Vísir - 08.03.1955, Blaðsíða 7

Vísir - 08.03.1955, Blaðsíða 7
f>riðjudaginn 8. raarz 1955. VlSIP LEIKSDPPUR Eftir ROBIN MAUGHAM 22 Hann hafði hætt að strjúka hár hennar. Á þessu augnabliki var hánn ekki elskuhugi hennar heldur lögfræðingur. „Nei.... Ekki-á'ð öðru leyti en því, að hann ílýtir sér oft í símann, þegar hringt er, og svarar aðeins með einsatkvæðis- orðum, meðart eg er hér inni í stofunni.“ „Það getur vel verið, að hann geri það aðeins til þess að vekja rrieira álit á sér. Reg er ekki allur, þar sem hann er séður. En hann er áreiðanlega ekki neinn þorpari. Til þess er hann ekki nægilega gáfaður.“ „Hann er skynsamari en þú heldur.“ „Og hvað heldur þú um Cobleigh-hlutabréfin? Heldur þú, að einhver svik sé þar í tafli?“ spurði John, sem var nú allt í einu farinn að vera kvíðinn. „Nei, alveg áreiðanlega ekki! Hann er sannfærður um það, að verksmiðjurnar fái samning við stjórnina." „Þú lætur mig vita, ef þú heyrir eitthvað, sem þér kemur einkennilega fyrir sjónir?" „Vitanlega...." Hún hjúfraði sig nú þétt upp að honum og starði á hann með stórum, dapurlegum augum. „Þú elskar mig raunverulega, Johnny, er það ekki?“ „Hvernig getur þér til hugar komið að efast um það, ástin mín?“ „John.... Eg vil komast á brott frá honum! Eg hefi enga . löngun til að búa lengur hjá honum.... Það getur ekki gengið . svona lengur! Það er óskaplegt, að eg skuli aðeins geta hitt þig tvisvar í viku’ Eg kann heldur ekki lengur við að læðast . um stigana uþp í ibúðina þína. Eg vildi helzt vera með þér á hverju kvöldi eins og núna. Getur þú ekki einhvers staðar fengið íbúð?“ „Og hvað verður þá um vinnuna þína?“ „Eg mundi reyna að fá mér eitthvað að gera annars stað- ar.... Eg er búin að þaulhugsa þetta. Ibúðin þarf ekki að vera eins stór og þessi. Tvö herbergi og eldhús mundu nægja. Þá gætir þú komið beina leið til mín úr þessari leiðinlegu skrifstofu þinni, og þegar þú vildir gætúm við verið saman alla nóttina. Og hugsaðu þér, hvað við gætum sparað mikið, ef við þyrftum ekki alltaf að borða á veitingastöðum.“ Hann tók um höfuð hennar báðum höndum og kyssti hana á munninn. „Þú getur byrjað að svipast eftir íbúð á morgun,“ sagðii hann. 'j „Þú ert sv.o góður, elskan mín, þú ert- svo undursamlega J •góður.“ Nokkra stund lá' hún í örmum hans. „John, eg þarf að segja þér dálítið meira,“ sagði hún alli í einu. „Mér þætti óþolandi að þurfa að fá peninga hjá honum, þegar eg ætla að fara frá honum.... Eg hefi verið óheppin í veðmálum á hestana upp á síðkastið, en eg verð áreiðanlega heppin fljótlega aftur. ... Ef þú gætir lánað mér smáræðd, mundi eg verða þér afskaplega þakklát.“ „Þú skalt ekki vera með neinar áhyggjur af því. Eg hjálpa þér með glöðu geði. En einu verður þú að lofa mér, litla mín. .. . Þegar þú færð íþúðjnaíþína, verður þú að hætta veðmálum.“ „Þvi skál eg Íofá þér!“ Vc Eftlr kvöldverð daginn eftir fór John í heimsókn til blaða- mannsins Peter Prasers. Þeir höfðu ekki talazt við síðan John hafði séð Peter með Cynthiu í „Napoleon". Þegar John hringdi til að láta vita, að hann ætlaði að koma í heimsókn, hélt Peter, að hann mundi hitta ungan mann, er hefði stigið það til höfuðs hve vel greinum hans um stjórn- mál hafði verið tekið. En þegar John gekk inn í herbergið, tók Peter þegar í stað eftir því, að vinur hans var ekki upp með sér af gengi sínu. Þvert á móti, því að John virtist vera brjóst- umkennanlegur. Hann vildi ekki einu sinni fá-sér sæti, heldur gekk fram og aftur um lítið herbergið eins og Ijón í búri. Hann bar ótt á, talaði hraðar en venjulega og reykti hvern vindlinginn á fætur öðrum. Þegar þeir höfðu rætt drykklanga stund um sameiginlega kunningja, ný leikrit, sem sýnd voru í borginni, og stjórnmál, fannst Peter viðræðurnar of leiðinlegar, svo að hann spurði: „Viltu ekki segja mér, hvað að þér amar?“ „Eg er alveg viti mínu fjær og hefi ekki hugmynd um, hvað eg á að gera úr því að þú vilt endilega fá að vita, hvað mér líður,“ svaraði John. „Er blaðakóngurinn kannske búinn að reka þig?“ „Nei.“ „Hefir faðir þinn hlaupizt á brott með dansmey?“ „Nei.“ „Eða er móðir þín orðin móðguð við blaðakónginn?“ „Nei, ekki heldur.“ „Þá ert það þú, sem hefir krækt þér í dansmey! Vitanlega liggur þannig í þessu — nú skil eg, hvers vegna þá ert hálf- vegis eins og fáviti en þó líkt og sigri hrósandi á svipinn, og af hverju þú ert með örlítinn blett eftir varalit vinstra megin á nefinu! Hvers vegna tók eg ekki strax eftir þessu? Hver er hún?“ John gerði þá líka að gamni sínu. „Hún bíður niðri á göt- unni.... Eg vildi ekki ryðjast með hana ipn til þín. Hún er annars ekki dansmær framar, því að hún missti annan fótinn í orrustunni við Waterloo. En þegar þú verður búinn að venja þig við hárkolluna hennar og að hún er rangeyg að auki, þá mun hún falla þér vel í geði.“ j „Jæja, sleppum því,“ mælti Peter. „Þú hefir kveðið mig í kútinn. En hvað er eiginlega að þér?“ John brosti afsakandi. „Það er siðferðilegt vandamál, sem eg verð að bera upp við þig.“ „Eg hefi yndi af að glíma við slík vandamál, meðan þau snerta ekki siðferði .sjálfs mín. Jæja, leystu frá skjóðunni og segðu mér allt af létta. En gerðu mér fyrst þann greiða að setjast.“ Þetta kvöld sagði John Peter aðeins lítið frá Pat og Barker. Hann nefndi ekki einu sinni nafn hennar. Það snerist ekki um einstaklinga að hans áliti, heldur um grundvallarreglur. Hann sagði að eins frá þeim staðreyndum, sem mestu máli skiptu.... Hann skýrði vini sínum frá því, að hann hefði orðið ástfang- inn af stúlku, sem hann gæti ekki boðið heim til sín. Henni þætti vænt um hann, og hún væri ástmey hans. Hún byggi með sextugum kaupsýslumanni, sem John teldi að væri ekki heiðarlegur í alla staði. En þó hefði hann, John, samt keypt hlutabréf af manni þesum.... Stúlkan og þessi vafasami kaupsýslumaður byggju í sömu íbúð. Hún ynni hjá honum sem ráðskona hans og skrifstofustúlka. . . . ,,En hún segir afdrátt- arlaust, að hún sé ekki ástmey hans!“ „Og þú leggur vitanlega trúnað á það?“ sagði Peter og hló við. „Eg skal segja þér alla söguna einhvern daginn,“ mælti John þolinmóður. „Það er ekki rétt, ao þú kveðir upp neinnj dóm, fyrr en þú hefir heyrt alla málavöxtu. En mín'vegna máttu annars gera ráð fýrir, að hún liggi með hqnum. . . . Það! snertir engan veginn vandamál mitt....“ MARGT A SAMÁ STAP Laugarneshverfi íbúar þar þurfa ekki að fara lengra en í Verzi. Vitinn Laugarnesvegi 52 til að koma smáauglýs- ingu í Vísi. Smáauglýsingar Vísis borga sig bezt. SKIPAIETGCRÐ RIKISINS //Esja" vestur um land í hringferð hinn 13. þ.m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna vestan Akureyrar á morgun og árdegis á fimmtudag.. Farseðl- ar seldir á fimmtudag. M.s. Skjaldbreið vestur um land til Akureyrar hinn 11. þ.m. Tekið á móti flutningi tjl Tálknafjarðar, Súgandafjarðar, áætlunarhafna á Húnaflóa og Skagafjarðar, Ólafsfiarðar og Dalvíkur á morgun. Farseðlar seldir á fimmtudag. . Helgi Helgason fer til Vestmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka í dag. BALOfJR fer til Skarðsstöðvar. Salt- hólmavíkur og Króksfjarðar- ness í kvöld. Vöruihóttaka ár- degis í dag. C & SurmtgkA Coor )«V. KilfM ".lt»Burrougtf- 1) • - -Tni.Ríg U.S Pki.Ofl. DLstr. by United Feature Syntíicate, Inc. Aívopnið þrjótinn og bindið hann, Farið-með þann til tjalds míns. Verið ekki of fljótfær, herra Milo, —■ Kann að vera, sagði Milo. hrópáðiuMilo bálvondur. . . Éjg .þarf. að, y.firheyra. hann.*.,eúm.„yarðhi'ánpí_-'r- !H^nn.; en - ;ii,,Eni f . rst þarf ,o aðntala við'h'anrr. #*.rt j.Sít/ ísn®og yijði>-®í§pr »a¥kap^%^«-v ífílar.fe'nnfiS.'toaím’.Ct'".?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.