Vísir - 04.06.1955, Page 4
ft
vlsra
...................................................
I WlSI R
| DAGBLAÐ
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
| Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur).
I Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJF.
| Lausasala 1 króna.
I Félagsprentsmiðjan h.f.
JT
Islenzkur óperuflutningur.
T7'unuáttumaður einn um tónlist lét svo um mælt í fyrrakvöld,
að með flutningi óperunnar La Boheme þá um kvöldið,
hefði orðið aldahvörf í íslenzku tónlistarlífi. Ekki skal fullyrt
hér, hvort þetta sé sannmæli, en víst er um það, að þeim, sem
þar voru viðstaddir, mun flestum bera saman um, að hér hafi
"verið um meiri háttar tónlistarviðburð að ræða.
Hinir ágætu menn, sem á tveim fyrstu tugum þessarar
aidar kvöddu sér hljóðs í tónlistarmálum íslendinga, gerðust
■vormenn íslands á þessu siði, munu stói'lega gleðjast, er þeir
nú geta litið yfir þá gróandi, sem tvímælalaust er nú í tón-
listarlífi iandsmanna. Með hverju ári, sem líður, hafa
tónlistarfrömuðir okkar fært út kvíarnar, haslað sér nýjan
völl, færzt æ meira í fang. Með tilkomu Tónlistarfélags og Tón-
listarskólans, Sinfóníuhljómsveitar, Þjóðleikhúss og Ríkisútvarps
jhefur öll aðstaða til tónlisxai'iðkunar gjörbreytzt á landi hér, en
jafnframt hefur öll þessi margþætta starfsemi orðið til þess
aö glæða og efla tónlistaráhuga almennings sjálfs.
Nú er svo komið, að á hinum síðari árum hefur tónlistar-
fólki okkar tekizt að koma upp eða setja á svið hvert stór-
•verkið af öðru. Hljómleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar eru orðn-
ir fastur liður í músíklífi bæjarbúa, og fjórar óperur hafa verið
fluttar hér á fáum árum, Rigoletto, La Traviata, II Pagliacci og
Cavalleria rusticana, og nú loks hin yndislega La Boheme eftir
Giacomo Puccini. Fram að þessu höfum við orðið að leita út
fyi-ir landsteinana, ýmist eftir tenói-um, íslenzkum að vísu, en
búsettum erlendis, en einnig eftir sópranröddum.
Á fimmtudagskvöld var í fyrsta sinn flutt ein hinna viða-
meiri ópera, íslandi algerlega „hjálparlaust“ að því er söngvara
snertir, því að nú var íslenzkur söngvari í hverju hlutverki.
Að öðru leyti var næsta alþjóðleg samvinna um flutning óper-
unnar, þar sem ítalskur tónlistarmaður, Rino Castagninó, stjórn-
aði hljómsveitinni, leikstjórinn íslenzkur, Lárus Pálsson, en
búningar fengnir að láni frá Danmörku. Virðist þessi alþjóð-
lega saxnvinna hafa tekizt mjög giftusamlega, og ber að fagna
því, sem hér hefur verið gert.
Slíkur óperuflutningur hér í fámenninu er geysilegt átak
bæði fjárhagslega og tæknilega. Að þessu sinni stöðu tveir
aðilar að óperunni, Tónlistarfélagið og Félag einsöngvara, en
aðrir góðir kraftar voru þar og að verki, Sinfóníuhljómsveitin
og söngfólk úr Þjóðleikhússkórnum og fleiri. Það liggur í aug-
um uppi, að tilkostnaður er geysi mikill við slíkt fyrirtæki, og
því tæpast unnt að kljúfa þann kostnað nema með mjög háum
aðgangseyri. Því verður ekki neitað að aðgangseyrii-inn er of
hár, fyrir allan almenning. Það er því vel til fallið að einhver
fjársterk fyrirtæki styðji þessa starfsemi með framlögum sín-
um, því að óvarlegt er að gera ævinlega ráð fyrir, að hið opin-
bera hlaupi undir bagga, enda í mörg horn að líta.
Nú er svo komið, að við íslendingar eigum myndarlegri
sveit söngfólks á að skipa. Við eigum ýmsa einsöngvara, bæði
í hópi karla og kvenna, sem þola samanburð við það, sem
ííðkast á Norðurlöndum, þar sem tónlistarmenning er miklu
eldri og grónari en hér. Þessu getum við fagnað, eins og hverj-
nm öðrum votti mxx vaxandi nxenningu og nxanndóm í landinu.
Hljóðfæraleikara eigum við nú orðið góða, og kunnáttumenn
telja að Sinfóníuhljómsveitin hér sé vel liðtæk við lausn
-vandasamra viðfangsefna.
Ekki er ástæða til að nefna sérstök nöfn í sambandi við
þessa öru og gleðilegu þróun í tónlistarmálum okkar. Væri það
gert, væri hætt við, að ýmsum yrði gleymt, sem hátt ber á
þessu sviði, og þar með gert rangt til. Nomina sunt odiosa,
sténdur þar. En óhætt er að þakka þeim, sem hér hafa lagt
hÖnd að verki, en þeir eru nú orðnir margir.
Spnannadagurinn.
' i moi-gun er hátíðisdagur sjómanna, hinn 18. í röðinni. Þann
dag fylkja sjómenn liði, efna til max-gvislegs skemmtaixa-
halds, en öll þjóðin tekur þátt í þeim á einn eða annan hátt,
enda eiga fáir betur skilið en sjómenn að þeirra sé minnzt
sérstaklega einu sinni á ári. Það er alkunna, að sjómenn hafa
um langan aldur 'dpégið björ^ í bú fyrir þjóðarfjölskylduna
öði-um frejnúrt;* óg því er ekki ’nema rétt og skylt, að gera dag
þeirra sem minhisstæðastan. Það er orðin föst venja, hefð, að
titekna daga sé minnzt ákveðinna stétta eða samtaka, eins og
1. maí eða um verzlunarmannahelgina. Það er því eðlilegt, að
þjóðin geri einnig dag sjómanna sexn veglegastan. Vísir óskar
sjómíannastéttinni til hamingju með morgundaginn.
fvff fíaliómo :
„Hver drekki sinni
dömu til.“
Leikstjóri: Lárus Pálsson.
Hljómsveitarstjóri: Rino Castagnino.
Tónlistarfélagið og Félag ís-
lenzkra einsöngvai-a sýndu
óperuna La Bohéme, eftir Gia-
como Puccini í Þjóðleikhúsinu
síðastliðið fimmtudagskvöld við
fádæma góðar undix-tektir.
Þetta mun vera finxmta óper-
an, sem flutt er hér í Þjóðleik-
húsinu með íslenzkum söng-
kröftum. Hinar eru Rigoletto,
La Traviata, il Pagliacci og
Cavalleria rusticana.
Óperan La Bohéme, sem er í
fjórum þáttum, var fyrst sýnd
í Torino árið 1896. Gerist hún
meðal listamanna í París um
1830. Efnið er tekið eftir skáld-
sögunni „Vie de Boéme“, eftir
Murgers. Svo sem áður er tekið
fram, er tónlistin eftir Puccíni,
en Giacosa og Illicia sömdu
textann eftir áðurnefndri skáld-
sögu.
Heildarsvipur leiksins á
fimmtudagskvöldið var afburða
jafn og góður og er harla erfitt
að dæma, hver var beztur eða
verstur..
Tenórhlutverkið, Rodolfo,
skáld, söng Magnús Jónsson.
Hann hefur gullfallegan
belcanto og beitti röddinni af
mikilli snxekkvísi.
Hlutverk Marcello, listmál-
Söngskemmtun
Karlakórsins Vtsís.
Karlakórinn Vísir frá Siglu-
firði hélt söngskemmtun í Aust-
u&bæjarbíói 1. og 2. þessa mán.
Söngstjóri var Haukur Guð-
laugsson. Einsöngvarar með
kórnum voru Daníel Þórhalls-
son og Sigui-jón Sæmundsson.
Á efnisskránni voru lög eftir
innlenda og erlenda höfunda.
Söngur kórsins var áheyrilegur
og fjörmikill og er kórinn skip-
aður góðum röddum. Meðferð
kórsins á hinum mismunandi
efnum var í sumum tilfellum
góð og í öðrum miður.
Söngstjórinn er ungur og
virðist vera afar áhugasamur.
Öll „góð“ tónskáld, sem taka
sér fyrir hendur að semja lög
fyrir ljóð, taka fyllsta tillit til
efnis kvæðanna, þ. e. a. s. reyna
að lýsa í tónunx hinum mismun-
andi geðhrifum, sem í kvæðun-
um felast. Hið sama gildir ekki
hvað sízt í túlkun laganna.
Stjórnanda ber að gera slíkt hið
sama, þar sem um listræna
túlkun er að ræða. í þessu sam-
bandi vil ég sérstaklega nefna
„Sefur sól hjá ægi“, eftir Sigfús
Einarsson, svo og „í rökkurró",
eftir Björgvin Guðmundsson. í
lögum þeim, sem fram kom líf
og fjör, og vil ég í því sam-
bandi nefna „Flótti', naut kór-
inn sín mjög vel. Einsöngvar-
arnir gerðu hlutverki sínu góð
skil og urðu að endurtaka lögin.
Guðrún Kristinsdóttir aðstoðaði
kórinn með öruggum undirleik,
en henni hætti við að vera full-
sterk í sambaridi við kórinn.
M; B. J.
ara, söng Guðmundur Jónsson
með sínum bx-eiða, mjúka og
blæþýða basbariton.
Kristinn Hallsson, nýjasta
söngstjarnan okkar, söng hlut-
verk Schaunards, tónlistar-
manns, af mikilli sönggleði.
Raddgæði hans eru mikil og
tæknin fi'am úr skarandi.
Framkonxa hans á sviðinu bar
vott um léttleika og örýggi.
Hann má aldrei framar láta
sjá sig á nætui'skemmtununx
með hadei'íahadei'æsöngvurum.
Hlutverk Colline, heimspek-
ings, söng Jón Sigurbjörnsson.
Hann hefur ágæta bassarödd og
er í góði'i framför bæði um
hljómfegurð og raddfyllingu.
Hlutverk Mimi söng Guðrún
Á. Símonar með sinni voldugu
og fögru sópranrödd og Þuríður
Pálsdóttir bi-illieraði í Musettu.
Hljómsveitax-leik annaðist
Simfóníuhljómsveitin undir ör-
uggri og markvissri stjórn Rino
Castagnino.
Leikstjóri er Lárus Pálsson og
hefur ekki nú, fremur en
endanær, sett sitt bjarta ljós
undir mæliker.
La Bohéme er með erfiðari
óperurn, eix þetta lið, sem hér
hefur verið talið, bar sýning-
una uppi af miklum glæsileik
og þreki. Það var engin vanþörf
á, að veita suðrænum söng-
elegance og músik-yndisþokka
inn í íslenzkt tónlistarlíf. Og
leiðina til söngnáms á Ítalíu,
sem Eggert Stefánsson tróð
fyrstur íslendinga fyrir 34 ár-
um og Stefán íslandi fór síðar,
fara nú íslenzkir söngvarar
hver af öðrum. íslenzkt tónlist-
ax-líf er á réttri leið.
Karl ísfeld.
Vegurinn yfir Odds-
skarð ruddur.
Á Norðfirði var mjög kalt
vor allt fram til 20. maí, en þá
brá til hlýinda, og hafa verið
nxiklar blíður undanfarna daga.
í dag á að byrja að ryðja snjó
af veginum yfir Oddsskarð, en
þar er enn þá mikill snjór,
þrátt fyrir sólbráð undanfarið,
og er búizt við að taka muni
vikutíma að noka snjóinn svo,
að vegurinn verði akfær.
-------------•-------
„Fædd í gær" sýnd
úfi um land.
Þjóðleikhúsið hefur ákveðið
að efna til leikfarar um landið í
júnímánuði og sýna bandaríska
gamanleikinn „Fædd í gær“
eftir Garson Kanin í þýðingu
Karls fsfelds, en leikurinn hefur
nii verið sýndur 26 sinnum hér
í Reykjavík við góða aðsókn.
Fyrsta sýning utan Reykjavík-
ur vcrður að Hellu annað kvöld.
I-Ilutverkaskipun er að mestu
leyti óbreytt frá því, sem verið
hefur á.sýnihgum í Þjóðleikhús-
inu. Með • aðalhlutverk fara
Þóra Friðriksdóttir, Valur
Gíslason,^, Benedik.t, Árriasöix,.
Laugai-daginn 4. júní 1955.
Gömul kona skrifar:
„Sagt er frá því, að Iðnaðai-
málastofnunin hafi fengið hing-
að amerískan sérfræðing mr.
August W. Sweixtor að íxafni til
þess að athuga m.a. afgi-eiðslu-
fyrirkomulag íslenzkra vei-zlana.
Sérfx-æðingurinn komst að þeirri
niðurstöðu að sumt væri a. m. k.
þrjátíu ár á eftir tímanum í
þessum efnum og lagði til að
tekið yrði upp sjálfsafgreiðslu-
kerfi. Eg og míxxir líkar munu
fagna slíku fyrirkomulagi af
heilum hug og skal eg greina frá
ástæðunni til þess.
Eg hef til skamms tíma átt
heima i Hliðahverfi og verzlaoi
lengi vel á sama stað í þeirri
búð, sem var næst heimili nxínu.
Eigandi þeirrar búðar er prýöis-
maður, kurteisi og lipur við alla,
sem eiga við hann eriixdi. Sama
verður því rniður ekki sagt um
afgreiðslufólk hans. Fyrir jólixx
í vetur hafði eg skrifað á blað
vörur þær, sem eg ætlaði að
kaupa til jólanna, gerði eg það
bæði til þess að vera viss um
að gleyma engu og eins til þess
að tefja ekki fyrir mér og öðrum
með því að í-ifja upp í hugan-
um hvað kaupa skyldi.
Það verður dýrt!
Afgreiðslumaður, sem eg hef
talið hægri hönd eigandans
byrjaði að afgreiða mig, en þar
eð eg er fátæk koixa hafa klæði
mín ef til vill ekki verið eins fín
og annarra, sem biðu i búðiixni.
Þegar eg hafði nefixt tvennt,
sem eg ætlaði að kaupa sagði
afgreiðslumaðurinix. „Eg ætla að
láta yður vita að þetta verður
dýrt!“ Eg hélt að það væri
ekki í verkahi-ing afgi-eiðslu-
manns að tilkynna viðskiptavin-
um á slíkaxx hátt verð vöru með-
aix viðskiptavinurinn hefur
greitt vörur sínar við móttöku,
en sumir nxenn hafa nokkuð
séi-stæðar aðferðir á takteinum
þegar þeir ætla að láta ljós sitt
skína.
Mátti ekki vera að því.
Nokkru síðar kom eg aftur í
sömu verzlunina, en þannig
hagar til að nýlenduvörur eru
afgi-eiddar öðru megin í búðinni
en kjötmeti hinum megin. —
Stúlka fór að afgreiða mig og
hafði hún afgreitt þrjá hluti af
þvi sem eg hafði skrifað á list-
ann minn þegar hún sagði: „Nú
má eg ekki vera að þvi að af-
gi-eiða þig lengur, það bíður svo
mai-gt fólk hinum meginn.“ Eg
er nú eins gömul og á grönum
má sjá en slíki-i ókurteisi hafði
eg aldrei orðið fyrir á ævinni
fyrr.
Hœtti að verzlci þar.
Eg hef vitanlega ekki stigið
fæti mínum í þessa vei-zlun síð-
an en eg sé þegar eg geng fram
hjá að sama afgreioslufólkið er
að verki, og oft flýgur mér í
hug hversu marga, senx lítils
mega sín þetta fólk nxuni særa
að ástæðulausu á dag. Þegar
s j álf saf greiðsluverzlanir verða
komnar á fót skal eg aldrei
vei-zla annars staðar. Lífið er
ekki leikur að neinn kærl sig um
að verða fyrir óþörfu aðkasti
frá fólki sem lifir á því að selja
nxanni lífsnauðsynjar.“
Rúrilc Haraldsson, Klemenz
Jónsson o. fl. Sú breyting verð-
ur á, að Þorgrímur Einarsson
mun í leikförinni leika hlut-
verk, sem Helgi Skúlason hefur
farið með, og Carl Stefánsson
og Þórarinn Þorkelsson taka við
aukahlutverkum. í, .