Vísir - 04.12.1954, Blaðsíða 8
; VlSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl-
breyttasta. — Hringið í síma 1660 og
gerist áskrifendur.
Laugardaginn 4. desember 1954.
Þeir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir
10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til
mánaðamóta. — Simi 1660.
Isiendingar læri fallhlífarstökk.
Fhigbjorgunarsveitin hefur mörg verkcfni á
prjoimnum, en skortir fé til frainkvæindto.
Flugbjörgunarsveitin f Reykja-
vík stendur nú í samningum um
að senda sex félaga sína og full-
huga úr sveitinni utan á næsta
sumri til þess aS læra og æfa
íallhlífarstökk í því skyni a3
geta komizt íljött á slysstaö eí
þörf kreíur.
Eins og kunnugt er hefur þáð
frá' öndverðu verið mai'kmið
Elugbjörgunarsveitarinnar að að-
stoða við íeit að týnclum flugvél-
um, svo og að koma þar annars
staðar til hjálpar, þar sem tækni
■eða kunnátta fl ugbjörgunai'sveit-
armanna kemur sérstaklega að
notum.
En eins og að framan greinír,
jiafa meðlimir Flugbjörgunar-
, svéitarinnar fullan hug á að auka
þekkingu sína og hæfni til björg-
unarstarfa eftir þvisem við verð-
ur komið og rnunu senda sex
mánna sveit til Bandaríkjanna
■að sumri — svo fremi sem tök
verða til — að læra fyrstu hjálp
■á slysstað. Verða þeir i því skyni
að búa sig undir hinar erfiðustu
aðstæður, stökkva í fallhlífum
ijr flugvélurn, búa um beinbrot,
stöðva blæðingar, flytja sjúka,
•og annað þess háttar. Gert er ráð
fyrir að nám þessara manna ytra
taki um hálfan þriðja mánuð fyr-
ir hvern aðila. Á þessum hjúkr-
unarmönnum hvílir mikil úbyrgð
og eitt óvarkárt handbragð get-
ur kostað líf þess slasaða. því
ber brýna nauðsyn til þess að
auka þekkingu þeirra sem allra
mest og æfa þú og búa undir hin
erfiðustu og yandásömUstu skil-
yrði.
Annað sem Flugbjörgunar-
sveitin berst fyrír, er að kaupa
fatnað og annan útbúnáð, sem
hentar Við slíka skyndihjalp,
einkum miðað við ó.byggða- eða
fjallaferðir. Má gera ráð fyrir því
að stundum verði menn að vinna
við . margvísleg veðurskilyrði,
í rigningu, í krap- eða slyddu-
veðri, snjókoinu og frosti. En hér
vantar algerlega fatnað sem
lientar öll.um þessum skilyrðum
og er nú- verið að reýna að út-
vega hann. Hefur m. a. komið
til múla að leita til þess f-yrir-
tækis í Bretlandi sem annaðist
útbúnað (þ. e. fatnað og þess-
háttar) Himálayaleiðangurs
Hunt’s.
Nú er Flugbjörg.unarsveitin í
Rvík að koma sér upp sérstökum
björgunar- eða leiðangursbíl moð
mjög sterkum ljóskösturum, tal-
stöð og rafstöð, sem framleitt
getur rafmagn bæði fyrir færan-
legan spítala, eða til annarra
nota í sambandi við hjúkrunar-
og björguiiarstörf.
Til alls þessa þarf Flugbjörg-
unarsveitin mikið fé og miklu
meira heldur en hún ræður yfir.
Leitar hún því á náðir Reykvík-
inga. á morgun með merkjasölu
og væntir þess fastlega að bæjar-
búar bregðist vel við.
Erfíðara aó fá
kennara nú en
Um 7000 Mau-Mau-menn
hafa fallið x bardögum í
Kenya til þessa og eru þá
ekki taldir þeir, sem beðið
hafa bana af völdum loft-
árása.
Samkvæmt upplýsingum,
sem blaðið hefir fengið hjá
Fræðslumálaskrifstofunni, hef-
ir gengið mun verr í Siaust að
fá menn í kennarastöður en
undangengin ár.
Mun þar miklu um valda, að
næg atvinna virðist í boði, og
hærra kaup en nemur byrj-
unarlaunum kennara. Hinn 25.
f. m. var búið að endursetja,
skipa og setja (nýja menn) í
336 kennarastöður við barna-
skóla-, unglinga-, gagnfræða og
héraðsskóla, þar af 83 við
framhaldsskólana og eru nokkr-
ir þeirra réttindalausir, þ. e.
hafa ekki kennarapróf. Alls
eru 47 af fyrrnefndum 336
kennurum réttindalausir, þar
af 12 í föstum skólum, hinir í
farskóluin. Af farskólakennur-
um eru aðeins 5 með kennara-
réttindi.
Annars er nú búið að ráða
menn í allar kennarastöður,
sem lausar eru, en það hefir
gengið mun verr en undan-
gengin haust, og mun megin-
orsökin sú, sem að ofan grein-
ir. — Ofannefndar tölur mið-
ast við 25. f. m.
Frá handknattleiksmotinu:
Vafur sigurvegari bæði í meist-
arafiokki karla og kvenna.
Aðeins tvær umferðir eftir.
ísleitzkur maÖur farseti
verzluitarráðs Kanada.
Maður af íslenzku bergi hef-
ur verið kjörinn forseti alls-
herjar verzlunarráðs Kanada-
ríkis „Canadian Cþamber of
Commerce“, og er þetta ein af
iiiikilvægustu trúnaðarstörfum,
sem fslending hefur verið falin
þar í landi.
Maður þessi er G/S. Thor-
valdson, sonur Þeirra Margrét-
•ar'og Sveins kaupmanns Thor-
valdson í Riverton. Hann er
lögfræðingur að menntun og
rekur lögfræðiskrifstofu í
Winnipeg. Nýtur hann mikils
álits og trausts bæði meðal ís-
lendinga og annarra og var um
margra ára skeið þingmaður
Winnipegborgar á fylkisþingi
Manitoba. Hann hefur gegnt
f jölmörgum trúnaðarstörfum
til þessa og sýnt í því dugnað
og framsýni í senn. Þá má að
lokum geta þess að hann hefur
haft mikil afskipti af málum
Vestur-íslendinga og er m. a.
einn af stjórnendum og útgef-
endum vestur-íslenzka blaðsins
3,Heimskringlu“.
í handknattleiksmeistarámót-
inu í gærkveldi urðu úrslit
þessi:
f meistaraflokki kvenna
sigraði K.R. Fram 10:4 og Val-
ur sigraði Þrótt 4:2. Enda þótt
tveir leikir séu enn eftir í
meistaraflokki kvenna er nú
öruggt orðið að Valur er sig-
urvegari og hefur hann því
sigrað bæði í meistaraflokki
karla og kvenna á mótinu og
hlotið þar með Reykjavíkur-
meistaratitilinn í báðum þess-
um flokkum.
í 1. flokki karla vann Valur
Þrótt 9:4 og F.H. sigraði Ár-
mann 19:7. í 2. fl. karla sigraði
Fram Hauka 11:6 og K.R. sigr-
aði Ármann 9:7. í 3. fl. A riðli
vann Þróttur Val 8:5.
Næstsíðasta umferð í mót-
inu verður háð annað kvöld og
eigast þá við í meistaraflokki
kvenna Ármann og K.R. í 1.
fl. kárla’ K.R. og F.H.. í 2.
karla K.R. og Þróttur, Ármann
og Fram, í 3. fl. A-riðli Ármann
og Fram og í 3. fl. B-riðli f.R.
og Valur.
Er nú mjög farið að draga
til úrslita í sumum flokkunum
og má fullvíst telja að Ár-
mannsstúlkumar sigri í 2. fl.
og Í.R. drengirnir í 3. flokki A-
riðli.
Vann á 175 km. meða!-
kraSa á klst,
N. York (AP). — Nýlega fór
Pan-Ameríski-kappaksturirm
fram í Mexíkó, en það er einn
Jiættulegasti kappakstur í
heimi.
Vegalengdin er um 3060 km.
ög vár Umberto Maglioli,
ítalskur garpur. fyrstur, en
hann ók þessa leið með 175 km.
meðalhraða á Fei'rari-bifreið.
Með þessu móti setti Maglioli
nýtt met í kappakstri þessum,
og námu verðlaun þau, sem
hann vann til um 300,000 kr.
• Þrír brezkir flotaforingjar,
sem sæti eiga í lávarðadeild
brezfta þingsins, gagnrýndu
stjórnina harðlega í gær, fyr-
ir að stækka ekki flotann.
Auk þess þyrfti að koma hon-
um í nútímahorf, sögðu þeir,
og væru Rússar að fara fram
úr Bretum á þessu sviði.
Flugbjörgunarsevitin ú ferð' á sprungnum jökli.
Ný kirkja á Svalbarði.
Fámenniir söfnuðui* foyggir kirk|ii
írrir milAj. kr.
Fr*á fréttaritara Vísis. —
Akureyri í gær. v
Svalberðigar erú Iangt á veg
komnir með að byggja sér nýja
og fagra kirkju, sem áætlað er
að kosti um Va millj. króna.
Tildrög þessa kirkjubygging-
armáls eru þau, að árið 1945
færði eigandi Svalbarðs Sval-
barðssöfnuði kirkjuna að gjöf,
ásamt nokkurum sjóði, 'éi'
kirkjan átti, jafnhliða öðrum
eignum.
Enda þótt Svalbarðssöfnuð-
ur sé ekki stór, samanstendur
aðeins af 50 fjölskyldum, hófst
hann þegar handa um fjáröflun
og undirbúning nýrrar kirkju-
byggingar.
Kirkjimni var valinn staður
á háum hól fyrir ofan Svalbarð.
Þar uppi ber hana hátt og er
kirkjustæðið hið fegursta. Árið
1952 var hafizt handa um
byggingarframkvæmdir og
sprengt fyrir kirkjugi-unnin-
um, en að því búnu kirkjan
Gunifar Thoroddsen
form. NF.
Á aðalfundi Norræna félags-
ins, sem haldinn var í gær-
kveldi, var Gunnar Thorodd-
sen borgarstjóri, kjörinn for-
maður þess.
Fráfarandi formaður,, Guð-
laugur Rósinkranz Þjóðleik-
hússtjóri, gaf skýrslu um störf
félagsins á liðnu ári, en þau
hafa verið með svipuðu sniði og
undanfarið, og las upp endur-
skoðaða reikninga.
Auk Gunnars Thoroddsens
voru þessir kjörnir í stjórn
Norræna félagsins fyrir næsta
ár: Frú Arnheiður Jónsdóttir,
Páll ísólfsson tónskáld, Sigurð-
ur Magnússon kennari, Sveinn
Ásgeirsson hagfr., Thorolf
Smith blaðamaður og Vilhjálm-
ur Þ. Gíslason útvarpsstjóri.
Guðlaugi Rósinkranz voru
þökkuð störf hans í þágu Nor-
ræna félagsins á liðnum árum.
Aðalfundur þessi var að
sögn einn fjölmennasti, sem
haldinn hefur verið í félaginu
um langt skeið.
byggð. Er hún fyrir nokkuru
komin undir þak og hefir verið
unnið að múrhúðun hennar að
innan í sumar og haust. Gert en
ráð fyrir að öllum innanhúss-
búnaði kirkjunnar verði lokið
á næsta ári.
Kirkjan er 18 metrar á lengd
og 7.5 m. á breidd með söng-
lofti. Hún rúmar 110 manns í
sæti. Norðan við kirkjuna er
viðbygging og er í henni
fundaherbergi sóknarnefndar,
stofa fyrir prest, snyrtiklefar og
líkhús.
Bárður fsleifsson arkitekt
annaðist teikningar að kirkju-
byggingunni, en yfirsmiður er
Adam Magnússon bygginga-
meistari á Akureyri.
„Orðstírr deyr
aldregi...."
Um þessar mundir eru eig-
endur hinnar miklu sovézku
alfræðiorðabókar að „leiðrétta“
5. bindi henanr.
Frá ríkis-bókaútgáfunni í
Moskva var eigendum alfræði-
orðabókarinnar send tilkynn-
ing, þar sem þeim er ráðlagt
að „fjarlægja bls. 21—24 í V.
bindi, svo og myndina á millí
bls. 22 og 23, en síðar verður
sendur annar texti. Rétt er að
ná blaðsíðunum úr með skær-
um eða rakblaði, þó þannig að
svolítill bekkur verði eftir næst
kilinum, til þess, að unnt sé
að líma þar nýja textann, sem
sendur verður.“
Textinn, sem nú skal fjar-
lægður, fjallar um Lavrenti
Beria, fyrrum innanríkis- og
öryggismálaráðherra Rússa,
sem var tekinn af lífi að boði
Malenkovs fyrir óheyrilega
glæpi, eins og menn muna. —
Textinn á bls. 21—24 var ákaf-
lega lofsamlegur, eins og nærri
má geta, en nú skal Beria brott
numinn úr alþjóðaorðabókum
Rússa og sagnfræðibókum, og
er þetta fastur liður í „sögu-1
mennsku" kommúnista.