Vísir - 14.06.1955, Síða 5
Þriðjudaginn 14. júní' 1955.
vism
5
Mérvmiiiisl þykfa fyrir því, ef stoltur og
n
rsaroBinemn mm
t.t
era mig.
iaJblfeæeÍ vi
Fyrir hátíegi í gær hitíi eg
prófessor Eduard Busch á her-
bergi á Hóíel Borg. Það fyrsta,
sem prófessorinn spurði mig
um, var hversu gamall eg væri
og hvort eg kynni dönsku. Þeg-
ar eg svaraði spurnmgum hans
kvað'st hann hafa veitt því eft-
irtekt, að fóllc !hér innan við 25
ára aldur, talaði naumast önnur
erlend mál en ensku.
Mikill og fagur blómvöndur
prýddi herbergi hins fræga
skurðlæknis, gjöf frá þakklát-
um, íslenzkum sjúklingi, sem
prófessor Busch hafði læknað.
,,Þér eruð vinsæll meðal ís-
lendinga, prófessor Busch?“
,,Eg er að komast að raun um
það,“ sagði prófssorinn. ,,Ég
skrapp út þegar eg var búinn
drekka morgunkaífið og á göt-
unni hitti eg fimm fyrrverandi
sjúklinga. Allir heilsuðu mér
innilega eins og gömlum vini
og eínn þeirra faðmaði mig að
sér og sagði: „Þú læknaðir mig,
Busch,“ og svo tók hann ofan
hattinn og sýndi mér hversu
fínt höfuðið var orðið eftir að-
gerðina.“
Heilbrigði í
Siugsunarhætti.
„Þéra ekki sjúklingar yður
prófessor?"
,,Jú, allir nema íslendingar
og eg kann því afar vel. Þegar
íslendingur er búinn að vera
hjá mér 2—3 daga er hann far-
inn að tala við mig frjálsmann-
lega og eðlilega eins og vinur
viS vin og segir þá oft: „Held-
urðu, að þú getir læknað mig,
Busch?“ prófessorstitinum
sleppa Islendingar. oftast nær.
Eg kann afar vel við þetta. Eg
finn,'' feð .ég stend andspænis
heilbrigðuiri mönnum í hugsun-
arhæííi.1' ’ Yfirleitt taka íslend-
ingar gjúdfcdómum1 með mikilli
karlménnsku og æðrast ekki á
hverju sem gengur. Eg held, að
það sé þetta þjóðareinkenni,
sem hefir valdið því, að ísienzku
sjúklingarnir haia orðið vinir
mínir. Eg fæ sjúklinga frá flest-
um löndum heimsins, en afstað-
an til annarra þjóða manna
verður aldrei hin sama og til
íslendinga. Þeir hafa sérstöðu
bæði hjá mér og starfsfólki
mínu. Mér myndi þykja fyrir
því, ef stoltur og hjartahreinn
norðlenzkur bóndi færi að þéra
mig.“
Mikil umskipti.
„Þér hafði skorið fjölda fólks
upp við heilaæxlum. Getið þér
sagt mér hversu mikið dánar-
talan hefir lækkað sökum þess-
ara sjúkdóma síðan þér hófuð
starf yðar?“
„Aður fyrr dóu svo að seg'ja
allir, sem fengu heilaæxli nema
þau væru sérstaklega góðkynj-
uð. Nú deyja urii það bil 10 pró-
sent af þeim, sem til okkar'
koma.“
;,Þér hófuð starfið 'í smáum
„Jú, ’éé’;;hsfðí' éínn aðstoðar-
íiiscla.
lækni og 11 hjúkrunarkonur.
Nú hefi eg minnst 10 lækna, 2
sálfræðinga, 50 hjúkrunarkon-
ur auk annars starfsfólks.
Sjúkrarúm voru þá 11. Nú eru
þau 80 hjá mér og jafnmörg í
Árósum, 40 á Bispebjærghos-
pitalet og brátt tekur til starfa
ný deild með 40 rúmum. Tak-
markið er eitt rúm á hverja
10.000 íbúa. íslendingar þyrftu
því lfi rúm.‘-
„Hvað er að segja um geð-
lækningar vegna skurðað-
gerða?“
„Um það efni held eg fyrir-
lestur í Háskóalnum á morgun
klukkan 18, svo eg vil síður
ræða það mál í blaðaviðtali.“
„En lækningu fávitaháttar
með skurðaðgerðum?“
„Þess er þá fyrst að gæta, að
fávitar eru mjbg misfisumndi
hópur og orsakirnar til fávita-
háttar margvíslegar. Sumir
erfa fávitaháttinn og verður
engu um þokað hvað þá snertir.
Margir verða fávitar meðan á
fæðingu stendur eða rétt fyrir
fæðingu. Þetta getur stafað af
súrefnisskorti sem veldur því,
að heilafrumur deyja, þá geta
þær einnig eyðilagzt við þrýst-
ing og blæðingu. Eins og þér
vitið eru heilafrumur einu
frumur líkamans, sem ekki
endurnýjast og þar éð við fæð-
umst með ákveðnum frumu-
fjölda verður aldrei hægt að
bæta úr því, ef heilafruma |
deyr. Þegar hægt er að lækna |
fávitahátt með skurði er það
venjulega vegna þess, að blætt
hefir inn á heilann og blóðið
þrýstir á frumur, sem smám
saman skemmast ef ekki er að
gert. Skurð við slíku verður
helzt að framkvæma þegar á1
fyrsta ári eftir að barn fæðist.
En sem sagt, það er aðeins ör-
lítið brot af fávitum sem hægt
er að lækna, oftast er fávita-
háttur ólæknanlegur eftir því
sem bezt verður vitað enn sem
komið er. Hlutverk uppalenda
er að þroska þær frumur, sem
heilbrigðar eru eins og hægt
er.“
„Hafa ekki íélenzkir læknar
lært hjá yður?“
„Jú, vinur minn og félagi,
Bjarni heitinn Oddsson, var
nemandi minn. Það er persónu-
lega mikil sorg fyrir mig, að
hann skuli vera fallinn frá.
Hann var bráðduglegur læknir,
mikill fræðimaður, doktorsrit-
gerð hans um mænuæxli er það
bezta, sem skrifað hefir verið
um þann sjúkdóm og er hún
notuð hvarvetna um heim. En
fyfsf'og fremst. sak'ná' eg dreng-
skaparmannsins Bjarna Odds-
sonar, hann var sannur og góð-
ur maður. Við höfðum oft ver-
ið að ráðgera, að eg ætti að
heimsækja hann til íslands. Nú
var það landið hans, sem tók
á móti mér með allri sinni feg-
urð þegar við flugum inn til
strandarinnar í gær og sáum
jöklana í sólarljóma. Það er
ein fegursta sýn, sem eg hefi
séð, jafnast á við innflug yfir
Tokíó og Rio de Janeiro, en
þar er fjallasýnin einnig stór-
liostlega fögur. Þegar við lent-
urn tóku strax á móti mér
góðir félagar og eg get ekki
sannara sagt en mér þykir vænt
um að hafa loksins látið verða
af því, að koma hingað; það'
hefir lengi staðið til.“
Ó. G.
verSur haldin í hátíðasal Háskólans í kvclci kl. 8.30 og er hún helguS hugmyndirini um norræna
mynt. Munu fimm þekktir hagfræSingar frá öllum NorSurlöndunum flylja stutt avörp um þetta
mál, en þeir eru:
Thorkil Kristensen fyrrv. fjármálaráSherFfa Ðana,
Erik Lundberg) prófessor írá SvíþjóS, .
Bruno Suvirantar prófessor frá Finnlanái,
Knut Getz Wold, skiifstolustjóri Irá Noregi,
Gylíi Þ. Gíslason, prófes'sbr írá fslahdi.
Samkoman verSur sett af Erlendi Emarssym, forstjóra SÍS, og ávarp ílytur Aibin johansson, for-
maSur norræna samvinnusambandsins:
Gunnar Turess
hinn kunni sænski þjóSIagasöngvari syngur einsöng á hátíSinni.
syngur undir stiórn Ragnars Björassosíar.
ASgangur er ókeypis og heimill öllum, meSan húsrúm leyfir.
Norræna samvinnusambaiuElð
ifjnaUt Msn*»a.'»:<í'-Íö«p/I j aoAsrnífiU .:! ð79Í888Í??Lte--
■..vi'ö'fifr-i'i... I .-j;* I ;'p. ->.V y
Samband ísS.
íús/hY mvi:ioYilnio u.(ií
caíi-.ii
ur; / y;[
Dt -fJ