Vísir - 29.12.1954, Blaðsíða 3

Vísir - 29.12.1954, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 29. desember 1954. VÍSIR 3 Skrífii kreimasíðuafli um áhugamál yðar. atar Kai-töflu-salöt (heit og köld). Kaldar og skrældar kartöflur eru skornar í sneiðar eða bita. Meðalstór laukur er skorinn í sneiðar. Flís af smjörlíki. Pipar, sykur, edik og ögn af vatni. Smjörlíkið er brætt og lauk- urinn látinn útí. Látið krauma litla stund, en á ekki að verða brúnt. ,1—2 matsk. af vatni lfi'th ar út 1 og látin koma upp suðan. Kartöflur látnar út í Þeim er snúið gætilega svo að þær hitni jafnt. — Sykur og pipar dreift yfir. Ef kartöflumar þykja ekki nægilega saltar má dreifa á ögn af salti. Rétt áður en potturinn er tekinn af eldi er edikið látið út í. Hrært í gæti lega svo að það blandist vökv- anum í pottinum. Þetta kartöflu-salat er ágætt með fiskbollum steiktum úr soðnum fiski og fleiru. Kalt kartöflu-salat. 6 kartöflur, vænar, soðnar. 1 laukur, meðal stór. Mayonnaise. Þeyttur rjómi. Kartöflurnar eru hitaðar, laukurinn skorinn í sneiðar og hver sneið skorin sundur. Þessu er síðan blandað gætilega - í mayonnaise með rjómafroðu út í. Látið standa dálítinn tíma á köldum stað og jafna sig. Fyr- irtak með heitum kjötrétti, einn ig út af fyrir sig. Gott er að bera salatolíu í mót, þegar gera á hlaup úr „gelatine" eða aðra ábætisrétti. Bezt er að bera olíuna. á með l/Jillij Hvernig má „stækka“ lítil baðherbergi? liéi* eru ráðle'ggíngar iiim það. Baðherbergin eru mikið not- uð af húsmæðrum einkum til' þe.ss að baða hvítvoðunga og þvo stálpuðu börnunum, skola úr sokkum, nærfötum og rýjum milli þvottadaga. Sá Ijóður er á mörgum bað- herbergjum, að þau eru of litil, einkum í gömlum húsum, en oft er hægt að bæta úr þvi með haganlegu móti og litlum til- kostnaði og nota rúm, sem mörgum sézt yfir við fyrstu sýn. Þannig má til dæmis koma fyrir skápum upp við loftið, fyrir ofan baðkerið, dyrnar eða þvottaskálina. Athuga verður það, við smíði slíkra skápa, að þeir séu grunnur, einkum ef lágt er til lofts, svo að fólk reki ekki höfuðið í þá en þó geta þeir verið mjög rúmgóðir, einkum ef þeir ná þvert yfir vegginn, svo nægileg geymsla er þar fyrir handklæði, þurrk- ur, sápur, sápuduft og -meðul og snyrtitæki. Þess skal gætt að hafa meðul í efstu hillum skápanna, svo börn nái ekki í þau. Þá má einnig koma fyrir skápum beggja vegna undír þvottaskálinni. í skáp, sem er komið fyrir beint undir þvotta- skálinni er ekki hægt að koma fyrir hillum, vegna vatns- leiðslunnar, og er því tilvalið að geyma þar óhreinan þvott. Húsmóðir nokur, sem var i vandræðum með, hvar hún ætti að baða barnið sitt, fann upp það heillaráð að láta út- búa borð, ,sem var um hálfur meter á breidd, og lagði það síðan yfir baðkerið. Borðið var þannig útbúið að neðan, að það gat ekki runnið til hliðar, eða fallið niður í baðkerið, en hínsvegar var hægt að hreyfa ,það fram og til baka, eftir vild. Á þessu borði gat hún hæg- lega þurrkað og púðrað barnið eítir baðið. Eldri börnin geta einnig set- ið á þessu borði, meðan þeim er þvegið um fætuna, áður en þau eru sett í rúmið á kvöld- ■in. Þá er einnig hægt að nota þetta borð, til þess að geyma á sápu, ýms fegrunarsmysl og tæki á meðan verið er að baða sig. Einn kost hafa lítil baðher- bergi fram yfir þau stærri, og það er að iljótlegra er að þvo þau og mála. Heppilegast er að hafa þau einlit, því þá sýn- ast þau stærri. Hvíti liturinn þykir alltaf þrifalegur en einnig er fallegt að mála þau með öðrum ljós- um litum. Ef lítill gangur er fyrir framan baðherbergið er rnjög smekklegt að mála hann í samá lit og baðherbergið. í „meyjaþorpinu“ þýzka fæðast engin sveinbörn. I vestur-þýzka þorpinu Neuhof, sem er í Rínarbyggð- um, er konuríki mikið, því að þar hefur varla fæðst svein- barn undanfarin 40 ár. í þýzku tímariti segir, að þarna sé allt morandi í kven- fólki, því að á þessu 40 ára tímabili hafa aðeins fæðst tvö sveinbörn í þorpinu — annað er nú 39 ára, en hitt þrettán. Og úr því að konur eru svo margar þarna, þá er ekki nema eðlilegt, að þorpsstjórnin hafi um langan aldur verið í hönd- um kvenna. Þær hafa þó ekki treyst. sér til að hafa engan karlmann í sveitarstjórninnj, því áð oddvitinn er af hinu ,,sterkara“ kyni, sem er þó sýnilega hið veikara þarn.a, hvað sem um það má segja annars staðar. Eins og gefur að skilja verða konurnar að vinna flest karl- mannsstörf, sem feðurnir, kom- ast ekki yfir, en hinir yngri þeirra eru vitanlega „innflutt- ir“ úr grendinni. Það einkenni- lega er, að meybarnafæðingar hafa verið jafnmargar eftir að hinir ,,innfluttu“ fóru að stofna fjölskyldur en áður. En kon- urnar eru ekki allskostar á- nægðar með það að fæðast og búa í „meyjaþorpinu11 eins og nágrannarnir kalla það. Þeim finnst leitt, að þar skuli ekki vera jafn-margir ungir menn og í næstu þorpum, En piltarn- ir úr þeim hafa þá á móti úr miklu meira að velja, ef þeir Eetla að leita , kvonfangs í Neuhof. Og þeir eru ekki sagð- ir neitt andvígir því að heim- sækja stúlkunrai' þar, því að þær.eru dugíegar og röskar til allra verka. Og þegar þær flytjast úr þorpinú sínu, eign- ast þær bæði syni og dætur, eins og þær sé þá sloppnar úr einhverjum álögum. Þar kostar konan átta kýr. litlum pensli og færa í hvern krók eða ójöfnu á mótinu. Verð- ur þá auðveldara að ná hlaup- inu úr mótinu. Frekari kvenna- fréttir á bls. 9. Leyndardómur afskekkta hússins Sönn saga þótt ekki sé staðfest af dómstólum. Eftir Frederick F. Schrader Frh. Borðgestirnir komu mér fyr- ir sjónir sem hreinræktaðir landsþornamenn og flökkulýð- ur. Þótt húsnqó,ðirin, væri ber- sýnilega innfædd, þá voru karlmennirnir allir með út- lendingssvip, mér virtist helzt Slavar eða ítalir. Eg hafði auðsjáarde'ga lent þarná í lségsta flokks gistihúsi fyrir menn þá er unnu við sög- unarmyííuna, sem starfaði eftir venju aðeins nokkra mánuði ársins og var auðvitað hætt störfum nú, þegar veturinn var kominn. Menn vinna ekki að skógarhöggi þegar frostið er 25—30 stig, snjórinn upp í mitti og fljótið, sem fleytir trjánum, lagt . þykkum ís. — Svona. sögunarmyllur eru venjulegast aðeins óvandaðir skúrgr, þrír veggir, ein. hlið opin og þak til skjóls fyrir vindi og regni. Vinnutækin eru oftast aðeins tvær eða þriár hringsagir (flettisagir) bg hreyfill til að knýja sagirna;'. Allt er þetta gert með tilliti til skammrar dvalar á hverj- um stað og tækin flutt burt á annan stað, ef það þykir svara kostnaði, en eins oft bara skilin. eftir og látin ryðga niður, ef ekki þykir borga sig að halda rekstrinum áfram. Kuldalegar móttökur. Enginn mannanna sagði pfð þegar eg kom ög húsfreyjan svaraði aðeins stuttaralega með ein's-atkvæðis orðum, tij. merkis um að hún myndi færa mér kvöldverð. Hún tók svö. af sér svuntuna og breiddi haria á borðið við gluggann. Mér fannst þetta dálítið eihkenni- legt í svipinn, en hugsaði samt ekkert frekar út í það, heldur setti handtöskurnar frá mér 5 gólfið út við einn vegginn og bjóst til að seðja hungur mitt í bví sem á borð yrði borið. Á meðan, eg beið, stóðu hiennimir upp frá borðinu hvér af öðrum,: án þess að mæla orð af vörum — án þess að virðast sjá mig — og' hurfu upp stiga, er marraði ámátlega undir þungum fótum þeifra. Þegar eg hafði lokið hinni ' brdtnu máltíð vorum við hús- ireyjan eiri eftir, Eg spurði 'haná hvað eg skuldaði, en húri sagði tuttugu og' fimm cent. Eftif að eg hafði greitt fýrir :;rhg, sagðist hún „vilja leyfa sér að. ganga til svefns“, én láta mér eflir að vaka einum eftir lestinrfi-. Eg mætti sitja kyrr bangað til hún kæmi. „Þegar þér farið“, sagði hún, „þá slökkvið bara á lampan- mm, lokið ofninum og farið út örn þessar dyr.“ Hún benti mér á dyr andspænis þeim, er eg kom inn um. „Þarna er kola- fata,“ bætti hún við, „ef eld- urinn fer að kulna, þá bætið Það tíðkast víða hjá frum- stæðum bjóðflokkum, að gjaf- vaxta konur eru seldar vænt- anlegum eiginmönnum. I Kenya í Afríku, um 50 km. frá sjó, býr einn angi Bantu- þjóðflokltsins, sem Giriama nefnist. Byggir hann all-langa spildu milli Nairobi og sjávar. i Þar tíðkast ungmeyjasölur eins og fyrr á öldum. Þegar meyj- arnar eru orðnar gjafvaxta, eru þær teknar til vígslu — þær eru lokaðar inni í þrjá mánuð-i, og eru nuddaðar og smurðar með olíu daglega, til þess aðj þær verði sem mýkstar og. girnilegastar. Að þessum þrem mánúðum liðnum eru þær orðnar „söluhæfar“. Karlar Giriama-ættbálksins mega kvænast eins mörgum konum og þeir geta séð far- | bara meiri kolum á. En munið að loka ofninum, slökkva Ijósið og fara út um þessar dyr.“ Eg lofaði að fara í öllu eftir fyrirskipunum hennar og var svo skilinn þarna aleinn eftir á neðri hæð hússins. Stundárkorn heyrðist fóta- tak hennar á leiðimii upp. Eftir það færðist. grúfandi þögn yfír þetta afskekkta hús. Eg verð að viðurkenna, að mér leizt ekki ,.á blikuna. Bláskínandi -fátæktin, sem þarna sást í öllíi, súbbuskapur húsfreyjunnár og þessi skuggalégu alskeggjuðu ruddmenni í sambandi við ein- manaleik staðarins, hjálpaðist allt að þyí að vekja geig hjá niéi'. Við þetta bættist. nú þögnín; og einmanaleikinn, á méðam eg hlustaðd þreytulfega á vælið í vindinum í ganginum |milli húsanna, sem minnti helzt á kvalavein einhverra sárþjáðra veéalinga. Eg fór að' rifja upp fyirr mér skugga- legan og dýrslegan svip mann- anna við matborðið og hugleiða hvaða möguleika eg - hefði til að sleppa héðan lifandi, ef þeir héldu að það borgaði sig að ræng mig. Eg minntist þess, hve þögúlir þeir höfðu orðið við komu mína, eins og þeim Ihefði verið gefið fnerki. borða. Gangverð yngismeyjar er átta kýr og' 15 grasker, sem fyllt eru kókosvíni. Þegar maður hefur eignazt eina konu og óskar annarrar í viðbót, tekur kona hans leitina að sér, og reynir þá vitanlega að finna konu, sem er enn röskari til vinnu en hún sjálf. Konurnar eru annars miklu smávaxanari en karlarnir, suniar næstum dvergvaxnar. Annars er Giriama-ættbálk- urinn svo lánsamur, að hann hefur vart komizt í snertingu við menninguna. Stafar það af því, að land þeirra er ákaflega ógreiðfært, og eins og virkis- veggur af kjarrflækjum um- hverfis það. Er ættbálkur þessi því ákaflega ósnortinn af öll- um áhrifum frá hvítum mönn- um — og raunar öðru einnig. Kvennablað með ilmvatnsangan. Smátt og smátt fór að síga á mig svo þungur svefnhöfgi, að eg átti fullt í fangi með að halda mér vakandi. Áreynslan og taugaspenningurinn um daginn, ásamt breytingunni við að koma utan úr kuldanum. inn í steikjandi hitann í her- berginu og þungt brækjulpftið af olíulampanum gerði mér 1 nauðsynlegt' að neyta allrar | viljaorku minnar til að hrinda 1 af mér höfganum; : ■ | Eg stóð upp úr' stól mín- um við ofninn og gekk yfir að j borðinu hjá glugganum. Mér ■ til mikillar undrunar lá þarna snyrtilegt og hreint eintak af velþekktu kvennablaði, brotið á þægilegan hátt til að halda því við iestur. Blaðið var auð- 1 sjáanlega eign menntaðrar og mannaðrar konu, því af því lagði ennþá veikan ilmvatns- þef. Blaði'ð var sýnilega í eins miklu ósamræmi við heimilis- hætti í þessu húsi óg gim- steinadjásn á höfði húsfreyj- unnar. Eg gat ekki skilið að neinn í þessu húsi hefði svo mikið sem snert blaðið. En hvernig háfði það þá komizt hingað? Tilraunir mínar til að ráða þessa gátu, gerðu mig enn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.