Vísir - 02.12.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 02.12.1954, Blaðsíða 1
m. H Wm n i' V ► 44. árg. Fimmiuclaginn 2, desember 1954. 275. tbl. Bygging nys skílaskála og stækkun félagsheimiiis KR. E. Ó. P. endurkjóriitit formaóur í 20. sfmt. Eitt helzta áhugamál Knatt- spyrnufélags Reykjavíkur um þessar mundir er bygging nýs skíðaskála í stað þess sem forann í Hveradölum. Skýrt var frá þessu á aðal- fundi K.R. sem haldinn var í fyrradag og kosin sérstök. nefnd til þess að leita að stað fyrir skálann og undirbúa bygginguna. Hyggst félagið reisa þarna myndarlegt og gott faús fyrir skíðafélaga sína. Annað áhugamál félagsins er stækkun félagsheimilisins strax og fjárhagur leyfir, en það sem mest er þó aðkallandi og vinda þarf bráðan bug að er aukn- ing baðklefa í húsinu. Erlendur Ó. Pétursson var endurkjörinn formaður í 20. skipti, en alls hefur hann setið um 40 ár í stjórn K.R. Aðrir í voru kjörnir: Einar Sæmunds- son, Haraldur Björnsson, Gunn- ar Sigurðsson, Sveinn Björns- son, Hreiðar Ársælsson og Gísli Halldórsson. Félagið varð 55 ára á þessu ári og skráðir félagar eru um 1800 talsins. Starfsemi félagsins á árinu var að venju, geysi fjölþætt og mikið unnið bæði á sviði íþrótta og annarra áhugamála félags- ins. Má m. a. geta þess að tveir flokkar K.R.-inga fóru utan, annar til Noregs, hinn til Dan- merkur og gátu báðir sér hinn feezta orðstír. í frjálsíþróttum urðu K.R.-ingar mjög sigur- isælir hér heima og eiga fleiri núverandi íslandsmeistara en nokkurt annað félag. í hand- knattleik má geta sigurs K.R.- stúlknanna á íslandsmeistara- mótinu og í sundi má einkum geta frammistöðu hinnar ungu sundkonu Helgu Haraldsdóttur, sem sett hefUr 7 Islandsmet á árinu. Þá má loks geta þess að K.R. vann helming allra knatt- spyrnumóta sem haldin voru í Reykjavík á árinu. Vilja 4000 mánaðarlauvi. Kennarafélag Hafnarfjarðar hélt nýlega aðalfund og var þá samþykkt tillaga í launamálum stéttarinnar. Telur félagið, að bamakenn- arar geti ekki sætt sig við iægri laun en kr. 4000 á mánuði, mið- að við núverandi verðlag. Stjórn K. H. var endurkjör- in, en hana skipa: Vilbergur Júlíusson, formaður, Hallsteinn Hinriksson, gjaldkeri, og Eyj- ólfur Guðmundsson, ritari. Frá hartókiiattteíks- mótimh f handknattleiksmótina i fyrrakvöld fóru leikar sem hér segir: í 3. fl. B-riðli gerðu Í.R. og Fram jafntefli, 6:6. í 3. flokki A-riðli sigraði Þróttur Ármann, 9:7, Fram sigraði Val 11:3 og Í.R. sigraði K.R., 7:2. í 2. flökki kvenna sigraði Fram Þrótt, 6:3 og í meistara- flokki kvenna vann Valur Ár- mann, 8:6. í 2. fl. karla sigraði Valur Hauka, 18:4. Mótið heldur áfram i kvöld. í meistaraflokki kvenna keppa Fram—Ármann, i 2. fl. kvenna K.R.—Þróttur. í 2. flokki karla K.R.—Fram, Valur Ármann og Haukar—Þróttur. í 3. fl. A-riðli Þróttur—Í.R. og í 3. fl. B-riðli K.R.—Valur. Sélt fyrir 5 millj. kr í ferltm til Þýzkabnds. fslenzkir togarar seldu ísfisk- afla á vestur-þýzkum markaði í nóvember fyrir um 5 millj. kr. íslenzkir togarar fóru 11 sölu- ferðir á vestur-þýzkan markað í nóvembermánuði síðastliðnum og seldu fyrir 1.306.650 ríkis- mörk. Fóru þeir einni söluferð færra en i nóvember í fyrra, en seldu fyrir hærri upphæð sam- fals. Voru landanirnar i V.-Þ. 12 í fyrra og var þá selt fyrir 1.224.- 210 rm. Auk þess, sem farnar voru fyrrnefndar 11 söluferðir til Cux- haven og Bremerhaven i nóv. sl. voru farnar 5 söluferðir til Hamborgar með ísfisk til A.-Þ., en sá fiskur er seldur fyrir samningsákeðið verð. Magnið í þessum fimm ferðum var 980 smálestir. Eftir er að fara þang- að 5 ferðir (samið var um 10 landanir). Seinustu sölur á vestur-þýzkum markaði. Skúli Magnússon seldi í fyrr'a- dag í Cuxhaven 249 smálestir fyrir 135.048 rm., en Egill Skalla- grímsson í Bremerhaven 200 smá lestir fyrir 109.415 rm. Harð- bakur seldi 229 smál. í Hamborg sama dag. Júní selur í Hamborg á morgun. Ekki mun verða mikið um landanir í næstu viku vegna ó- gæftanna að undanförnu. Bandaríkjastjórn gerir samning við Chiang Kai-shek um varnamál. Maðuriim á myndinni er 23ja ára O'g heitir Karl Edel. Vest- ur-þýzka Iögreglan vill gjam- an ná tali af honum í sam- foandi yið rán á bifreiðabraut- inni jkammt frá Köln á dögun- íun. MacCarthy víttui Eimkaskeyti frá AP. iWashington í morgun. Öldlungadeild þjóðþings Banda- ríkjamna samþykkti í gær aðra tillögu af íveimur, sem deildin hefnr rætt að undanförnu, um vítur á McCarthy fyrir ósæmi- Jega framkomu, en atkvæða- greiðsla um hina kann fram að fara þegar í dag. Fyrri tillagan fjallaði um vít- ur fyrir ósæmileg og órökstudd ummæli um undirnefnd í þing- deildihni og var tillag'an sam- þykkt með 67 atkvæðum gegn 20. Ýnnsar breytingartillögur, er fram kómu, og allar miðuðu að þvi, að fara mýkri höndum um McCarthy, voru felldar. McCarthy sagði eftir atkvæða- greiðsluna, að það væri þingdeild inni til faneisu, að hafa sam- þykkt tillöguna. ISIR Frá og með desember-mánuði er verð Vísis til fastrta áskrif- enda kr. 15 á mánuði, en lausa- söluverð óforeytt. Verðhækkun þéssi stafar af stækkun blaðs- ins, svo og hækkandi verðlagi á pappír og nýjum samningum við blaðamenn, sem fela í sér laiumahækkun þeim til handa. Er ekkert blað ódýrara en Vísir þrátt fyrin þessa hækkun. Atkvæðl itm íhluttin, ef koanim- únístar gera innrás. Ágreiiiiugnr í flokki Eiseubowers. London í morgun. Tilkynnt hefur verið samtímis í Washington og Taipeh, höfuð- borginni á Formosa, að lokið sé samkomulagsumleitunum milli Bandaríkjastjórnar og þjóðernis-| sinnastjórnarinanr kínversku um samning um varnir eyjarinnar og smáevjaklasa í grennd við hana. í London hefur verið tilkynnt af hálfu stjórnarinnar, að hún hafi ekki verið spurð ráða og bún hafi ekki séð samninginn, en hún hafi átt þess kost að fá upplýsingar um samkomulagsum- leitanirnar, og þvi vitað hvað á döfinni var. í samningi þessum eru ákvæði, sem fjalla um hvar og við livaða aðstæður Bandaríkjastjórn beiti herafla til stuðnings við þjóð- ernissinna. John Foster Dulles ræddi við fréttamenn i gær um þessi mál og spurði einn fréttamannanna hann, hvort af þessu leiddi ihlut- un Bandarikjanna, ef kommún- istar gerðu innrás á Formósu. Kvað hann svo að orði, að ekki væri óliklegt, að sú yrði afleið- ingin. Þá sagði hann, að ef friðsamleg ar tilraunir til þess að fá komm- únistastjórnina til þess að sleppa úr haldi flugmönnunum þrettán, sem dæmdir voru fyrir njósnir, bæru ekki tilætlaðan árangur, kynni til þess að koma, að Banda- ríkin neyddust til þess að leggja hafnbann á hluta af ströndum Kína á meginlandinu. En hann bætti því við, að bann væri sann- færður um, að friðsamlegar til- raunir myndu bera árangur. strætis- Farinn meðalvegur? Samningsgerðin og þessi sein- ustu ummælí Dulles benda til, að stjörnin sé að reyná að fara meðalveg, til þess að iafna á- greininginn í flokknum varðandi Formósu og Kína, og hvaða leið- ir skuli fara til þess að knýja kommúnistastjórnina til þess að sleppa úr haldi flugmönnunum 13. Knovvland, leiðtogi republik- ana í öldungadeildinni, vill sem kunnugt er, knýja það fram með algeru hafnbanni, en því lýstu þeir sig mótfallna Dulles og Eis- enhower. Times ræðir í morgun ágrein- inginn innan flokksins .og telur að hann kunni að valda Eisen- hower miklum erfiðleikum, nerna honum takist að brúa djúp- ið milli flokksbrotanna. Fulíyrða má, að ekkert verði af verkfalli því, sem boðað hafði verið a£ hálfu strætis- vagnastjóra bæjarSns. Má heita, að deilan sé leyst með þeim hætti, að vel megi við una, þar eð Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri gerði vagn- stjórunum það tilboð, að þeir skyldu gerast fastir starfsmenn bæjarins og vera í sama launa- flokki og brúnaverðir og lög- reglumenn. Vagnstjórarnir greiddu at- kvæði um þessa tillögu borgar- stjóra í fyrrinótt, og var hún samþykkt í meginatriðum. Er nú eftir að ganga formlega frá þessari nýju skipan. 1. desember miniizt í gær a5 venju. Háskólastúdentar beittu sér fyrir hátíðahöldum í gær, 1. desember, svo sem venja hefir verið til undanfarin ár. , Var farið í hópgöngu frá Há- skólanum að Alþingishúsinu, en þar flutti ræðu próf. Jón Helga- son frá Höfn. Var ræðunni út- varpað. Kom prófessorinn víða við, og verður ekki nánar rakið hér, en athyglivert var þó, að hann taldi, að íslendingum myndi ekki henta einræðis- stjórnarfar, og afneitaði þar með kommúnismanum. Hlýtur ræðan því að hafa orðið „þjóð- inni“ á Þórsgötu 1 nokkur von- brigði. — í hátíðasal Háskólans tóku til máls þeir Skúli Bene- diktsson, form. studentaráðs, Gísli Sveinsson, fyrrv. sendi- herra, og próf. Sigurbjörn Ein- arsson. Kristinn Hallsson söng einsöng. Dagskrá útvarpsins í gær var á vegum Stúdentafélags Reykjavíkur og var vel til hennar vandað. Guðm.. Bene- diktsson, hdl., form. félágsins, flutti ávarp, Bjarni Benedikts- son menntaniálaráðherra flutti snjalla ræðu, þeir Kristinn Hallsson og Friðrik Eyfjörð sungu gluntasöngva, og Lárus Pálsson söng vísur eftir þá dr. Sigurð Þórarinsson og Ragnar Jóhannesson skólastjóra. í hófinu í Sj álfstæðishúsinu flutti Þórarinn Björnsson skóla meistari, skemmtilega ræðu, og var henni einnig útvarpað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.