Vísir - 01.04.1955, Page 9

Vísir - 01.04.1955, Page 9
Ffetudaginnrl.apgjll^SS, öasöí* (Fraruh. af 4. síðu) var nokkuð dýr, eða 1 krónu lóðið. — Okkur var kennt að vigta rétt og mæla nákvæmlega. Það átti ekki að halla á viðekipta- manninn, en hins vegar átti verzlunin heldur ekki að tapa neinu. — Það var lagt ríkt á við okkur, að gjöra rétt. — Því var það, að við vorum mjög ná- kvæmir um vigt, þó að aðeins væri um að ræða krydd í 15 gr. urnslög, enda höfðum við það á meðvitundinni, að við gátum átt það áhættu að uppvigtun okkar væri rannreynd. Hús- bóndinn gat átt það til, að koma allt í einu og vigta nokkur bréf, og ef ekki var allt með felldu, þá að láta okkur vigta allt upp aftur. Þetta hafði komið fyrir og gat endurtekið sig, eða m. ö. o. við höfðum það aðhald, sem með þurfti til þess að gjöra rétt, ef ske kynni að við gjörðum það ekki af öðrum hvötum. — Þegar við mældum álnavöru, var okk- ur sagt að klippa ekki naumt við kvarðaendann, heldur láta 2—3 þumlunga framyfir, eink- um ef margar álnir voru látnar í einu. Þetta gjörðum við auð- vitað þannig, að viðskiptamað- urinn tólc eftir því og þótti honum þá ekki miður, enda komst það orð á, að í Sæmund- arbúð væri mælt vel. Aðalvarningurinn. Þá skal þess næst getið, að í sölubúðinni voru allar tegundir varnings, allt frá grænsápu til silkikjóla. Þó var ekkert af kornvöru haft inni í sjálfri búðinni, nema hveiti í einni stórri skúffu, sem- tók 50 kíló. ÖU komvara var annars aflient í pakkhúsinu og gerði utanbúð- armaðurinn það, en hver mað- ur, sem ætlaði sér að fá mat- vöru, varð að láta bókfæra út- tekt síiua í búðinni og fékk svo ávísun út í pakkhúsið. Korn- vöruúttektin var færð imi í dálkabók og var þyí ávallt hægt að sjá hvort nokkuð gleymdist að skrifa eða glataðist á ein- hvern hátt. Allir pakkhússeðl- .arnir voru tölusettir og minnir mig að þeir yrðu upp undir 4 þúsund að tölu á ári, þegar verzlunin var í mestum blóma. Kaffi var aðeins selt óbrent og ávallt af beztu tegund. — Sykur var kandís eða hellusyk- ur, oftast dökkbrúnn, strásýkur og hvítasykur í toppum, en seinna kom högginn sykur, eða moiasykur, til sögunnar. — Púðursykur eða Farin var líka talsvert notað, en sala þess minkaði með hverju ári og hvarf að mestu þegar stríðið brauzt út 1914. — Af brauðvörum seldust firnin öll, eink.um áður en bakaríið kom í Hólminn. Kringlur eða hagldabrauð, tvíbökur og skon- rok kom í kjöttunnum og þótti afargóður varningur. Svo var hið svokaliaða naiknak eða fina, brauð, en það var allavega að Jögun, — kringlótt og aflangt, með. sykurskrau.fi ofan á. Ein- gíöku piparkökur voru þar líka ineð og þótti okkur búðarpiltun- mn þær mesta hnpssgæti. Á seinni árum komu ýmiskonár kexkökur í blikkkössum, en þær voru svo dýrar, að þær þóttu ekki við hæfi almenn- ings. Tóbak seldist mikið og þó einkum rulla eða munntóbak og rjól eða neftóbak. Þessar teg- undir voru báðar frá Brams- bræðrum í Kaupmannahöfn og kostaði rjólbitinn kg.) 1 krónu 80 aura þegar ég man fyrst eftir, og var helzt ekki selt1 minna en bitinn,enda varla beð- ið um minna. Skorið neftóbak var ekki selt. — Rullan kom í Yz kíló stykkjum og keyptu þau margir, en svo voru 5 kíló stykki og af þeim var selt i smá- bitum. Hægt var að fá rullu- tuggu fyrir minnst 10 aura. Rullan var í skúffu undir bú'ð- arborðinu og voru 4 skorur í brún skúffunnar, til þess að mæla spottann við og kostaði 10—20—30 og 40 aura við hverja skoru. Heldur var okk- ur illa við að þurfa að gumsast mikið í smásölu rullunnar. — Okkur þótti það óþrifalegt og höfðurn strangar fyrirskipanir um að þvo okkur um hönd- urnar í hvert skipti og við höfð- um handleikið þetta svarta og safamikla tóbak, sem .mönnum þótti svo rnikið sælgæti að vera að tyggja. — Reyktóbak seldist mikið, einkum ein tegund, sem Mossrose hét. Cígarettur voru alls ekki til, en.vin.dlar kostuðu frá 6 og upp í 10 aura hver, og voru þeir dýrustu góð tegund frá þekktum verksmiðjum. — Eldspýtur kostuð 10 til 15 aura búntið, én voru þó ávalit seldar á 2 aura stokkurinn. ' Á.lnavaran eða k.ramið, sem svo var kallað, var nokkuð margbreytt, en þó aðallega ó- dýrar tegundir og „léttvara", sem kölluð er á verzlunarmáli, léreft, flónel, sirs og tvisttau. Svart klæði og sængurdúkur, stói'röndóttur, eða boldang, seld- ist líka mikið. Silki í svuntur var þó stundum til, en mjög takmarkað. Pöntuð voru þó t. d. 10 silkisvuntuefni, ef góðæri var, en ég minnist þess, að einu sinni, þegar við vorum að senda pantanir, vildi ég panta silki, en. húsbóndi minn sagði þá, að það áraði nú ekki svo vel núna, að hann ætlaði að fara að hafa slíka óþarfa vöru á boðstólum í búðinni sinni, en þetta vor var hart og leit illa út með hey- birgðir i sveitununx. — Loks var í búðinni allskonar tvinni eg vefjagarn allavega litt, sem hvert sveitaheimili keypti í vef- stólana,. og var það ódýrt. Ekki man ég eftir því, að tilbúinn fatnaður eða yfirhafnir fengjust aðrar en olíukápur og svo olíu- fatnaðir og sjóhattar, en af þessu seldist eðlilega mikið til sjómannanna. — Höfuðfötin, hattar og húfur, voru látin hanga á nöglum í loft- inu, en af því, hversu hátt var undir loftið i búðinni, var haft prik með tveimur klóro á öðrum endanum, til þess að ná höfuð- fötunum niður af nöglunum. Oft var það, þegar mikið var að gjöra, að við fengum mönn- um prikið og sögðum þeim að þeir skyldu sjálíir ná sér í mátulegt höfuðfat og kalla svo til okkar, þegar þeir væru bún- ir, en áfleiðingin af þessu var stundum sú, að þeir afgreiddu sig sjálfir þannig, að þeir fóru máske út m.eð glæsilegan spá- nýjan hatt, en hengdu gamlaix húfugarm uþp í ’ staðinn. — Þetta var ekki ábatasamur „bussiness'* fyrir vei’zlunixxa og var okkur þ.vi sagt að. hafa aug- un hjá okkur, ef slík' afgreiðsla ' ætti sér stað. Éinkanlegá var verzlunareigándihn p gramur þegar vörutalning fór. fram xim ein áramótin, því að þá var komið heilt safn, ég ætla um 10 stykki, af óhreinum húfu- ræflum á naglana í loftinu hjá okkur. Skófatnaður áf öilu tagi var í búðinni, en að sjálfsögðu ekk- ert af gúmmískófatnaði. Hann var ekki til á þeim árum. Þarna voi’u sjóstígvél ur leðri, með þykkum leðurbotnum negldum undir með trénöglum eða „plukkum" og þeyptu sjóararn- ir þau, en ekkert var af slíku tagi handa sveitamönnum eða landkröbbum. Þeir urðu að láta sér nægja skinnsokkana, enda voru þeir flestir klæddir slíkurn sokkum í ferðalögum, t. d. í fjárkaupum að haustinu, og voru þeir nokkuð góður fóta- búnaður, nema í frostum, sem oft komu snögglega, en þá hlupu skinnsokkarnir í stokk, og voru engin þægindi að því. Auk höfuðfatanna héngu ýmsar aðrar vörur í búðarloft- inu, og fór ekkert illa á þessu, því að svo hátt var undir loft- ið í búðinni, fyrir víst 3Vz metri. Þar héngu olíulampar af öllu tagi, blikkbrúsar og emailleruð búsáhöld, og svo tréskór eða „klossar“, sem voru þar bundn- ir saman í kippur. Unglingsstúlka 14—16 ára, óskast til létti-a afgreiðslustarfa frá næstu mánaðamótum. Umsóknum sé skilað á afgr. blaðsins fyrir fimmtudagskvöld, merkt: „Unglingur". •< i > Helga Björnsdóttir 75 ára. MAGNCS thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa Aðalstræti 9. — Simi 1875. 75 ára er i dag, 1. april, frú Iielga Björnsdóttir, Hagamel 15. Starf hinnar kyrrlátu húsmóð- ur er stundum svo merkilegt, að ekki er úr vegi að minnast þess endriini og' eins, sem slíkar kon- ur hafa fram að færa samfélagi sínu til góðs og blessunar. En þessi þátlur gleymist oft þegar talað er um hin margvislegu og umsvifamiklu opinberu störf lxús bóndans, þó er það oft svo, að hann hefur unnið afrek sín vegna þess að hann átti sér þann bróð- ur að baki, er var mikilhæf eig- inkona. Helga Björnsdóttir er fædd á Svarfhóli í Stafholtstungum, elótt- ir lijónanna Björns Ásmundsson- ar hreppstjóra og Þuriðar Jóns- dóítur, ljósmóður, og er hún næst yngst af 12 börnum þeirra. Þar ólst liún upp á friðsömu heimili i hópi góðra systkina. 18 ára görnul gerðist lxún ráðskona hjá Jóhanni bróður sínum, síðar hreppstjóra á Akranesi, en hann bjó þá á Hvítárbakka í Borgai-- firði, sem þá hét Bakkakot. Og unga stúlkan var ekki lengi að bregða þeim yndisþokka yfir Auglýsing nr. 3/1955. frá InnffiíiflingsskrrfstofimiH Samkvæmt heimild í 22. gr. reglugerðar frá 28. des- ember 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjárfestingarmála o. fl. hefur verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunai-seðlum, er gildi frá 1. apríl 1955 til og með 30. júní 1955. Nefnist hann „ANNAR SKÖMMT- UNARSEÐILL 1955“, prentaður á hvítan pappír með fjólubláum og brúnum lit. Gildir hann samkvæmt því, sem hér segir: REITIRNIR: Smjörlíki 6—10 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömmum af smjörlíki, hver reitur. REITIRNIR: SMJÖR gildi fyrir 250 grömmum af smjöri hver reitur, (einnig fyrir bögglasmjöri). Verð á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólkur og rjómabússmjör, eins og veri'ð lxefur. „ANNAR SKÖMMTUNARSEÐILL 1955“ afhendist að- eins gegn því, að úíhlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af „FYRSTI SKÖMMTUNARSEÐILL 1955“ með árituðu nafni og heimilisfangi, syo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Reykjavík, 31. marz 1955. insifluiRÍngsskrtfstofai? *; þctta hcimili, er gerði það svo að-> laðandi að þanga'ð vildu allir koma, cn Jóhann var líka allra manna skemmtilegastur. Frá Bakkakoti fór Helga til náms á mjólkurskólann, er þá var á. Hvanneyri og útskrifaðist það- an fvítug að aldri. Var síðan. rjómabústýra norður i Vatnsdal i Hfinavatnssýslu, í Borg'arfirði og hjá baróninum á Hvítárvöll* um. Árið 1905 giftist Helga Jóni Björnssyni frá Bæ, kaupmanni 1 Borgarnesi og eru börn þcirra öll búsett hér í Reykjavík, en þau el’u: Björn, hagfr, starfsmaður í Landsbanka íslands, Guðrúu, vinnur á skrifstofu forseta ís- lands, Haldór Haukur, arkitekt og Selnia, listfræðingur. Maun sinn missti Helga fyrirr 6 áruin. í Borgarnesi bjuggu þau Jón og Helga um nærfellt 40 ára skeið> og voru flest liin góðu verk hús-> frcyjunnar unnin þar, án nokk» urrar háreysti. Á hcimili þeirra var svo gestkvæmt að engu varr líkara en þau liefðu byggt húð sitt yfir þjóðbraut þvera. Og þxið var næstum ótrúlegt hversu mörg. um gcstuin var hægt að veita mót- töku á þessu eina lieiniili. En þar var öllum veizla búin og gisting svo góð jafnt æðri sem lægri er þangað koma og alúð og um- hyggja slik, sem komið væri hcim til foreldraliúsa. Allt það starf er á bak við lá var aldrei taliS eftir. Hið bezta var ekki of gott ferðlúnum gesti. Þar var.sú góða íslenzka gestrisni er ekki krafðisí neins endurgjalds, Helga Björnsdóttir, er cin hin ágætasta húsmóðir og móðir, gædd miklum og góðum mann- kostum, svo grandvör að aldrei lief ég heyrt Ijót orð falla af vör- um hennar og aldrei ámæli á nokkurn mann og svo hjartagóð að liún mátti ekki aiunt sjá, vildi. ekki v.ita að neinum liði illa. Þa8 vissi fátækur drengur, sem húa gaf að borða eitt skeið, scm þakk- Iætisvott færði liann lienni smá- spýtur í eldinn. Ilann var Jiá á ára. Hjá henni áttu svo niargir athvarf, en það verður ekki rak- ið hér. En þessi kveðjuor'ð sendi fatlaður maður henni að Bakka- koti, er hún var þar: „Blessuð vertu alla ævi þina, indælt víf, sem góðu vékst að mér.“ Svona var ílclga nng og iudæl, fallog stúlka. Enn bér hún kvenlega yndisþokkann, þó'tt árin færist yfir og cnn er hún góða, elsku- lega, lieimilisrækna húsmóðirin. Það munu þvi margir luigsa htýtt til liennar á þessum tímamótum og senda henni hugheilar óskir. M. S. Sjúkrasamlags Reykjavíkur eru lokaSar í tíag vegr.a áldaraímælis frjálsrar verzlunar á Isiandi. ..AÁW: Sgá k ra sa in tag ISetgkgu vek « r saáS

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.