Vísir - 10.03.1955, Blaðsíða 1
Jf ws
!&. arg.
Fimmtudaginn 10. marz 1955.
57. tbl.
Bretar ætla al
stækka Hongkong
friðsamlegir landvinning-
ar meö uppfyilingum.
í Hongkong-nýlendunni
veldur það miklum erfiðleik-
um hve Iandrými er lítið, en
íbúafjölgun er gífurleg í ný-
lendunni, og milril aukning ú
sviði hins svoncfnda létta
ið'naðar.
Ibúafjölgunin stafar m. a. af
jþví, að um 600.000 flóttamenn
hafa flykkst til nýlendunnar
frá Kína, og hafa margir þeirra
flutt mikið fjármagn með sér,
en aðrir komið slyppir og
snauðir eins og gengur. Um
150.000 manns vinna í skrá-
settum léttum iðngreinum, en
200,000 að auki á óskrásettum
smáiðngreinum. Allur þessi
iðnaður þarf land undir verk-
smiðjur og vinnustofur, en
þegar eru 25.000 verksmiðjur
í nýlendunni. Helzta ráðið, sem
nú er á döfinni, að byggja nýjar
verksmiðjur á uppfyllingum
við sjóinn, enda munu vera
skilyrði fyrir hendi til þess að
stækka Konkong-ey þannig að
miklum mun.
IVísýn handknatt-
leikskeppni.
Handknattleiksmeistaramótinu
verður haldið áfram kl. 8 í kvöld
að Hálogalandi.
1 meistaraflokki keppa Þróttur
og Fram, og K.R. og Í.R. í 3. fl.
keppa F.H. og Ármann.
Stigahæst í meistaraflokki eru
Ármann, Valur og Fram, og hafa
þau öll möguleika á að sigra i
keppninni.
Skortur hefur verið á kennurum í Kaupmannahöfn. I einum
skólanum, Ostersögades Gymnasium, var gripið til þess ráðs
að nota upptökutæki við enskukennslu meðan kennara vantaði.
Nemendur lásu upp úr námsefninu og þýddu, og var það tekið
á segulband. Síðan fór kennari yfir þetta og leiðrétti. Þótti
'þetta gefa góða raun.
Landbúnaðarverkafólk feng-
ið hingað frá Þýzkalandi ?
Alþíngt mun skera úr um það á næstunm.
39 brenna til bana í
járnbrautarvagníL
N. York (AP). — Óvenjulegt
járnbrautarslys varð í járn- 1
brautarstöðinni í Pusan í Kóreu
í s.I. viku.
Eldur komst í farþegavagn,
sem var fullur af fólki, og
magnaðist hann svo fljótt, að
39 manns brunnu til bana. —
Tókst þeim ekki að opna hurð
á vagninum.
Alþingi mun innan skamms
taka ákvörðun um, hvort
flytja skuli inn verkafólk til
landbúnaðarstarfa frá Þýzka-
Iandi.
Eins og alkunna er, hefur
fólksekla í sveitum landsins
verið tilfinnanleg og fyrirsjá-
anlegur verulegur skortur á
verkafólki í sumar. Þess vegna
hefur það komið til tals, að
flutt verði inn verkciflók, og
þá helzt hugsað tl Þjóðverja í
því sambandi.
Samkvæmt upplýsingum,
sem Vísir hefur fengið hjá
Búnaðarfélagi íslands, hafa
þegar borizt beiðnir um nær
200 manns, karla og konur, til
sveitastarfa, og vitað, að fleiri
myndi berast, ef skriður kæm-
ist á málið.
Nú er það vitað, að flutn-
ingur verkafólks hingað og
aðrar ráðstafanir í sambandi
við hann kostar talsvert fé, og
kemur því til kasta Alþingis
um þetta, og þá vafalaust mjög
bráðlega til þess, að undirbún-
ingur geti hafizt sem fyrst.
Gísli Sigurbjörnsson forstjóri
hefur kynnt sér möguleika á
útvegun verkafólks fyrir Bún-
aðarfélagið, og hefur hann
gefið því skýrslu um þessi mál.
Telur hann að unnt myndi
vera að fá hingað nóg af
verkafólki, ekki sízt flóttafólk,
sem unnið hefur að landbún-
aðarstörfum á heimaslóðum
sínum.
iiii setii fyrr fús
tif að miðla máfum.'
SbiJöIB ræðo Bjarna BenediMj&-
^onar ráðherra á Aiþirsgi i gær.
Bjarni Benediktsson dómsmálaj Bjarni Benediktsson lauk máli
ráðherra flutíi snjalla ræðu á AI- sinu með því að segja, að rikis-
þingi í gær, þar sern hann ræddi stjórnin væri enn sem fyrr fús
m. a. kaupdeiluniálin og synjun til þess að reyna að miðla mál-
verkalýðssamtakanna um þátt-| um.
töku í rannsóknarnefnd, eins og ■ ---
ríkisstjórnin hafði stungið upp á.
Ræða ráðherrans var skelegg
og rökföst að vanda. Rakti hann
m. a. þá staðreynd, að þrátt fyrir
miklar umbætur á framleiðslu-
tækjum þjóðarinnar undanfarin
10 ár eða svo, hefur þó atvinnu-
árférði verið síður en svo liag-
stælt, og kæmi þar auðvitað fyrst
og fremst til sildarleysið, en sild-
in hefur nú brugðizt ár cftir ár,
eins og alkunna er, Ráðherrann
benti á, að pappirssamþykktir
væru ekki sama og kjarabætur,
heldur yrði að rannsaka á hlut-
lausan hátt, hvort þjóðfélagið
telst geta risið undir kauphækk-
unum, sem að gagni koma. Þá
ræddi ráðherrann um kaupkröfur
þær, sem fram hafa verið bornar
á siðustu stundu. Kröfur þessar
eru margþættar og flóknar, og
væri því eðilegt og sjálfsagt að
fela rannsóknarncfnd að rann-
saka þær, eins og fyrr segir.
Bjarni Benediktsson ráðherra
kvaðst vona, að nægur tími yrði
til að vinna að þessum málum, og
að ekki yrði flanað að þvi að
stofna þjóðfélaginu öllu og vel-
megun þúsunda heimila i stór-
hættu fyrr en betra tækifæri
liefði gefizt til þess að kanna
kröfurnar, sem fram Iiafa verið
bornar.
Benti ráðherrann á, að ýmsar
stórþjóðir telja ráðlegra að við-
hafa ekki þau vinnubrögð sem
hér hafa tíðkazt í þesum efnum,
heldur reynt að ná samkomulagi
eftir öllum liugsanlegum leiðum,
áður en verkfall er látið dynja
yfir.
Attlee vill
reka Bevan.
Átökin í brezka verkamanna-
flokknuni eru síharðnandi og he£
ur Attlee sett það á oddinn, að
Bevan verði vikið úr þingflokkn-
um.
Hefur miðstjórn þingflokksinS
endurtekið, að hún muni leggja
til, að þetla verði gert.
Attlee vill ekki búa við það,
að Bevan haldi áfram tilraunum
sínum tii að hnekkja áliti sinu
sem flokksleiðtoga og nánustu
samstarfsmanna, og kveðst ekki
láta sér nægja, að Bevan vcrði
víttur fyrir framkomu sína.Hót-
ar Attlee að segja af sér, ef
brottvikningin nær ekki fram aö
ganga, en gert er ráð fyrir, að
hún verði tekin fyrir á fundi i
þingflokknum i næstu viku.
Á 4. kíst. miffi Los
Angeles og New York.
Fregnir frá New York herma,
að sett hafi verið nýtt met í flugi
milli Kaliforníustrandar og aust-
urstrandarinnar, á flugleiðinni
milli Los Angeles og New York.
Það var þrýstiloftsflugvél, sem
setti metið og var hún tæpar
4 klst. á leiðinni.
Rússnesk blöð ræða mjög um þörf-
ina á að uppræta svartamarkaðsbrask.
Rússar verða að kaupa 250 þús. lestir sykurs á Kúbu.
London. (AP). — Sífellt
berast fregnir um það, hvilíkt
vandræðaástand ríki í Iand-
búnaðarmálum Sovétríkjanna,
og þær síðastar, að sykurskort-
ur sé yfirvofandi.
Hafa Rússar samið um það
við sykurframleiðendur á
Kúbu, að þeir fái þar 250.000
lestir af hrásykri, en þó megi
þeir falla frá kaupum á. 50.000
lestum síðari á þessu ári, ef
sykurrófnauppskeran í Ukr-
ainu bregzt ekki eins og á síð-
asta ári.
Það er í sjálfu sér engin ný-
lunda, þótt uppskerubrestur
verði í einhverju landi, en hitt
getur varla talizt einkenni
góðra stjórnarhátta, þegar
birgðir eru ekki fyrir hendi,
sem endist til nýrrar uppskeru.
Slíkt kemur nú varla fyrir í
öðrum löndu'm en þeim, sem
eru langt á eftir í landbúnaði,
annaðhvort að því er snertir
tækni eða stærð þess lands, sem
sáð er í.
Var það raunar eitt af því,
sem Malenkov kenndi sjálf-
um sér um, að landbúnaðar-
stjórnin hefði farið honum
illa úr hendi, og bendir allt
til þess að bar sé ekki djúpt
tekið í árinni, hver sem sé
hinn raunverulegir söku-
dólgur.
Brottrekstrar
í Georgíu.
í lok janúarmánaðar var það
einnig tilkynnt, að tveím hátt-
settum mönnum í matvælamál-
um Georgíu hefði verið vikið
frá störfum sökum ódugnaðar
og sleifarlags. Annar þeirra
hafði umsjá með dreifingu og
sölu brauðkorns í landinu, en
Úlfar leggjast á hrema
í N.-Noregi.
Úlfar hafa lagzt á hreindýu
1 Fimimörk í Norður-Noregi.
í Kautokeino í Finnmörku:
er talið, að úlfar hafi grandaðl
um 100 hreindýrum 1 vetur, að
því er opinberlega er tilkynnt.
Miklar frostahörkur hafa verið
þar nyrðra, eða allt niður í 40
stiga frost. Hafa úlfar ráðizt
hópum saman á hreindýra-
hjarðir, en Lappar, sem gætaí-
þeirra, hafa orðið að vera á
varðbergi dag og nótt og tekizfc
nokkurn veginn að verja þær-
með byssum sínum gegn ágangi.
úlfanna.
Vegir slæmir.
M íRÉII kktki ep
í jörði
Vegir eru hvarvetna erfiðir um
þesar mundir og líldegt, að erf-
itt verði úr að bæta um sinn.
Vegirnir eru mjög ósléttir og
holóttir. Klaki er víða 75—100
sentimetrar og rigningarvatniS
siast ekltert niður, heldur fyllir*
holur, safnast fyrir, eða rcnnur
út al' vcgunum. Svo grunnt er á
klakanuin, að vegheflar konni
víða að litium cða cngum notum.
Enn verður að selflytja farþeg*
og póst i snjóbilnum yfir Holta-
vörðulieiði.