Vísir - 23.12.1954, Blaðsíða 3

Vísir - 23.12.1954, Blaðsíða 3
Fimmtúdaginn 23. desember 1954 VÍSIR Þorsteinn sýslumaður í bókasafni sínu. Sjötiigm* í dag: Þorsteinn Þorsteinsson syslnmaöur í Búdardal. Þorsteinn Þorsteinsson sýslu- maður Dalamanna og fyrrver- andi alþingismaður er sjötugur í dag. Þorsteinn er fæddur að Am- bjargarlæk í Mýrasýslu 23. desember 1884, sonur Þorsteins bónda Davíðssonar og konu hans Guðrúnar Guðmundsdótt- ur frá Sámsstöðum. Þorsteinn yngri er og albróðir Davíðs, sem nú býr miklu rausnar- og stórbúi á Arnbjargarlæk og einnig er landsþekktur maður. • Þorsteinn lauk stúdentsprófi 1910 en lögfræðiprófi frá Há- skóla íslands 1914. Árin næstu á eftir fékkst Þorsteinn við ýmis lögfræðistörf, var m. a. yfir- réttarmálflutningsmaður í Reykjavík, aðstoðarmaður í fjármáladeild Stjórnarráðs ís- lands, auk þess gegndi hann sýslumannsstörfum í Borgar- fjarðar- og Mýrasýslu, í Norð- ur-Múlasýslu og þá jafnframt bæjarfógetaembættinu á Seyð- isfirði og loks sýslumannsem- bættinu í Árnessýslu unz hann varð sýslumaður Dalamanna 1920 og hefur gegnt því em- bætti síðan, eða nær 35 ára skeið. Vegna vitsmuna, mannkosta og meðfæddrar dómgreindar var Þorsteinn flestum betur ifallinn til mannaforráða og annarrar sýslunar í héraðí, svo og fyrir sýslunga sína utanhér- aðs. Þannig' héfur Þorsteinn verið þingmaður Dalamanna um margra ára skeið, sömuleiðis átti sæti á Búnaðarþingi í fjöl- mörg ár, verið stjórnarnefndar- maður í Búnaðarsambandi Dala og Snæfellsness, átt sæti í stjórn Sparisjóðs Dalasýslu, átt sæti í bankaráði Búnaðar- banka íslands, verið kjörinn eftirlitsmaður opinberra sjóða, verið í úthlutunarnefnd- til skálda og listamanna, formaður skólaráðs húsmæðraskólans á Staðarfelli og ýmsum fleiri op- inberum trúnaðarstörfum hef- ur hann gegnt fyrir sýslu sína og þjóðina alla og gegnir sum- tmi þeirra enn í dag. Má segja að þetta allt sé ær- inn starfi sem hlaðið er á einn einstakling á tiltölulega stutt una tíma. En Þorsteini hefur ekki orðið þetta um megn. Hánn er andlegur og likamleg- ur þx-ekmaður, en það sem léttir séi'staklega undir með honum er hvað hann hefur góða yfir- sýn yfir málefni þau sem hann fjallar um. Hann er úrræða- góður, skjótráður og ráð hans haldgóð. Þorsteinn er vinsæll maður og vinmargur og þó er hann nsésta hrjúfur í framkomu við fyrstu kynni.' En þegar .yz'.a skelin er brótin er fyrir að hitta góðan dreng og göfugan, drenglundaðan og réttsýnan í bezta lagi. I skoðunum er Þor- steinn ekki néinn veifiskati og er harðfylginn í þeim málum og málaflutningi sem hann hefm’ tileinkað sér og aðhyllzt. E.n málflutningur hans allur ef markaður af réttsýni og sann- girni og það eru málin en ekki mennirnir sem hann deilir um. í landsmálum hefur Þorsteinn aðhyllst sjálfstæðisstefnuna og á Sjálfstæðisflokkurinn þar ör- uggan og traustan málsvara. Þorsteinn hefur frá því hann var ungur að árum fengizt meira eða minna við ritstörf. Þá íslenzkaði hann m. a. skáld- söguna ,,Með báli og brandi“ eftir H. Sienkiewicz, en auk þess hefur hann skrifað fjölda greina í blöð og rit, m. a. í Skírni, Árbók Fornleifafélags- ins, Andvara, Eimreiðina, Helgafell og víðar. Af sjálf- stæðum ritum eftir Þorstein má nefna tvær Árbækur Ferðafé- lags Islands, aðra um Dalasýslu, hina um Mýrasýslu og þykja báðar hin ágætustu rit, enda hefur Ferðafélagið nú kjörið Þorstein einn af fáum heiðurs- félögum sínum. Þá er Ævisaga Magnúsar Ketilssonar sýslu- manns og loks Landbúnaður í Dalasýslu og Snæfellsnesi, hvoi’ttveggja gagnmerk rit og skrifuð af mikilli þekkingu. Að lokum má geta þess að Þor- steinn hefir séð um endurútg. (ljósprentanir) merkra rita frá 18. öld svo sem „Atla“ og „Acta yfirréttarins á íslandi fyrir ár- in 1749—1796“. Einn er sá þáttur í ævi Þor- steins, sem ekki verður gengið framhjá þegar hans er minnst, en það er bókasöfnun hans. Þorsteinn mun nú eiga fágæt- asta og dýrmætasta bókasafn allra einstaklinga á íslandi og hefur hann safnað þessu öllu sjálfur, með ótrúlegri elju og dugnaði, allt frá því er hann var ungur drengur í skóla. ^ Verður seint metið til fulls, menningargildi bókasöfnunar, því oft og.einatt hafa safnar- arnir náð að bjarga frá glötun bókum og handritum sem ann- ars væru hvergi til og er Þor- steinn þar fremstur núlifandi íslendinga 1 flokki. Þorsteinn sýslumaður er höfð- ingi í lund og höfðingi heim að sækja. En meir er þó um vert mannkosti hans og skaphöfri alla. Dylst engum sem kynni hefur af Þorsteini að þar fer arftaki hinna fornu íslendinga, heiður á svip og mátulega heið- inn í lund til þess að þora að standa við eigin orð og gerðir og hvika ekki frá því sem hann telur sannast og réttast. Þorsteinn er kvæntur Ás- laugu Lárusdóttur prests Bene- diktssonar í Selárdal, hinni á- gætustu konu, sem hefur sömu höfðingsreisn yfir sér í fram- komu og mannkostum sem bóndi hennar. Þ. J. VWAVWVWWAWWAÍWVWVWWWVVVVWWVUVWVW - \ Odýrustu heimilistækin | fást hjá okkur: j 50 ára 2. jóiadag: Alexander Gi35muLds- son, iii ijól lí ii r i A íi I' ra‘ð- uigisr. Á annan dag jóla verður fimmtugur Alexander Guð- mundsson, mjólkuriðnfræðing- ur, til heimilis að Laugarnes- veg 78 hér í bæ. Alexander, sem er búfræð- ingur og mjólkuriðnfræðingur að menntun vann um 10 ára skeið að matvælarannsóknum liér í bæ, fyrst í þjónustu Mat- vælaeftirlit ríkisins, en síðar í umboði borgarlæknis, en árið | 1947 stofnað hann Rjómaís- gerð Reykjavíkur og hefir rek- ið hana síðan. Alexander er vinmargur, enda ágætur félagi og drengur hinn bezti. Má því gera ráð fyrir að gestkvæmt verði að Bjarma- landi á annan jóladag. Frá U.S.A.: STRAUVÉLAR, verð frá 1.645.00 HRÆRIVÉLAR, verð frá kr. 612.00 UPPÞVOTTAVÉLAR ÞVOTTAVÉLAR GLASAÞVOTTAVÉLAR, fyrir veitingahús. Frá Bretlandi BRAUÐRISTAR, verð frá kr. 154,00. |« STRAUJÁRN með hitastilli verð frá kr. 125,00 jj KAFFIKVARNIR, verð kr. 292,00. \ Frá Þýzkalandi: KÆLISKÁPAR, verð frá kr. 1.990.00 > ÞVOTTAVELAR, m. a. sem sjóða, verð „j frá kr. 1.990.00. HRINGOFNAR VÖFLUJÁRN, m. a. ferköntuð á kr. 246.50. HRAÐSUÐUKATLAR, margar stærðir. RAFMAGNSOFNAR RAFM AGN SHITAPOK AR HÁRÞURRKUR RYKSUGUR, 3 gerðir. ALLT GÓÐAR VÖRUR. — ÓDÝRAR VÖRUR. HEIMSÞEKKT VÖRUMERKI. Einnig fyrirliggjandi smekklegt úrval af amerískum borð- og gólflömpum með ljósi í fæti og 'þrískiptri peru. G.E.C. ensku rafmagnsperui*nar fást enn hjá okkur Helgi Magnusson & Co. HAFNARSTRÆTI 19. — SÍMI 3184.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.