Vísir


Vísir - 17.11.1954, Qupperneq 10

Vísir - 17.11.1954, Qupperneq 10
10 VlSIR Miðvikudaginn 17. nóvember 1954. ugluaugu og sjái betur í myrkri. Sé svo, lávarður minn, og þér verðið fyrir vonbrigðum, tek eg á mig alla sök. Konan kveikti á hverju kertinu á fætur öðru. Hvelfdur barmur kom fyrst í Ijós og hvítur háls, skarlatsrauður kjóll, og fagurrautt hár konunnar, sem mælt hafði, og var engin önnur en Elisabet prinsessa. John hneig niður á kné sín í auðmýkt. — Mætti aðdáun yðar eiga rót sína að rekja til útlits míns en eigi tignar. — Eg veit eigi hvern eg ávarpa, sagði John í auðmýkt. — Lygari, svaraði prinsessan, en eins og henni væri skemmt. ■— Eg mun ekki láta svo sem eg viti ekki, að þér báruð þegar kennsl á mig. Rísið á fætur, lávarður góður, og látið aðeins sannleikskorn falla yður af vörum. Hann stóð upp og horfði drykklanga stund í hezlihnotubrún, gáfuleg augu hennar. Tillit þeirra var athugandi, rannsakandi og hann reyndi að vera sem bezt á verði, svo að hún gæti ekki lesið leyndar hugsanir hans, en hann var sér þess meðvitandi, að hún hafði rýnt dýpra í hug hans en nokkur önnur mann- eskja. Hann furðaði sig á því, að hún bar kennsl á hann, og hún tók til máls, eins og hún hefði einnig lesið þessa hugsun. hans. -— Eg hefi séð yður tvívegis, lávarður minn. Eitt sinn, er eg kom til Lundúna í fylgd með drottningunni, og í gær, er eg fór úr turninum með henni. Þér voruð hörkulegur, ófrýnilegur útlits, klæddur stálbrynju og hjálmi. — Eg vona, að eg hafi ekki skotið börnunum skelk í bringu. -—- Nei, iávarður minn, aðeins mér, en eg vísaði óttanum á bug, er eg heyrði yður kalla til mín. — Eg vonaði, að þér heyrðuð til mín. — Já, eg heyrði hvert orð. Öllum blessunarorðum ber að fagna. Hún horfði á hann svo athugandi augum, að hann gat ekki gert sér fyllilega grein fyrir hverng á því mundi standa. Og nú gat hann haft vald á tilfinningum sínum og mælti og bar hratt á: — Eg vona, að yðar tign hafi ekki heyrt nema gatt eitt um mig. i *" Svipur hennar breyttist ekki, en það lagðist í hann, að hún hefði hörfað til innri virkiahrings. En hún svaraði. í léttum tón. — Þér spyrjið mig, lávarður minn, hvort eg hafi heyrt nokkuð annað en gott um yður talað. Ef yður leikur hugur á að ræða málið eins og lærður doktor, þá ætla eg að biðja yður um að leita yður að öðrum andstæðingi, sem meiri líkur eru til, að geti staðið yður á sporði svo að leikurinn verði jafnari. — Eg ætlaði ekki .... Yðar náð, eg veit ekki, hvers vegna eg sagði það, sem eg gerði, nema það hafi verið til að réttlæta mig- í augum yðar. — Þarfnist þér slikrar réttlætingar? — Ekki gagnvart yður, yðar náð, en svo margt illt hefir verið um mig talað, að eg hefi farið að þrá að komast undan öllu slíku. . . — Með ungfrú Hudson? Nei, herra minn, tér megið ekki reið- C,: R. &UPhCtífkj s ast. Þér verðið að virða mér það á betri veg, þótt eg finni til dálítillar afbrýðisemi gagvart yður.“ — Afbrýðisemi? Það var greinilegt, að furða hans var engin uppgerð, svo að hún gat ekki annað en farið að hlæja. — Heyrið nú, vitið þér ekki, hversu margir hafa lagt að mér að giftast yður vegna heilla ríkisins? (Otterbridge, hugsaði John). — Getið þér ætlast til þess, að yngismey finni ekki til neinnar gremju gagnvart annari yngismey, sem hefir rænt hana mannsefni hennar? Þér megið vera viss um, að eg mun ekki.giftast yður, og eg get bætt því við, ef yður skyldi þykja það betra, að eg hefi alls ekki í hyggju að giftast. En eg skal bera smyrsl á særðar tilfinningar yðar. Mér hefir sýnst, að þér séuð tryggur, hugrakkur, einlægur maður og gæddur góðum gáfum, enda þótt þér beitið þeim ekki alveg eins vel og efni standa til. Það er eins og Cecil hafi orðið, hugsaði hann. og Cecil er þjónn hennar. Eg þarf ekki að gera frekari leit að fréttauppsprettum hennar. Hún var svo vinsamleg, að hann varð helzti: djarfur. — Eg get'fullvissað yður um það, yðar náð, að eg er engr'i konu eins trúr og yður, að undanskilinni hennar hátign drottn- ingunni. — Hver talaði um trúmennsku? Enginn þegn hennar hátignar er henni trúrri en eg. : ; 1 Þessi andmæli hennar höfðu önnur áhrif á hann en prinsessan hafði gert ráð fyrir. Bæði hún og hann voru á valdi örlagavefs kringumstæðnanna, þar sem allir voru grunaðir nema þeir, sem allra tryggastir voru. Við því að búast, að hver vanhugsuð setning væri tekin og gerð tortryggileg. Hann var að hugsa um lafði Jane Grey, þegar hann svaraði. Hún var i Lundúnakastala og dæmd til dauða aðeins seytján ára gömul. Elisabet var ekki fjarri því að hljóta sömu örlög. — Tryggð er ekki nægjanleg yðar náð. Það eru tíminn og kringumstæðurnar, sem öllu ráða. Við verðum aðeins að gera okkur vonir um, að tilviljanirnar geti orðið okkur að liði. Eg lofaði Will Cecil .... Hann þagnaði, en hún skildi hann loksins og hneigði sig. — Eg skal muna þetta, lávarður minn, og ef einhvern tíma gefst tækifæri til þess, munu þér komast að því, að gott er að njóta minnis míns. Hann leit svo á. að hún hefði slitið samræðunum, svo að hann kraup á ný og kyssti á hönd hennar, en að því búnu fór hann aftur út á ganginn. Þar var enn þröng mikil, en hann mjakaði sér gegnum hana og komst út í garðinn, þar sem Francis og Anthony biðu hjá mönnum hans. Borið hafði verið á borð, og nóg var þarna af göróttum drykkjum, en hann veitti því eftir- tekt, að báðir voru allsgáðir, þrátt fyrir glauminn umhverfis þá. Hann benti þeim að ríða við hlið sér, þegar drukknir þjónar fóru fyrir með ljós út úr höllinni. Þeir fundu, hvernig honum var innanbrjósts, svo að þeir voru einnig þöglir. Hann rifjaði upp fyrir sér það, sem gerzt hafði um daginn í ljósi þess, að koma Rogers til Kent var notuð gegn honum, að því er Cecil hafði látið uppskátt. Ráðið hlaut þá að vita um samsæri Wyatts. Shrewsbury hafði haft í hótunum, án þess að fara í launkofa með það, og hann tortryggði Renard, er mælti með þeirri stefnu, að menn eins og hann væru settir úr leik. Elisabet hafði sýnt fram á hina miklu þörf fyrir gætni í sam- ræðum, og ef hann talaði einu sinni of mikið, gat það gefið Spánverjanum þær upplýsingar, sem hann þarfnaðist. Það voru sennilega njósnarar hans, sem sendu ákærurnar. John sá enga leið út úr þessu, og hann varð að hugsa um bróður sinn og vini hans.....Hann komst að niðurstöðu, og skýrði þeim frá henni blátt áfram og í fyllstu einlægni, án þess að líta á þá. — Þið hafið báðir heiínild til að hverfa úr þjónustu minni. Hvorugur svaraði, svo að jarlinn hélt áfram máli sínu: — Þið hafið veitt mér drengilegan stuðning, og eg mun ekki gleyma því, sem þið hafið gert fyrir mig, þótt þið hverfið úr þjónustu minni. Eg kem eins heiðarlega fram við ykkur og‘ komið hefir verið fram við mig. Eg geri ráð fyrir, að mér verði, komið í hel, hvað sem eg kann að-gera til að koma í veg fyrir það, og eg vil ekki að fall mitt komi niður á yður. Eg mun tryggja tekjur TARZAIV) Á kvöldvokuniti. Theodore Roosevelt, sem einu. sinni var forseti Bandaríkjanna,. hélt lengi þeirri venju, sem tíðkaðist í „villta vestrinu" að ganga með skammbyssu í vas- anum. Einu sinni var blaða- maður svo heppinn að hittæ hann á götu og greip tækifærið til að biðja forsetann um við- tal. „Eg hefi ekki tíma til þess núna,1, sagði forsetinn. „Eg á að snæða hádegisverð með bisk- upinum í New York.“ Hann: þagnaði skyndilega, stakk. hendinni í vasann og hrópaði: „Nei, hamingjan góða! Eg hefi. gleymt skammbyssunni minni.‘c 9 Heinz Rúhmann hafði lofað konu sinni Herthu Feiler að hann skyldi koma heim ekki! síðar en um miðnætti. En tím- inn leið og hann kom ekki. Klukkan varð eitt og hún varíS tvö. Varð hún þá óttaslegin og hringdi á ritsímann og bað um: að 4 vinum hans yrði sent svo- hljóðandi skeyti: „Heinz er ó- kominn heim — gisti hann hja yður?“ — Þegar hún var-að leggja heyrnartólið á kom, bóndinn heim illa útlítandi, hann hafði lent í bílslysi. Morg- uninn eftir fékk hún 4 sam- hljóða skeyti eldsnemma: „Hafið engar áhyggjur, Heinz gisti hér.“ • Prófessorinn var orðinn aldr- aður og fyrir löngu komínn á eftirlaun og þótti nágrönnun- um hann vera undarlegur í háttum sínum. Dag nokkurn; tók ein nágrannakonan eftirr því að hann var að vökva blóm- um í, steinkrukku úti. í garðí sínum, en hafði ekkert vatn í garðkönnunni.. Kallaði hún þá til hans: „Herra prófessor, það er ekkert vatn í garðkönnunni yðar.“ Prófessorinn svaraði nm hæl: „Það gerir ekkert til. Þetta eru gerfiblóm," . • „Borba“, stjórnarblað Júgó-j slava, tók fyrir skömmu upp þann sið að taka auglýsingar eins og vestræn blöð gera. Ein hálfsíðu auglýsing var þar svo- hljóðandi: „Niður með fasisma. — En einnig niður með allar veggja- lýs, bjöllur, flugur og köngu- lær!“ Meindýúaeyðingarfélag Belgradborgar. 1095 TARZAN TURNEP THE tURRENTON AND QUICKLY QRA66EQ THE HOSE TOTHE 3URNING HOUSE— Tarzan hleypti vantsstraumnum á elönguna og beindi henni að bálinu. -JUSTA5 HOLT, COU6HING ANP SPUTTER- INö EMER6ED WITH THE GIRL' .» Á m'eðan hafði Holt tekizt að brjótast inn í eldinn og bjarga Lúcíu. Geysilegur kraftur var á vatns- Hann beitti sér nú að því að bununni, en Tarzan tókst samt að slökkva æðandi eldinn í húsinu. halda slöngunni.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.