambúð landanna, ef jfrekara verði aðhafst gegn Ironum. j Naguib á miklum vinsældum | að fagna í Sudan og Nasser virðist einnig óttast vinsældir hans í Egyptalandi sjálfu, og h'efir að kalla allur egyzki her- inn verið kvaddur til vopna. og enu hersveitir í brynvörðum ibfreiðum stöðugt á férli um i götur Kairo, en mikið herlið haft til taks í hermannaskál- / um. i , Verið að bægja malaríu- hættunni frá Indlandi. bar hafa milijónir manna kruntð niður ur malaríu á íiðnum tímum. Undraverður árangur hefur náðst í Indlandi í baráttunni gegn malaríu (hitasótt). Indland hefur á liðnum tím- um verið eitt þeirra landa, þar sem malaría hefur verið hinn mesti vágestur,- og fólk hrunið niður af hennar völdum svo hundruðum skiptir. En nú er sameiginleg sókn heilbrigði- yfirvalda Indlands, heilbrigði- málastofnunar Sameinuðu þjóð- anna og ýmissa heilbrigðistofn- ana Bandaríkjanna komin svo vel á veg komin, að ekki aðeins tekizt að halda henni í skefjum, heldur miðar hratt í áttina að útrýmingu hennar. Á Indlandi búa 200 millj. af 360 milljónum íbúum landsins á malaríu-svæðum, þ. e. svæðum bar sem hætt- ast er við, að malaría komi upp og valdi miklum usla. Á liðnum tímum hefur mal- aría náð útbreiðslu á þessum svæðum er rigningatíminn hefst, og 20—30 af hverjum 100 íbúum og stundum allt að 60 af 100 verða svo veikir af mal- aríu, að þeir geta ekki stundað* vinnu sína á ökrum þessa þétt- byggða lands, sem hefur svo brýna þörf fyrir matvælafram- leiðslu. í lok þessa árs er talið að svo verði komið, að malaríu hætt- unni á Indlandi hafi verið bægt frá 90 af fyrrnefndum 200 milljónum manna, og unnið er að því að bægja henni frá allri þjóðinni. Meðal stofnannanna, • sem vinna með heilbrigðismála- ráðuneyti Indlands er Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, Al- þjóðastofnun S. þj. til hjálpar börnum, Rockefeller stofnunin og tæknideild bandarísku efna- hagsstofnunarinnar. Stafa geBsjúkdémar stundum af næriugarskorti í fæBunni? HeiEaskemmdir í elgum taldar stafa af skffids á ýmsum steinefnum. Líffræðingar rannsaka um þessar mundir elgi á Nova Scotia, sem talið er, að séu sálsjúkir af fæðuskorti. Telja ýmsir vísindamenn, að með slíkum rannsóknum verði e. t. v. unnt að leiða í ljós, að geðbilun í mannheimi geti und- ir vissum kringumstæðum staf- að að skorti á ýmsum efnum í fæðunni. Þykir sannað, að um helm- ingur elganna, sem enn eru á lífi á Nova Scotia séu ekki með réttu ráði vegna skemmda, sem orðið hafi á heila þeirra af völdum næringarskorts. Undanfarnar aldir hefur loftslag farið mjög hitnandi í Kanada og þar með hefur horf- ið ýmis gróður, sem elgirnir hafa haft sér til viðurværis. Hafa elgirnir því smám saman WW^VVUVVVV.VV%lVVV%ft^-%^iWVWVVVV^,WVWV*AVVW'«-J þokazt norður á bógin þar sem loftslag er kaldara og jurtalíf því við þeirra hæfi. Elgirnir á Nova Scotia hafa ekki getað gert þetta, þar eð Nova Scotia er raunverulega eyland, en þó tengt landinu með mjóu eiði,, Þess vegna eru elgirnir inni- króaðir þar. Elgirnir ráfa um sinnulausir og hálfblindir, rek- ast á tré og festast í girðingura og deyja. Nú vinna vísindamenn að því að gefa elgunum inn ýmis; steinefni, sem þá skortir í fæð- unni, og gera þeir ráð fyrir, að takast muni að sanna, að lækna. megi skemmdir á heila dýranna með þessu móti. Mætti þá e. t. v. hafa hliðsjón af þessu við ýmsa geðsjúkdóma hjá mann- inum. SJppgerðar velar í fBesfar fegursdir aííieráskra bifreiða fyráíliggjasidi SíiI/síeeBn bbbsb sbb mbb s é sí «tlix . \ Tekuisa gamSaa' vélar tapp í sem greiðslu I; íí. Vilhjálmsson LAUGAVEGI 118 - SIMI 81812 AV1^VWW\%Vl.VWVVWVWWVVVVWWAftíWVWWVWyVWVV

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.