Alþýðublaðið - 22.05.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.05.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ samþykt af Senatinu með 65 atkv. gegn 20. Lögin banna að eins áfenga (intoxicativa) drykki, og þvf reis brátt mikil deila um, hvaða drykkir væru „áfengir". Rfkið Rhode Island samþykti t. d. lög, sem ákveða, að allir drykkir yfir 4% væru áfengir, en sambands- þingið sjálft telur í „The Prohi- bition Enforcement Act“ V20/0 áfenga. Einstöku menn voru þessu reiðir og höfðuðu mál, en hæsti- réttur Bandaríkjanna ákvað með úrskurði 24. des. 1919, að ákvæð- isrétturinn í þessu efni lægi hjá sambandsþinginu einu. Hið opinbera gerði fljótt gang- skör að því, að koma í fram- kvæmd lögunum. Þau kveða svo á, að bannað sé að búa til, selja, flytja inn eða út áfengi til drykkj- ar, að eiga áfengi nema í privat- húsum og geymslustöðum ríkis- ins, en úr þeim má að eins flytja það eftir sérstökum reglum, og ekki notast til drykkjar, að veita öðrum áfengi í heimahúsum en gestum, að hafa skifti á vínbirgð- um og öðrum vörum, eða einni tegund áfengis og annari, að bera á sér vasapeia, að eiga eða selja þau verkfæri, sem nota má til hreinsunar eða tilbúnings spiritus o. s. frv. Sá, sem gerir sig sekan í því, að selja eða hafa ólöglega um hönd ófengi, skal í fyrsta sinn sæta alt að 1000 doilara sektum eða alt að 6 mánaða fangelsi. Komi það aftur fyrir, varðar það sektum frá 200 til 2000 dollars, eða frá 1 mánaðar til 5 ára fsng- elsi. Lyfjabúðir geta undir sér- stökum kringumstæðum fengið leyfi til að selja whisky sem lyí, en þó eru um það strangar regl- ur. Sömuleiðis geta gistihús fengið leyfi tii að eiga áfengi til rnatar tilbúnings. Þau skulu þó gefa ná- kvæma skýrslu um, hve mikið þau þurfa. Framkvæmd laganna er í höndum „ríkisbanns-fram- kvæmdarstjórans", sem hefir aðal- stöð sína i Washington. 1 hverju riki á að vera einn undirframkvæmdarstjóri, sem hafi sér til aðstoðar umsjónarmenn. Tala þeirra fer eftir ibúatölu hvers rikis. í New-York éru þeir 15 Þessir menn hafa aðaliega umsjón með þvf, að þær greinar í lögun um séu haldnar, sem fjalla um vínsöluleyfi iyfjabúða og sjúkra- húsa, sömuleiðis að hafa eftirlit með læknum. Auk þess eiga þeir að hafa umsjón með tilbúningi og sölu óáfengra drykkja (soft drinks). Auk þessara manna er í hverju ríki bannlagastjóri. I þau embætti eru að eins kosnir þeir menn, sem álitið er að þekki þau brögð, sem notuð hafa verið við ólöglega framleiðslu áfengis í hinum ýmsu ríkjum. Banngæzlustjórinn hefir sér til hjálpar fjölda reyndra manna, sem senda má rfki úr ríki eftir því, sem þörf krefur, t. d. til að hafa njósnir um og hand taka lögbrjóta. Staða þessara manna er erfið og einkar hættu- íeg. Þess vegna eru þeir valdir með mestu vandvirkni. Með þessu móti ætlast Bandaríkjamenn til, að geta útrýmt Alkohol konungi á fáum árum úr landi sínu. Og nú hafa þeir tekið að sér að ger- þurka heiminn. + * Br landi frelsisgyðjunnar. Þing New York ríkis hefir sam- þykt 2 lagafrv. er ganga í þá átt að útiloka jjafnaðarmannaflokkinn frá opinberri þátttöku í kosning- um. New York ríki mun með aft- urhaldssömustu ríkjúm Bandarfkj- anna, sem einnig er eðlilegt með því að þar er mest af auðmönn- um saman komið á einn blett á jörðinni. New York ríkið var t. d. eitt þeirra rfkja er var á móti banni í Bandarfkjunum. Þótt atferli það er hér á undan er getið sé jafn mikið brot gegn réttarmeðvitund manna og það er óhyggilegt, þá eru auðmenn Banda- rfkjanna litlu ámælisverðari en annara landa, t. d. íslands. Banda- ríkjaauðmaðurinn hefir þó með þessu kastað grfmunni, og sýnt hvað inni fyrir bjó, en það er al- mælt að sumir af auðmönnum hér kveði sig í raun og veru vera jafnaðarmenn, en það er jafn vafa- Iaust eins og að þetta er Jýgi, að þeir mundu nota hvert tækifæri til að leika sama ranglætisbragð- ið sem stéttarbræður þeirra í Am- eríku. X Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í sfðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma f blaðið. Kompr iDflbroísJijófanna „Silkigrímu-Jim“. Um síðustu mánaðamót tókst lögreglunni í Chicago að ráða niðurlögum einhvers hins mesta og hugaðasta innbrotsþjófs sem sögur fara af. Hann var kaliaður „Silkigrímu-Jim". Lögreglan hafði tekið hann fastan, en hann slapp út úr fangelsinu, en var eltur; varði hann s<g með skammbyssu sinni en féll að lokum dauður með margar kúlur í skrokknum. Þessi framtakssami innbrotsþjóf- ur hafði notfært í „forrefningu* sinni allra nýjustu vísindalegar að- ferðir og rak hana með nýtfzku verzlunaraðferðum. Hann var foringi innbrotsþjófa- hrings og lét fremja innbrotsþjófn- að í svo stórum stfl að hann varð að Ieigja stórt verzlunarhús til að geyma og selja vörurnar. Verzl- unarhús þetta hafði á boðstólum alla mögulega hluti milli himins og jarðar, alt frá þungum véium niður í smáhluti. í skrifstofu hans fanst uppdráttur af öllum þeim stöðum í Chicago sem vel fallnir voru til rána og liklegir til að gefa mikið í aðra hönd. Hann hafði heilan her af »út- förnumc innbrotsþjófum og meðat þeirra voru margar konur, en þótt hann hefði svo marga undir sig gefna, framkvæmdi hann ætfð mestu vandaverkin sjálfur. Sviar og bolsivikar. Khöfn 21. maí. Frá Stockholm er sfmað, að sænskri verzlunarsendinefnd hafi verið boðið til Rússlands og sé farin af stað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.