Vísir - 04.01.1955, Blaðsíða 5

Vísir - 04.01.1955, Blaðsíða 5
In-iSjudagiiin 4. janúái'. 1955 . 'Wftl*. ^ Frú María Marfcan í „Cavalleria Rusticana“, ádéiiiaríkt íz omandi ár. j^öll fifrir ídna ánJ>. •• j H.f. Olgerðin Egíll Skallagrímsson Herlög i Panama eftír morðið á Remon forseta - Yfir 40 manns handteknir. - Á sunnudagskvöld kom frú María Markan fram í hlutverki Santuzzu í „Cavalleria Rusti- cana“, í stað ungfrú Guðrúnar Á. Símonar. Er frú María ráðin til að syngja hlutverkið í ann- að sinn á miðvikudagskvöld. Það er ekki til neins að reyna að gera samanburð á þessum ágætu söngkonum, svo ólíkar eru þær bæði að rödd og útliti. Nægilegt er að geta þess, að frú María brást ekki þeim von- um, sem menn hlutu að gera til hennar, sem til skamms tíma var eina óperusöngkona ókkar þjóðar. Muau þó fæstir Islendingar hafa séð hana fyrr á óperusviði. Hún söng, svo sem kunnugt er, við vaxandi orðs- tír í Glyndesbourne-óperunni í Bretlandi undir stjórn Fritz .Buschs, og síðar fluttist hún til Bandarikjanna og söng þar í Metropolitan-óperunni í New York. Eru nú nolíkur ár síðan Hún kvaddi óperuna, að minnsta kosti um tíma, en frammistaða hennar í Þjóðleikhúsinu sann- ar, að óperan er hennar réttij vettvangur enn serh fyrr. Styrkur hennar er hin fagra og sviðmikla rödd og afbrágðs- þjálfun, samfara mikilli söng- vísi og ríkum leikhæfileikum. 'Komu leikhæfileikar hennar Ibezt fram í framúrskarandi 'svipbrigðum og eðlilegum hreyfingum. Hámarki náði söngur hennar •svo sem vænta mátti, i bæn- inni í lok fyrra atriðis, og var henni að loknu atriði innilega fagnað. Einnig í leikslok mátti ségja með sanni, að „fagnaðar- látum ætlaði aldrei að linna“. Er það í sjálfu sér engin furða, þar sem í hlut á jafn-vinsæl og hugnæm listakona, ekki sízt þar sem meðferð hennar á þessu fyrsta óperuhlutverki hennar á íslenzku leiksviði var með af- brigðum sönn, fögur og hnit- miðuð. Sýningin í heild tókst betur en á frumsýningu, og hefur |öllum þátttakendum vaxið ás- megin. Hið sama má segja um fyrri óperuna, „I Pagliacci“. Þar hefur einkum Þorsteinn Hannesson „sungið sig upp“, svo að raddskrúð hans glitrar nú fegurra en fyrr. Húsfylli var sem endranær og allir í hátíðaskapi. B. G. Kunnur píaitófeíkari leðcur á Akureyri. Ervin Laszlo, sem er álitinn einn af efnilegustu yngri píanó- leikunun Bandaríkjanna, er væntanlegur hingað til lands í þessari viku á leiS til Evrópu og mun hann fara til Akureyr- ar og halda þar tónleika. Hann kemur hingað um leið og fiðlusnillingurinn Isaack Stem, sem heldur tónleika í Reykjavík um sama leyti. Með komu sinni hingað hefur Laszlo tónleikaferð um Evrópu, -sem standa murí í samtals þrjá mánuði og í þeirri ferð mun hann leika í mörgum helztu höfuðborgum Vestur-Evrópu. Enda þótt Laszlo sé mjög ungur að árum, aðeins 22 ára, hefur hann þegar getið sér mikinn orðstír sem píanóleik- ari og eru nú talinn vera einna •fremstur í flokki yngri píanó- leikarar Bandaríkjanna. Hann hefir haldið tónleka víða um lönd. -----♦------- Forsetinn flutti ræðu á nýársdag. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, flutti útvarpsræðu til þjóðarinnar á nýársdag, eins og venja hefur verið. Þvi miður barst ræða hans svo seint í skrifstofu Vísis, að þess er enginn kostur að birta hana. Forseti ræddi m. a. um ferða- lög sín og forsetafrúarinnar til Norðurlanda í fyrravor og liinar glæsilegu viðtökur, sem þau hvar vetna fengu. — Síðan kom for- seti víða við, ræddi m. a. um ís- lenzka menningu og nauðsyn sam starfs sveita og kaupstaða. Ræða forseta var hin áheyrilegasta, eins og vænta mátti. -----•------- • Yfirmaður lierforingjaráðs Júgóslavíu, segir i bréfi, sem birt hefir verið í Borba, höfuðmálgagni stjórnarinn- ar í Júgóslavíu, að milli sín og Titos forseta sé engin deilumál, sem ekki sé auð- velt að jafna. Bréf þetta hefir vakið milila athygli. Einkaskeyti frá ÁP. London í morgun. Herlög hafa verið sett í Pan- ama eftir morðið á Remon for- seta, sem mýrtur var í fyrradag. Yfir 40 menn hafa verið tekn- ir liöndum, þeirra meðal tvær konur og fyrrverandi rikisfor- seti, sem að vísu var sannanlega í mikilli fjarlægð, er árásin var gerð. Grunur virðist þá liafa kviknað um, að stuðningsmenn hans liafi mýrt Remon forseta. í fyrstu var sagt, að flokkur manna liefði gert skotárás á forsetann og fylgdar- lið hans úr launsátri, en i siðari fregnum er forsetinu liefði verið viðstaddur veðreiðar. Hanu lézt af skotsárum i sjúkrahúsi í fyrra kvöld, og féllu tveir menn af liði hans, en nolckrir særðust. Blaðið Daily Herald í London leiðir athygli að mikilvægi þess, að friður haldist og öryggi i Panama, vegna þess að um Pan- amaskurðinn er alþjóðasiglinga- leið, sem sé öllum heimi pg eink- anlcga frjálsu þjóðunum mikils virði. Blaðið víkur að því, ð rót- tækir menn hfi hert baFáttu sína gegn stjórnarvöldum margra Mið- og Suður-Ameríkulýðvelda, með tilstuðningi kommúnista, og telur ekki útilokað, að hér hafi verið að verki menn, sem fjand- samlegir séu Bandarikjunum. Af opinberri hálfu í Panama hefur verið sagt, að hafi hér vér- ið um tilraun uð ræða til þess að steypa stjórninni, þá hafi húa mistekist með öllu. • Daily Mail í London ræðér járnbrautardeiluna í morg- un og segir, að það sé rétt- lætiskriafa, að kjör járn- brautarmanna verði bætt, því að þeir hafi mun lægrs kaup en aðrar stéttir, og verði að fiuna fé til kaup- liækkunar. • Níu hermdarverkamenn gáfust upp á Malakkaskaga nýlega, þeirra meðal for- sprakkar, sem lengi hefLp verið reynt að handsama. Ðregið í 1. flokki 10. janúar, annars 5. hvers mánaðar. Verð miðans: 10 kr. Endurnýjun 10 kr. Ársmiði 120 krtfnur. Kaupið miða hjá næsta umboðsmanni. Öseidum miðum fækkar ört. Enn fjolgar vinningum í Vöruhappdrætti S.Í.B.S Með árinu 1955 bætast við 1000 nýir vinningar að f járhæð kr. 200,000,oo án iþess að miðum fjölgi eða verð þeirra hækki. Ails vérða á boðstólum á árinu í Hæsti vinningur er 150 ÞÚSUND KRÓNUR, aukþess 11 vinningar á 50 þúsund krónur 21 vinningur á 10 þúsund krónur 56 vinningar á 5 búsund krónur og 6911 vinningar frá 150 tii 2000 krónur. VORUHAPPDRÆTTI S.I.B.S. 7000 vinningar að f járhæð 2 milljónir og 800 þús. kr. Gleðiiegt nýár, þökk fyrir viðskiptin á lidha árinu Umboðsmenn happdrættisins í Reykjavík og Hafnarfirði: S.Í.B.S., Austurstræti 9. Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26. Verzl. Roði, Laugavegi 74. Carl Hemming Sveins, Nesvegi 51. Emilia Þorgeirsd., verzl. Pfaff, Skólav.st. Hreyfilsbúðin, Kalkofnsvegi. Kópavogsbúðin, Kópavogi. Bókabúð Böðvars B. Sigurðs.s., Hafnarf. Happdrættið iætur hinn vaxandi fjölda viðskiptavina njóta hagnaðar af þeim tekj- um, sem stóraukin viðskiptavelta gefur og fjöigar vinningum og hækkar þá, ár frá ári, án þess að verð miðans hækki. Skattfrjálsir vinningar Aðeins fteilmiðar útgefnir Síðan happdrættið tók til starfa 1949 hefur það greitt í vinninga alls: 8 milljónir og 650 þúsund kr., sem skiptisí í 28 þús. vinninga Þessi mikla fjárliæð hefur lagt tryggau grundvöll að efnalegri velinegun margra manna. Freistið gæfunnar í. Vönéapptirætti S.Í.B.S. >

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.