Vísir - 04.06.1955, Blaðsíða 5

Vísir - 04.06.1955, Blaðsíða 5
Laugardaginn 4. júní 1955. vtsm a Kvenfélagasamband: íslands 25 ára: Fjölmennt kvennamót hefst í Reykja- vík á mánudag og stendur í 3 daga. I sambandinu eru 212 félög með meolsmi og 1400 sóttu námskeið sl. ár. nokkuð langur, en hófst að búizt er við> að mótið sæki Kvenfélagasamband íslands minnist 25 ára afmælis síns eft ir helgina með fjölmennu kvennamóti í Reykjavík, sem til er boðið öllum formönnum kvenfélaga landsins. Kvenfélagasambandið varð 25 ára í janúar í vetur, en það var stofnað um mánaðamótin janúar—febrúar 1930. Aðdrag- andinn að stoínun sambandsins var með því að 1926 var almennur kvennafundur haldinn á Akur- eyri, og þar rætt um hús- mæðrafræðsluna í landinu, og nauðsyn til úrbóta á því sviði. Eftir þær umræður var skipuð nefnd til frekari rannsóknar og undirbúnings málinu, og á bún- aðarþingi 1927 kom málið fyrir það, og flutti frú Ragnheiður Pétursdóttir þar erindi um húsnræðrafræðsluna. Á þessu búnaðarþingi var skipuð nefnd til rannsóknar á þessum mál- um, en í nefndinni áttu sæti frúrnar Ragnhildur Pétursdótt- ir og Guðrún J. Briem, svo og SigurSur Sigurðsson búnaðar- málastjóri. Gerðu þau ýmsar athuganir á húsmæðrafræðsl- unni hér og erlendis og lögðu málið á ný fyrir búnaðarþing 1929. Var þá skorað á Alþingi að setja lög um húsmæðra- fræðslu, húsmæðrakennara- skóla og að gera handavinnu að skyldunámsgrein stúlkna í skól- unum. Þá var lagt til að kven- ' félagasamböndin, sem voru í landinu, sameinuðust og ynnu að framgangi þessara mála, og því heitið, að búnaðarfélagið veilti þeim nokkurt fé með því skilyrði, að sambandið yrði stofnað eigi síðar en árið 1930. Var síðan boðað til fundar með fulltrúum héraðasambanda kvenfélaganna og mættu 19 fulltrúar á þessuin stofnfundi, sem haldinn var á heimili Sig- urðar Sigurðssonar búnaðar- málastjóra, sem telja má aðal- hvalamann þess, að kvenfélaga- sambandið var stofnað. Stofn- endur Kvenfélagasambandsins voru fjögur héraðasambönd, það er Samband norðlenzkra kvenna, sem var þeirra elzt, Bandalag kvenna í Reykjavík, Samband 'Austfirzkra kvenna og Samband sunnlenzkra kverma. — Pyrstu stjórn Kven- félagasamands íslands skipuðu Ragnhildur Pétursdóttir forseti, Guðrún J. Briem og Guðrún Pétursróttir. í viðtali, er blaðamenn áttú í vikunni við stjórn Kvenfélaga- sambands íslands, var skýrt frá því, að samkvæmt síðustu skýrslum væru 212 kvenfélög í sambandinu, og teldu þau samtals um 13000 meðlimi, en félög þessi eru í 18 héraðasam- böndum. Á síðasta ári héldu þessi félög 867 fundi og 424 aðrar samkomur. Þá voru og haldin 84 námskeið, er stóðu samtals í 260, kennsluvikur, en þátttakendur á námskeiðunum voru um 1400. 25 ára afmsélismót Kvfeiifé- lagasambands Íslands hefst á mánudaginn og stendur yfir í 3 daga. Hefur verið boðið for- mönnum allra kvenfélaganna, og af þeim er vitað að muni mæta 180. Auk þess verða gestir mótsins, þeir af stofnendum sambandsins, sem á lífi eru og fulltrúar á 11. landsþingi kven- félagasambandsins, sem hefst strax að mótinu loknu, þannig alls um 200 konur, þar af 160 utanbæjarkonur. í sambandi við mótið verður áhaldasýning í Húsmæðrakennaraskólanum, en sjálft mótið verður sett í Sjálfstæðishúsinu. Síðasta dag mótsins verða þátttakendur gestir Reykjavíkurkvenna. Kvenfélagasambandið hefur gefið út tímaritið Húsfreyjuna, og hefui' það komið út 4 sinnum á ári í 6 ár. Núverandi stjórn sambands- ins skipa frú Guðrún Péturs- dóttir forseti, en hún hefur ver- ið í stjórninni frá upphafi og forseti frá 1947, er Ragnheiður Pétursdóttir lét af því starfi, Aðalbjörg Sigurðardóttir og Rannveig Þorsteinsdóttir . Norðmenn hafa varið geypi- tíl sjávarútvegsins. Síldarbræðslur þeirra afkasta 70.000 lestum á sólarhring. Island fyrir Is- lendinga. Það liðu meira en 100 ár frá því að ,Fjölnismenn“ og aðrir baráttumenn 19. aldarinnar hófu baráttu sína fyrir endur- heimt stjórnmálalegs og efna- legs sjálfstæðis íslenzku þjóðar- innar, þar til fullur sigur vannst á því sviði með lýðveld- isstofnuninni á Þingvöllum 1944. En hafið þið íslendingar gert ykkur grein fyrir því, að ennþá er ekki nema Vz af hinu raun- verulpga landi ykkar raun- verulega laus við aðra erlenda ágengnisgalla? Já, og sem halda því fram í fullri alvöru, að þeir hafi rétt til þess. Landgrunnskort íslands talar skýru máli í táknrænum lítum fyrir málstað þeirra aðgerða, sem þegar hafa verið gerðar til úrbóta af ríkisstjórn íslands, og sannar einnig, á raunhæfan hátt ‘þá kröfu, að allt landgrunnið sé framtíðarúrlausnin. Á úrslitastundum hefur þjóð- in borið gæfu til að sameinast án pólitísks ágreinings. Landgrunnskortið yerður til sölu næstkomandi sunnudag. Ef góð sala fæst á því,- verða möguleikar til framhaldsað- gerða, sem geta orðið þessu máli til stuðnings. Kaupið það á Sjó- mánnadaginn, hjá Dvalarheim- ilinu og annars staðar, sem það kann að verða til sölu. Þegar býður þjóðarsómi, þá á ísland eina sál. fnflTffFríriÍíffllf- »"mjwwii|y ‘a™ " Þorkell Sigúrísson. Fegrufl ísaf jarðar- kaupstaðar. Stjórn Blóma- og trjáræktar- félags ísfirðinga hefur látið sig fegrun fsafjarðarkaupstaðar miklu skifta og gegnir félagið áþekku hlutverki þar og t.d.1 Fegrimarfélagið hér í höfuð- ^ staðnum. ( Nýlega hefur stjórn Blóma- og trjáræktarfélagsins ákveðið að efna til samkeppni um feg- usta skrúðgarðinn í bænum og verða . einhver verðlaun eða viðurkenning veitf. Sérstök dómnefnd hefur verið kjörin til þess að dæma milli garðanna. Ennfremur mun félagið að- stoða bæjarbúa við það að koma sér upp skrúðgörðum m. a. með því að selja blóm, blómlauka, blómafræ og ann- að þess háttar. Jafnframt ætlar félagið að hafa á boðstólum ýmiskonar kálplöntur, en tals- verðir erfiðleikar hafa verið fyrir fólk að fá slíkar plöntur þar á staðnum. Þá ætlar félagið að beita sér fyrir því að lóðir í bænum verði sem bezt hirtar. í vor fór stjórn Blóma- og trjáræktarfélagsins þess á leit við bæjarráð ísafjarðarkaup- staðar að það léti girða bæjar- landið til þess að útiloka ágang sauðfjár og hrossa yfir sumar- mánuðina., en á því er talin brýn nauðsyn. Félagið ræður yfir blóma eða skrúðgarði við Seljalandsveg og er ætlunin að hann. verði opinn almenningi vissan tíma á degi hverjum. í sumar, a. m. k. þegar veður leyfir. Formaður félagsins er Anton Ólafsson. Talið er að Norðmenn hafi varið um það bil 2230 milljón- um íslenzkra króna til ýmissa framkvæmda í þágu fiskveiða og fiskiðnaðar síðan styrjöld- inni lauk. Ekki eru menn þó á eitt sátt- ir um það, hvernig verja beri miklum fjárhæðum í þágu þess- ara atvinnuvega. Verkamanna- stjórnin hefir lagt mesta á- herzlu á, að reisa fiskimjöls- verksmiðjur og síldarbræðslur, einkum í Norður-Noregi, en íhaldsmenn halda því hins veg- ar fram, að skynsamlegra sé að endurnýja og bæta fiskiskipa- flotann, en snúa sér síðar að verksmiðjubyggingum. Síldar- og fiskimjölsiðnaður Norðmanna hefir vaxið risa- skrefum undanfarin ár, og nú er svo komið, að um 70 síldar- bræðslur eru í landinu, auk þriggja síldarbræðsluskipa, en árleg framleiðsla þeirra er um 70.000 smál. af lýsi. Verðmæti lýsisins og mjölsins er talið um 900 millj. ísl. kr. á ári. Fyrir 25 árum síðan tóku verksmiðjur við 5% af síldaraflanum, en í dag um 80%. Ehda þótt framleiðsla Norð- inanna sé mjög mikil á þessu sviði, framleiða þeir þó ekki nema 6% af heildarframleiðslu heimsins. Asíulönd, einkum Japan, eru þar langfremst í flokki. Danska blaðið „Berlingske Tidende“ sagði frá því fyrir skömmu, samkvæmt fréttarit- ara sínum í Björgvin, að Norð- menn hafi gert góð kaup, er þeir keyptu Hæring af íslendingum, sem gátu ekki notað skipið vegna þess, að . síldin hefði brugðizt árum saman. Hæring- ur getur afkastað 10.000 hektó- lítrum á sólarhring, en auk þess ; eiga Norðmenn síldarbræðslu- skipin. Bras og Clupea, sem hvort getur afkastað 5000 hl. á sólarhring. Björgvinjarbúar eiga nýtt yerksmiðjuskip í smíðum í Þýzkalandi. Það verður 6000 smál. að stærð og á að kosta 2.5 millj. norskra króna. Það verður rekið í sambandi við síldveiðar í Norðursjó. FSugvélar með tvöfaidau boð. Farþegaflugvélar iramtíðar- innar munu verða með tvölöld- um bol til að draga úr hávaða. þett.a er spádómur tveggja verkfræðinga Douglas-verk- smiðjanna amerísku. Er tvö- faklur bolur naúðsynlegur til að vernda farþega fyrir hávaða þrýstiloftlireyfla. llugmyndin er ekki ný, en hefir ekki verið framkvæmd vegmi þess, hve hinn dauði þungi flugvélanna mundí vaxa mikið við þetta fyrirkomulag. En það verður að deyfa hljóð í flúgvélum framtíð- arinnar, og þá verður þetta leið- in sögðu verkfræðingarnir ena- fremur. StáSu 99alþýðu- pySsum46. Dómstóll í A.-Berlín hefur nýlega dæmt fjóra menn fyrir pylsuþjófnað. Þessir fjórir menn fengu samtals átján og hálfs árs fangelsi fyrir að stela 13.000 pylsum í „alþýðueign“, en fjórir aðrir fengu 6—21 mán- aðar fangelsi fyrir að kaupa þýfið. wmmm&mm Áðeins Shell henzín meS I.C.Á. kemur í veg lyrir glóSarkveikju og skammhlaup í keríum. Hreyíplmn fær því jaÍRari gang, skilar meiii orku og nýiir benzmið betur. ; Staðreynd en ekki staðhæfing Miiljónir manna um allan heim nota Shell með I.C.A. Sí-aukin sala sannar ágæti þess. Ef þér notið enn ekki Shell með I.C.A., látið þá ekki dragast lengur að gera það. EINGðNGU SHELL BENZÍN ER MEÐ I.C.A tr íitú ni i'i':

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.