Vísir - 30.04.1955, Blaðsíða 4
vísm
Laugardaginn 30. apríl 1955.
...---:—-----------t-
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn Páisson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
AfgreiíSsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur).
Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
1. maí.
T^að er löngu viðtékin hefð í lýðfrjálsum löndum, að verka-
lýðurinn helgi sér einn dag á ári, 1. maí, til hátíðahalda
og hópfunda, þar sem minnzt er starfs samtakanna og sam-
istilltrar viðleitni til betri kjara og frjórra lífs. Um allan hinn
frjálsa heim fara hópar frjálsra marma um götur stórborganna,
safnast á torgum og opnum svæðum, bera fram kröfur og
flytja ávörp. Það er eðlilegt og sjálfsagt, að verkalýðsstéttin
minnist sögu sinnar og líti yfir farinn veg þann dag.
Fyrsti maí er hátíðlegur haldinn með isvipuðu sniði um
a)lan hinn frjálsa, vestræna heim. Enginn bannar verkamönn-
um og öðrum launþegum að bera fram kröfur sínar og treysta
samtök sin. Það eru réttindi, sem þeim ber í lýðfrjálsu þjóð-
skipulagi. Löggjafarsamkomur Norðurlandaþjóðanna, svo að
•einhverjar séu nefndar, hafa fyrir löngu sett lög og reglur um
réttindi verkamanna, lögfest vinnulöggjöf í samræmi við
krofur tímans, sem gefa þessum stéttum svigrúm til þess að
koma fram áformum sínum á löglegan hátt og án ofbeldis, eins
og sæmir í siðuðum þjóðfélögum, er löngu hafa fengið viður-
kennd mannréttindi, svo sem funda- og málfrelsi, skoðana-
frelsi og réttaröryggi.
í lýðfrjálsum löndum dettur engum í hug að véfengja rétt
manna til þess að leggja niður vinnu. Á íslandi, í Noregi,
Danmörku eða Svíþjóð er engin hætta á því, að menn hljóti
fangelsisvist, verði að þola ofsóknir eða annað ofbeldi fyrir
það að lýsa yfir verkfalli og heyja það. En þessi farsæla þróun
hefur því miður ekki náð til allra þjóða.
I miklum hluta heims og meðal fjölmennustu þjóða eru
verkamenn og aðrir borgarar hnepptir í fjötra einræðisins. Þar
búa menn ekki að neinum þeim réttindum, sem sjálfsögð þykja
hjá okkur á íslandi og annars staðar um hinn frjálsa heim. í
Rússlandi og í „alþýðulýðveldunum" ráða verkamenn alls engu
um kaup sín og kjör. Þeir ráða ekki einu sinni dvalarstað sín-
um, nema að mjög takmörkuðu leyti. Hið ópersónulega vald
lögregluríkisins getur skipað þeim á hvern þann stað, sem
„flokkurir.n" krefst og knúið þá til að vinna fyrir það kaup,
sem þetta vaid telur í samræmi við „hagsmuni ríkisins."
Ef verkalýðurinn lcti sér detta í hug að gera verkfall til
þess að fá hærra kaup, styttri vinnutíma eða aðrar þær bætur,
sem hann teldi nauðsynlegar í Rússlandi eða öðrum einræðis-
ríkjum, myndu þeir menn, sem slíkt tækju sér fyrir hendur,
óðara verða teknir fastir fyrir „skemmdarstarfsemi“ eða „land-
ráð“, en allir vita, hver viðurlög eru við slíku í þessum löndum.
Þessa minnast verkamenn um allan hinn frjálsa heim á
morgun, fyrsta maí, um leið og þeir koma saman, frjálsir og
óhindraðir til þess að treysta samtök sín og skapa sér bætt
kjör og betri og hamingjusamari líf. í hinum vestræna heimi
er það ekki glæpur að gera verkföll, heldur lögmæt ráðstöfun,
sem lög eru til um. í einræðisríkjunum gera menn ekki verk-
föll, því að sá réttur hefur verið tekinn af borgurunum.
„ísbnzka friSarnefnén."
Qíðasta blekkingarfyrirtækið, sem kommúnistar hafa nú
hi'undið af stað, gengur undir nafninu „íslenzka friðar-
nefndin“. Kommúnistar hafa um nokkurt skeið talið sér henta
að bregða yfir sig ýmsum gerfum, þar sem sýnt er, að undir
eigin nafni þýðir þeim ekki að reyna að ná fólki til fylgis
við sig. Þeir verða að sigla undir fölsku flaggi, hvort heldur
það heitir „Sameingingarflokkur alþýðu“, Eingingarflokkurinn“,
,,Heimsfriðarráðið“ og þar fram eftir götunum. „íslenzka frið-
arnefndin" er síðasta dæmið um loddarabrögð kommúnista,
enda brást friðardúfuhreyfingin og undirskriftasöfnunin í sam-
bandi við hana á sínum tíma. Friðarnefnd, þar sem „kyndilberi
frelsisins“, eins og Kristinn Andrésson var kallaður í afmælis-
grein, er í fararbroddi, er örugglega loddarafyrirtæki komm-
únista. Um það er engum blöðum að fletta, enda verða þeir fáir
hér á landi, sem láta hafa sig að ginningarfífli, enda þótt háleit
orð séu notuð.
Annað mál cr það, að ef kommúnistar hefðu snefil af sóma-
tilfinningu, ættu þeir að leggja niður völd umsvifalaust alls
staðar þar sem þeir hafa hrifsað völdin, og leyfa fólkinu sjálfu
að velja sér það stjórnarform, sem það kýs sér. „Friðamefndin“
ætti að beita sér fyrir þeim frið, sem felst í því að fá að njóta
mannréttinda. Tékkar og aðrar þjóðir í austanveðri Evrópu
yæru ekki lengi að gefa kömmúnistum frí og frið heima í
jRússlandi, ef þeir gætiu ^
„Sex latida sýn"
Næsíai ferð -Orlofs'
Orlof hefur þráíf fyrir ýms
vandkvæði, sem nú eru á ferða-
lögxun til útlanda, tekizt að
koma utan öllum þátttakendum
í vorferðum skrifstofunnar. Nú
er staddur í Róm hópur ferða-
manna í Suðurlandsferðinni.
Þessi Iiópur mun koma heim
aftur xun miðjan Maí.
Þann 14. maí mun svo enn
fara hópur í ferð, sem nefnist
„sex landa sýn“. í henni verður
farið um Danmörku, Þýzka-
land, þ. e. um Hamburg, Hai--
burg og Bremen, yfir til Hol-
lands, en þai- er allt ein blóma-
breiða á þessum tímá árs. í
Hollandi er ferðast og dvalið í
tvo daga, en þaðan svo haldið
um Belgíu og Frakkland, allt
til Parísar, og þar dvalizt í 4
nætur.
Meðan dvalizt er í París,
verður skoðað það helzta, sem
þessi glæsilega borg hefur upp
á að bjóða, svo sem sigurbog-
inn, Invalides-kirkjan með
gröf Napoleons, Eiffeltuminn,
Notre Dame, Sacre Coeur, hinar
glæstu hallir Versala, breið-
stræti svo sem Champs Elysees,
Rue de Rivoli og' fleira. Enn-
fremur skroppið í þekktustu
skemmtistaði borgarinnar á
Montmartre, tizkuverzlanir og
hinar stóru deildarvei-zlanir
borgarinnar.
Þegar farið verður frá Par-
ís, verður haldið til Epernay
og Reims, síðan um hina kunnu
vígvelli í Norður-Frakklandi,
allt til hins fagra dvei'gríkis
Luxembourg, og þar dvalist um
nóttina. Luxembourg er nú
orðin einhver vinsælasti dvalar-
staður ferðamanna; þaðan farið
til Trier, um Moseldalinn til
Koblenz, en þar mætast Mosel-
og Rinarfljót, við „Þýzka
hornið“. Síðan er ekið með-
fram hinni sögufrægu Rín, til
Bonn, höfuðborgar Vestur-
Þýzkalands. Næst verður hald-
ið til Kölnar. Leiðin liggur síð-
an til Hannover og jdir Lúne-
burgerheide til Hamborgar.
Frá Hamborg verður farið í
einum áfanga til Kaupmanna-
hafnar þann 26. maí um Jót-
land.
Sumir þátttakehda munu
fara þaðan heim með m.s. Gull-
fossi þann 28. maí, en aðrir
fljúga heim sama dag e5a síð-
ar. Enn munu nokkrir kjósa að
verða eftii’ í Höfn og fara heim
annað hvort með skipi eða
flugvél síðar.
17tburöujr
DagblaSið Vísi vantar ungling til aS bera út
blaðiS um
Laugaveg efri og
HöfðahverH.
Talið við afgreiðsluna, símx i 660.
+
♦ BEZT m AUCIVSA I VISI ♦
Eg undirr.... óska að gerast áskrifandi Vísis.
Nafn .........................................
Heimili ............ _ , .................
Mánaðargjald kr. 15,00.
Sendið afgr. blaðsins þenna mft/a utfylltan eða
hringið í síma 1600 og iilkynnið nafn og heimilisfang.
Samkotnuvika
Vikuna 1. til 7. maí verða almesmar kristilegar
samkomur í kási K.F.U.M. og K. hvert kvöld kl.
8,30.
Séra Hákon Andersen biblíuskólakennari frá Osló og
íslenzkir stúdentar tala á samkomunum. — Mikill söng.ur
og hljóðfærasláttur.
Blbiiuskólaféiagi ð
Skrtffaorð 8§ skrifbordsskðpur
úr eik, danskt, hentugt fyrir einkaskrifstofu, til sölu með
tækifærisverði. Upplýsingar í síma 3275.
Bergmál.
Bólusetningin fyrirhugaða.
j í ráði er að bólusetja á næst-
unni börn hér í bænum gegn löm-
unarveiki. Unx fátt liefur verið
meira rætt upp á síðkastið en hið
nýja bóluefni ameríska læknis-
. ins dr. Jónasar Salks, en upp-
1 finning þessi þóttu mikil tiðindi,
eins og nærri má geta. En ég lxef
, orðið þess vár, að fregn, sem hing
að barst vcstan um haf, sem var
á þá leið, að böru, sem bólusett
lxöfðu verið með þessu cfni hefðu
veikzt. Þess vegna virðist nokkr-
unx óliug hafa slegið á einstaka
mæður hér. Nú hef ég spurt tvo
kunna lækna hér í bœ um það,
hvort nokkur ástæða sé til þess að
letja fólk til þess að láta bólu-
setja börn sin.
Bólusetning sjálfsögð.
Báðir læknarnir sögðu mér, að
þeir hvettu til þess að börn hér
væru bólusett. Þeir bentu á, að
ekki væri sannað, að börn þessi
hefðu veikzt af hinu nýja bólu-
efni, heldui- gætu þau hafa verið
búin að taka veikina fyrir bólu-
setninguna. Þá sögðu þeir, a ð
allir þeir, sem einhver kynni
hefðu af þessum hræðilega sjúk-
döini, híytu að ráðleggja mæðrum
að láta einskis ófreistað til þess
að komast hjá þessari ógæfu. Nið-
urstaða beggja læknanna, sem ég
spurði livorn í sínu lagi og án
þess, að annar vissi um hinn,
var á þá leið, að ráðlegra væri
að nota þetta tækifæri, sem
mæðrum hér gefst til þess að
láta bólusetja börn sin.
Athugunarefni.
Það er að vísu ákaflega skilj-
anlegt, að mæður séu hræddar
um börn sín, er slík tíðindi ber-
ast, sem að ofan greinir í sam-
bandi við bóluefni þetta. Þess
vegna þótti mér rétt að ieita álits
sérfróðra manna um þetta efni,
sem er sahnarlcga íilvarlegra en
svo, að mönnum sé ráðlagt neitt
út í bláinn eða ekki gætt itrustu
varúðar. Yona ég, að þessi orð
hér í Bergmáli verði frekar til
þess að sefa ugg mæðra um þessi
mál en til ills. — kr.
WAMIVWWVVWUWUVWdV
Ingöffs Apdtek
er flutt í AM-
stræti 4, j
gengið inn frá 2;
Fischerssandi.
8EZT AÐAUGLYSAI VlSI
-J'saupi ffufl ocf óiíjir J