Vísir - 30.12.1954, Blaðsíða 12

Vísir - 30.12.1954, Blaðsíða 12
flSIE er ódýrasta blaðið ég þó þaB fjöl- ireyttaita. — HrlngiÍS i t'áma lili ®K gerist áskrifendur. Þeir, tem geiast kaupendur VÍSIS eftli 18. hvers mánaöax, fá blaSiö ókeypis tU máaaSamoia. — Sínd 1886. Fimmtudavinn 3ð. desember 1954. Myndarlegar brennur íþrótta- fétaganna á gamlárskvöld. Foreldrar og aðrir aíl.*ií gefl ganmi að Iieliiiatilbiiiiiiiii stprengluiit o.þ.li. íþróttafélögin í Reykjavík gang .ttst fyrir tveim miklum brennum tiér I bæ annað kvöld. VerSa brennur þessar á sönui stöðum og í fyrra, en þá þóttu "iþær takast mjög vel og voru til- :komumiklar. Önnur brennan verður á knattsþyrnuveílinum fyrir neðan Háskólann, en hin á mótum Sigtúns og Laugarnesveg- -ar. Þá hefur lögreglan leyft smærri nrennur í bænum, en með því ikilyrði, að leitað verði sam- tbykkis hennar um staðaval, og • enn fremur verður einhver full- •orðinn maður að vera umsjónar- tenaður brennunnar og óbyrgur fyrir henni. Gert er ráð fyrir, að 6álin verði tendruð um kl. 11, og sná því vænta þess, að enn logi oglatt þegar gamla árið kveður. Rétt er að taka fram, að kín- ' verjar, púðurkerlingar og sprengj uir eru með öllu bannaðar, og þar af leiðandi upptækar livar sem tjþeirra verður vart. Hins vegar er ekki amast við flugeldum og ölysum, sem menn hafa til há- tiðabrigða. Um ldnverjana og ’lþess konar uppáfinningar er það að segja, að þetta hefur yfirleitt :frekar verið til hrellingar og farekkja, og getur auk þess ver-| ið stórháskalegt, og er það þess vegna bannað, eins og fyrr seg- :ir. £r foreldrum og öðrum að- standendum unglinga bent á, að ;ýefa gaum að slíku, ekki sízt íieimatilbúnum sprengjum o. þ. sem geta verið stórhættuleg- ar. Er yfirleitt slcorað á altnenn- ing að reyna að forðast allt það, sem valdið getur tjóni á tnönnunj og jnannvirkjutn. •Þá skorar lögreglan á foreldra að gæta þess að láta ekki smá- börn vera eftirlitslaus á götum bæjarins fram eftir kvöldi eða nóttu. Gerá má ráð fyrir, að útvarpað verði frá brennunum tveim, sem að framan getur, líkt og gert var í fyrra. Höfðingleg gjöf til barnaspítala. í gær var barnaspítalasjóði irlringsins færð minningargjöf upphæð kr. 14.479,12. Gjöf þessi er til minmngar um Helgu Helgadóttur frá Hamri, Gaulverjabæjarhreppi, gefin af nánustu ættingjum öennar. Fyrir þessa höfðing- .[egu gjöf þakkar Kvenfélagið Hringurinn innilega og óskar .gefendum farsæls komandi árs. Ingibjörg CI. Þorláksson. (formaður). Cbartreslist og klessulist. Eftirfarandi fyrirspurn er blaðið beðið að koma á fram- færi frá „útvarpshlustanda og gömlum Chartres-fara": „Mér lék hugur á að hlýða á erindi Valtýs Péturssonar málara á þirðjudagskvöldið, en þar sagði hann frá för sinni til Chartres og heimsókn í dómkirkjuna fögru þar. Fyrir- lesarinn gaf í sltyn, að hann hefði verið svo stórhrifinn af heimsókninni í kirkjuna, að hann hafi vart verið mönnum sinnandi á eftir — og er það gott. En í því sambandi langar mig til að vita eftirfarandi: Samræmist það lofi hans um klessulistina að lofsyngja svo j það, sem er alger andstæða hennar, og klessumálarar reyna yfirleitt að troða ofan í svaðið, er þeir treysta sér til? Eg trúi því ekki, að listmál- arinn neiti að svara, því að honum hlýtur að vera eins mik- ið áhugamál að taka af öll tví- mæli í þessu efni og mér og fleiri að hann villi ekki á sér heimildir.“ Bandaríkjamenn ætla að leggja Júgóslavíu til nægar hveitibirgðir fram að næstu uppskeru. Stofnunín FAO hefir ákveðið að senda þangað 150.000 lestir til viðbótar og sjá Bandaríkja- metm Jugoslaviu þar með fyrir 435,000 lesta þvcitis á þessu fjárhagsári. Asiuráðstefnan mikið rætkL iSoðift é ráftsn geðþótta kommúnista ? Einkaskeyti frá AF’. London í morgun. Blöðunum í morgun verður tíð-j arætt um hina fyrirhuguðu Asíu- .ráðstefnu, sem samkomuiag varð utm á ráðstefmmni í Jakarta, a'ð | ’boða til, en hún verður haldin í 'jpríllok, og gert ráð fyrír, að ■úana sitji 25 þjóðir. . Samkomulag varð um að bjóða. hinu kommúnistiska Kina (en •■ebki stiórn þjóðernissinna á For mósii) að sitja ráðstefnuna og Japan, Norðiu- og Suður-Viet- nam, en ekki N'orður- og Suður- Kóreu, Tsrael og Tyrklandi, cn ekki Ástralíu og • Nýja Sjálandi. Yirðist blöðumun, sem hér hafi verið farið i simiu eftir því, hvað menn telji kouuinistum geðfellt. Yfirlýst inark ráðstefminnar er, að vinna að héimsfriðinum og þá einkum hvað - Asiulönd geta ■lagt til málana. Póstur verður Dráttur á eyduMaða Skattstofunnar. En ,,jólaglaðnmgurinn“ kemur — þótt seint verði. Nokkur dráttur verður á úí- sendingu framtalseyðublaða Skattstofunnar að þessu sinni og stafar hann af breyttu fyrir- komulagi á skipulagi manu- talsins sem framkvæmt verð- ur í ár. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefur aflað sér hjá Síðastliðinn mánudag varð Þorsteinn Þorsteinsson póstur úti á fjallveginum milli Pat- reksfjarðar og Barðastrandar. Þoi’steinn fór frá Patreks- firði kl. 9 á mánudagsmorgun- inn með tvo hesta. Þungfært var á fjallinu en veður gott. Þegar fólki á Barðaströnd tók | að lengja eftir póstinum var hafin að honum leit og' fanst hann ásamt hestunum á heið- inni. Hafði Þorsteinn tekið of- ' skattstjóranum í Reykjavík, an af liestunum og' búið um sig Halldóri Sigfússyni, stendur og var örendur er að var komið. um þessar mundir yfir víðtæk Þorsteinn var 51 árs að aldri breyting á manntalsskipulag- og hafði verið póstur á þessari inu, sem Hagstofa íslands leið í 25 ár. ! gengst fyrir. Versta veður í öllum nærsveitum í morgun. Ofært öðrum en snjóbílum yfir Hdtavörðiíheföi. í morgua var vonzkuveður í öllum nsersveituni Reykjavíkur og einnig austanfjalls og miklar líkur til að fserð á vegum spilltist til niuna. Þegar Visir átli tal við Vcga- málaskrifstofuna um kl. IÖVj i morgun voru ekki neinir bílar komnir austan úr Árnessýslu, en umferðin er öll nm Krýsuvíkur- leið sem stendur. Var þá vonzku- veður á allri leiðinni, mikil snjó- koma og veðurhæð að sama skapi. Vegamálastjórnin hefur stórvirk tæki ó veginum til hjálpar ef þörf krefnr. Áústiir- i sýslurn var skafbylur í gærkvetdi og í nólt og talið að færð hafi spillzt víða, einkum i upsveitum. Var nýlega húið að ryðja.-vegi þar sem færð var verst orðin áður, en það var í Grímsnesinu og Biskupstungun- um, en nú er búist við að færðin hafi spillzt þar að nýju. Mosfellsheiðin var talin ófser í morgun. í Fornahvammi i Norðurárdal var aftakaveður í morgun og eins og veður geta verst orðið þar um slóðir. Er Holtavörðuheiði nú með öllu ófær venjulegum bílum og samfelld snjóhella kom- in 'atlt norðan úr Hrútafirði og niður íyriir Fornahvamm. í síð- ustu áætiunarferð Noi'ðurleiða varð að flytja farþega, farangur og póst með 'snjóbíl norður yfir heiði, og gert ráð fyrir að slík- nm flutningum verði að halda si- fraxu fyrst um sinn ef færð batn- ár ekki til stórra muna. 1 dag var áætlunarbill á leið suður frá Sauðárkróki, en eins og veðri var háttað i Forna- hvammi i morgun, var ekki tátið viðlit að senda snjóbilinn ó móti honum nema það færi til muna batnandi. Helgi í Leirhöfn sextugur. Akureyri í rnorgun. í dag er Helgi Kristjónsson bóndi í Leirhöfn á Melrakkasléttu sextugur. Helgi i Leii’höfn er landskunn- u r maður fyrir margra hluta sak- ir. Gegnir hann fjölmörgum trúnáðarstörfum fyrir hérað sitt og sveit og hefur m. a. átt sæti á Rúnaðarþingi i fjölmörg ár fyr- ir Norður-Þingeyinga. Þá er leður- og húfugerð Helga í Leirhöfn löngu landsþekkt, en þar liefur Helgi framteitt skíða- og skjólhúfur ýmiskonar, lianzka og vettlinga og hafið þannig ein- stæðan iðnað i sveit. Helgi er gáfumaður og höfð- ingsmaður í lund og gestrisni hans er viðbrugðið. Helgi hefur um mörg ár safnað bókum og sjúlfur bundið þær flestallar í traust og fagurt skinnband. Mun sennilega enginn xnaður i sveit, þegár imdan er skilinn Þorsteinn sýshimaður í Dölum, eiga þvílikt bókasafn sem Helgi. En nýlega heliui' Helgi ónafnað Norðui-- ,|L:; Þingeyjax’sýslu bóiaeign siná’og ei' það vérðmœt og ttöfðingleg ’gjöf. Þessi breyting hefur að sjálf- sögðu ýmsa byrjunarörðugleika í för með sér og veldur í ár óvenjulegum töfum. Af þeim sökum verða og manntals- skrárnar , allmiklu síðbúnarí í ár en verið hefui’ um undan- farixi ár.. Um margra ára skeið að undanförnu hafa framtalseyðu- blöð Skattstofunnar í Reykja- vík vgrið send út í desember- mánuði og útburði þeirra venjulega verið lokið fyrir jól. En nú mun það langur dráttur verða á útsendingunni að hún hefst varla fyrr en seinni hluta janúarmánaðar, enda eru manntalsskrámai' undirstaðan fyrir útsendingu framtalseyðublaðanna. Skattstjóri kvaðst harma það, að Skattstofan skuli að þessu sinni ekki hafa sent út sinn árlega og venjulega „jóla- glaðning“ í tæka tíð og með því hafa valdið fjölda góðra skattgreiðenda vonbrigðum. En hinsvegar hvað hann borgar- búa þurfa engu að kvíða með það, að þetta „ágæta blað“ kæmist í hendur þeirra áður langir tíma líða og þá væri um að gera að láta hendur standa fram úr ermum við skattfram- tölin. Hæsti visíningur 50 þús. kr. Hsesti vinnhigurínn í happ- drætti íslenzkra getrauna verð- wr 50 þúsund kdónur. Vinningaskrá 1 vei’ður birt upp úr áramótunum, enda ékki hægt fyrr, þar sem um 50 Kol liafa undanfama daga félög úti á landi hafa enn ekki ‘ verið skönuntuð 'í Eeykjavík gert . skil. En vinningaskráin ^ vegna þess að skipið, seui átti vei’ður sem sagt birt bi-áðlega, j að koma með kol íyrir jól, eða eins fljótt-og unnt er. — ‘fórst í Norðursjó. Vinniagar eru axmars alts 201,! Skönuntunin • hefur verið ISÍóg koi strax eftir áramét. María Markan syngur í Caváiferia Rusticana. Frú María Markan mun syngja sem gestur hlutverk Santuzzu í Cavalleria Rusti- eana 2. og 5. janúar næstkom- andi í stað Guðrúnar Á. Sím- onar. Af tilefni þessa ræddu blaða- menn við frú Maríu Markan og Guðlaug Rósinkranz Þjóð- leikhússtjóra í gær. Kveðst frúin fagna því að fá að syngja í óperu á íslenzku leiksviði og á íslenzku, en hún hefur sungið möi'g ópei'uhlut- verk ei’lendis, í Þýzkalandi, Englandi, Danmörku og Ame- ríku. Sagðist hún hafa fylgzt með æfingum á óperunum hér í Þjóðleikhúsinu í vetur og sagðist hún geta fullyrt, að söngvarar, sem þar kæmu fram, hefðu raddir á heimsmæli- kvarða og hljómsveitin væri sérlega góð. „ Þjóðíeikhússtjóri kvaðst fagna því, að frúin skyldi geta komið því við að syngja hér áður en hún fer vestur, en hún fer innan skamms. bundin við þrjá poka, én koks hinsvegar verið óskammtað. Strax upp úr helgi eru vænt- anleg tvö kolaskip frá Póllandi og það þriðja um miðjan jan- úar. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.