Vísir - 01.04.1955, Qupperneq 1
12
bls.
12
45. árg.
Föstudagirm 1. april 1955
76. tbL
Síðasta áfanganum í byggingar-
málum Grundar er nú að Sjúka,
Skipbrotsmenn af „Jóni Baldvinssyni“ í Grindavík í gær.
(Ljósm.: Jón Tómasson). !
Rússar hætta allri skýja-
kljúfabyggingu. .
Hætta m.a. við hæstu byggingu heims.
London (AP). — Fyrirskipað
"iiefur verið í Moskvu, að |par
skuli ekki reistir fleiri skýja-
kíjúfar.
I borgnni eru sjö byggingar,
sem kalla má þessu nafni, og
var vinna byrjuð við þá átt-
undu, sem átti að vera 46 hæðir
og' því hæst þeirra allra. Hefur
verið fyrirskipað, að það, sem
komið sé af þessari byggingu,
skuli rifið með vorinu, og í
staðinn reist 10 hæða bygging á
staðnum. Var vinnu hætt við
skýjakljúf þennan fyrir ári, og
var þá búið ^ð reisa stálgrind
fyrir 10 hæðir. Fyrirskipunin,
að hætt sk.v'di við bygginguna,
var undirrituð af sjálfum Kru-
sjev, sem hefir tekið að sér að
leiðbeina byggingmeisturum
ovétríkjanna.
Hefur verið tekin upp ný
stefna í þessum málum, þar sem
hætt verður við allt skraut og'
flur á byggingum. Var frá þessu
skýrt í 'ræðu, sem Krusjev hélt
á þingi byggingameistasa í
Kreml skömmu fyrir jólin, þar
sem hann vítti þessa menn fyrir
óþarfa eyðslu á byggingarefn-
um.
Þá hafa Rússar einnig ákveð-
ið að hætta við „sovéthöllina“,
sem átti að verða hæsta bygg-
ing heims.
StátfentiM' læra
njósnt.
Stjórnin í Bonn hefir birt
upplýsingar um uýjasta
nánrsefniS í háskólum í
Aiistur-pýzkalandi. Stúdent-
um er kennt að njósna um
skoðanir manna, mecal ann-
ars sauistúenta og prófessora,
auk annara manna. Æsku-
lýðsfylking kommúnista
efndi nýlega til þings í há-
skólaborginni Halle, og þar
nafngremdu ýmsir ræðu-
menn ýmsa skólabræSnr sína
og kærðu þá fyrir að vera
mótsnúnir stjóm kommún-
ista.
Með nýju vesturálmunni rúmar Elli-
heimilið alls 350 vistmenn.
l iðtal viá Gkla Sigiirbjörnssoii
ccbii «iioliniiiiina súa-ri'iíV jsar.
OrkuframEeiðsb
Andakíisárstöðv
ar í hámarki.
Sþ ráðaléiusar.
Genf (AP). — Nærri 670,000
kínverskir flóttamenn liafa
leitað hælis í Hong Kong.
Sameinuðu þjóðirnar fólu á
sínum fíma Norðmanninum dr.
Edvard Hambro að athuga,
hvað hægt væri að gera til að
hjálpa fólki þessu, en margt af
því er fætt í Hong Hong og
telur sig brezka þegna. Hefur
hann komizt að því, að staða
þessa fólks sé þannig, að SÞ.
geti ekkert fyrir það gert.
Nautilus reyndist vel.
Kjarnorkukafbáturinn Naut-
ilus hefir reynst vel.
Honum hefir nú verið siglt
30.000 mílur í reynsluferðum
og kafað hefir hann 67 sinnum.
Sjónvarp aukió, er
blöð koma ekki út.
Sjónvarps-fréttastarfsemi
liefir verið aukin í London
vegna verkfallsins, sem stöðvað
hefir útgáfu dagblaðanna.
í dag var sjötti dagar verk-
fallsins og ekki útiit fyrir sam-
komulag. Byrjað er að segja
upp verkfallsmönnum, sem
heimilt er að segja upp með
hálfsmánaðar fyrirvara.
Upp undir 100 skip bíða af-
greiðslu i hafnarbæjunum við
Mersey.
Horfur voru þær í gærkvöldi,
að sættir myndu takast en þær
brugðust.
Ford gefur fé
fil háskéla.
Foid-stoínunin ameriska hefur
veitt 50 millj. dollara til ýmissa
æðri skóla landsins.
Kr féð allt látið renna til þcimi
mennta- og háskóla, sem eru í
einkacign, en ekki staifrtektii’ uf
opinheiri liállfu. Fénii á öllu að
yefja til að iuekka laun kennara,
sém imfa kvartaft mjög yfir lé-
legum Iaunu.ni undanfarið.
Orkuframleiðsla Andakilsár-
virkjunarinnar er nú næstum
70.000 lrilóvattstundir á sólar-j
hring og hefir aldréi verið
meiri í vetur og má segja, að
hún sé sem næst hámar’ri.
Dálítið er þetta þó breytilegt,
en síðan skömmtunin var af-
numin 10. þ. m. hefir hún verið
60—70 þús. kílóvattstundir á
sólarhring'.
Skömmtunin var. sem kunn-
ugt er, ákveðin á frostakaflan-
um, en þá var vatnsrennsli orð-
ið mjög lítið úr Skorradals-
vatni. Var isinn á því orðinn
a. m. k. 90 sm.'á þykkt. Smám
saman færðist allt í betra horf,
er lofthiti jókst og hláka náði
upp til íjalla.
Raforkunotkun er nú mjög
mikil í iðjuverunum á Akra-
nesi, enda er nú unnið þar nótt
og dag.
Um þessar mundir er verið
að fuUgera 2. hæð 'hinnar nýju
viðbyggingar Elli- og' hjúkr-
unarheimilisins Giundar, vest-
urálmu byggingarinnar.
Bygging þessi hefur verið í
smíðum undanfarið, eins og Vís-
i'r hefur áður greint frá, mikið
mannvirki og vandað að öllum
frágangi; en þegar hún er full-
gerð og tekin í notkun, væntan-
lega í haust, má segja, að Grund
sé fullskipuð, og verða þá um
350 vistmenn þar, en nú eru
þeir alls 316. Elliheimilið Grund
er stærsta sjúkrahús landsins;
en réttmætt er að telja stofn-
unina sjúkrahús, þar sem um
200 vistmanna eru rúmliggj-
andi.
Á 3. hæð hinnar nýju bygg-
ingar, sem þegar var tekin í
notkun s. 1. haust, eru herbergi
fyrir vistmenn, svo og á 2. hæð,
sem verið er að fullgera og
þegar í notkun; en á 1. hæð
verða skrifstofur stofnunarinn-
ar; og þegar þær eru fullgerð-
ar, losnar húsnæði það, sem nú
er notað fyrir skrifstofur, og
verða þar herbergi vistmanna.
í kjallara verða svo lækninga-
stofur, rannsóknarherbergi,
heilsugæzla, ljóslækningastofur
vistarverur fyrir sjúkraleikfimi
og æfingasundlaug, bæði til
hressingar fyrir vistmenn og
eins fyrir lamaða. Húsnæði
það, sem nú er notað vegna'
heilsugæzlunnar, verður tekið
undir vinnukennslu eða ,,ar-
beidstherapi“, ens og það er
nefnt á Norðurlandamálum.
Tíðindamaður Vísis hefur
skoðað hina nýju álmu og átt
tal við Gisla Sigurbjörnsson,
forstjóra Grundar. Honum sagð-
ist m. a. svo frá:
,,Nýja álman mun kosta rúm-
lega 2 milljónir króna, og með
öllum útbúnaði um 2.5 millj.
króna. Þar af hefir Reykjavík-
urbær iagt fram sem óaftur-
kræft framlag 1 milljón, en hitt
féð hefur verið tekið að láni,,
og er þar fyrst og fremst a‘ð
þakka Tryggingarstofnun í'íkis-
ins og forstjóra hennar, Haraldi
Guðmundssyni, sem brást veli
við málaleitan okkar. Ennfrem-
ur hafa lagt þar hönd á plógiim
forstöðumenn annarra stofnana
og ýmsir velunnarar Grundar.“
Gísli Sigurbjörnsson helduL'
áfram:
„Segja má, að með þessari
nýju álmu hafi Grund fengið
á sig sitt framtíðarform, bæði
að því er útlit snertir og eins að
því, er viðkemur fjölda vist-
manna. Ekki er ráðlegt að hafa
hér fleira fólk en 350 manns,
svo að vel fari. Ilúsið er nú um
100 metrar á lengd, og lóðin
fullnotuð, nema hvað við ætlum
Framfe. á 12. síðu.
Vandamál Loftleiða rædd
á Alþingi í gær.
Menn voru félaginu mjög hlynntir.
Stærsta skip
Norðurlands.
Hilmar Reksten, útgerðar-
maður ' Björgvin, hefur samið
um snxíði 38.500 lesta olíu-
flutningaskips.
Skip þetta verður smíðað í
skipasmíðastöðinni A/G Weser
í Bremen, og verður skipið
stærsta skip á Norðurlöndum.
Það verður fullsmíðað árið
1958. Sami útgerðarmaður
hefur samið um smíði á tveim
vöruflut.ningaskipum við sömu
skipasmíðastöð, og verður ann-
að 12.000 lestir, en hitt 14.300
lestir að stærð. Þau verða .til-
búin 1956 og 1957.
Vandamál Loftleiða í sam-
bandi við verkfallið kom til
umræðu á Alþingi síðdegis í
gær.
Gylfi Þ. Gíslason kvaddi sér
hljóðs utan dagskrár og ‘reif-
aði málið. Taldi hann, að eins-
kis mætti láta ófreistað til þess
að afstýra því, að Loftleiðir
lömuðust að fullu og öllu vegna
verkíallsins, en leit svo á, að
ríkisstjórnin ætti að ráða fram
úr málinu.
Ingólfur Jónsson samgöngu-
málaráðherra flutti snjalla
ræðu og skýrði frá, hvernig
málum væri komið. Rakti hann
gang þessa máls, og var auð-
fundið, að ríkisstjórninni er.
ljóst, að hér er mikill vandi á
ferðum og brýn nauðsyn, að
Loftleiðir fái að starfa. Hins
vegar benti hann á, að mál
þetta væri ekki á valdi rikis-
V
stjórnarinnar, heldur Alþýðu-i
sambandsins.
Gils Guðmundsson og Einar
Olgeirsson virtust helzt vilja
kenna ríkisstjórninni um vanda
þann, sem Loftleiðir eru nú í,
og var ræða Einars með svip-
uðu sniði og fyrr við áþekk
tækifæri. Eggert Þorsteinsson
talaði einnig og mæltist vel,
ennfremur tók Hanníbal Valdi-.
marsson til máls og var á hon-
um að skilja, að hann vildi gera
sitt til að deilan leystist. Allir
voru ræðumenn velviljaðir í
garð Loftleiða, og standa því
vonir til, að ekki verði undir-
tektir Alþýðusambandsins verri
og deilan þvi senn á enda.
Fulltrúár félagsins ræddu í
gær við verkfallsstjórnina, fulÞ
trúa flugmanna og flugvéia*
virkja, og verðtir annar funduC
árdegis í dag. ^