Vísir


Vísir - 04.02.1955, Qupperneq 4

Vísir - 04.02.1955, Qupperneq 4
VÍSIR Föstudaginn 4. febrúar 1955 'A Einn á fleka V; Landtaka á 115. degi. Ebi erfiðSeikar og hisndraBiir urðu þó á vegi Wiliis. Flekunn ú uð geyma á íérsíoku safni. Þegar ég hafði siglt fleka mínuni, „sjö litlum systrum“, 6400 mílna leið á hinu mikla kyrrahafi, náði ég loks eftir 16 vikur til ákvörðunarstaðar- ins á Samoa-eyjum í hjarta Polynesiu. En það kom í ljós, að ekki var auðvelt að ná landi. Sár- ustu vonbrigðin biðu mín í nánd við Tutiula, stærstu eýna í amerísku Samoa-eyjum. Eg var tilneyddur að fara framhjá amerísku Samoa-eyj- um og sigla til brezku Samoa- eyjanna — og varð jafnframt að sigla 700 mílur í viðbót til Fiji-eyja — þegar mér loks barst sú hjálp, sem ég þurfti til þess að-geta lent. Eg varð ætíð að halda mig norðanvert við eyjamar, því að sunnanvindarnir hefðu áreið- anlega hrakið mig í strand, ef ég hefði siglt sunnan við þær. Og ég varð að finna eitthvert op á skei^jagörðunum — og það var vandamálið mesta. Eg hafði siglt alla leið frá Pallav í Peru til þess að ná hingað. En síðasti spölurinn, sem var aðeins nokkur hundruð metrar, virtust loka öllum leið- um fyrir mér. Landsýn. Klukkan 6.15, síðdegis, 11. október, kom ég auga á Samoa- eyjuna Tau — og það var fyrsta landsýn eftir að ég sigldi frá Flint-eyja 18. sept. Verið gæti að ég gæti tekið land einhvers staðar á ströndum Tau. Nóttin íól hana sýnum hálfri stundu síðar, en ég gerði ráðstafanir til að uálgast hana daginn eftir. Þegar morgnaði hafði vind- ur aukizt töluvert og skýja- bólstrar hrönnuðust upp á him- inhvolfið. Eg vissi, að nú vai' erfitt verk fyrir höndum, þvi að rifin verja eyjarnar vel. En ég gerði mér vonir um að fá hjálp til þess að finna leiðina til lands. Hugsast gat, að ég gæti sent út skeyti, sem einhver gæti tekið við í lítilli fjarlægð. Eft- ir 27. sept., þegar ég fór yfir 160. lengdarbauginn — en þá voru Samo-eyjar í 600 mílna fjarlægð — hafði ég sent út boð um að ég væri að koma, og óskaði eftir að bátur yrði sendur móti mér, til að leið- beina mér. Nú var ég 5 mílna leið frá Tau, en enginn bátur var sjá- anlegur og engin flugvél. Að líkindum hafði enginn tekið við boðunum frá mér. Kl. 7.45 reyndi ég að kalla á einhverja stöð, tilgreindi hvað langt frá Tau ég væri staddur og sagðist þurfa aðstoð við að lenda. Vindur jókst enn. Mér mið- aði lítið. Um kl. 11 var ég mjög næi'ri Tau. Hin rauðu rif virt- ust umlykja ströndina gersam- lega. Nei, þarna voru engin tök á að lenda, það gat eg séð. Eg varð að reyna v.ið Olosega; það var næsta eyja og aðeins sex mílur undan. Kóralrif og mikið brim. Eg nálgaðist Olosega og sá brátt, að rifin umhverfis hana voru mjög há. Sjór var mikill og brimið lamdi skerjagarðinn. Eg sigldi mjög nálægt, í þeirri von að ég fyndi einhvers stað- ar vör eða. lag — ég hef líklega verið aðeins 300 metra frá landi — en.hvergi var þurrð á skerj- um og brimi. Eg sigldi nú til annarrar eyj- ar, Ofu að nafni, og hprfði á þverhníptar strendurnar, skógi vaxnar eins og annars staðar. Hátt uppi á fjalli sá ég reyk stíga til himins. Það var fyrsta lífsmark sem ég sá á Samoa- eyjum. Annað lífsmark sá ég ekki. Og enga leið sá ég til að nálgast strendur eyjarinnar. Tutuila var næsta eyjan og hin síðasta af amerísku Samo- eyjunum og þótti mér gott að hugsa til hennar. Eg sagði við sjálfan mig að ég væri nú kom- in svo langar leiðir um Kyrra- haf, að eg þyrfti ekki að láta mér finnast, til um 55 mílur í viðbót. Kl. 9.15 árdegis, 13. október, kom ég auga á Tutuila nokkuð til hlés. Eg stefndi á hana og sendi þangað út kall með sendi- tæki mínu, lýsti því, hvar ég væri staddur og bað um bát og leiðsögu. Síðan lagði ég senditækið til hliðar. Eg sá hvorki bát né flugvél svipast eftir mér. Eg trúði þó ekki að neinn hefði heyrt þetta boð mitt, frekar en þau, sem ég áður hafði sent. Eg sá í hendi mér, að ég yrði sjálfur að finna lendingarstað. En á brezku eyjunni Rara- tonga, 650 mílur til suð-aust- urs, sat maður, Doug Cunnold að nafni, og hlustaði í tæki sitt. Hann gerði það, sökum þess, að eftirrit af bréfi konu minnar hafði borizt til annars útvarps- manns, en hann. hafði beðið Cunnold að yera á verði eftir boðum frá mér. Það var því fyrir aðstoð Cunnolds, að boð bárust til Pago Pago, sem er borg á Tutuila. En þar voru forráðamenn að undirbúa leit að mér. Erfið ferð tii latuls. Þegar á daginn leið átti ég erfiða ferð meðfram ströndum Tutuila. Það var hvasst og þungur sjór. Eg sá ekkert merki um líf nema nokkur Ijós um nóttina. Eg ákvað að gefast upp. Ég sneri frá Tutuila. Eg gat hvergi. lent á amerísku Samoa-eyjun- um. Eg varð að halda förinni áfram — fara lengra. Eg þurfti nýja áætlun og þegar í dögun gerði ég roér hugmynd um norðurströnd næstu eyjar, 36 mílum frá Tutuila. Kl. 8 árdegis kom ég auga á hana. Ef nauðsyn krefði gæti eg lagt flekanumvið stjóra rennt út eintrjáningsbát mín- um og fengið síðan landsmenn til þess að hjálpa mér til að koma „sjö litlum systrum“ á land. Ef þetta reyndist ókleift ætlaði ég að hálda áfram til Fijieyja. Eg var rétt að leggja frá mér rakstrartæki mín, er mér var af hendingu litið til auaturs, í áttina til Tutuila. Sá ég þá dep- il á hafinu — það var skip. Eg ætlaði ekki að trúa mín- um eigin augum. Voru enn til skip í heiminum? Þetta var fyrsta skipið, sem ég hafði séð — og raunar hið eina áreiðanl. merki um mannlegt líf, í 114 daga. Tíu mínútum síðar varð það augljóst, að skipið stefndi til mín. Áður en aðrar 10 mín. væri liðnar gat ég greinilega séð í sjónaúka, að skipið hafði ameríska fánann uppi. Einhver hafði þá samt sem áður heyrt til mín. Síðar komst ég að því, að skipið hafði leit- að mín því nær eins kappsam- lega og ég hafði leitað að lend- ingu. Þetta var lítið skip í eigu stjórnarinnar og hét Manua- Tele. Eftir þetta gerðist margt sam stundið. Þrír Samoa-sjómenn steyptu sér í sjóinn og syntu með taug yfir að flekanum, til að hjálpa mér við að festa hana. Við tókumst í hendur, er þeir höfðu klöngrast upp á flekann. Mörgum þykir* ástandið bágt í fangelsismálum okkar, en þó ©r það ekki betra víða út un? heim, þótt í stærri og efnaðri þjóðfélögum sé. Skal sögð af þessu óvenju- leg saga, sem birtist ekki alls fyrir löngu í amerísku blaði, og „leiksviðið“ er Nashville, ein stærsta borgin í Tennessee, sem er í suðurhluta Banda- rikjanna. Sú borg hefur verið hegningarhússlaus frá því í september, með þeim afleið- ingum, sem nú skal greina: ;:• Þeir, sem gerast brotlegir við umferðanieglur, hirða ekki um að mæta hjá dóm- ara og harðneita að greiða sektir. • Fyrrverandi afbrotamenn, sem flykkjast til borgar- innar, láta ekki skrá sig hjá lögifeglunni, og afbrotum hefur stórfjölgað. • Handtökum hefur fækkað úr 1300 á mánuði í 350 þrátt fyrir fjölgun afbrota. Þetta byrjaði allt með því, að hitakerfi fangelsis borgarinnar Eg minnist þess, að ég hugsaði hversu unaðslegt það væri, að geta tekið aftur í hönd á mann- legri veru. Augnabliki síðar synti þéttvaxinn Ameríkumað- ur líka þenna stutta spöl. Hann kynnti sig — hét dr. Dean Smith, var læknir frá Bing- hamton í New York-fylki. Var- hann í hnattsiglingu og hafði verið staddur í listisnekkju. sinni á höfninni í Pago Pago. Landstjórinn á amerísku Samoa-eyjum, Richard Barrett Lowe, hafði beðið lækninn að fara með leitarskipinu, ef ég skyldi þurfa á læknishjálp að halda. Eg var dálítið grennri en ég átti að mér, og sólbrenndur var ég, en ég var áreiðanlega stál- hraustur og leið vel. Klukkan var hér um bil 11 árdegis, er snúið var við og' stefnt til Pago Pago, sem var í 60 mílna fjarlægð. Þangað komum við rétt eftir miðnætti.. — kl, 1.30. Næsti dagur var 15. október. bilaði. Kom þá heilbrigðis- nefnd staðarins til skjalana, rannsakaði alla 300 klefa bygg- ingarinnar og gaf þá lýsingu á henni, að þar væri allt að fyllast af rottum og að kafna í ýmiskonar óværu. Skipaði nefndin svo fyrir, að byggingin skyldi sett í sómasamlegt lag eða lokað ella, og tóku dóm- stólar borgarinnar undir þetta. En nú leigir þæjarsjóður fang- elsið af sýslunni, og síðan hef- ur verið deilt um það, hver eigi að borga brúsann eða end- urbæturnár, og á meðan er allt lokað, en fangarnir voru reknir út. — Það, kom annars talsvert ás fyrirmenn borgarinnar, þegar einn þeirra fanga, sem út höfðu. verið reknir, kom aftur í fang- elsið og gerði kröfu til þess, að hann fengi að afplána refsingu. sína. Var skotið á fundi út af manni þessum, en að síðustu; neyddist lögreglan til að tjá honum með hryggð í huga, að hún yrði því miður að úthýsa honum. jVWVWWWWA/W/WWWWlWWWWrt/WTWVWryWWVWWW'.'W Lögreglan varð að hýsa glæpamanninum. Algert öngþyeiti í löggæzlu amerískar stórbargar. þetta, sem tók málstað þinn?“ „Hún gerði það ekki mín vegna. Hún taldi það réttlætis- mál,“ sagði Paul og brosti. „Gerði hún það!“ Frú Bliss vék nú máli sínu til Johns. „Og hvernig kom yður til hugar að Paul væri sekur?“ Hún hleypti brúnum. „Hr. Wetherill getur ekki verið vondur maður, hann hefir komið svo göfugmann- lega fram við Paul áður fyr. En hvers vegna fer hann að ljúga þessu á hann núna — hvemig stendur eiginlega á þessu?“ John sagði eftir stutta þögn: „Dóttursonur yðar heldur, að þetta sé eitthvað föður sínum viðkomandi. Segið okkur frá honum, Hvenær kom hann til Granger Falls?“ „Látum okkur sjé. Það var í desember 1929. En hann ætlaði sér ekki aðsetiast.að hjá-okkur. Það var svo mikil hríð, að hraðlestin var heilan dag veð- urteppt á brautarstöðinni hjá okkur. Og margir í bænum tóku þá farþega heim til sín.“ Þannig komst dóttii* hennar i kynni við Tom Reed. Hraðlest- in fór en Tom ílentist. Þau giftust svo bráðlega Nancy og Tom. „Við hjónin vissum aldrei hvaðan hann var; hann sagði Nancy allt um sinn hag en það varð að vera leyndarmál þeirra á milli, eða svo sögðu þau. Við treystum Nancy og létum þetta því afskiptalaust. Tom gerðist svo ljósmyndari í bænum okk- ar — það hafði áður verið tóm- stundavinna hans. Svo fæddist Paul, en læknamár gátu ekki bjargað Nancy. Tom var harm- þrunginn. En hann var aUtaf eins og hann væri sonur okkar — -alla tíð þangað til Jifi hans lauk í Frakklandi“, sagði frú Bliss blíðlega. „Þetta er nú ævisaga Tom Reeds.“ Ævisaga Tom Reeds, hugsaði John. Eða öllu heldur launung- armál hans. Auðsætt var að honum hafði verið sama um það hvar hann lenti, þenna stórhríðardag í desember. Og það mátti vel hugsa sér að hann hefði flúið að heiman til þess að byrja nýtt líf. Var Tom Reed nafn hans í raun og vem? Desember 1929 — tveim mán- uðum eftir hið mikla fjárhags- hrun? —• Var þetta í sambandi við það? „Gerum ráð fyrir,“ sagði Bill Stuart og reyndi að ráða gát- una, „að Tom Reed hafi verið héðan úr bænum. Og að Weth- erill hafi gert honum rangt á einhvem hátt. WetheriU getúr ekki gleymt því að hann er sekur. Og til þess að létta á huga sínum fer hann að styrkja son Toms. Raunar ekki fyr en Paul var kominn á unglingsár. Eg get varla hugsað mér, að Wetherill hafi látið samvizk- una kvelja sig lengi.“ John sagði: „Kannske eitt- hvað hafi vakið hana í millitíð. Eg held þú sért þama á réttri leið, Bill.“ Hann komst nú í æs- ing og stikaði fram og aftur um herbergið. „Gamalt rang- læti gæti verið undirrót að handtöku Pauls til að vama því að hann kæmist að því. Til þess að bægja honum frá ein- hverjum skjölum — eða vitn- um. En ef til er sönnun fyrir þessu, hvar er hana þá að fá?“ Og aftur sagði hann: „Við skulum nú athuga málið betur. Lögfræðingur Wetherills heimt aði ekki að Pau! yrði settur í fangelsi — hann talaði uiri bétrunarheimíli. Þá yrði-hann undir eftirliti og gæti ekki farið út fyrir fylkið. Reyndar er nú ekki mjög stranglega haldið á þessu. Menn geta ferðast til annarra fylkja, en verða að sækja um leyfi til þess. Nei, bíðið nú við,“ asgði John og sneri sér að Reed. „Þér hafið líklega ekki látið yður detta £ hug að fara úr landi?“ Paul varð dálítið hissa, en kinkaði kolli. — „Því var al- veg stolið úr mér, vegna allsi þessa, sem yfii' dundi. En eg; ætti líklega að sýna yður þettá. Það kom til okkar með því„ sem faðir minn lét eftir 'sig erí hann félL“ Hann tók upp gam- ált veski, seinlega og úir því máð pappírsblað. John og Bill lásu það. ÞatS var bréf frá hermanni, sem. 'var í þáhn vegihh’ að Tara í óf- ustu og hahn skrifaði þátð ■ 1 & Frh.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.