Vísir - 29.03.1955, Blaðsíða 5
3?riðjudaginn 29. m'arz 1955
vísir
5
Það mtiiiidi vera hættuiegt að
saltíisksalan væri „gefin
frjáls4
og SÍF1.
.64
Mér til mikillar undrunar
hefi eg lesið blaðagreinar, þar
sem lagt er til, að Sölusamband
ísl. fiskframleiðenda skuli lagt
niður og saltfiskverzlunin „gef-
in frjáls“, sem þeir nefna svo.
Eg held, að þessir menn geri
sér ekki grein fyrir, hverjar
afleiðingar gætu hlotizt af því,
ef að ráðum þeirra yrði farið.
Eg ætla því að rifja upp í
stuttu máli tildrögin að því, að
S.Í.F. var stofnað.
Saltfisksala íslendinga v-ar
„frjáls“ fram að byrjun fyrri
heimsstyrjaldar. Það „frelsi"
var í því fólgið, að erlendir
umboðssalar og fiskkaupmenn,
einkum danskir, keyptu fisk
framleiðenda, sem urðu að
sæta hvaða kjörum sem buð-
ust um verð, — eða — og það
var furðu algengt — framleið-
endur sendu fisk sinn óseldan
til útlendra umboðssala. Ein-
hver lítils háttar bein viðskipti
höfðu hafizt við fiskneyzlu-
löndin nokkrum árum fyrir j
heimsstyrjöldina fyrri. Stóðu
íslenzkir kaupmenn að þessum
viðskiptum. En þau voru ger-
samlega skipulagslaus og á
engan hátt stunduð með hag
framleiðenda fyrir augum.
Á stríðsárunum fyrri varð
ríkisstjórnin að taka einkasölu
á fiski, eins og öðrum útflutn-
ingsvörum. En fljótlega að
loknu stríðinu var verzlun með
saltfisk aftur gefin „frjáls“, og
hófst þá ævintýratímabil í
fisksölumálunum, sem endaði
1932.
Fyrirhyggjulítil
samkeppni.
Á þessu tímabili var öll salt-
fiskverzlun landsmanna í
höndum nokkurra stórra út-
flytjenda. Samkeppnin milli
þeirra var hin grimmúðugasta.
Hver keypti fisk eftir eigin
geðþótta. Nú hagar oftast svo
til, að kaupandi hefur sterkari
aðstöðu til að ákveða verð
heldur en seljandi. — Fyrir-
hyggjulítil samkeppnisframboð
enda undantekningarlítið í
undirboðum, enda vár það á-
berandi, hvað það skeði oft á
þessu tímabili, að fiskverð til
framleiðenda væri lægra á Is-
landi en í nágrannalöndunum.
Var þó ekki því að heilsa, að
fiskútflytjendur virtust safna
haldgóðum gróða. Á þessu
timabili, man eg eftir 6 eða 7
stórútflytjendum. — Af þeim
urðu 4 gjaldþrota.
Eftir að hin mikla yiðskipta-
kreppa hófst, 1929/30, byrjuðu
erfiðleikar íslenzkra fiskút-
flytjenda fyrir alvöru. Verð-
fallið var afskaplegt og eins og
oft vill verða, þegar slíkt á-
stand ríkir, færast undirbað í
aukana. Um áramót 1931/32
voru öll fisksölumálin komin í
það öngþveiti, að jafnvel harð-
vítugustu samkeppnismenn sáu
gjaldþrot og hörmungar blasa
við, nema takast mætti að finna
nýjar leiðir.
Banjrarnir voru líka í mikl-
um vanda staddir. Skuldir út-
gerðarmanna og fiskútflytj-
enda höfðu stóraukizt, og fisk-
ur hrúgaðist upp, bæði heima
og einnig erlendis, því að byrj-
að hafði verið á því, þegar
kreppan komst í algleyming,
að senda fisk í umboðssölu til
markaðslandanna.
Þrír útflytjendur
stóðu uppi.
Þessi mál voru mikið rædd í
stjórn Landsbankans. Á einum
slíkum fundi sagðd L. Kaaber,
bankastjóri: „Ef fiskútflytjend-
ur fást ekki til að hætta undir-
boðum, verða bankarnir að
taka til sinna ráða.“ Þetta er
að efni til rétt, en orðalagið
mitt. —
Þegar hér var komið sögu,
voru aðallega þrír útflytjend-
ur uppistandandi: Kveldúlfur,
Alliance og Proppé-bræður.
Þeir síðarnefndu höfðu að vísu
orðið gjaldþrota nokkrum ár-
um áður, en voru búnir að
koma fyrir sig fótunum á ný.
Magnús Sigurðsson banka-
stjóri fór að velta fyrir sér því,
sem starfsbróðir hans hafði
slegið fram um fisksöluna. —
Hann sá strax, að bankarnir
sjálfir, með sínu starfsliði,
mundu ekki geta leyst málið
eins skjótt og nauðsyn krafði,
og engin von var til þess, að
útgerðarmenn mynduðu í
skyndi nægilega sterk samtök
til að annast fisksöluna. —
Magnús hóf uníræður við áður-
nefnda þrjá fiskútflytjendur og
alla helztu útgerðarmenn, sem
hann náði til, með það fyrir
augum, að koma sem fyrst
þeirri skipan á, að allur fiskur
sem fluttur væri út, yrði seld-
ur af einum aðila. Með lagni
og þrautseigju tókst Magnúsi
að koma á fót þessum bráða-
birgðasamtökum á þann hátt,
að fimm menn skipuðu nefnd
til að annast fisksöluna. Þeir,
sem til þess völdust, voru:
Magnús Sigurðsson, Helgi
Guðmundsson bankast., Krist-
ján Einarsson, Ólafur Proppé
og Richard Thors, sem var
formaður nefndarinnar.
Nefnd þessarrí tókst strax að
ná meginhluta fiskútflutnings-
ins í sínar hendur. >Þó var all-
stór útflytjandi utan við þessi
samtök. Það var enskt firma,
Hawes & Co., sem hafði bæki-
stöð í Hafnarfirði.
aukin festa
og öryggi,
Það kom brátt í ljós, eftir að
fisksölunefndin tók til starfa,
að miklu meiri festa og öryggi
náðist um framboð og sölu á
fiski. Nú var hægt að bjóða í
einu hæfilegt magn, en áður
var framboð algerlega skipu-
lagslaust og oft óhæfilega mik-
ið, þar sem einn útflytjandi
vissi ekkert, hvað annar gerði.
Slík' „offramboð“ á fiski áttu
sér ekki sízt stað, þegar menn
áttu von á verðfalli, en þá var
vitanlega nauðsynlegast að
gæta hófs um framboð, en erf-
itt að koma slíku við, þegar
margir eru útflytjendur, og
hver pukrar í sínu horni.
Það duldist engum, sem
kunnugur var félagssamtökum
í verzlun, að þetta fyrirkomu-
lag á fiskverzluninni var svo
laust í reipunum, að engin von
var um, að takast mætti að
halda því til frambúðar. Hér
var úm „sjálfkjörna" sölunefnd
að ræða. Á bak við hana voru
engin félagssamtök. Nefndin
var algerlega einráð, og fisk-
eigendur gátu lítil áhrif haft á
gang málanna. En þeir voru
hvekktir á ófarnaði fisksölunn-
ar undanfarið, og flestir svo
skuldugir bönkunum, að þeir
urðu að dansa, hvort sem þeim
líkaði betur eða verr.
Eg annaðist þá útflutnings-
verzlun Sambandsfélaganna,
þar á meðal fisksöluna. Mér
jvar ljóst, að strax þegar verzl-
unarárferði breyttist til batn-
aðar, mundu þessi bráðabirgða-
samtök hrynja til grunna, og
allt sækja í sama horf á ný.
Mér var einnig ljóst, að á með-
an fiskframleiðendum væri í
fersku minni ófarnaður í fisk-
sölumálunum, áður en sölu-
inefndin tók til starfa, væri
[réttur tími til að gera tilraun
til að koma á föstum, skipu-
legum félagssamtökum. Árið
1934 skrifa eg grein í Tímann,
þar sem eg geri grein fyrir
nauðsyn þess að stofna til var-
anlegra félagssamtaka um fisk-
útflutninginn og bendi á helztu
grundvallarreglur fyrir slíkan
félagsskap. Eitt meðal annars
var það, að samvinnufélög og
samlög útvegsmanna skyldu
hafa eitt atkvæði fyrir hver
1.000 skpd. af fiski, en hluta-
félög og einstaklingar eitt at-
kvæði fyrir hver 1.500 skpd.
Þessi uppástunga um stofnun
félagsins fékk yfirleitt góðar
undirtektir.
Iáiggiltur
endur-útflytjandi.
Stofnfundur S.Í.F. var hald-
inn 23.—25. maí 1935. Á þeim
fundi mættu fiskframleiðendur
og fulltrúar þeirrá'víðs vegar
að af landinu. Samdi fundurinn
lög fyrir félagið og kaus stjórn.
Fiskimálanefnd hafði verið
stofnuð í ársbyrjun 1935. —
Nefndin átti meðal annars að
veita útflutningsleyfi. Veitti
hún hinu nýstofnaða Sölusam-
bandi einkaútflutning á salt-
fiski með nokkurri undantekn-
ingu (Hawes. — Norðurlönd og
England), gegn því að ríkis-
stjórnin skipaði 2 af 7 stjórn-
arnefndarmönnum. Hélzt þetta
alla tíð, þangað til 1946, að
ríkisstjórnin hætti að tilnefna
menn í stjórnina.
Saltfiskframleiðsla lagðist
því nær alveg niður á stríðs-
árunum. Var næstum ekkert
flutt út af saltfiski árin 1943,
1944 og 1945.
Fisksölusambandið var ekki
lagt niður, þó það hefði lítið
verkefni þessi ár. Þegar byrjað
var á ný að salta fisk til út-
flutnings, gat félagið strax tek-
ið til starfa og heíur annazt
saltfiskútflutninginn síðan,
enda jafnan verið löggilt sem
einkaútflytjandi.
Það er þessi löggilding, sem
fer í taugar ýmissa, en þótt
merkilegt sé, þá virðast þeir
viðkvæmastir fyrir þessu
> „ófrelsi", sem fastast fylgja
þjóðnýtingu í framleiðslu*
iðnaði og verzlun.
Bezt, að einn
aðili selji.
Eg skal játa, að mér er illa
við lögþvingaða einkasölu. —•
Öðru máli er að gegna, ef fram-
leiðendur af fúsum vilja,
mynda samtök um að selja alla
framleiðslu sína. Ef því væri
treystandi, að fiskframleiðend-
ur gætu haldið saman án lög-
þvingunar, teldi eg það æski-
legast, en sé því ekki treyst-
andi er miklu betra að halda
núverandi fyrirkomulagi á
saltfisksölunni, en að leiða yfir
þjóðina samskonar ófremdar-
ástand í fisksölumálunum og
ríkti hér áður en Fisksölu-
sambandið var stofnað. Þá er
og önnur ástæða, sem mælir
með því, að saltfiskurinn sé
seldur af einum aðila. Inn-
flutningur á saltfiski er háður
leyfum á Spáni, Brazilíu,
Grikklandi, og ef til vill víðar.
Þar sem svo er ástatt, er ólíkt
hægari aðstaða um útvegun
Harmsaga - hetjusaga:
OF SEINT
Eftir Robert Falcon Scott.
Framh.
ur gekk bölvanlega að koma
upp tjaldinu, því að við vorum
allir krókloppnir. Við erum að-
eins rúma ellefu kílómetra frá
birgðastöðinni, en ég hafði gert
fastlega ráð fyrir því, að við
yrðum komnir þangað í kveld.
Þetta er annar stormurinn, sem
skellur á okkur, síðan við fór-
rm frá pólnum. Mér er hætt
að lítast á blikuna. Er alger
veðurbreyting í aðsigi? Guð
veri okkur náðugur ef svo er,
því að við eigum eftir að brjót-
ast upp á hæsta hjallann og
vistirnar eru af skornum
skammti. Eg treysti mest á Wil-
son og Bowers. Mér lízt alls
ekki á það, hvað Oates og Ev-
ans er hsett við kali.
Fimmtudagur 25. janúar. —
Guði sé lof að við skyldum
finna „Hálfrar gráðu birgða-
stöðina“. Við lágum í svefnpok-
unum allan síðari hluta dags í
gær og liðlanga nóttina, og þeg-
ar við vöknuðum í morgun,
fórum við að ræða um morgun-
verðinn. Við urðum ásáttir um
að borða hann síðar og sleppa
hádegisverðinum alveg. Veðrið
geisaði úti með sama ofsa, en
meðan við vorum að borða
morgunverðinn, gægðist sólin
fram og birti þá svo, að það
mátti greina gömlu slóðina. Það
var erfitt og kaldsamt verk að
grafa sleðann upp og fella tjald-
ið, en við komum því samt í
framkvæmd og lögðum upp.
•Við 'gátum elíki notazt við segl-
ið og urðum því að draga sleð-
ann.....
Oates þjáist mjög af kulda á
fótum. Fingur Evans og nef
hefur kalið og í kvöld kvartaði
Wilson. um sára verki í augum.
Við Bowers erum einir alheilir
þessa stundina....
Laugardagur 27. janúar. —
I morgun lá leið okkar um snjó-
breiðu, sem var eins og úfinn
sjór. Við Wilson drógum á skíð-
um, en hinir ýttu á eftir. Það
var enginn hægðarleikur að
fylgja slóðinni, því að hún
hvarf alltaf annað veifið, en
þess á mjlli var hún mjög óljós.
.... Hungrið sverfur smám
saman æ meira að okkur og það
mundi vera til mikilla bóta, ef
við gætum borðað heldur
meira, emkum um hádegið. Ef
við verðum ekkj lengi til næstu
birgðastöðvar (þangað eru nú
rúmlega 90 km. og við höfum
vistir til einnar viku) ættum við
að geta skammtað okkur öllu
ríflegar, en við getum ekki
vænzt fullra matarskammta
fyrr en við komum til stöðvar-
innar, þar sem hrossakjötið er
geymt. Þangað er óraleið, og
það veit trúa mín, að gangan er
erfið....
Sunnudagur 11. febrúar. —
Þetta var versti dagurinn okk-
ar og það var mestmegnis okk-
ar sök. Færið var slæmt, þegar
við lögðum af stað. Suðvestan
kul var á, svo að við settum
segl og drógum á skíðum. Birt-
an var með afbrigðum slæm og
villti okkur sýn. Hún fór versn-
andi, og allt í einu vorum við
komnir í hinar mestu. ógönur.
Tókurn við þá ákvörðun að
halda austur á bóginn, og varð
það örlagaríkt fyrir okkur. Vjð
héldum áfram í sex stundir og
vonuðum, að okkur mundi xniða
vel áfram, énda held ég að svo
hafi verið., en síðustu klukku-
stundirnar gengum við bókstaf-
lega í gildru. Færðin batnaði.
svo að við drógum ekki af mat-
arskammtinum um hádegið, en
hálfri stundu eftir að við lögð-
við í versta íshröngli, sem ég
um af stað á nýan leik, lentum
hef nokkru sinni komizt í kynni
við. í þrjár stundir brutumst
við áfram á skíðunum og héld-
um í fyrstu, að við værurn of
langt til hægri, en því næst að
við værurn of langt til vinstri.
En alltaf versnaði yfirborð jök-
ulsins og ég fór blátt áfram að
verða skelfdur. Stundum virtist
okkur engin leið út úr ógöng-
unum. Loksins komumst við að
þeirri niðurstöðu, að fært mundi
að. fara til vih'stri og héldvun í
þá átt. En ' ekki bátnaði Við
það, því að sprungurnar í ísn-
um urðu fleiri og stærri. Það
varð ógerningur að komast á-
fram á skíðunum og spenntum
við þau því af okkur. Við hröp-
Frh. A