Vísir - 01.04.1955, Blaðsíða 10
10
vism
Föstudaginn I. apriL 1.955.
Luxemburg....
Framh. af 3. síðu.
getu. Honum þykir óhugnan-
íegt hve mikið er af ko-mmún-
istum á íslandi og telur, svo
sem rétt er, að það muni eiga
rót sína að rekja til lélegrar
forystu jafnaðarmanna.
Ég bið hann að segja mér
hvað einkum hafi valdið þvi að
stjórn hans hvarf frá hinni
hefðbundnu háutleysisstefnu.
jíann svarar á þéssa leið:
, „Dapurleg reynzla tveggja
heimsstyrjalda sannfærði
okkur um að hlutleysi veitti
okkur ekkert skjól. í fyrri
heimsstyrjöldinni brutu Þjóð-
verjar alþjóðalög á okkur, her-
settu landið unz andstæðingar
þeirra björguðu okkur. Nokkr-
ar þúsundir ungra Luxemborg-
,ara, sem gerzt höfðu sjálf-
boðaliðar í herjum Banda-
manna, létu lífið í baráttunni
við Þjóðverja, og heima fyrir
vorum við heldur ekk'i hlut-
iausir. í síðari heimsstyrjöld-
inni endurtók sagan sig á. ný.
í það skipti komst ríkisstjórnT
in undan og skipaði sér í sveít
með Vesturveldunum. Þá var
landið gert að þýzku amti, ung-
■menni kvodd til þýzkrar her-
þjónustu, þjóðin kramin undir
járnhælum þýzkra hermanna,
,og aftur voru það andstæðingar
Þjóðverja, sem frelsuðu okkur,.
keyptu sjálfstæði okkar við
blóði sínu.
Hvað áttum við að gera?
Svarið gat ekki orðið nema
eitt: Hlutleysið varð að víkja,
skylda og réttur að ríkja.
Hér er gamalt og gróið lýð-
ræði, kristin trú í heirði höfð,
mannréttindi virt, einstakling-
urinn einhvers metin. Þess
vegna eigum við samstöðu með
ykkur og öðrum þeim þjóðum,
sem byggja líf sitt á sömu
grundvallarreglu og við.
Herskyldan.
Okkur er Ijóst, að við verð-
um að færa fórnir vegná þess-a,
en það gerum við möglunar-
laust. Ég get ekki annað en
látið i Ijós aðdáun á þjóð minni
vegna þess hve æðrulítið hún
hefur axlað þessar byrðar. Þið
hafið engan her: Það höfðum
við ekki heldur. Þess vegna
getið þér skilið þá gerbyltingu,
sem þurfti áð verða í hugarfari
þjóðar okkar til þess að hún
sætti sig við herskylduna. Ég
veit að þið eruð í Atlants-
hafsbandalaginu, en hafið eng-
an her. Hins vegar leyfið þið
Bandaríkjamönnum að hafa
herstöðvar í landi ykkai'. Vel
má vera a:5 ég myndi láta það
nægja ef ég væri forsætisráð-
herra á fslandi, en hér var það
ekki mögulegt. Við urðum að
vera með, þó ekki væri nema
til þess eins að halda virðingu
tííkar. Við leggjum hlutfalls-
lega jafn mikið að mörkum og
hinir. Þess vegna getum við
írómt úr flokki taiað þó að við
séum fámennir, því að við
rækjum skyldur okkar.
Það- er auðsrett, að smáríki
eins og Luxembourg getur ekki
mikið látið að sér kveða, þegar
í odda skerst milli stórvéld-
anna, og okkur er alveg Ijóst
hver staða okkar er, en á hinn
fcóginn er hlustað á okkur, þeg-
*r við leggjum eitthvað til mál-
a&nna, og sé það skynsamlegt er
farið að tillögum okkar.“
Ég sþurðist fýrir um skoð-
anir hans á framtíð Bvrópu og
friðarhorfum í heiminum.
Hann svaraði:
. „Annað hvort .segi ég hreint
ekki neitt, eða þér lofið því að
hafa ekkert eftir mér.. Ef þér
kjósið hið síðara skal ég segja
yður hvað mér býr í brjósti."
Ég gerði það.
Svo spjallaði hann um hríð
og minnti þá. helzt á gamlan,
góðan kennara. Hann spurðist
| nú fyrir um skoðanir mínar,
' og þó að ég benti á að vafa-
samt mættí teljast fyrir mig að
fara að prútta við hann um
* pólitík, þá hafði hann augsjá-
I anlega gaman af er eg ánd-
mælti honum, og virtist gefa |
1 sér tíma til að hlusta á rök- |
! semdir mínar. Ég vil nú ekki I
' beinlínis halda því fram að ég
hafi riðið feitum hesti frá þess-
um fundi, en samt var ég dá-
lítið upp með mér af því að
hann skyldi nenna að rökræða
við mig.
Svo vikum við talinu að öðr-
um umræðuefnum. Ég spurði
hvort hann væri ánægður með
þá efnahagslegu þróun, sem.
orðið hefur í landinu undan-
farin ár. Hann svaraði á þessa
leið:
Efnahags-
þróunm.
„Lífskjör okkar eru nú mjög
góð. Hér eru engir auðkýfing-
ar, engin örbirgð, kaupa verka-
manna hærra en víðast hvar
annars staðar í Evrópu, og þar
sem hagur okkar hefui- batnað
með ári má segja að stefnt
hafi verið í rétta átt. Hins veg-
ar hefur sóknin til aultinnar
lífsþæginda stundum verið
hættulega hröð, og hefur það
oft valdið okkur erfiðleikum.
Núna getur járn- og stáliðn- j
aðurinn t. d. risið undir hinum
háu verkalaunum, en það er
mjög á takmörkum að aðrar (
jiðngreinar geti gert það, og
landbúnaðinn verðum við að
styrkja til þess að bændumir
flýi ekki frá moldinni á möl- 1
ina.
Við erum að vona að okkur'
i
takizt að fá erlent fjármagn
' inn í landið til þess að komið
i verði upp nýjum atvinnutækj-
um, en framle.'ðsla okkar er
háskalega einhæt'. Fyrir nokkru
kom ívrirtækið Goodyear hér
upp gúmmíiðjuverí miklu, og
hefur það gefið svo góða raun,
að við trúum að það mun verða
tíl þess aff' fleiri kunni að koma
á eftir.“
Ég spyrst fyrir um, hvort
stjórnmálamenn hér telji ekki
hættulegt. að veita. erlendu
fjármagni inn í landið og skýri
frá því að heima á íslandi
skorti mjög fjármagn til marg- .
víslegra framkvæmda, og ýmsir
þar telji það ganga landráðum
jnæst að.leita til erlendra fyrir-
tækja á svipaðan hátt og hér
.hafi gerzt með Goodyear.
j Bech virðist ekkert botna í
þessu. Hann svarar mér á þessa
leiff.: i j
„Hér höfum við aldrei óttast ■
erlent fjármagn, enda höfum;
við alltaf búið svo um hnút-1
ana, að við höfum haft tögl og
hagldir. Þess eru vitanlega:
| mörg dæmi að erlent fjármagn i
hefur orðið fjötur um fótj
j frumstæðra þjóffa, en þar sem j
| menning er og stjórnmála- j
þroski ætti hið erlenda fjárr
magn aldrei að vérða til afm-
ars en góðs, og mér er óskilj-
anlegt að þið viljið fremur. láta
auðliiidir ykkar verða ónýtar
en að fá það erlendis frá, sem
þarf til þess að þær geti orðið
ykkur til lífsbjargar. Mér skilzt
að þið hafið mjög einhæfa út-
flutningsvöru, eins og við. og
þess vegna sé ykkur nauðsyn
á að finna nýjar atvinnugrein-
ar, svo að þið verðið ekki í
vandræðum ef .fiskur bregst
eða markaðir þrengjast, en það
er vitanlega ykkar mál, sem
mig varðar ekkert um. Hins
vegar erum við óhræddir í
þessum efnum, enda höfum við
þar langa reynzlu.
Þýzkt fjármagn.
I 75 ár vorum við t. d. tengd-
ir Þjóðverjum efnahagslega,.og
þýzkt fjármagn hafði leitað
hingað. Samt börðumst við
gegn Þjóffverjurrr í tveim
heimsstýrjöldum. Við erum nú
tengdir Belgíu á sama hátt og
Þjóðverjum fyrrum. Ég held
að samt sé mér óhætt að full-
yrða, að \nð látum Belgíumenn
ekki segja okkur fyrir verkum
í einu eða neinu. Við eigum
mikil skipti við' Frakka og
franskt fjármagn hefur. orðið
til þess að koma hér upp 'mörg- '
um fyrirtækjum, en þó höld-
um við sæmd okkar í skiptum
við Frakkland, og stundum
þykir þe.im nóg um og segja
að við tölum eins og bakhjarl
okkar væri stórveldi en ekki
kotríkið Luxembourg.“
Bech, sem hefur lesiff bækur
Nonna, og kann nokkur skil á
sögu okkar, tekur nú að spyrja
mig um íslenzk handrit, landa-
fundi Lslendinga fyrrum, þátt
kaþólskrar kirkju í menningar-
lífi okkar. Er við höfðum rætt
þetta um stund lítur hann á
klukkuna, stendur upp, réttir
mér hendina og segir:
„Ég sé að við erum búnir að
spjalla í klukkutíma, svö að
ég verð nú að' hverfa til skyldu-
starfanna á ný, en mér þótti
vænt um að þér skylduð koma
og gaman til þess að vita ef
samgöngux batna miili íslands
og Luxembourg, þvi áð ■ þá
aukast samskipti þ^óðanna, en
ég held að þær hafi báðar gott
af :að kynnast hvor annarri
betur: Gerið svo vel að. bera
kærar kveðjur til vina minna
á íslandi.“
Svo sneri hann sér við, stakk
báðum höndunum í jakkavas-
ana, púaði dálítið í grátt yfir-
skeggið og dikaðd föstum skref-
um inn í þingsalinn.
Luxembourg 9./2. 1955.
Það bezta verðu.r ódýrait,
noíið þvi
BOSCH
i mótorÍML.
’i; $$ - y
li JRjt .1--? *|F
Fr jáls verzlun
,,Það er því hið bezta ráð, sem vér getum gefið iesendum vorum á
Islancii, að tefja ekki að ganga í verzlunarfélög, sem hafi þann tii-
gang að gjora verzlunina mnlenda í eiginlegasta skilningi'ð
Þannig sknfaði Jón Sigurðsson og í anda þessara orða hefur sam-
vinnuhreyfingin vaxið og blóragazt. Fyrsta kaupfélagið tók verzl-
unina frá edendu félagi og setti hana í hendur fólksms sjálfs. Það
fyrirhyggði gróða á verzluninni með því að tryggja félagsmöo.n-
um sannvirði bæði fyrír afurðir sínar og á mnfluttri vöru. Þann-
ig fengu Islendingar sjálfir í hendur stórfé, sem ella hefði venð
flutt út úr landinu sem kaupmannsgróði.
I þessum sama anda starfa kaupfélögin enn í dag. Skipulag þeirra
tiyggir sannvirði, hvort sem tekjuafgangi er öilum skilað aftur til
félagsmanna, eða þeir samþykkja á aðalfundum félaganna að verja
honum til mannvirkja eða stofnunar atvinnutækja, sem t r y g g j a
þeirra éigm afkomu.
Samvinnufélögm fagna aldarafmæh hinnar frjálsu verzlunar, og
þau munu framvegis sem hmgað tii starfa í anda þeirra frum-
herja, sem tryggðu þjóðinni verziunarfrelsið meS baráttu smm.
%
Samvmniíféf'ágin senáa þjóSÍFmi alrí hamingjuóskir í tíiefni dagsks.
samvmn