Vísir - 24.02.1955, Blaðsíða 4

Vísir - 24.02.1955, Blaðsíða 4
4 VTSIR Fimmtudaginn 24. febrúar 1955, tffl OAGBLAÐ Ritstjón: Hersteiim Pálsson Auglýsingastjon: Kristján Jónsson Skrifstotur: lngólfsstræo 3 Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm imur). Otgefandi: BLAÐAOTGÁFAN VlSIR ELF Lausasaia 1 krona. Félagsprentsmiðjan h.f Hva& viija þeir ? Fyrsti vélbáturinn til Eyja fyrir hálfri öld. irautrySj'andsmi var GísSi J. Jobnsen og fislásr eitn naeolÉiia hiátt á foft Frá því hefur verið skýrt, að verkalýðsfélög þau, sem sagt hafa upp samningum, er falla úr gildi um næstu mánaða-1 mót, hafi tilkynnt, að ekki muni koma til verkfalls þegar 1 . marz. Ástæðan er sú, að þótt félögin hafi verið búin að segja upp samningum sínum fyrir löngu eða fyrir síðustu mánaðamót, hafa þau ekki gengið frá kröfum sínum á hendur atvinnurekendum fyrr en síðustu dagana, eða þegar aðeins vika eða þar tun bil er eftir af samningstímabRinu. Ber þetta nokkur merki þess, að félögin hafi ekki almennilega vitað, hvqð þau vildu, og má setla að eftirrekstur kommúnista og fylgifiska þeirra hafi ráðið mestu um það, að sum þeirra afréðu að segja upp samningum við atvinnuveitendur. Það er vissulega gott, að ekki skuli eiga að efna til verk- falla þegar i stað um mánaðamótin, og væntanlega verður tíminn notaður vel til þess að reyna að komast að niðurstöðu um ágreiningsatriðin. Hins er þó ekki að dyljast, að settar hafa verið fram mjög háar kröfur, svo að atvinnuveintendur iíta svo á, að þær sé lítt aðgengilegar, eins og um atvinnuveg- ina er búið. Er því állt í sömu óvissunni, þótt verkalýðsfélögin hafi tilkynnt, að ekki muni verða gripið til vinnustöðvunar þegar, eins og.menn gerðu ráð fyrir, ef samningar tækjúst ekki þegar í stað. En þótt vinnuveitenduni hafi ekki borizt kröfur verkalýðs- félaganna fyrr en nú nýverið, verður samt ekki sagt, að ekki hafi verið unnið að lausn deilunnar. Ríkisstjórnin hefur fyrir nokkrum vikum byrjað að leita fyrir sér hjá ýmsum aðilum um niðurfærslu á vöruverði, til þess að gera þær krónur, sem verkamenn fá nú, verðmeiri, gera þeim kleift að fá meiri nauðsynjar fyrir þau laun, sem þeim eru greidd samkvæmt nú- gildandi samningum. Ríkisstjórnin vill forðast allt, sem gæti komið nýrri verðbólgusknífu af stað, því að þá mundu laun alJra verða minni, enda þótt þau kynnu að vaxa eitthvað að krónutölu. í þessu sambandi er einkar fróðlegt að lesa skrif Alþýðu- biaðsins þessa dagana. Það veit sýnilega harla lítið um það, sem er að gerast. Á þriðjudaginn kennir það vinnuveitendum um það, að samningar skuli ekki vera hafnii’ við verkamenn. í gær birtir það svo tilkynningu frá framkvæmdarnefnd þeirri, sem verkalýðsfélögin hafa kosið, þar sem viðurkennt er, að samningar hafi ekki getað byrjað, af því að kröfur félaganna hafi ekki verið lagðar fram. Blaðið segist ennfremur vera með niðurfærsluMðinni, en gallinn sé bara sá, að ríkisstjórnin viti ekki, hvað hún vilji. Slíkt eru vitanlega hin mestu öfug- mæli. Það er Alþýðuflokkurinn, sem veit ekki hvað hann vill, eða þorir ekki að taka afstöðu. Um vilja ríkisstjórnarinnar vita allir og Alþýðublaðið skrifaði á sínum tíma um það, að hún væri að kanna niðurfærsluleiðina. f Vísi í gær var sagt frá 5?ví, að nýkominn væri til Vest- mannaeyja nýr vélbátur, Fjal- ar, sem Gísli J. Johnsen stór- kaupmaður útvegaði frá Sví- þjóð, hinn fjórði sem hann hef- ir útvegað þaðan á skömmnm tíma, Gefur þetta tilefni til að minna á, að fyrir hálfri öld (1954) kom fyrsti vélbáturinn til Vestmannaeyja. Frá þessu er sagt í grein í nýútkomnu hefti sjómannablaðsins Víkings, um „Upphaf vélbátaflotans í Vest- mannaeyjum'1, og er þess þar getið, að hann hafi verið fyrsti vísirinn að hinum mikla og glæsilega fiskiflota Vestmanna- eyja. Þetta var líka fyi-sti bát- urinn, sem „smíðaður var á íslandi til þess að vera vélfiski- bátur. Tildrög voru samkvæmt bréfi Bjama Þorkelssonar skipaskoðunarmanns ríkisins dags. 14. jan. 1932, að laust eftir nýár 1904 kom Gísli J. Johnsen að máli við hann, og bað hann að byggja fyrir sig mótorbát, og tókust samningar um þetta greiðlega. „Það má segja, að bátur þessi, sem kall- aður var „Eros“, eigi sér í i-aun- inni merkilega sögu, því að hann mun mega telja fyrsta íslenzka vélar-fiskibátinn, sem smíðaðm' var með það fyrir augum, að setja í hann vél. í Víkingi segir m. a. um hinn mikla dugnað og framsýni Gísla J. Johnsen: „Það þurfti mikið átak fyrir Gísla J. Johnsen, að leysa þetta vandamál, að útvega Eyja- mönnum vélbáta, án þess að þeir væru þess megnugir í upphafi að leggja nokkuð fram til kaup- anna, en Gísli var duglegur með afbrigðum og viljasterk- ur, og' sökmn hins mikla trausts, er hann naut innan lands og utan, reyndist hon- um þetta kleift, og mun þó hafa útvegað til Eyjanna nokkra tugi vélbáta." G. J. J. réðst einnig í að káupa 14 rúml. vélskíp til fiskveiða, ,Ásdísi, og voru menn svo vantrúaðir á, að hægt væri að gera slikt skip út á linu- veiðar, að enginn fekkst til að fáða sig á hana, og komst hún ekki á sjó til veiða í 2 ár, en svo hætti farmaður einn á það, að fá hana lánaða, er hann komst ekki á sjó vegna vélbil- unr, og gekk allt vel, og reynd- ist skipið ágætlega, og eftir það varð engum vandkvæðum bund ið að fá háseta á skipið. Það er mjög athyglisvert hve margt gerðist eimnitt í Vest- mannaeyjum um aldamótin, sem til framfara varð í sjósókn og útgerð, og verður það ekki skýrt með öðru en því, að þar hafi komið nýr andi framfara og atorku • til sögunnar, með ungum. og nýjum mönnmn, og lagt á nýjar braútir, og mun það furðu margt varðandi út- gerð, sem þai' átti upptök sín. Þar var Gísli J. Johsen maður- inn, „sem braut ísinn með stór- hug og framsýni.“ (Víkingur). G. J. J. lét fyrstur manna setja morse- og radíótæki í vélbáta til fiskveiða (1926) og mun það ekki hafa verið gert fyrr í neinu öðru landi. Hann vai-ð og fyrstur manna til þess að taka í nötkun skilvindu til lýsishreinsunar (við fram- leiðslu meðalalýsis) og hiaut fyrir það viðm'kennihgu á al- þjóðasýningu í K.höfn 1912. Hér hefir verið stiklað á stóru I athafnalífi þessa merka brautrj'ðjanda,- sem þrátt fyrir háan aldm- nýtur óskerts at- hafnaþreks og fjöi-s. G. J. J. hefir nú í rúma hálfa öld starf- að af kappi í þágu íslenzkrar útgerðar og jafnan látið sig hagsmuni sjómanna miklu varða og heldur enn merkinu hátt á lofti og á sinn mikla þátt enn í dag í eflingu vélbátaf-loí- ans. Félag vændishúsaeigenda á Ítalíu snýst til vamar. Af forustugrein Alþýðubíaðsins í gær um þessi mál er ekki hægt að sjá, að blaðið eða flokkurinn hafi hið minnsta þrek til að berjast fyrir niðurfærsluleiðinni, sem það hefur þó skýrt frá, að tveir af þingmönnum flokksins hafi borið fram 'frum- varp um á öndveröu þessu þingi. Ætti þó að mega vænta þess, að flutningsmennimir legðu á það nokkra áherzlu að fá úr því skorið, hvort ekki mætti reyna hana. Annar flutnings- mannanna var Hannibal Valdimarsson, sem nú er einn valda- mesti maður Alþýðusambandsins, en hinn Gylfi Þ. Gíslason, Sem allir vita að berst jafnan ótrauðlega fyrir sannfæringu sinni, hver sem hún er. Af Alþýðublaðinu í gær verður ekki annað ráðið, en að fclaðið vilji alveg hverfa frá niðurfærsluleiðinni. Blaðið segir, að ríkisstjórnin sé á móti henni, því að þá lendi byrðarnar á þeim, sem bökin hafi til að bera þær. Ætti það að vera nokkur hvatning til að hefja baráttu fyrir henni og kúga ríkisstjórn- ina í þessu efni. En ekki bólar á því hjá Alþýðublaðinu. Hins-: vegar segir blaðið, að verði sú leið ekki farin, verði vinnandi iólk að „fylkja liði og heyja miskunarlausa baráttu til að knýja íram kauphækkun.11 Alþýðublaðið vill því ekki berjast fyrir úrræðinu sem það lofsamaði fyrir fáum vikum, en það hvetur til miskunnar- iausrar baráttu fyrir annari leið, sem það taldi á sama tíma istórhættúlega, Er nokkur fúrða, þótt rnenn áþyrji nú sem oftar; JHver er stefna Álþýðuflokksins? M ÖMnagadeild J»ingsiii§ iM'fir §am- þjkkí að banna J»an. Fréttabréf frá AP. Félagsskapur hér í lar.di, sem venjulega hefur ekki hátt um sig, hefur nú sent þinginu áköf mótmæli gegn frumvarpi, sem öldungadeildin er þcgar búin að samþykkja. Félagsskapur þe.ssi nefnist „Samtök eigenda löggiltra húsa“, og eru meðJimir hans éigendur vændishúsá í landiiiu, en frnm- varpið, sem félagið -vill feigt, bannar rekstur sjikra „fyrir- tækja“ um landið þvert og endi- langt. Þau, sem fengið hafa lög- gildingu valdliafanna, samkvæmt eldri lögum, eru alls 715, og benda eigendurnir á, að það sé engin smáræðisfúlga, sem hús þeirra greiði i skatta eða sem svítrar 75 millj. ísl, króna, qg þessti muni ríkið tapa, ef hús- unum verði lokað. Það er kona, sem situr í öld- uugadeildinni, sem borið liefur fram frumvarpið. en liún liefur árurn saman barizt gegn löggild- ingu vændis. — Vill hún, að þær '1000 kontir, senv starfa í húsum þessum, verði settar i sér- stök hæli, og þeim siðan útveg- uð sómasamleg ’ atvinna. Það réð úrslitum í ínáiinu, að páfi var. ínálinu litynntur, og greiddu þess vegna þingmena Kristilegra demó lcrata- atkvæði með frumvarpinu. Þnð á þó eftir’uð fara gegnuin fúlltrúadcildina, -------«--------* 49 I gær varð vart við tvo kaf- báta við strendur Karólínu- fylkis sem menn vita ekki delli á. — Bandaríski flot- inn hefir Jfengið fyrirskipun um -að athwga mólið. „Hlustandi‘1 hefur sent Berg- máli bréf, þar sem hann fjallar um leikrit það, sem flutt var i út- varpið s.l. sunnudag. Hefur hann ýmislegt við það að athuga. Bréí- ið er á þessa leið: Sum og sum ekki. „Stundum dettur manni i hug, að þeir, sem stjórna leikritum í útvarpinu, geri sér alls ekki ljóst, að sum leikrit, sem eru ágætlega fallin til flutnings i leikhúsi, eru lítt liæf til flutnings í útvarp. — Það er sitthvað, sem Danir myndu kalla Hörespil og Skue- spil. S.l. sunnudag var flutt leik- ritið Lokaðar dyr i útvarpið, en áður hafði þnð verið sýnt í Þjóð- leikliúsinu. Það leikrit fékk mis- jafna dóma þá, eins og menn e. t. v. relcur minni til, en yfirieitt ómilda. Þótti gæta um of endur- tekninga, með þeim afleiðinguin, að leikritið þótti langdrcgið og leiðinlegt. Ekki í útvarpinu. Að mínum dómi átti þctta leik- rit ekkert erindi í útvarp, að minnsta kosti ekki í því formi, sem það var flutt.. Þessu leikriti hefði orðið að breyta stórlega til þess að gera það útvarpshæft, en það virðist ekki hafa verið gert, nema þá að sáralitlu leyti. Ég lilustaði á þetta leikrit ásamt fleira fólki, og vorum við yfir- leitt á 'cinu máli um, að þetta var ákaflega léleg skemmtun. End- urtekningarnar voru alveg óþol- andi og í því voru engin leiftur- snögg samtöl eða stígandi, sem ætti að vera i útvarpsleikriti,, þar sem allt byggist á liinu tal- aða orði, en engum leik.sviðsúl- búnaði, biiningni eða öðru, Oft góð leikrií. Utvarpsleikrit eru oft og einatt eínhvér bezta skemmtun, sem völ er á í úlvarpinu, og mörgimi leik- stjórum er sérl.ega sýnt um að koma þar fram með góð leikrit. Ég minnist í því sambandi leik- rits, sem flutt var fyrir skemmstu og fjallaði um lögmann einn í Bandaríkjunum, — bráðskemmti- legt og „spennandi“, vel leikið og ágætlega stjórnað af Þorsteini Ö. Stcphensen. Þetta var leikrit, sem var lilustandi á, Það voru þess vegna mikil viðbrigði og von- brig'ði að hcyra „lokaðar dyr“ urn daglnn. Samtölin lifandi. í útvarpsíéikriti verða sam- tolin umfram allt að vera lifandi, og nfaður verður að hafa það á tilfinningunni, að eithvað sé að gerast. Þá verða „effektin", þ. e. ýmis hljóð, scm hcyrast eiga i leikritinu, auk liins talaða orðs, að vera góð og mynda þá iim- gerð og það undirspil, ef svo mætti segja, til þess að gera leik- ritið lifandi og eftirtektarverl. Þetta tókst með miklúm ágætuin í leikritinu um lögmanninn, sem fyri’ er getið. Vona ég, að leik- stjóri útvarpsins, móðgist ekki al' þessu tilskrifi mínu, ef hann skyldi lesa það, en gæti þess, að úivarpa ekki fleiri leikrituin á borð við Lokaðar dyr.“ „Hlustandi“ hefur ekki orð sín fiéiri, og látum við þetta gott heita í dag. — kr. --------•—------- ® N.-Vietnam vUl hefja venju lega stjórnmálalega sambúð við S.-Vietnam, án þess það slcerði vopnaliléssamn- ingana. Litið er á tilkynn- ingu um þetta Sem bragð til að vinna að „politiskri cin- ingu“ loudshlutaana. _

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.