Vísir - 16.05.1955, Síða 10
VfSIR
Mánudaginn 16. maí 1955.
Emile Zola:
ÓYÆTTURIN.
19
svo ágæ-t sambönd! Þú veizt, við hvað ég á. Konan mín á hon-
um einnig. margt gott að launa.
Roubaud skipti urn umræðuefni með því að segja hrana-
leg'a: — Þú ferð þá ekki fyrr en í kvöld, er það?
— Nei, þeir eru einmitt að gera við tengistöngina. Og svo
<er ég að bíða eftir eimreiðarstjóranum mínum, honum Jacques
Lantier, sem fór eitthvað á eigin spítur. Þekkir þú hann?
Hann er víst ættaður af svipuðum slóðum og þú.
En Roubaud var víðs fjarri í huganum, og svaraði ekki í
nokkrar sekúndur.
— Hver er það? Já, hann Jacques Lantier. Vitanlega þekki
•ég hann, já, en ekki sérstaklega vel. Ég kynntist honum hér,
•eins og þú veizt kannske. Hann er miklu yngri en ég, og við
höfum aldrei hitzt í Plassans. Hann gerði konunni minni
greiða í fyrra, fór með skilaboð fyrir hana til frændfólks
hennar í Dieppe. Mér er sagt, að hann sé dugandi maður.
Hann lét móðan mása, eins og honum væri mjög liðugt um
?málbeinið. Svo sagði hann allt í einu:
— Vertu sæll, Pecqueux. Ég þarf að líta eftir dálitlu þarna.
Philomene fór ekki leiðar sinnar, fyrr en hér var komið.
Pecqueux stóð kyrr í sömu sporum með hendur í vösum og
brosti að því, að hann þyrfti ekkert að gera allan daginn. Hann
furðaði á því, að Roubaud skyldi fara aftur inn í stöðina eftir
fáeinar minútur. Hann hafði ekki verið lengi að eftirliti sinu.
'Hvern andskotan hafði hann eiginlega verið að snuðra?
Klukkan var næstum níu, þegar Roubaud kom aftur inn í
lestaskýlið. Hann gekk eftir því öllu, að bögglapóststofunni,
og virtist vera að svipast eftir einhv.erju, sem hann fann ekki.
Síðan gekk hann með sama óþolinmóðlega göngulaginu sömu
leið til baka og gægðist inn í hinar ýmsu skrifstofur járnbraut-
arfélagsins á leiðinni. Allt var kyrrt og lítið að gera í stöðinni
um þessar mundir, en hann var sjálfur í miklu uppnámi.
Kyrrðin í umhverfi hans hafði einmitt slæm áhrif á taugar
hans, því að hann var kominn á það stig, þegar hann beið
þess með óþolinmæði, að óhappið dyndi yfir. Hahn var að
missa stjórnina á‘ sér, og gat ekki staðið kyrr á neinum stað
nema fáeinar mínútur í senn. Hann var alltaf að líta á klukk-
una. Níu —---------fimm mínútur yfir níu. Að öllum jafnaði
fór hann ekki til íbúðar sinnar fyrr en lestin kl. 9,50 var farin.
Nú hraðaði hann. sér upp til Séverine, af því að hann vissi, að
laugaóstyrkur hennar mundi ekki vera minni.
Rétt í sama mund var frú Lebleu að ljúlca upp fyrir Philo-
mene, sem komin var í morgunheimsókn, og hafði meðferðis
tvö ný egg. Þær dokuðu við í dyragættinni, og Roubaud varð
að ganga framhjá þeim, meðan þær störðu á hann. Hann
hafði lykil sinn á sér og skauzt tafarlaust inn í íbúðina, en á
þeim tveim sekúndurn, sem hurðin stóð opin, komu konurnar
tvær auga á. Séverine, þar sem hún sat föl og hreyfingarlaus
j borðstofustól með hendur í skauti.'Frú Lebleu dró Philomene
i flýti inn í stofu sína, og þar sagði hún gesti sínum frá því
íormálaiaust, að hún hefði séð frú Roubaud í næstum sömu
stellingum um morguninn. Það lá í augum uppi, að viðskiptin
túð eftirlitsmanninn höfðu ekki gengið eins vel og látið var í
veðri valca. En Philomene hafði aðstöðu til að mótmæla þeirri
staðhæfingu frú Lebdeu, þar eð hún hafði heyrt Roubaud segja
frá erindislokum fáeinum mínútum áður. Konurnar tvær gátu
því ekki annað en bollalagt um það, hvernig fundurinn hefði
farið.
— Það hefur verið lesið almennilega yfir honum, það segi
ég, sagði frú Lebleu. — Hún er áhyggjufull, af því að hún’
veit að aðstaða þeirra er slæm.
— Ef við gætum aðeins komið þeim á brott héðan! andvarp-
aði Philomene.
Fjandskapurinn milli Lebleu- og Roubaud-hjónanna stafaði
af húsnæðismálum þeirra. Öll önnur hæð byggingarinnar,
fyrir ofan biðsalinn, var notuð fyrir íbúðir starfsmanna. Gul-
málaður gangur, sem var alveg eins og gangur í gistihúsi, lá
milli tvéggja raða brúnna hurða. Gluggarnir í íbúðunum til
hægri sneru út að torginu fyrir framan járnbrautarstöðina,
en þar óx álmviður og auk þess sást yfir það niður að strönd-
inni í átt til Ingouville. En gluggarnir á íbúðunum vinstra
megin við ganginn voru háir og mjóir og þaðan sást aðeins
ofan á óhreint þakið á lestaskýlinu. Framíbúðirnar voru
bjartar og vistlegar, nutu góðs af gróðrinum og lífinu á
stöðvartorginu, en hinar voru innilokaðar og skuggalegar eins
og' klefar 1 fangelsi. Þeir Dabadie, Moulin og Lebleu bjuggu í
beztu ibúðunum, en hinar höfðu fallið Roubaud-hjónunum og
ungfrú Gouchon í skaut, en þeirra megin voru einnig þrjú
herbergi sem ætluð voru þeim starfsmönnum félagsins, er komu
þarna við á ferðalögum í þjónustu þess. Það var venjan, að
báðir stöðvarstjórarnir nytu samskonar húsakynna. Lebleu-
hjónin bjuggu því aðeins í betri íbúð, sem Roubaud-hjónin
áttu raunverulega að hafa, að fyrirrennari Roubauds hafði
gert hinum hjónunum þann greiða að láta þau fá íbúð sína,
þegar hann hætti störfum þarna. Réttlæti var það ekki, en þrátt
fyrir það hafði allt gengið árekstralaust milli þessarra tveggja
fjölskyldna í upphafi. Séverine lét undan fyrir frú Lebleu, sem
var tuttugu árum eldri en hún, en var auk þess þjáð af offitu
og mæði. Þær urðu aðeins saupsáttar, þegar Philomene rægði
þær sitt á hvað.
Á kvöldvökunm.
Prófessorinn kom allt í einu
auga á einn nemanda sinn í
tíma, sem ekki hafði mætt í
langan tíma vegna þess, að hann
hafði fótbrotnað á skíðum.
„Jæja, hvernig líður yður?“
spurði prófessorinn.
„Ágætlega,“ svaraði nemand-
inn. „Eiginlega hef ég aldrei
verið jafn vel fær til göngu og
núna.“
,,En því í ósköpunum reynið
þér þá ekki að verða yður
líka úti um höfuðkúpubrot?“
spurði prófessorinn.
•
Frank Sinatra sat nýlega að
morgunverði í Parísarborg á-
samt Clark Gable, Orson Welles
og fleirum. Þeigar áleið borð-
haldið sagði Clark Gable:
„Já, vitanlega hef ég galla
eins og allir aðrir. En það get
ég með sanni sagt, að ég hef
ekki bragðað áfengi, ekki snert
á spilum og ekki veðjað um
hesta í 20 ár.“
„Ja, hérna!“ sagði Sinatra.
„Ég vildi, að ég gæti sagt það
sama.“
..Hvers vegna segirðu það þá
ekki?“ sagði Orson Welles.
„Fyrst Clark getur sagt það, þá
getur þú það sjálfsagt líka.“
---Ég skal segja þér, sagði hún einmitt i þesgu við frú
Lebleu, — að það getur svo sem vel verið, að þau hafi notað
tækifærið, þegar þau voru í skrifstofu félagsins í París, til að
krefjast þess, að þið verðið látin fara úr íbúðinni. Mér er sagt,
að þau hafi skrifað forseta félagsins um það ekki alls fyrir
löngu.
Frú Leblau ætlaði að kafna af illsku. — Óþokkarnir! Ég
held líka, að þau sé að reyna að æsa ungfrú Guichon gegn
mér. Hún hefur varla sagt aukatekið orð við mig í hálfan
mánuð. En ég hef nú gætur á henni!
Svo lækkaði hún röddina, er hún skýrði frá því, að ung-
frúin færi áreiðanlega á hverju kvöldi til íbúðar Dabadies,
sem var beint á móti íbúð Lebleu-hjónanna. Stöðvarstjórinn,
sem var ekkjumaður og hafði sent einkadóttur sína í heima-
vistarskóla, hafði útvegað ungfrú Guichon, er var fámál, ljós-
hærð, fyrrverandi kennslukona um það bil þrítug, stöðu þá,
sem hún hafði.. En hún var hál eins og höggormur í hreyfingum
sínum, svo að það var ógerningur að standa hana að nokkrum
sköpuðum hlut. Vitanlega hafði hún ekki neina ábyrgðarstöðu,
en ef hún syaf hjá stöðvarstjóranum, þá var enginn vafi á því,
að hún gat haft áhrif á hann, og það var nauðsynlegt að ná
tökum á henni með því að komast að leyndarmáli hennar.
— Ég skal komast að hinu sanna einn góðan veðurdag,
mælti frú Lebleu ennfremur. — Þeim skal ekki takast að koma
okkur úr íbúðinni. Allt heiðarlegt fólk hlýtur að vera á okkar
bandi, eða heldur þú það ekki?
Sannleikurinn var sá, að íbúðamálið var talsvert hitamál
meðal starfsliðsins, og sýndist sitt hverjum eins og gengur.
Moulin aðstoðarstöðvarstjórinn var sá eini, sem lét málið af-
skiptalaust. Hann var ánægður með framíbúð sína, og sama
máli gegndi um konu hans, litla og veikbyggða, sem ól hon-
um barn á tuttugu mánaða fresti.
— Enda þótt aðstaða þeirra sé ekki trygg, sagði Philomene
að endingu, — er ekki sennilegt, að þeim verði varpað á dyr
•
I skilnaðarréttinm í París var
maður nokkur spurður nýlega:
,,Er það rétt, sem konan yð-
ar segir, að þér hafið ekki talað
við hana aukatekið orð í þrjú
ár?“
„Hárrétt, herra dómari.“
„Hvaða skýringu getið þér
gefið á þess konar tiltæki?“
„Ég áleit það skort á háttvísi
að grípa fram í fyrir henni,
herra dómari.“
•
Eiginkonan kom á móti
manninum sínum með tárin í
augunum.
„Adolf, það hefur alveg
hræðilegt komið fyrir. Vinnu-
konan er hlaupin úr vistinni.
Hún staðhæfir að þú hafir
móðgað sig í símanum.“
„Enn sá misskilningur í
manneskjunni; ég hélt, að það
værir þú, sem ég talaði við.“
•
Maður nokkur sat til borðs
með ungri stúlku, og allt í einu
sagði hann:
„Mig dreymdi í nótt, að ég
. væri kvæntur fegurstu konu
veraldarinnar.“
„Og vorum við hamingju-
söm?“ spurði ungfrúin.
sesim
yn'hcatc
€. & SuwcughA
Nú óskaði skipstjórinn Barnard til
Lamingju með unnið verk.
Nú ætlaði Barnard að þakka
Tarzan, en hann var þá á bak og
burt.
Tarzan ætlaðist ekki til þakklætis,
því að hann hafði öðrum hnöppum
að hneppa.
Hann ætlaði að finr.a Gunnar Milo
. og gera upp sakir við hann.
- TARZAIM -
1817