Vísir - 10.03.1955, Blaðsíða 8
VISIK er ódýrasta blaðið og þó það fjöl-
Ibrevttasta. — Hringið í síma 1660 og
gerist áskrifendur.
'W&m'BM
Þeir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir
! 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til
mánaðamóta. — Sími 1660
Fimmtudaginn 10. marz 1955.
Chiang lagðar
Bandaríkjastjórn hefur skýrt
Cliiang Kai-shek frá því, að
stefna hennar sé, að kommún-
istar nái ekki Formósu á sitt
vald, og að hann haldi þar leið-
togaaðstöðu sinni en —
• hún muni ekki leyfa notkun-
ar eyjarinnar sem stöðvar til
hernaðaraðgerða á meginland-
inu. Hefur Chiang verið sagt
berum orðum, að> hann verði
að hætta að h'afa í hótunum um
innrás á meginlandið. Enn-
fremur, að Bandaríkjastjórn
haldi í þá von, að stefna kom-
múnista í Kína muni leiða til
hruns og þá fái hann tækifæri
til þess að ná þar aftur áhrif-
um og völdum, en hann fái
engan hernaðarlegan stuðning
Bandaríkjanna til þess að koma
á stofn þjóðernissinnastjórn í
Kína.
Sporvagnar í Osló
frá 1899.
Eins og kunnugt er, eru enn
notaðir sporvagnar í ýmsuin,
borgum á Norðurlöndum.
Sumir þessara vagna eru
orðnir nokkuð við aldur, en j
] bera hann vel og gera sitt gagn.
Um síðustu áramót voru t.d.
j 28 sporvagnar í psló frá árinu
1899, og munu duga enn um
langt árabil, að því er upplýst
er. —
Nýlega kom Casey, utanríkismálaráðherra Ástralíu til Bangkok og sat þar ráðstefnu.
sést hann kanna he rflokk Thailendinga.
Hér
j. kr.
London (AP). — Ástralíu-
stjórh liefur látið gera bráða-
birgðayfirlit yfir tjón af völd-
um flóðanna á döunum.
Áætlunin nemur alls 12 millj-
ónum sterlinspunda (yfir 550
millj. ísl. króna), og þess er
getið, að ekki séu enn öll kurl
komin til grafar. Á nokkrunr
stöðum hefur vatn ekki enn
runnið af flóðasvæðinu.
ASÍ iátið hafa forgöngu.
Hvetur til vinstri samvinmt.
Eftirfarandi hefur Vísi bor-
izt:
„Á fundi miðstjórnar Al-
þýðusambands íslands þann 5.
Jþ. m. var einröma samþykkt að
snúa sér til verkalýðsflokkanna,
Alþýðuflokksins og Sameiningar-
flokks alþýðu — Sósialistaflokks-
ins svo og Þjóðvarnarflokksins
og Framsóknarflokksins með til-
mælum um, að þessir flokkar
tækju upp viðræður við- Mið-
stjórn Alþýðusambandsins um
möguleika á vinstra samstarfi.
Vegna þess að Miðstjórnarfundur
Framsóknarflokksins sat þá að
störfum, var gengið frá bréfi til
Framsóknarflokksins þegar á
fundinum. Sams konar bréf hafa
nú verið send hinum flokkunum.
í erindi Alþýðusambandsins til
flokkanna voru rifjaðar upp sam-
þykktir seinasta Alþýðusambands
þings í atvinnumálum, verðlags-
málum og kaupgjaldsmálum og
sýnt fram á, að alþýðusamlökin
eigi mikilla hagsmuna að gæta í
sambandi við stefnu ríkisstjórn-
ar á hverjum tíma í þeim málum.
— Aðstaða Alþýðusambands ís-
lands til að framfylgja markaðri
stcfnu Alþýðusambandsþings
væri mjög mikið undir því kom-
in, hvort við andstæða eða vel-
viljaða ríkisstjórn væri að eiga.
Þá var i erindinu lýst yfir því,
að verkalýðslireyfingin mundi
vilja gera allt, sem í liennar
valdi stæði, til að stuðla að
myndun ríkistjórnar, sem i að-
alatriðum markaði stefnu sína
á þann veg, að vinnandi stéttir
landsins gætu borið til liennar
fullt traust og veitt henni stuðn-
ing. Óskað var eftir því, að flokk-
arnir kysu nefndir til viðræðna
við Miðstjórn ASÍ um þessi mál.
Svör hafa engin borizt ennþá
við erindi sambandsstjórnar.1
Fór meft freðfisk, kemur
me5 appeisínur.
M.s. Vatnajökull, sem vænt-
anlega kemur hingað um
miðjan næsta mánuð, mun þá
hafa meðferðis um 800 lestir
af appelsínum.
Héðan fór skipið rétt fyrir
mánaðamót til Ceuta í Norður-
Afríku og tók þar olíu. Þaðan
fór skipið í gærkvöldi áleiðis
til Haifa í Israel, en þangað er
7—8 daga sigling frá Ceuta. —
Skipið hefur meðferðis 700—
800 lestir, eða fullfermi af
freðfiski til Israels.
Innflytjendasambandið mun
eiga ávextina, sem Vatnajökull
Jkemur með frá Israel.
Norðmemt selja
vorsíldína.
Vorsíldarvertíð Norðtnana virð
ist ætla að takast ágætlega í ár.
Hin 25. febrúar s.l. var búið að
selja samtals 1.116.035 hektólítra
fyrir 18693.586 krónur. Á sama
tíma í fyrra hafði verið selt sild-
armagn, sem nam tæpl. 761.000
lil. fyrir 11.8 millj. króna. (Hér
er átt við norskar krónur). Enn
hagstæðari verður samanburður-
inn, þegar miðað er við árið 1953,
en þá liöfðuverið seldir tæpl.
263.000 hl. síldar.
Síldveiðin nú hefur gengið
mjög vel undanfarið vegna góðra
gæfta, og liafa herpinótaveiðar
verið stundaðar úti á opnu hafi.
Mest af síldinni hefur veiðzt út af
Haugasundi, tæpl. 467.000 hl„ þá
er Álasund með 368.000 hl. og
Björgvin með 280.000 hl. netja-
bátar hafa fengið um 663.000 hl.
en snurpinótabátar 453.000 hl.
• Kennaraskortur er svo
mlkill í Kanada, að Ontario-
fylki hefur t. d. fengið 100
„að láni“ í Bretlandi.
Parakeppnin
1
Eftir 3 umferðir i parakeppni
bridgefélaganna í Reykjavík er
staðan þessi:
A-riðill:
1. Laufey—Stefán 284 stig, 2.
Soffía—Örn 275’æ, 3. Unnur—Pét
ur 275, 4. Rósa—Guðlaugur 275,
5. Vigdís—Zophonías 274, 6. Unn-
ur Br,—Ipgi 272%, 7. Ingibj.—
Hörður 269%, 8- Þorgerður—
Steinþór 238, 9. Ásta—Lárus 264,
10. Guðbj.—ívar 261, 11. Anna—
Stefán 260%, 12. Kristjana—Kr.
260%, 13. Sigurbj.—Ólafur 260,
14. Magnea—Eggert 256%.
B-riðilI:
1. Laufey—Gunnar 254%, 2.
Hugborg—Guðmundur Ó. 253, 3.
Elín—Gunnlaugur 252, 4. Viktoría
—Einar 251%, 5. Margrét—Her-
sveinn 250, 6. Guðlaug—Karl T.
249%, 7. Pertína—Björgv. 249, 8.
Margrét—Jóhann 248%, 9. Ás-
gerður—Ól. H. 247, 10. Guðr.—
Grímar 245, 11. Ásta—Sveinn 241,
12. Sigr.—Þorst. E. 238, 13. Ásta—
Vglundur 238, 14. Inga—Björn
237%.
Afli tregur í gær nema
á Akranesbáta.
Tíðindalítið hjá
lögreglunni.
Fátt bar til tíðinda hjá lög-
regluliði bæjarins í nótt.
Fjórir menn voru handteknir
fyrir að reyna að gera tilraun
til þess að stela bifreið. Voru
þeir staðnir að verki, áður en
þeim tókst að framkvæma í'yrir-
ætlun sína.
í gær voru tveir menn teknir
fyrir að aka bifreiðum réttinda-
lausir. Annar þeirra var of ung-
ur til þess að geta haft ökumanns-
réttindi, en hinn hafði áður verið
sviftur réttindum, en ók samt.
• Eisenhower hefur boðið
Magasaysay, forseta Filinps-
eyja, í heimsókn til Banda-
ríkjanna á þessu ári.
Afli var tregur í gær í verstöðv
unum nema á Akranesi. Þar öfl-
uðu bátar ágætlega.
í Sandgerði var misjafn afli í
gær. Þar er stinningskaldi í dag
á suðvcstan og allir bátar á sjó.
í Keflavík var injög tregur afli
i gær eða 3—5 lestir á bát. Einn
bátur, Bára, fór vestur undir Jök-
ul og aflaði ágætlega, eða um 20
lestir.
í dag eru allir bátar á sjó í
Keflavík, en sunnan-suðvestan
bræla er yfir miðunúm og rign-
ing.
Reykjavikurbátar fengu lítinn
afla í gær eða 5—8 Iestir á bát.
Hæstir voru Hagbarður, Svanur
og Sæfell.
Akranss.
Akranesbátar öfluðu Agætlega
í gær. Frá 10 og upp í tæplega 21
lest. 19 bátar voru á sjó. Ásmund-
ur var liæstur með 20% smálest.
Sigrún 19.7, Heimaskagi 18,2 og
Reynir rúmlega 18.
Frá Stykkisliólmi Jiafa sex bát-
ar róið undanfarið og fengið 4
—10 lestir í róðri. >
í febrúarmánuði var ágæturj
afli á Stykkishólmsbáta og liafðij
einn þeirra, Svai^iir, fengið 315
lestir um síðustu mánaðamót.
Frá Grindavík rérú 14 bátar í
gær og komu með samtals 233
lestir.
Af línubátum var Þorbjörn
hæstur með 20,7 lestir.
Peroii gefur öigerðir.
B. Aires (AP). — Peron for-
seti hefur veitt verkalýðssam-
böndum landsins forréttindi til
bjórframleiðslu.
Hefur verið gefin út tilskip-
un um það, að allar ölgerðir
landsins skuli teknar af eig-
endum, þeim bætt eignarnámið, |
og landssambandi starfsmanna j
ölgerðarhúsa afhentar ölgerð-
irnar.
Netabátar voru þrir á sjó í gær
og fengu samtals 33,7 lestir.
Veður er slæmt i Grindavik i
dag og eru aðeins 6 bátar á sjó.
Aðalfundur Kvenrétt-
iitdafélags íslands.
Aðalfundur Kvenréttindafé-
Iags íslands var lialdinn 28.
febrúar s. 1. í Tjarnarkaffi,
niðri. Fundurinn var fjölsóttur
og mikill áhugi íxkjandi um
réttindamál kveima, t. d. um
launajafnrétti.
í stjórn voru þessar konur
kjörnar:
Varaform. frú Lára Siguc-
björnsdóttir.
Meðstjómendur þær Guðný
Helgadóttir, Adda Bára Sig-
fúsdóttir og Elísabet Arndal.
Til vara: Ásta Björnsdóttir,
Valborg Bentsdóttir og Svava
Þorleifsdóttir.
Fyrir voru í stjórninni: For-
maður félagsins, frú Sigríður J.
Magnússon, Kristín L. Sigurð-
ardóttir, Theresíá Guðmunds-
son, Védís Jónsdóttir og Guðrún
Gísladóttir, en þær voru kosnar
á landsfundi. >
Rússnesk blöð....
hin stjórnaði smásöluverzlun-
um. Var þeim borið á brýn, að
þeir hefðu ekki hindrað brask
á svörtum markaði, en slíkt
bendir að sjálfsögðu til þess, að
ekki sé hægt að fullnægja
þörfum almennings.
Hafa blöð í Sovétríkjunum
mikið skrifað um það undan-
farna mánuði, að nauðsynlegt
sé að hefta svartamarkaðs-
brask, og virðist því skipulagið
ekki geta ráðið við það, sem
er undirstaðan — að dreifa því,
sem til er, þegar framleiðslan
er ekki nóg.