Vísir - 01.04.1955, Qupperneq 8
8
i VÍSIR
^östudaginn 1. apr3 1955
'1786 lagði grundvöll þeirra, þó
að þorp hefði myndazt í Reykja-
vík með stofnun nýju innrétt-
inganna upp. úr 1750- Margir
kviðu því líka að hér færi að
myndast bæir, óttuðust spill-
ingu þeirra og lausung og
kviðu flótta íólksins úr sveit-
unum. Þá sáu menn þau vand-
ræði, að íslendingar mundu
ekki kunna að verzla sjálfir,
þá vantaði reynslu og verzlun-
arvit og myndu ekki geta stað-
ið á eigin fótum í samkeppni við
aðra öflugri og slóttugri. Þeir
höfðu ejiki skipakost. Þá vant-
aði fjármagn -— peningar voru
hér varla til á þessum tímum,
og nær öll verzlun var vöru-
skipti.
Um þetta var togast á og
þráttað allan tímann frá því að
einokuninni var að forminu til
létt af 1787 og þangað til fullt
verzlunarfrelsi fékkst lögfest
1855. Það vár hart að þurfa að
berjast svo lengi fyrir svo litlu,
sagði Jón. Sigurðsson skömmu
eftir að verzlunarfrelsislögin
voru samþykkt.
Jón Sigurðsson
og verzlunarfrelsið.
Jón Sigurðsson var sá maður,
sem mest og markvissast barð-
ist fyrir verzlunarfrelsinu.
Hann átti mestan þátt í því að
það sigraði. Meðal fyrirrennara
haris var Magnús Stephensen í
Viðey ótrauðastur bardagamað-
ur fyrir frjálsri íslenzkri verzl-
un og hagsýnastur athafnamað-
ur um leið, því að hann kom á
— með Bjarna riddara — nýj-
urh og mikilsverðum viðskipta-
samböndum við Bretlarid og
Ameríku. Hann hafði eins og
fýrr segir áður beitt sér'fyrir
almennu bænaskránni svo
nefndu, sem mjög kom róti á
hugi mann í verzlunarmálum og
vakti stjórnarvöldin, þó að þau
tækju áð vísu bænarskránhi
illa. Magnús Stephensen barði
líka harðast á dönskum kaup-
mönnum síns tíma, fyrir afglöp
þeirra í íslandsverzluninni,
einkum í riti sínu gegn einum
þeírra, Kyhn.
En þáð var Jón Sigurðsson,
sem leiddi til lykta baráttupa
fyrir verzlunarfrelsinu. Hann
fór að skrifa um þessi mál upp
úr 1840 óg gerði það af þeirri
rökfestu, af því raunsæi og
þeim krafti, serri honum var eig-
inlegur. Hann hafði öðlazt sann-
færingu sína um gildi frjálsrar
verzlunar á þrennan hátt: af
pérsónulegri reynslu sinni af
vanköntum verzlunarinnar í
samtíina sínum, af náinni sögu-
legri rannsókn á ferli einokun-
arimrar og af þekkingu sinni á
nýjum hagkenningum og
stjórnmálum umheimsins.
„Það er eftirtektarvert hverj-
um þeim,“ sagði hann eitt sinn,
„sem nokkuð vill hugsa um vel-
'gengni íslands, og einkum þeim,
sern eiga að hafa stjórn þess á
hendi, hver áhrif verzlunin hef-
ur á atvinnuvegi landsins. Eft-
ir því er hægt að segja hvort
verzlunin er í svo góðu horfi
sem auðið er á hverri tíð, eða
hún tekur góða stefnu eða ekki
Um hina íslenzku verzlun er
það hægt að sjá, að hún er langt
fjarri að vera í því horfi sem
hún þarf að vera og mætti vera,
en stefna sú, sem hún hefur tek-
ið síðan 1787, hefur verið góð og
eðlileg að því leyti, sem hún
hefur sýnt hverjum, sem að vill
#æta, a,ö verzluninni er eins
háttað á Islandi eins og annars
staðar: að því frjálsari sem hún
! verður, því hagsælli verður hún
landinu.".. . ...... . ...
Jón Sigurðsson .kvartaði
stundum undan því, hversu erf-
itt væri að fá Íslendinga sjálfa
lenzkra verzlunarmanna var þá
einnig bætt með stofnun Verzl-
unarskóla„,íslands. Allt’ gerðist
þet-ta um líkt. leyti,.. kringum
1905. Þá var heimastjórnin ný-
féngin og hófst mikill upp-
gangstími, bæði í atvinnumál-
til þess að skilja nauðsyn þessa um og andlegu lífi.
nýja frelsis. Sámt átti hann
heima ýmsa góða liðsmenn, þar
á meðal npkkra unga og ötula
kaupsýslumenn. Hann fékk
einnig góða samherja í Dan-
mörku, en í danska þinginu var
að síðustu gert út um þessi mál.
Alþingi var þá aðeins ráðgef-
andi og tillögum þess í verzlun-
armálum hafði ekki verið
sinnt, en síðast höfðu þau verið
rædd ítarlega á þjóðfundinum
1851. Málalokin, sem fengust í
danska þinginu 1854, voru að
því leyti nálægt því sem þjóð-
fundurinn hafði ætlað.
Einn helzti stuðningsmaður
verzlunarfrelsisins í danska
þinginu var Kirck. Hann sagði
m. a. ræðu: „Það skal íslending-
um vera heyrinkunnugt, að oss,
sem sitjum á ríkisþingi Dana,
er annt um mál þeirra, og að
hagur þeirra er hagur vor og að
það er skylda vor að minnast
þess hér, að mál þau, sem vel-
ferð íslendinga er undir komin,
liggja oss eins þungt á hjarta
og mál sjálfra vor.“
Lögin um verzlunarfrelsið
voru samþykkt í danska þing-
inu að lokum með 75 samhljóða
atkvæðum og konungur stað-
festi þau 15. apríl.1954, en þau
tóku gildi 1. apríl 1855.
Verzlunih verður
innlend. J
Þrátt fyrir þessa merkilegu
lagásetriingu átti það enn nokk-
uð langt í land, að verzlunin
yrði inrilend og frjáls í raun og
veru. Allur síðari hluti aldar-
innar fór að mestu leyti í það,
að íslenzkir kaupmenn prófuðu
sig áfram og sóttu fram hægt
og hægt, keyptu leifar dörisku
verzlananna og. stofnuðu sínar
eigin verzlanir. Þegar verzlun-
arfrelsið hófst, voru kaupmenn
hér ekki nema 58, auk lausa-
kaupmanna eða spekúlanta, og
flestir þeirra áttu heima érlend-
is. Fyrstu fimmtán ár verzlun-
arfrelsisins bættust ekki við
nema fjórar nýjar verzlanir. En
um aldamótin eru þær orðnar
rúmlega 200, en það hélzt fram
á annan tug þessarar aldar að
meira en tíunda hver verzlun
var útlend. Nú er þetta breytt,
svo að segja má að öll verzl-
unin sé orðin innlend. Það
skipti hvað mestu í þessum
efnum, að símasamband komst
á innanlands og við útlönd
nokkru eftir aldamót og að
heildverzlunin varð íslenzk
um líkt leyti, og bankastarf-
semi þá einnig öflugri og fjöl-
breyttari en áður og loks er
þess að geta, að menntun ís-
Síðan hefur verzlunin sífellt
aukizt. Vöxtur hennar hefur
runnið fram eftir tveimur far-
vegum: Kaupmannaverzlun og
kaupfélaga. Kaupmannaverzl-
unin hefur byggt á þeim grund-
velli, sem lagður var þegar í
upphafi verzlunarfrelsisins og
markaður var í skrifum Jóns
Sigurðssonar, en einnig fyrir
þann tíma höfðu ötulir íslenzk-
ir kaupsýslumenn byrjað að
búa í haginn fyrir íslenzka
verzlun eftir því sem unnt var
með verzlunarlagi, sem þá
tíðkaðist. Þeir sýndu og sönn-
uðu hæfileika íslenzkra manna
til þess að reka sjálfstæða verzl-
un, hagsýni þeirra og áræði og
það, að íslenzk verzlun gat ver-
ið arðvænleg í innlendra manna
höndum og notið . vinsælda,
sem einokunarverzlun náði
ekki.
Kaupfélögin fóru að láta til
sín taka fyrir og um aldamót-
in og efldust fljótlega og gerðu
bandalag sín í milli, sem síðar
varð úr Samband íslenzkra sam
vinnufélaga, sem rekið hefur
víðtæka starfsemi á ýmsurn
sviðum viðskiptalífsins og
tengt ýmis ný sambönd út á
við. Samband þeirra var fyrst
stofnað 1902, en það hefur heit-
ið Samband íslenzkra sam-
vinnúfélaga frá 1910. Formað-
ur þess er nú Sigurðúr Krist-
insson, en forstjóri Erlendur
Einarsson. Fyrsti formaður
Sambandsins var Pétur Jóns-
son á Gautlöndum.
Allsherjarfélagsskapur kaup-
manna, VerzlUrlarráð íslands,
var stofnað 1917 og er formað-
.ur þess nú Eggert Kristjánsson.
Fyrsti formaður. Verzlunarráðs-
ins var Garðar Gíslason.
Áhrif verzlunarfrelsisins.
Mörg dæmi mætti nefna þess,
hversu íslenzk verzlun hefur
aukizt og batnað á tíma
verzlunarfrelsisins. Búðir
hafa orðið stærri og snyrtilegri
en áður, vöruval aukizt stór-
lega, afgreiðsla færzt í nýtt
horf og orðið meiri þjónusta
við viðskiptamenn en áður var,
sérverzlunum hefur fjölgað og
heildverzlunum líka. Nýir
markaðir hafa unnizt fyrir ís-
lenzkar afurðir og fjölbreytni
aðfluttrar vöru aukizt stórlega.
En fyrst og fremst hafa afleið-
ingar verzlunarfrelsisins orðið
þær, að verzlunin hefur orðið
innlend og verzlunararðurinn
lent í landinu sjálfu.
Spár forvígismanna verzlun-
arfrelsisins um heillavænleg á-
hrif þess hafa allar rætzt.
Titkynning
Nr. 1/1955.
Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið nýtt hámarks-
verð á smjörlíki sem hér segir:
Niðurgreitt: Óniðurgreitt:
Heildsöluverð Kr. 4.79 Kr. 9.62 pr. kg.
Smásöluverð Kr. 5.60 Kr. 10.60 pr. kg.
Söluskattur innifalinn í verðinu.
Reykjavík, 31. marz 1955.
V erðgæzlust jórínn.
rafmagns
SKORDÝRAEYÐIR
fæst aðeins hjá okkur.
Nú er rétti tíminn að út-
rýma mölflugu og öðrum
skaðræðispöddum.
Véla- cg
raftækjaverzlunin
Bankastræti 10. Sími 2852.
6EZT AÐAUGLYS? ? VláS
K.F.U.K., Vindáshlíð. Að-
alfundurdnn verður í kvöld
kl. 8,30. Fjölmenníð. Stjórn-
in. (522
HVITUR telpuhattur úr
angóru tapaðist í gær á barna
leikveliinum við Freyjugötu
eða á leiðinni að Þórsgötu
26 A. Uppl. í síma 6880. (507
úmm
VANTAR eitt til tvö her-
bergi, helzt með sérinn-
gangi. Uppl. í síma 3012 eft_
ir kl. 5. 520
HERBERGI, sólríkt, til
leigu. Reglusemi áskilin.
Upplýsingar milli kl. 5—7 í
Bakkagerði 1, smáíbúða-
hverfi. (523
VÉLSTJÓRA, sem ýmist
vinnur á sjó eða landi, vant-
ar herbergi strax. Tilboð,
merkt: „Til sjós eða lands —
299“, sendist blaðinu fyrir
hádegi á morgun. (525
IIERBERGI með aðgangi
að eldhúsi og baði til leigu
nú þegar. Tlboð sendist fyrir
mánudagskvöld afgr. Vísis,
merkt: „Melar— 298“. (524
HERBERGI óskast, helzt
með aðgangi að eldhúsi. —-
Upplýsingar í síma 1083 eft-
ir kl. 2. (529
PÍANÓSTILLINGAR og
viðgerðir. Otto Ryel. Símar:
82037 og 5726. (359
ÖaUMAVÉL A-viðgerðir.
Fljót afgreiðsla. — Sylgja,
Laufásvegi 19. — Sími 2656
Heimasími 82035.
INNRÖMMUN
MYNDASALA
RÚLLUGARDÍNUR
Tempo, Laugavegi 17 B. (152
ÓDÝR prjónafatnaður á
börn til sölu. Prjónastofan
Þórclfur, Laugavegl 27, uppi.
(338
TVIBURAKERRA óskast.
Upplýsingar í síma 81942.
FALLEG ensk kápa á
fermingarstúlku til sölu.
Sími 6957. (528
TVÆR gaseldavélar til
sölu. Sími 6957. (527
FERMINGARFÖT á með-
alstóran dreng til sölu. Upp-
lýsingar í síma 5577. (521
NOTAÐUR, uppstoppaður
sófi óskast til kaups. Tlboð
sendist Vísi, merkt: „Sófi —
295“. (518
KAUPI frímerki og frí-
merkjasöfn. — Sigmundur
Ágústsson, Grettisgötu 30.
(374
BOLTAR, Skrúfur Rær,
V-reimar. Reimaskifur.
Allskonar verkfæri o. fl.
Verzl. Vald. Poulsen h.f.
Klapparst. 29. Sími 3024.
KAUPUM og seijum alls-
konar notuð húsgögn, karl-
mannafatnað o. m. fl. Sölu-
skálinn, Klapparstíg 11. Sími
2926._______________ (269
SVAMPDÍVANAR fyrir-
liggjandi í öllum stærðum.
— Húsgagnaverksmiðjan,
Bergþórugötu 11. — Sími
81830. (473
TÆKIFÆRISGJAFIR:
Málverk, ljósmyndir, mynda
rammar. Innrömirium mynd-
ir, málverk og saumaðafl
myndir,— Setjum Upp vegg-
teppi. Ásbrú. Sími 82108,
Grettisgötu 54. 000
SÍMI 3562. Fornverzlunin
Grettisgötu. Kaupum hús-
gögn, vel með farin karl-
mannaföt, •; útvarpstæki,
saumavélar, gólfteppi o. m.
fl. Fornverzlunin Grettis-
götu 31. (133
SELJUM íyrir yður
hverskonar listaverk og
kjörgripi. Listmunauppboð
Sigurðar Benediktssonar,
Austurstræti 12. Sími 3715,
MUNIÐ kalda borðið. —
Röðull.
§
e-m «5 Ro
Í-'S. *X!
oo s
»4
s® >
sr.
tu,
n
Hitari í vél.
PLÖTUR ó grafreiti. Út-
▼egum áletraðar plötur é
grafreiti með stuttum fyrir-
vara. Uppl. 6 Rauðarárstíg
26 (kjallara). — Sími 6129.