Vísir - 18.04.1955, Side 5
Mánudaginn 18. apríl 1955.
vlsm
Aðstoðar sjúka o vegalausa
landa í Hamborg og Lúbeck.
Árai Stemsen ræ5isma5ur hefir verið bú-
settur fjarri ættjörðiimi í hálfa ö!d.
Árni Siemsen konsúll í Liibeck er einn þeirra góðu og gegnu
íslendinga, sem frá öndverðu hefur talið það skyldu sína að
þjóna ættjörð sinni hvar og hvenær sem hann hefur komið því
við. Eru þeir nú orðnir margir Iandarnir, sem notið hafa fyrir-
greiðslu hans á einn eða annan hátt.
Það eru nú 50 ár liðin frá
því, að Árni kvaddi ættjörðina
að fullu og hefur ekki komið
heim til langdvalar síðan. Árin
áður en Árni fór héðan starfaði
hann við verzlun Jes Zimsen í
Reykjavík, en fór þá til Slés-
víkur og skömmu síðar, eða
1908, til Lúbeck, þar sem Árni
hefur átt heima æ síðan. Hefur
hann jafnan skoðað sig og
heimili sitt sem útvörð íslands
í Þýzkalandi. Þangað hefur
fjöldi íslendinga sótt fyrr og
síðar og notið gistivináttu
konsúlshjónanna í ríkum mæli.
Vegna kunnugleika Árna Siem-
sens í Þýzkalandi hefur hann
öðlazt sérstöðu í því að leið-
beina íslendingum þar í landi
og afla þeirra upplýsinga, sem
við höfum þurft á að halda.
Um nokkur undanfarin ár
hefur Árni únnið við sendiráðið
íslenzka í Hamborg, og njóta
íslendingar, sem þangað þurfa
að leita, óspart fyrirgreiðslu
hans. Á ferð minni um Ham-
borg á dögunum kom ég á
hverjum degi til Árna og ræddi
við hann um menn og málefni
á meðan tími vannst til. En
Árni hefur í mörg horn að líta
og bæði menn og mál bíða af-
greiðslu hans. Sendiherrann,
Vilhjálmur Finsen, var sjálfur
suður í Bonn, og störfin hvíldu
því að sálfsögðu þessa dagana
á herðum og ábyrgð Árna. En
Árni hafði að venju tíma fyrir
alla og reyndi að leysa vanda
þeirra eftir föngum.
Eitt sinn, um það leyti sem
sendiráðsskrifstofan var að
loka, greip ég tækifærið og
spurði Árna, hvort hann vildi
ekki segja Vísi nokkuð frá
störfum sínum fyrr og nú, og
varð hann við þeirri beiðni
minni.
eða þar til heimsstyrjöldin
skall á sumaiið 1939. Þá stöðv-
uðust öll viðskipti af sjálfu sér
og var ekki hægt að reka nein
milliríkjaviðskipti úr því. Mér
bauðst þá atvinna hjá sama
fyrirtækinu og ég vnn fyrst hjá,
eftir að ég kom til Lúbeck,
Olddorp & Júrgensen, og vann
hjá þeim enn um 9 ára skeið.
— Byrjaðirðu svo á nýjan
leik aftur?
Verzlunin
glæðist aftur.
— Nokkru eftir stríðið, eða
um 1950, tók verzlunin við ís-
land að glæðast að nýju. Þá
leitaði ég hinna gömlu sam-
banda minna bæði í Þýzka-
landi, í Færeyjum og á íslandi
og má segja, að fyrirtækið
félag Islendinga í Hamborg, og
var markmið þess að halda
sambandi við þá íslendinga,
sem dvöldust í Þýzkalandi og
slitnir voru úr tengslum við
ættjörðina. Við öfluðum frétta
eftir mætti að heiman og send-
um þær fjölritaðar til þeirra
landa okkar sem til náðist.
Ennfremur stóðum við fyrir
sérstökum íslendingasamkom-
um og unnum að öðru því, sem
við töldurn löndum vorum geta
orðið til gagns og yndis.
Opinber störf.
Vararæðismaður.
Þannig var sambandinu við
ættjörðina æ haldið við, og eftir
ófriðinn bárust næg verkefni í
hendur, þar sem var hjálpar-
starfsemi fyrir Rauða kross ís-
lands í Þýkalandi. Árið 1948 fór
ég snöggvast heim, en skömmu
síðar var fyrsta vararæðis-
mannsskrifstofa íslands stofnuð
í Þýzkalandi bg ég skipaður
vararæðismaður. Starfaði ég
einn við hana unz sendiráðs-
skrifstofan var stofnsett 1949
og Vilhjálmur Finsen skipaður
Igötunum. Þá önnumst við
greiðslur námsstyrkja og hvers
konar upplýsingaþjónustu bæði
fyrir íslendinga, sem leita utan,
og eins fyrir útlenda ferða-
menn, sem komast vilja til ís-
lands.
Siðast, en ekki sízt, skal þess
getið, að sendiráðið hefur oft-1
lega ýmist samið fyrir íslands
hönd eða aðstoðað við milli-
ríkjasamninga milli Íslands og
Þýzkalands. Meðal annars má
geta um lendingarleyfissamn-
ing fyrir Loftleiðir, sem tókst
með miklum erfiðismunum að
fá í gegn, og nú standa hliðstæð
ar umleitanir af hálfu Flugfé-
lags íslands fyrir hendi. En til
þessa hafa þær því miður mætt
— og okkur íslendingum lítt
skiljanlegri — andstöðu vissra
aðila. Þetta er okkur þeim mun
óskiljanlegra sem við íslend-
ingar höfum gefið þýzku flug-
félagi (Luft-Hansa) öll nauð-
synleg leyfi, sem það þarf á að
halda á íslandi. En við treyst-
Til Lubeck
fyrir 47 árum.
— Ef öll kurl ættu að koma
til grafar, sagði Árni, — og frá
öllu yrði skýrt til hlítar, væri
hægt að segja frá mörgu, en þá
yrði það líka of langt mál og
ekki að vita hvar maður ætti
að byrja og hvar að enda.
Árni Siemsen ræðismaður og ungfrú Dassau,
sendiráði íslands í Hamborg.
ÍÉÉ.
starfsstúlka í
hafi fært út kvíarnar með
hverju árinu, sem liðið hefur.
Árið 1946 fluttust báðir synir
mínir, í'ranz og Ludwig, heim.
Ludwig starfaði næstu árin á
eftir við heildverzlun Magnúsar
Kjaran, en Franz vann við
verzlun Theódórs bróður míns.
Seinna hóf hann nám í tungu-
málum við Háskóla Islands,
lauk BA-prófi þaðan og gerðist
um skeið starfsmaður við
franska sendiráðið í Reykjavík.
Nú reka báðir bræðumir um-
boðs- og heildverzlun í Reykja-
vík í mínu nafni en gamla
firmað er enn við lýði hér í
Lúbeck, og rekum við hjónin
það í sameiningu. Ég get ekki
annað sagt, en að ég sé ánægður
En í stuttu máli sagt er það með rekstur fyrirtækisins, og
helzt af mér að segja, eftir að
ég kom til Lúbeck fyrir 47 ár-
um. að þar fékk ég atvinnu við
heildverzlun, eina þá stærstu
þar í borg, Olddorp & Júrgen-
sen, og vann hjá þeim um 9
ára skeið. Þá kvæntist ég fyrri
konu minni, Elisabeth, og um
leið gerðist ég meðeigandi í
fyrirtæki tengdaföður míns, en
það var mjlenduvöruverzlun.
Þessa verzlun seldi ég árið 1930
og stofnaði þá jafnframt um-
boðs- og heildverzlun, sem
hafði viðskipti við ísland að
aðalmarkmiði.
— Gekk það fyrirtæki ekki
að óskum?
, —. Mjög, sæmilega framán af,
það hefur dafnað vel. Við höf-
um stöðugt fært út kvíarnar
bæði hvað snertir viðskipti til
Færeyja og íslands.
— En svo ég snúi mér að
hinum opinberu störfum þínum,
í þágu íslenzku þjóðarinnar,
hve lengi hefur þú sinnt þeim?
— Forsaga þess máls er löng.
Strax í fyrri heimsstyrjöldinni
reyndi ég að greiða götu landa
minna éftir því, sem á þurfti
að halda og ég gat komið' við.
Þessu hélt ég svo áfram, ásamt
ýmsum öðrum, þegar seinni
heimsstyrjöldin brauzt út. Þá
stofnuðum við Björn Kristjáns-
son stórkaupmaður og Björn
.ISveinsson (Björnssónár iörseta)
sendiherra. í byrjun árs 1950
var ég ráðinn ræðismaður ís-
lands í Hamborg og afnframt
gegni ég ræðismannsstarfinu í
Lúbeck.
— Það virðist ærið að starfa
fyrir þig sem ræðismann í
tveim stórborgum og reka auk
þess umfangsmikið verzlunar-
fyrirtæki.
—• Vinnudagurinn er líka
langur. Ég fer venjulega á
fætur klukkan hálfsjö á hrorgn-
ana, og klukkan 9 árdegis er
ég kominn til Hamborgar frá
Lúbeck. Undir kvöld held ég
svo heimleiðis aftur og sinni þá
þeim störfum, sem mest kalla
að fyrir fyrirtæki mitt.
— Starfið í sendiráðinu og
ræðismannsskrifstofunni er
margþætt?
Fyrirgreiðsla
og aðstoð.
— Mjög svo. Flestir íslend-
ingar, sem leið eiga til Þýzka-
lands, koma til Hamborgar,. og
margir leggja þá leið sína,
einhverra erinda, hingað í
skrifstofuna. Við kappkostum
að greiða götu allra þeirra, sem
þurfa á einhverri aðstoð að
halda, á hvaða sviði sem það er.
Sumir eiga í erfiðleilcum, hafa
orðið af skipum, orðið uppi-
skroppa með skotsilfur og
standa uppi ráða- og fyrir-
greiðslulausir. Aðrir eru sjúkir
eða1 klasaðir óg1 þar frám eftú-
um á þann skilning þýzkra [
stjórnarvalda, að þau veiti um-
beðin lendingarleyfi, enda virð-
ist vera stóraukin þörf fyrir
auknar flugsamgöngur milli ís-
lands og útlanda. Ferðamanna-
straumurinn vex hraðfara með
hverju árinu sem líður, og í
fyi'rasumar voi-u t. d. allar fei'ð-
ir Loftleiða til íslands upppant-
aðar langt fram í tímann.
Fyrirspurnir.
Ekki vei'ður annað séð, en
að enn aukist ferðamanna-
straumui'inn til íslands til stórra
muna. Það rignir daglega yfir
okkur fyrirspui'num bæði frá
fei'ðaskrifstofum og einstakling
um, sem hugsa til íslandsferð-
ar. Nú er og miklu auðveldara
en áður um ferðalög Þjóðverja
til útlanda, því þe.ir fá- leyfi
fyrir allt að 1500 möi'kum á
mann til fei'ðalaga eða jafnvel
meira. Mikill meiri hluti þessa
fólks mun velja flugleiðina til
íslands, enda er vai'la um skipa-
kost frá Hamboi'g að ræða nema
flutningaskip með litlu sem
engu farþegarými og þau fara
auk þess yfirleitt krókóttar
leiðir.
— Vei'ður Haborg ekki í
framtíðinni ein þýðingai-mesta
borgin í Þýzkalandi hvað
snertir samskipti íslendinga og
Þjóðvei'ja?
— Alveg tvímælalaust.
Hamboi’g hlýtur vegna legu
sinnar að vei'ða miðstöð allra
samgangna og viðskipta við ís-
land, og sömuleiðis má gera í'áð
fýrir, að öll menningartengsl
milli íslands og Þýzkalands
liggi að meii'a eða minna leyti
um Hamborg.
— En veður íslenzka sendi-
ráðið ekki flutt til höfuðborg-
arinnar, Bonn?
— Það er íslenzka ríkis-
stjórnin, sem sker úr um það.
En hvernig svo sem það verður,
er með öllu óhjákvæmilegt að
hafa ræðismannsskrifstofu í
Hamboi'g.
— Þið eruð þi'jú, sem vinnið
nú í sendiráðinu.
Vinsæll sendiherra.
— Það er fyrst og fremst
sendiherrann sjálfur, Vilhjálm-
ur Finsen, mikill hæfileika- og
dugnaðannaður. Betri mann en
hann var vart unnt að kjósa til
þessa starfa. Samninglipurð
hns er viðbinigðið,, beesði í
Þyéiáiáhcli tíg'iiélmaj’ en'iylgir
þó jafnan með festu íslenzkuns
málstað og hagsmunum. Drjúgt
á metunum er og pei'sónulegt
vinfengi hans við ýmsa mesta
ráðamenn þýzka lýðveldisins.
Það vinfengi hefur íslenzka
þjóðinni oft orðið giftudrjúgfe
við samxiingaborðið. Og nú,
þegar Finsen senlihen'a lætur!
af stöi'fum, munu fjöimai'gir
sakna hans, ekki aðeins við,
samstai'fsfólk hans í sendiráð-
inu, heldur og allir þeir, sem!
haft hafa samskipti við hann.
heima og hér og notið hafa fyr-
irgi-eiðslu hans í einhverTÍ.
mynd.
Þá er hér skrifstofustúlka,
ungfrú Dassau, prýðileg og
elskuleg stúlka, sem ávallt er
reiðubúin að rétta íslendingum;
hjálparhönd, þegar þá ber að
gai'ði. Hún hefur starfað hja
okkur frá því að sendiráðs-
skrifstofan var opnuð og hefun
reynzt með afbi'igðum vel.
— Er ekki jafnan mikill
gestagangui' heima hjá þér í
Lúbeck?
Gestagangur,
— Hann hefur minnkað mik-
ið frá því er sendiráðsskrifstof-
an var opnuð hér í Hamborg,
en áður var gestagangur mikilL,
því bæði leituðu íslendingar,
sem þurftu á fyrirgreiðslu að
halda, þangað og auk þesa
Þjóðvei’jai', sem afla vildu sér
einhverrar vitneskju um ís-
land. Því miður hef ég ekkil
haft gestabók, því möi'g mundu
nöfnin vera komin í hana. En
ýmissa heimsókna minnist ég
fyiT og síðar og þó einkum er
sambandið við ísland hófst að
nýju eftir fyi'ri heimsstyrjöld-
ina. Sérstaklega minnist ég þ6
heimsóknar Ki'istjáns Jónsson-
ar ráðherra og Halldórs læknisr
sonar hans. Nokki-u síðar bar
þá að gai’ði Svein Bjömsson,
síðar forseta, Jón Þorláksson
ráðheri'a, Tryggva Þórhallsson
og frú og fleiri mæta gesti.
Nú ér ég búinn að festa kaup
á húsinu Köi’nerstrasse 18 f
Lúbeck, þar sem við hjónin
höfum búið að undanförnu, og
ég hef gefið því heitið „Hausi
Island“ sem tákn þess, að það
á í framtíðinni að verða griða-
staður og skjól þeiira íslend-
inga, sem að garði ber og till
okkar hjóna vilja koma.
Ég kveð Árna, þennan gamla;
og góða Islending og íslands-
vin, sem aldi'ei þi'eytist á að
gera löndum sínum greiða og
í'étta þeim hjálpaxhönd, þegar
á þai’f að halda. Um leið minnist
ég gamalla stunda samvei'u og
samstarfs við þau hjónin, frúl
Liselotte og Áma, á heimili:
þeiri'a í Lúbeck. Frú Liselotte
Sienjsen er samhent bónda sín-
urn í hvívetna, mikilhæf ágæt-
iskona, sem á þakkir íslenzka
þjóðarinnar skilið fyrir mikil
og óeigingjörn stöi'f í þágu
okkar.
Hamborg, 29. 3. 1955.
Þoi-steinn Jósepsson.
KÁIfPHOLLIIM
er miðstöð verðbréfaskipt-
anna. — Sími 1710.
Beztu úrin irjá
Bartels
Lælti^rtorgi. ,rr, S&bí Klí.