Vísir


Vísir - 30.03.1955, Qupperneq 7

Vísir - 30.03.1955, Qupperneq 7
MSSvikiíiiágmft ‘30, marz 1955 VÍSIR wm LEIKSDPPUR Eftir ROBIN MAUGHAM i 37 Ö'g %á get eg greítt allar skuldir mínar og keypt ýmislegt í íbúðina okkar. En ef eg tapa, þá neyðist eg til að biðja þig um peninga . . . En eg sver, að það verður í síðasta skipti.“ „Hversu miklu hefur þú hætt í veðmál?“ „Fjörutíu pundum.“ . „Þér er þö kunnugt, að eg hefi ekki úr miklu að spila!“ „Þú verður að trúa mér, John! Eg lofa því upp á æru og trú, að þetta skal verða í síðasta skipti.“ „Þetta verður að minnsta kosti síðasta skipti, að eg borgi fyrir þig slíkar skuldir---— það er víst og áreiðanlegt. Hvenær færðu að vita, hver árangurinn hafi orðið?“ „Á þriðjudag — það er að segja á morgun. Getum við ekki hitzt í Hirtinum klukkan sjö?“ „Eg verð að fara til Bristol á morgun, til þess að mæta þar fyrir rétti fyrir einn af skjólstæðingum mínum. Eg verð áréið- anlega ekki kominn aftur fyrir miðnætti.“ John mátti varla til þess hugsa, að hann fengi ekki að sjá Pat í heilan dag og nótt að auki, og hann var elcki ánægður, fyrr en þau voru buin að ákveða, hvernig þau ættu að verja miðvikudeginum. Þau ætluðu að leigja herbergi í Radcliffe-gistihúsinu þá um kvöldið og hittast í Hirtinum klukkan sjö. •K- Það hafði talazt svo til, að John hitti blaðakónginn, áður en þann legði af stað til Bristol. Hann átti að koma í skrifstofu foins mikla manns í Fleet Street, blaðagötunni. Þegar hinn smeðjulegi einkaritari blaðakóngsins fylgdi John um óralanga ganga hússins, þar sem ritvélaglamur heyrðist hvarvetna eins og fjarlæg yélbyssuskothríð, og. síðan gegnum hvert forherbergið af öðru, þar sem ritarar voru eins. og varð- menn, hafði John á tilfinningunni, að'.sér .vaéri fylgt -úm vígvöll til að hitta hershöfðingja. Hann var dálítið taugaóstyrkur, af því að hann vissi ekki, hvers vegna blaðakóngurinn hafði óskað eftir að tala við hann. BlaðakóngUi'inn sat við langt skrifborð, sem þakið var gler- plötu. Hann var að lesa ljóshærðri stúlku fyrir bréf, eg pataði •í allar áttir til áherziu á meðan. „Brezkur almehningur er gæddur mjög miklu langlundar- 'geði,“ sa'gði hann einmitt, þegar John gekk inn í herbergið. „Hann lætur marga hluti afskiptalausa og er gæddur heilbrigðri mannþekkingu — komma — en sá dagur mun samt renna upp . . ...“ - Hami reis hægt á fætur úr sæti sínu og rétti John spikaða, máttlausa hönd. . „Kæri: ungi vinur minn,“ tautaði hann fyrir munni sér, „það er mér sérstök ánægja að hitta yður.“ Einkaritarinn, förunautur Johns, og hraðritarinn fóru þegj- '• • ■■•'■;, ■ 'Vwa - andi léiðar sinnar. , „Það gleður mig, að þér skylduð geta komið því svo fyrir, að þér hefðuð tækifæri til að hitta mig,“ hélt blaðakóngurinn áfram og virti- John ■vinsamlega 'fýrir sér. „Mér skilst þó, að þér hafið mikið hð gera við allskyns fhálfæfslustörf." ; „Já, ég er-öhnum kafinii á þvi sviði,“ ■svaraði John og fór hjá sér. „Hvífíkúr heimur!" .sagði blaðakóngurinn og ífórnaði* feit-- lögnum höndunum ■ einS og ífullur örvæntingar. „Maður vinn- ur — maður/vinnur mýrkrahna á milli — óg svo er það kallað að lifa'. . . : John vissi ekki, hverju hann ætti að svara þess, og fannst þvihyggilegast að þegja, „Eg þarf ekki að segja yður, ungi vinur, að greinar yðar hafa notið mikilla vinsælda — — — mjög mikilla vinsælda. Þar sem ég veit um lítillæti yðar er mér ljóst, að þér gerið yður grein fyrir, hversu mikið þér megið þakka áróðri þeim, sem við höfum haft í frammi vegna yðar . . . Hann gerði hlé á máii sínu og virti John fyrir sér með hálf- luktum augum. „Eg býst ekki við, að yður mundi veitast auðvelt að koma greinum yðar á framfæri í öðrum blöðum, þar sem nafn yðar jer.orðið syo nátengt-„K:völdpóstinam“.;Eg vona einnig, áð þetta muni verða þannig um langan aldur . .“ Hánn gerði aftur hlé. á máli sinu. Svo kom það: „En svo að eg sá einlægur við yður . . . . Eg verð að benda yðui' á það að . . . þrjár síðustu greinaxnar yðar voru ekki til— takaníega góðar . . .“ ; Hann leit nú reiðilega og harðlega á John undan þungum augnabrúnunum. „Það þykir mér leitt að heyra,“ mælti John dapurlega. | Blaðakóngurinn spennti greipar, eins og hann ætlaði að fara l biðjast fyrir. „Yður virðist skorta einbeittni, sannfæringar- kraft . . . Greinarnar vekja þá skoðun manna, að þér hafið glatað sjálfstrausti yðar . . . Eins og þér trúið ekki lengur á hugsjónir þær, sem þér eruð að prédika fyrir mönnum . . .“ Hann leit á John og hvessti augun. „Eg vona, að þér séuð enn sánnfærður um dyggðir brezkra kvenna? Eða um þá sið- ferðilegu skyldu, sem við verðum allir að inna af hendi . . . „Nei . . .“ stamaði John. „Segið mér ekkert um það — vitanlega eruS þér sannfærður um þetta atriði! Eg vil aðeins segja það, að þér verðið fram- vegis að berjast ötullega fyrir hugsjónum yðar! Þér verðið að verða sami ötluli baráttumaðurinn og áður! Ef til vill getum við þá fundið rúm handa yður í einhverju sunnudagsblaðanna okkar.“ „Þakka yður kærlega fyrir,“ mælti John, og reyndi að leyna því, hversu illá honum leið undir þessum samræðum. „Eg vonast til að fundum okkar beri' samán á fimmtudags- kvöldið hjá móður yðar,“ mælti blaðakóngurinn og þrýsti hönd hans að skilnaði. „Já, það er víst, herra,“ svaraði John. I „Verið þér sælir, æri ungi maður, eg vona, að yður gangi ævihlega allt í haginn!“ ’ . .',.! . : ... . : . ■ ■■ ■'' .•' „Hjörturinn“ var opnaður klukkan hálf-sex, og ,þar var þegai; hver,t.. gæti skipað,, þegar John kom þangað á miðviku- dagskvöldið. Hánh var dálítið kvíðinn, af því að hjann var tuttúgu mínútum á eftir áæ.tlun. Hahn litaðist áhyggjufullur eftir; Pat, en gat hyergi komið. auga á. hana. Bob, veitingamaðurinn, var heldur ekki sjáanlegur. í ljarlægasta hluta yeitingástofunna|' kom hann auga á feit- láginn mann, sem sat einn við borð. Hann hélt höndum fyrir andlitinu, og höfuð hans var beygt eins og af trega.- Þetta var Barker, , Tárin strejondu niður eftir feitlögnum vöngum haiis. Hann leit ’upp, þegar John gekk að borðinu, og þeir horfðust stutta stund í augu, án þess að mæla orð eða hræra legg eða lið. Þá spratt Barker skyndilega á fætur, velti glasi sínu í fátinu og skjögraði til Johns,- „&ér megið ékki fara frá mér, John! Gerið það fyrir Guðs skuld að fara ekki frá mér,“ stundi hann og hélt dauðahaldi uih annan hándlegg Johns. John hafði það á tilfinningunni, að menn þeir, sem voru íveitingastqfunni, hefðu 'ekki af- þeim augun. . „ ;■ „Þér verðið að jafha ýður og setjast aftur,“ sagði hann ein- beittiu'. kvöldvökunni. Maður kom inn í bókaverzi- un og spurði afgreiðslumann- inn: .. „Þér hafið vonandi einhverja góða sögubók handa mér?“ „Já, áreiðanlega. Hvers konar bók ætti það helzt að vera?“ spurði afgreiðslumaður- inn. „Það þarf að vera sérstak- lega góð saga, einhver sem getur gefið konunni minni skilning á því,- hvérs vegna eiginmennirnir koma stundum seint heim á nóttunni.“ • Dóra var kominn á þann ald- urinn, að hún var farin að hafa gaman af því að vera úti á kvöldin. Einn morguninn spurði faðir herrnar í ströngum tóni: „Hvaða náungi var að kyssa þig hérna á horninu í gær- kvöldi?“ Dóra horfði á hann stórum augum og spurði: „Hvað var klukkan þá?“ S • Franski leikarinn Robert Lamoureux er hreykinn af syni sínum, og eitt sinn sagði hann við vin sinn. Ég hef aldrei þurft að hirta hann, og yfirleitt aldrei þurft að hreyfa hönd við honum — hema í sjálfsvörn.“ • Hnefaleikamaður einn hafði unnið meistarakeppnina x þungavikt og éftir kappleikinn bauð umboðsmaðúr homun á náttklúbb ásamt fleira fólki; Þar voru haldnar fyrir honum margar skálaræður og afrek- um hans og snilld hrósað. Áð endingu var komin röðin að hnefáleikameistaranum til þess að þakka' fyrir sig. Hann stóð upp og mælti: „Ég er enginn ræðumaður, og þess vegna get ég ekki hald- ið tölu. Ég er heldur ekki söng- vari, og þess vegna get ég ekki sungið fyi'ir ykkur, en ef ein- hver af ykkur vill fá einn á snúðinn, þá er ég tilbúinn.11 ■ • Það var í miðjum öðrum þætti ópei’unnar og þeim hundleidd- ist. — Þessi bai-j'ton er blátt á- fram hræðilegur, sagði hann. — Já; eigum við ekki að * fara? sagði, hún. — Nei; hann verður myrtur í næsta þætti, og ,af þeirri skemmtun vil ég ekki missa., £ £ &unw(jkó — TARZAJN —■ *7m »X£tl ftior !»JI. SdtinRiM Scrramh; lnc —Tm.a»e 0 8 P*i Ofl Dutr. by Unile4 Feature 'Byndicale, Inc. En, gleði Tarzans var skamrnvinn: 'Hann' : ýar' 'búndinn' ög ; .þvr'Várnar-1 'íáus. gégn hættum .fnimsk&gáfiHá: 'x" '' ^gar-;:méhnirriir:'IÍ^í|jSu'sig', skutö' En.það bar 'engan árangur. Tantor ílS51;-: :'í&« ■; -'ííadF*v- *-. ■h é úíjqy .iarfiwv^d

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.