Vísir - 20.05.1955, Page 10

Vísir - 20.05.1955, Page 10
10 VfSIR Föstudaginn 20. maí 1955. Emile Zola: ÓVÆTTURIN. 21 — Monsieur Roubaud, komið þéx- hingað og hjálpið mér. Þegar Roubaud var kominn upp í vagninn og hafði klofað ;yfir blþðpollinn á gólfinu, var Cauche búinn að finna verk- «fni handa honum. — Lítið þér undir hina sessuna, sagði hann, — og aðgætið, livort þér sjáið þar nokkurt sönnunargagn. Roubaud gerði eins og fyrir hann var lagt, en sá þar ekkert. — Hér er ekkert, mælti hann. Svo tók hann eftir bletti á stoppuðu hægindinu, þar sem juenn hölluðu höfðinu, og benti öryggisstjóranum á hann. Gæti þetta ekki verið far eftir fingur? En þeir komust fljótlega að raun um það, að þetta mundi aðeins vera blóðsletta. En áhorf- -endur, sem gerðu sér grein fyrir því, að glæpur mundi hafa ■verið framinn þarna, hnöppuðust umhverfis Dabadie, sem treysti sér ekki til að fara nær en upp á þrepið. Þar sem hann stóð þarna, fékk hann allt í einu hugmynd. — Heyrið þér, monsieur Roubaud, þér komuð heim með -síðustu lestinni í gærkvöldi, var það ekki? Kannske þér getið -áagt okkur eitthvað? — Vitanlega! mælti Cauche. — Tókuð þér eftir nokkru óvenjulegu? Roubaud svaraði ekki í tvær eða þrjár sekúndur. Svo rétti hann úr sér því að hann hafði verið að athuga gólfábreiðuna, -og sagði með sinni venjulegu rödd, sem var nokkuð hrjúf: — Ég skal með glöðu geði segja ykkur allt, sem ég veit. Konan mín var með mér, svo að ég vildi helzt bera mig saman við hana, ef frásögn min á að koma í skýrslu. Monsieur Cauche fannst þetta mjög eðlileg ósk, en Pecqueux, ,-sem kom á staðinn rétt í þessu, bauðst til að sækja frú Roubaud. Menn urðu að bíða í nokkrar mínútur, meðan hann gerði þetta. Philomene, sem hafði komið með honum til að athuga, hvað um væri að vera, virtist gröm yfir því, að hann skyldi hafa boðizt til að verða þannig að liði. En þegar hún sá frú Lebleu koma kjagandi eins hratt og fætur hennar leyfðu, gleymdi hún gremju sinni og fór til móts við hana til að styðja hana. í sameiningu fórnuðu konurnar svo höndum yfir þessum ægi- lega glæp. Enginn vissi í rauninni neitt að ráði um afbrotið, en menn voru þeim mun duglegri við að geta sér til um alla •atburði. Philomene tókst að láta heyra til sín þrátt fyrir 'kliðinn, og skýrði hún hiklaust frá kenningu sinni, sem var á þá leið, að Séverine hefði séð morðið með eigin augum. Það Tivíldi einkennileg þögn yfir öllum, þegar Pecqueux kom aftur •og Séverine með honum. — Sjáið hana bara! tuldraði frú Lebleu. — Hún er líkari prinsessu en eiginkonu aðstoðarstöðvarstjóra! Hún hefur verið alklædd þannig frá því fyrir allar aldir í morgun, eins og hún ætlaði í veizlu. Séverine gekk með stuttum, reglubundnum skrefum eftir stöðvarpallinum. Hún varð að ganga talsverðan spöl, meðan mannfjöldinn horfði á hana, en það virtist ekki setja hana úr jafnvægi. Henni hafði orðið svo mikið um fréttina, sem Pecqueux kyndari hafði sagt henni, að hún gat ekki annað en þerrað tár úr augum sér við og við. Hún var klædd vel-sniðnum, . svörtum kjól, eins og hún tregaði velgerðarmann sinn, en hún var berhöfðuð þrátt fyrir kuidann, því að hún hafði ekki gefið sér tíma til að klæðast til fulls. Menn komust við af að sjá trega hennar. — Það er svo sem ekki að ástæðulausu að hún volar, — sagði Philomene ’lágri röddu. — Heppnin verðúr ekki lengur með þeim, þegar verndarengillinn þeirra er dauður. Þegar Séverine hafði gengið gegnum mannþröngina að vagn- dyrunum, stigu Cauche og Roubaud ofan úr vagninum, og hinn síðarnefndi tók þegar til við að segja sögu sína. — Við fórum til að tala við Grandmorin dómara um leið og við vorum komin til Parísar í gærmorgun, er það ekki rétt, góða mín? Það hlýtur að hafa verið um það bil klukkan 11,15, heidur þú það ekki? Hann leit ákveðinn á hana, og’ hún svaraði auðsveip: — Jú, klukkan var fimmtán mínútur yfir ellefu. Hún hafði tekið eftir blóðugri sessunni, og þá fór hún að kjökra. Stöðvarstjórinn fylltist meðaumkun með henni. — Frú, þér skuluð ekki horfa inn i vagninn, því að þér þolið það-ekki. Við skiljum sorg yðar fullkomlega. . . . — Aðeins fáein orð, sagði öryggisstjórinn, — og þá getum við leyft frú Roubaud að fara heim aftur. Roubaud hélt sögu sinni áfram þegar: — Þegar við höfðum talað um allt milli himins og jarðar, gat Grandmorin dómari þess, að hann gerði ráð fyrir að fara til Doinville daginn eftir til að hitta systur sína.... Ég sé hann enn fyrir mér, þar sem hann sat við skrifborðið sitt. Ég var öðrum megin við hann, og kona mín hinum meginn.... Er það ekki rétt, góða mín? Sagði hann okkur ekki, að hann ætlaði að fara daginn eftir? — Jú, daginn eftir. Monsieur Cauche leit upp frá minnisblöðunum, sem hann hafði verið að skrifa á. — Hvað segið þér? Daginn eftir? Hann fór samdægurs. — Andartak, mælti Roubaud. — Þegar hann frétti, að við ætluðum heimleiðis með hraðlestinni, sem átti að fara síðdeg- is, sagði hann, að verið gæti, að hann færi með henni í staðinn, það er að segja ef kona mín vildi vera nokkra daga hjá systur hans í Doinville, eins og hún hefði gert tvívegis áður. En kona mín svaraði, að hún hefði of mikið að gera heima, svo að hún gæti ekki þegið boð hans. Þú afþakkaðir það, var það ekki, góða mín? — Já, ég afþakkaði það. —• Nú, það er um það bil allt, sem ég hef að segja. Hann var mjög vinsamlegur við okkur. . . . Hann spurði mig, hvernig mér vegnaði, en svo gekk hann með okkur til dyra á vinnu- stofu sinni.... Er það ekki rétt, góðan mín? — Jú, hann gekk með okkur alveg að dyrunum. — Við fórum svo frá París klukkan 6,30, og áður en við stigum upp í lestina, talaði ég nokkur orð við monsieur Vandorpe, stöðvarstjórann. Um það leyti sá ég ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég gerði ráð fyrir, að við mundum verða ein í klefa okkar, og varð mér gramt í geði, þegar ég tók eftir konu, sem ég hafði ekki veitt athygli, þegar ég valdi klefann fyrst, en kona þessi sat í einu horni klefans. Þar við bættist, að hjón komu inn í klefann á síðustu mínútu. Ekkert óvenjulegt kom fyrir, þar til komið var til Rúðuborgar. Menn geta gert sér í hugarlund undrun mína, þegar við fórum úr lestinni þar til að liðka okkur og komum þá auga á Grandmorin dómara, þar sem hann stóð við gluggann á einkavagni, sem var þrem eða fjórum vögnum fyrir aftan okkur. Ég hafði orð á því við hann, að hann hefði afráðið að fara þá um daginn þrátt fyrir allt. Við hefðum ekki haft hugboð um það, að við værum að ferðast með honum. Hann svaraði því til, að hann hefði fengið skeyti, þar sem hann var beðinn að koma. Rétt í þeirri svipan gaf eimreiðin brottfararmerki, svo að við hröðuðum okkur aftur til klefa okkar, sem var þá auður, okkur til mik- iliar undrunar. Allir hinir fyrri ferðafélagar okkar höfðu farið úr lestinni í Rúðuborg, og þarf ekki að taka það fram, að við vorum því fegin.... Og þá er sagan öll, eða er ekki svo, elskan mín? -— Jú, það er engu við þetta að bæta. Enda þótt frásögn Roubauds væri mjög blátt áfram, hafði hún Á kvöldvökunni. Það var liðið langt fram á nótt, þegar síminn hringdi á slökkvistöðinni og áköf karl- mannsrödd mælti: „Konan mín er hlaupin að heiman.“ „Einmitt það,“ sagði nætur- vörðurinn á brunastöðinni. „Það var ákaflega leiðinlegt, en því miður getum við ekkert hjálpað í því sambandi. Þér skuluð heldur hringja til lögreglunn- ar.“ ,,Þökk fyrir ráðlegginguna,“ sagði eiginmaðurinn, ,,en það gerði ég síðast, þegar hún hljóp að heiman .... og þá fundu þeir hana.“ Það var daginn eftir stór- afmæli í fyrirtækinu. Skrif- stofustjórinn kom í skrifstofuna í síðara lagi og var enn all- hífaður, og í fylgd með honum annar náungi enn drukknari. Fulltrúinn gekk til skrifstofu- stjórans, hneigði sig auðmjúk- lega fyrir honum, en hvíslaði síðan: „Varið yður. Hvað haldið þér að forstjórinn myndi segja, ef hann sæi yður svona?“ „Spyrjið hann.“ svaraði skrif- stofustjórinn. ,,Ég er nefnilega með hann hér í eftirdragi.“ Hinn hræðilegi Kristófer, kunningi okkar, var eitt sinn á göng með pabba sínum og varð starsýnt á eina stórbyggingu borgarinnar. „Hvaða hús er þetta?“ spurði hann pabba sinn. ,,Það hef ég ekki hugmynd um.“ ,,Því í skollanum spurðirðu aldrei um það, meðan þú sjálfur varst barn?“ sagði Kristófer. • Leikhúsið var hálftómt og í því var hundakuldi. Þar við bættist, að leikritið, sem sýnt var, var drepleiðinlegt. Hinir fáu leikhúsgestir voru því ekki í sem beztu skapi. Þess vegna brá einum áhorfendanum, er sessunautur hans tók allt í einu að klappa óstjórnlega, þegar einn leikarinn yfirgaf sviðið. „Þótti yður eitthvað varið í frammistöðu leikarans?“ spurði maðurinn. „Nei, alls ekki,“ svaraði sá, sem klappaði. „En maður verð- ur að nota hvert tækifæri til þess að halda á sér hita.“ C & Sutmigki — TARZAN 1820 Tarzan þaut út, því að hann ætlaði •Skki að missa af Gunnari Milo. En hann gekk í gildru, því að einhver barði hann aftan frá mtð kylfu. Það voru sjómennirnir tveir, sem nú létu höggin dynja á honum. Milo hafði keypt þá til þess að ráða niðurlögum heljarmennisins Torzans.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.