Vísir - 14.04.1955, Side 7

Vísir - 14.04.1955, Side 7
Fimmtudaginn 14. apríl 1955 VfSIR T LEIKSDPPUfl Eftir ROBIN MAUGHAM 14 Pat væri einmana og yfirgefin, ósjálfbjarga í heimiiíum. . .. Eg hafði taiið mér trú um, að greinarnar, sem eg skrifaði, mundu láta gott af sér leiða.... En nú er öllu lokiö.... Eg ætla að hætia að skrifa greinar um siðferði og því líkt.... Eg skal aldrei, aldrei framar vera hræsnari .... „Leiðin til vítis er vörðuð góðum ásetningi,“ svaraði Peter. „Er ekki rétt, að þú farir að hafa fataskipti?" „Eg get það ekki — eg get ekki farið niður! Viltu ekki segja fyrir mig, að eg sé veikur.“ „Þú verður að standast þessa raun, John! Eg get ekki látið þig vera einan hér uppi með svartsýni þína og hugarvíl.“ „Eg get ekki. „Heyndu að harka af þér! Þú vilt væntanlega ekki, að þau fari að gruna eitthvað. Farðu nú að skipta um föt, og svo at- hugum við, hvernig þér verður innanbrjósts, þegar þú verður foúinn að fá þér einn lítinn.“ Jchn svaraði ekki, heldur fór rakleiðis inn í baðherbergið. Feter leit um gluggann út í rökkrið og virti fyrir sér Ijós- deplana úr gluggum húsanna handan við götuna, og þá tók hann eftir því sér til undrunar, að hann var ekki að hugsa um Jchn heldur um Pat. Hann rifjaði upp fyrir sér hin ýmsu atvik, sem John hafði sagt honum frá, og hann minntist þess einnig, er fundum þeirra bar saman. Hann efaðist um, að það væri rétt, að hún væri aðeins „léttúðug stúlka.“ Ei hann langaði til að skapa sér skoðun á skapferli hennar og eðli, ýrði hann fyrst að geta greint satt frá lognu. Líklega var það satt, sem hún hafði sagt frá fyrstu kynnum foreldra sinna, áesku isinni og andláti föður síns. Móðir hennar hafði einnig kannazt við það gagnvart Barker, að einn af vinum bróður henriar hafði tekið hann nauðuga. Fat hafði aðeins gripið til ósanninda, þegar hún þurfti að verja gerðir sínar. Samúð hennar og Barkers voru henni trygg- ing gegn öryggisleysi. Hún varði þess vegna þessa sambúð þeirra, þegar hún vildi telja John trú um, að ekkert ósæmilegt væri milli hennar og Barkers. Og hún varð einnig að verja ást sína á Jack gagnvart bæði Barker og John .... Og þá fór Peter að hugsa um það einkennilega kvöld, þegar John hafði komið með hana í heimsókn til hans. Þá hafði Pat sagt það, sem henni bjó í brjósti, þegar hún hafði sagt, að hún óskaði þess, að John færi ekki bónarveg að henni heldur tæki þaö með valdi, sem hann óskaði að njóta. Hún vildi að karl- macurinn væri sterkari en konan og tæki það, sem hann vildi. Kannske var lykillinn að eðli hennar fólginn í þeim orðum. Vegna þess að hún hafði verið tekin með valdi, hafði hún andstyggð á karlmönnum og óttaðist líkamlegt samneyti. En undir skelfingu hennar og viðbjóði leyndust þó eðlilegar ástríð- lir. Það var aðeins hægt að vinna bug á hleypidómum hennar með því að beita þvingunum. Þegar hún kynntist Barker, haíði hún verið neydd til að finna einhvers staðar skjól og hæli. „Hvers vegna eigum við að skjóta því á frest....“ hafði hún sagt. Eri þegar Barkef breyttist úr húsbónda hennar, sem sagði henrii fyrir verkum, í undirgefinn ölmusumann, og þegar húri sá, að hún gat notið verndar hans, án þess að Véra um leið ambátt, voru þvinganir ekki lengur fyrir hendi, og hún fyrir- leit hann alveg eins mikð og John. Jack var hinsvegar „sterk- ur“ maður, sem tók það með valdi, hann hafði girnd á, og sveigði hana með ofbeldi. En það var þó ekki hægt að rekja hegðun Pat að öllu leyti til nauðgunarinnar. Faðir hennar var drykkjumaður og móðir hennar dansmey, sem var orðin beizk og reið lífinu. Það var þess vegna ekki hægt að vænta þess, að ávöxtur líkama þeirra yxi í frjóum jarðvegi. Pat hafði alizt upp í andrúmslofti haturs og siðleysis. Eðli hennar var þegar orðið’spillt, þegar hún fór að heiman og geta hennar til að elska orðin að engu. Hún hafði ímugust á því, hvað hún var háð Barker, og síðar John. Pat leit á demantaúrið, peningana, sem hún fékk að láni, jafnvel máltíðirnar, sem John bauð henni að neyta með sér, sem viðjar, er hlekkjuðu hana við sæng hans. Sjaldan launar kálfur ofeldið, hugsaði Peter, og örlæti vekur oft hatur á þeim, er lætur það í té, í brjósti þess, sem nýtur þess. „Þú ert mjög hugsi á svip,“ sagði John, þegar hann kom aftur út úr baðherberginu. „Má eg segja þér stutta sögu?“ „Já, ef þig langar endilega til þess,“ svaraði John og brosti dápurlega. „Eg þekkti einu sinni kappakstúrsmann, sem velti einu sinni bifreið sinni. Það var hreint kraftaverk, að hann skyldi ekki bíða bana. Hann settist samstundis upp í aðra bifreið og ók með leifturhraða eftir kappakstursbrautinni. Þegar eg spurði hann, hvers vegna hann hefði gert það, svaraði hann, að annars hefði hann aldrei getað stigið upp í kappaksturs- bifreið aftur.. . . Þess vegna máttu ekki hlaupa í felur fyrir fólkinu, sem hún móðir þín héfir boðið heim í kvöld.“ „Vertu alveg rólegur — — — eg ætla ekki að láta mig vanta.“ „Gerir þú þér grein fyrir því, að svo getur vel farið, að sjálfsmorð Barkers verði rætt?“ „Já.“ „Og þú ætlar ekki að segja neina vitleysu?" „Nei.“ „Þá skaltu búa þig í snatri. Við skulum fara niður eins fljótt og okkur er mögulegt.“ í fyrstu skildi Peter ekki, hvers vegna móðir Johns litaðist um við borðið með miklu sigurbrosi. Cynthia hin fagra var meðal -gestanna eins og ævinlega. Hún var töfrandi fögur, brosti eins og drottning, og virtist yfirleitt ekki gera sér grein fyrir því, hvaða harmleikur hefði átt sér stað í sáiU Johns vinar hennar síðustu mánuðina. Blaðakongurinn var látinn sitja við hlið húsfreyjúnnar, og handan hans var einstaklega lágvaxinn maður, sem gaf út kvennarit. Á vinstri hönd móður Johns sat Bain þingmaður eins og venjulega, og þegar hann borðaði, höfðu menn það á tilfinningunni, að með matarlyst sinni sýndi hann baráttu umbjóðenda sinna til að bæta lífskjör síiri Við hinn enda borðsins, þar sem húsráðandi sat, gat að líta þöglan greifa, er starfaði í utanríkisráðuneytinu, og að auki bróður Cynthiu, sem barðist alltaf við áð bæla niður meðfæddan hikstann. • Farið var að borða ábætinn, þegar það gerðist, sem Peter hafði einmitt óttazt. | „Það var eftirtektarverð frétt í Kvöldpóstinum í dag,“ sagði bróðir Cynthiu og beindi orðum sínum til blaðakongsins, er sat gegnt honum. Hann sagði þetta mjög hátt til að ráða bug á hiksta sínum. Peter veitti því eftirtekt, að John varð' samstundis náfölur af kvíða. „Eg vona, að blaðið hafi birt meira en eina eftirtektarverða frétt,“ svaraði blaðakonungurinn með rembingi. Bróðir Cynthiu hló kjánalega. „Eg á við fregnina um þenna „leyndardómsfulla Joihn“, sem birt var á fýrstu síðu.“ Peter langaði til að segja eitthvað. til að béina samræðunum Á kvöldvökunni. Maður nokkur kom inn á lög- reglustöðina og spurði: „Ekki vænti ég að hingað hafi verið skilað armbandsúri?“ „Hafið þér tapað úrinu yðar?“ „Já.“ „Og hvar haldið þér að þér hafið glatað því?“ „Á Lækjartorgi í gær. Ég var að missa af sti'ætisvagni, þegar úrið datt af mér, hélt áfram og lét það liggja, og hef ekki séð það síðan.“ • Tvær piparmeyjar ræddust við. „í síðustu viku auglýsti eg eftir eiginmanni,“ sagði önnur. „Nei, var það?“ sagði hin. „Fekkstu nokkurt svar?“ „Hundruðum saman. Og þau voru öll á sömu leið: „Þér meg- ið eiga minn karl“!“ • Mannætur tvær höfðu verið settar í geðveikrahæli. Einn daginn kom önnur þeirra að hinni, þar sem hún var að rífa myndir af körlum, konum og börnum úr myndablaði og eta þær. „Segðu mér,“ sagði sú fyrr- nefnda. „Er nokkuð varið í þetta þurrkaða mannakjöt?" • Læknirinn: „Ungi maður, eg er hræddur um, að eg hafi slæmar fréttir að færa yður. Þér munuð aldrei geta unnið framar.“ Ungi maðurinn: „Það er allt í lagi, læknir. En hverjar voru þessar slæmu fréttir?“ • Ef konu yðar langar til að læra að aka bifreið, skulu þér ekki standa í vegi fyrir henni. • „Fyrir þremur árum, þegar eg leitaði til 3Tðar vegna gigt- arinnár, réðuð þér mér til að forðast raka og bleytu.“ „Já?“ „Haldið þér eltíki, læknir, að mér sé óhætt að fara í bað núna?“ • Smith fann, að hann var að verða helzti feitur, svo að hann leitaði ráða hjá lækni sínum. „Einfaldasta ráðið til að losna við nokkur pund,“ sagði lækn- irinn, „er að hrista höfuðið hægt og einarðlega,“ „Og hvað á eg að gera það oft?“ spurði Smith. „í hvert skipti seni einliver býður yður í staupinu.“ C. & SuwcugkA - TARZAN - 1797 Aður en varðmennirnir gátu áttað Tarzan var soltinn og fór þegar að ■ $ig á j>ví, hvað;• var að gerast, voru elta uppi Horta, göljtinh. honum ■"jþ’eir fólagar Éomhir; ihir'i^skógihín.' ■h'ói íU 4trrá ÍM-TS pxú? > ..m'híiuv*. Sií.Á? ■-••rsíþ'i.-tO M’íri ...,.J_ ..... Meðan hann var jað flá dýrið, datt nýtti f hug. r ' ' .. •JJíX in ýrii'ýbó S'.pö.f/c ouí Bráðum skyldi Milo fá að kenna á reiði lávarðar skógarins.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.