Vísir - 18.01.1955, Blaðsíða 7

Vísir - 18.01.1955, Blaðsíða 7
!Þriðjudaginn 18. janúar 1954 VÍSIR IIIKÐ klmkir oa JERE WHEELW'RIGHT — ÞÚ átt þó ekki við, að við sitjum fyrir hraðboða drottn- ingarinnar?“ v Francis horfði á hann sem furðu lostinn, og huldi svo andlitið í höndum sér, og hló svo að hann hristist allur frá hvirfli til ilja. — Herra minn og vinur, sagði hann loks, er hann fékk mælt, ráðið og Hennar Hátign, hafa mikinn áhuga fyrir að hafa tal af þér, og spyrja þig spjörunum úr um smáræði eins og land- ráð, innbrot í ríkisfangelsi, árás á liðsforingja drottningarinnar, og um morð á njósnara þeim, sem þeir mátu mest allra? Og nákvæmlega fyrir fógetanum, þeoar grunur hans er vakinn og hann fer að elta okkur uppi. John varð nú gripinn óþolinmæði og reyndi að knýja hestinn áfram, en klárinn gekk upp og niður af mæði eins og smiðju- belgur. — Það má mikið vera, ef helvítis jálkurinn springur ekki af mæði þá og þegar. Þvi keyptum við ekki hesta í Staines? Þá þyrftum við ekki að notast við þessar húðarbikkjur. Já, við hefðum þurft að ná í góðhesta. Nú eigum við á hættu, að okkur verði ekkert gagn að því, að hafa róið upp ána, til þess að stytta okkur leið. — Kaupa hesta, sagði Francis háðlega. — Hve nær hefirðu keypt hest upp á eigin spýtur? Eg veit ekki betur en að við þremenningarnir Anthony, Ambrose og eg, höfum annast öll viðskipti fyrir þig. Og við fórum okkur ekki að neinu óðslega, því að við vissum að aurarnir myndu koma úr buddu þinni, og við gátum í rólegheitum athugað alla þá gæðinga, sem völ var á, og valið úr þann bezta? En þú heldur þó ekki, að maður geti staðið í hrossakaupum, þegar sendimenn drottningar eru á hælum manns? Og í hvaða sveitaþorpi heldurðu, að þú getir fengið keyptan hest, sem væri betri hlaupari og þolnari en reiðskjótar hraðboða drottningarinnar? Og minnstu þess, að hraðboðar hennar geta skipt um hesta víða. Já, jafnvel þótt hann yrði fyrst að fara til Bristol og afhenda fógetanum hand- tökuheimildirnar, meðan við styttum okkur leið þvert yfir byggðirnar. — En fari í heitasta, fer ekki annar eins'tími i það að kaupa hesta í Reading, og' þá eigum við það yfir höfði okkar, að helv. hraðboðinn komi og -—“ — Svo þú ert farinn að sannfærast um það, lávarður minn, að við getum ekki orðið á undan honum?“ — Ert þú að gugna — eða hvað? Láttu mig þá ríða áfram og getur þú þá orðið eftir? Francis lét sem hann heyrði þetta ekki og riðu x. eir áfram samhliða. Eftir stutta þögn tók Francis til máls: — Veiztu það, lávarður minn, að við erum nú staddir á sama veginum, sem hraðboðar drottningarinnar nota, er þeir fara vestur? Eg vissi þetta og þess vegna sagði eg smyglurun- um, að setja okkur á land í Staines frémur en í Windsor eða jafnvel Reading. Hraðboðinn mun ekki hafa lagt af stað fyrr en við vorum lentir, svo framarlega sem eg hefi ekki reiknað allt skakkt út um gerðir ráðsins. Eg þori að veðja við þig og leggja gullkeðjuna, sem þú gafst mér gegn pottlokinu skítna, sem þú hefur á höfðinu, að þeir leita nú að okkur í hverjum krók og kima í hafnarhverfunum í London eða þá í hverfum hafnar- bæjanna við Ermarsund. Þeim er ekki sérlega mikill fengur í Ann og pabba hennar, nema til þess að nota þau til þess að fá þig til að gefast upp, en hvers vegna skyldu þeir þá senda handtökuheimildimar til Bristol fyrr en í dag? Fári hraðboðinn hratt yfir ætti hann að vera um það bil að koma til Staines núna, og þegar hann fer hér um gæti hugsast, að hánn ætti eftir að komast að því, að við bíðum hér eftir honum?“ M ilkymmumg frá Míenntamálaráði íslands 1) Um ókeypis för. í febrúar- og júlímánuði n.k. mun menntamálaráð út- hluta nokkrum ókeypis förum með skipum Eimskipa- félags íslands til fólks, sem ætlar milli íslands og út- ianda á þessu ári. Eyðubiöð fyrir umsóknir um för fást í skrifstofu ráðsins. Ekki verður hægt að veita ókeypis för því námsfólki, sem kemur heim í leyfi. — Ókeypis för til hópferða verða heldur ekki veitt. 2) Um fræðimannastyrk. Umsóknir um fræðimannastyrk, sem veittur er á fjár- lögum 1955, verða að vera komnar tii skiúfstofu mennta- málaráðs fyrir 1. marz n.k. Umsóknunum fylgi skýrslur um fræðistörf umsækjenda síðast iiðið ár og hvaða fræðistörf þeir ætla að stunda á næstunni. 3) Um styrk til náttúruíræðirannsókna. Umsóknir um styrk, sem menntamálaráð veitir til nátt- úrufræðirannsókna á árinu 1955, skúlu vera komnar til skrifstofu ráðsins fyrir 1. marz n.k. Umsóknunum fylgi skýrslur um rannsóknarstörf umsækjenda síðast liðið ár og hvaða rannsóknarstörf þeir ætla að stunda á þessu ári. IJTSALA Restir af kápum seljast fyrir hálfvirði. Ameriskir kjólar frá kr. 295. Sigurður Guðmundsson, Laugavegi 11, sími 5982. Félag íslenzkra hljóðfæraieikara FUNDUR verður haldinn í Tjarnareafé, uppi miðvikudag 19. jan. kl. 1. Fundarefni: Kaupgjaldsmál. Stjórnin. Á kvöldyökunni. Gömul og auðug ekkja hafði nýlokið við að gera erfðaskrá sína, en hún átti aðeins tvo syni, og var umhugað um að hvorugur þeirra yrði órétti beittur við arfsúthlutunina. í einni grein erfðaskrárinnar seg- ir svo: „Eignir mínar skulu skiptast i tvo álíka stóra hluti. Eldri sonur minn skal skipta eignunum, en yngri sonurinn hefir rétt til að ákveða hvorn. hlutinn hann velur sér.“ Starfsmaður kom á skrifstof- una eftir viku fjarveru og for- stjórinn spurði: „Jæja, og hvað hafið þér yður nú til afsökunar?" „Eg hefi verið veikur, herra forstjóri.“ „Hafið þér læknisvottorð upp- á það?“ „Nei, herra forst.ióri .... í þetta sinn hefi eg raunverulega. verið veikur.“ Ungur leikari og mikið kvennagull kom áhyggjufullur til vinar síns og sagði: „Eg veit ekki mitt rjúkandi ráð, hvað á eg að gera? Eg hefi fengið bréf frá einhverjum eiginmanni, sem hótar mér öllu illu, jafnvtl morði, ef eg taki mig ekki á og láti konu sína í friði.“ „Láttu hana þá í friði,“ ráð- lagði vinur hans. „Varla getur hún verið þér svo mikils virði, að þú hættir lífinu fyrir hana.“ „Nei, auðvitað ekki ,en hvern- ig á eg að vita hver hún er, þessi mannskratti hefir ekki sett nafn sitt undir brefið.“ Á myrkri hliðargötu var einn heldri borgari skyndilega. stöðvaður af tveim skuggaleg- um mönnum, sem báðu hann um að lána sér fimm aura. Manninum létti er hann heyrði hve kröfur þeirra voru hógværar, og gat ekld varizt því að spyrja, hvað þeír ætluðu eiginlega að gex-a við fimmeyi'- ing. „Það skal eg segja yður. herra minn,“ svai'aði annar mannanna. „Við höfum komið oklcur saman um að kasta um það hlutkesti, hvor okkar eigi að fá úrið yðar og hvor okkar peningaveskið.“ Surnuaks, — TARZAN — 17,0 Maim.æturnar höfðv.-leJirið Tarzan, . • Har" urxáSi.eiííhvað, en beið.svp í kofanum mælti Tarzan við með'- Hiim-. svaraöi: „Kpnaix min veij- hþndiun, en apinn Zutag sá, hvað .. ekki bofema-, heldúr hentist af fanga sinn: Þáð verða víst hátíða- ekkert um Örlög míri. Hún hvaxi fram fór/ , ;íp. ■> stað. '. . ... höld í.kyöld.“ ..; ..._. fyrir npkkxyim yikiim. ;.JSg. .heitj; Stoi'b.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.