Vísir - 19.07.1955, Blaðsíða 4

Vísir - 19.07.1955, Blaðsíða 4
VlSIR Þriðiudáginn 19. júlí 1955' wísxxe. D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. iS' Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN YÍSIR H.F. ■ Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Frelsi á leiðum loftsiits. T-^eir gerast æ fleirí, sem berast á íslenzkum vængjum yfir höf og lönd, þó ekki þeim vængjum, sem skáldið hafði í huga, heldur með gnýþungum málmfuglum, sem bera fögur heiti: „Hekla“, ,,Edda“, ,,GuIlfaxa“ og „Sólfaxa", og nú hefur enn einn slíkur málmfugl bætzt í hópinn, er gengið var form- lega frá kaupum á Skymastervélinni „Sögu“, sem Loftleiðir nú hafa bætt við flota sinn. Síðastliðiim Iaugardag konr hingað til lands ný fjögurra hreyfla flugvél, hin fjórða, sem nú er í eigu íslendinga. Að vísu er „Edda“ talin með hér að framan, en hún er ekki eign íslendinga, heldur hafa Lrftleiðir hana á leigu, og er sú leiga fcáttur í giftudrjúgu samstarfi þessa þróttmikla flugfélags og Brathen-félagsins norska, eins og kunnugt er. Að vísu gat þetta ekki talizt stórviðburður nú orðið, svo hlutgengir erum við íslendingar orðnir á sviði flugmálanna, en á hinn bóginn er full ástæða til þess að fagna komu hins nýja og glæsilega far- kosts, óska eigendum hennar til hamingju og þjóðinni allri. Þegar staldrað er við og litið urn öxl við komu hinnar nýju Skymastervélar, minnumst við þess, að það var sama félag, Loftleiðir h.f., sem fyrst reið á vaðið um kaup og rekstur svo stórra flugvéla, því að árið 1947 settist hér á Reykjavíkur- flugvöll fyrsta íslenzka Skymastervélin, „Hekla“, sem forráða- menn Loftleiða höfðu fest kaup á. Síðan hefur æ veriö sótt á brattann, nýjar flugvélar bætzt við, bæði Loftleiðavélar og hinii- silfúrgljáandi „Faxar“ Flugfélags íslands, en jafnframt hefur hróður íslenzkra flugmanna og vinsældir íslenzkra flug- véla farið vaxandi. Allt er þetta ánægjulegt og spor í rétta.átt, Nú lenda flugvélar Loftleiða 10 sirinum á viku hverri á Reykjavíkurflugvelli, og fljúga jafnoft í austur ög vestur til meginlanda Evrópu og Ameríku, eins óg formaður Loftleiða komst að orði i ræðu sinni við komu ,,Sögu“ á laugardag. Þær halda. uppi samgöngum við 7 borgir erlendis í sex löndum, við vaxandi vinsældii'. Mikil gróandi er í starfsemi félágsins," enda forráðamenn þess bjartsýnir. Þó eru ýmsar blikur á lofti, sem . rétt er að gefa gaum. Til skamms tíma hefur íslendingum verið leyft að lenda áætlunarflugvélum sínum í Svíþjóð, en nú er ekki annað sýnna en að Sviar hyggist bola okkur þaðán, að því er bezt verður vitað vegna þess, að stórfyrirtækið SAS telur sig eiga í tví- sýnni samkeppni við Loftleiðir, Hefur það mál verið rakið nokkuð hér í blaðinu. Hér er þó ekki um deilu Loftleiða og SAS að ræða, éingöngu, því fer svo fjarri. Deilan er raunveru- r .ega um annað og mikilvægara. Hér er' raunverulega deilt um það, hvort frelsi eigi að ríkja á vegum loftsins, líkt og höfunum. Hér er um það deilt, hvort smáþjóðir mega halda uppi flugsamgöngum óáreittar af auð- hringum, —■ hér' er' deilt um frelsi annars vegar eða ófrelsi hins vegar. Þess vegna hefur deila sú, sem við eigum nú í við Svía, ákaflega mikla þýðin'gu, bg hún nær til miklu fleiri en : okkar. Hún nær til allra smáþjóða Og lítilla flugfélaga. Hún ! er :„prinsip-mál“, jafnframt því, sem hér liggur við þjóðar- sómi íslendinga. Ingólfur Jónsspn flugmálaráðherra flutti ræðu við komu ■ ,,Sögu“ s.l. laugardag, og komst þá meðal annars svo að orði: . „Vér íslendingar teljum, að frelsi eigi að ríkja á leiðum lofts- ins, eigi síður en á höfunum.“ Þarna er í þessari setningu . túlkuð og mörkuð aístaða íslendinga í déilunni við Svía, og . sú hín sama afstaða hlýtur líka að móta hug okkur í deilu Loftleiða ög SAS. Að því er snertir deilu ísleudinga og Svía í sambandi við loftferðasamniiiga verðurn við að hafa það hugfast, að í því máli ber öilum iandsmönnum að standa saman. Hér er ekki ' um mál Loftleiða einna að ræða, helclur mál íslands, mál allra smáþjóða áð ræða. Því verður heldur ekki trúað að óreyndu, . .að við íslendingar séum ekki einhuga í því mali. Sjái Svíar ekki réttmætt afstöðu okkar, virðist norræn samvinna vera. lítið annað en pappírsgagn. Skálaræður éru góðar þegar þæí ei.ga við, en norræn samvinna verð'ur að koma fram. á ;annan . og raunhæfari hátt ,en við. slík tækifæri, þótt góð séu. Ástæða er til að óska Loftleiðmn til hamingju með hina joýju „Scgu“, en íslenzkum flugmálum alménnt góðs gengis. ~jr i• r«1 í(m■ 1 . i(;<I’ 'íTt h>' -t • ■ ■ ■-^ nærrt næsta ár. Skólinn á nú níu flugvéSar. Flug hetur lengi heillað hugi æskumannsins enda hefur tak- niark íjálsræðisins verið orðað á þann vcg að vera „eins jog fuglinn fljúgandi". Nú á Jiessuni síðust.u tímum hafa æskumamiinum gefizt góð fækifæri til að láta rætast clrauma sína um að svífa um loftin blá. Vaxandi aðsókn að flugskólanum sýnirað hann get- úr og vill færa sér þau í nyt. Hér á landi hefur áhugi upp- vaxjuuli kynslóðar líkicga aldrci beinzt eins mikið að flugnámi og nú, enda var aðsókn að Flug- skólanuni þyt mcð langmesta móti s.l. vctur. Ilm 35 nemendur luku námi þar í bóklegum grein- um fyrir eiiikaflugpróf og. sami nemendafjöldi fyrir atvinnupróf. Eiiis og kunnugt er, er flug- námið t.víþætt, bóklegt og verk- icgt.. Fer það verklega fram að sújnrinu en það bóklega að vetr- inuni. Fyrir einkaflugpróf iiófst búk- lega kerinsian s.i. vetur í sept. og var iokið fyrir jól. Hún fór fram á kvöldin. Voru þar kénnd undirstöðuatriði í sigiingafríeði, veðurfræði, fiugreglum, fiugeðl- isfræði og vélfræði. Að því loknu er neniaiidaiiúni j skylt áð taka 40 fiugtíma. Áætlað er að nám þcfta kosti um 7 þús. kr. alls'. Skilyrði, sem sett eru til námsins er að miiista lcost i bámaskólamenntun og að nc.nmndinn sé örðin t8 ára, ér hann j.ýjkur prófi. Einkaflugpróf veilir réttindi tii að fljúga með farþéga endur- gjaids kiust, Bóklegt námi fýrir atvinmi- flugpróf' iiófst. síðan eftir ■áramöt, Fyrir atyinmiflugpróf eru kennd söniu fög og fyrir einkáflugþróf ién'mim nieira i hverju 1'agi. ! Kenhslu iauk um miðjan .apríl- ! mánuð og luku 30 ncmemlur prófi; Fyrir atvinnufiugprof er nemandanum skylt að taka 175 ! til áOO flugtíma. Hver flúgtími kostar um 180 krónur. Atvinnuflugpróf voitir rétt- indi til að stunda flugið í at- Yiiinuskyni. og taka greiðslu fyr- ir farþcga. Auk þessa náras taka flug- íiemar tíiha í blindfiugi. ]>'au skilyrði eru selt fynir at- vinnuflugpróf, að nemafidinn li a fi ga gnfræðameím tun. ! Meðaialdur nemanda hefur verið 20—21 árs. ■" Flugskólinn þytur hófur ný- ilcga fengið til afnota ný húsa- ‘jíyniii á Reykjavíkurflugyelli Jyrír iiókiega kennslu. I.c '. Skólastjóri og framkviemda- •stjóri skólans er Karl Eiriksson. | ■Keunarar í verklegri kehnslu éru Eínar Gíslason og Ásgeir porleifsson. Bóklega kennslu annast Björn .Tónsson fliigum- fcrðarstjóri, Jón Pálsson flug- véiaskoðunamiaður, pórarinn Jónsson loftsiglingafræðingur og Jónas Jakobsson veðurfræðingur. Fjöldi umsökna befur borizt um nám á næsta ári og er skól- inn næst.nm fullskipaður fyrir ríiBStá ár. Fiuggskólinn pytur á 9 flug- vélar, þar af cina átta sæiá og aðra fjögurra sæta. Talsverí. hcfur verið um leigu- flug li.já, ílugskólamim m. a. fyr- ir íérðamenn, svo og síldarflug. Tyrkir á Kýpur héldu fjöl- mennan útifund í gær á Ni- kosia og lýstu yfir, að þeir vildu brezka stjórn áfram á Kýpur. Einn af lesendum blaðsins hef- ir sent Bergmáli eftirfarandi bréf: „Það er í tilefni af fréttunum um slys Jiað, sem varð vestur á Barðaströnd, sem gefur mér til- efni til þess að skrifa eftirfar- andi línur. Eftir fréttunum að dæma liefur bifreiðin, sem er jeppabifreið, oltið um á sléttuni vegi og oltið 14—15 metra eftir veginum, og i einni fregn seg- ir, að bílstjórinn hafi „skyndi- lega misst vald á bilnum í ruðn- ingi eftir vegiiefiT1. Lausamölin er hættuleg. Nú er Jiað alkunna, að þegar vegheflar fara um vegina sópast lausamölin lil liliðanna, en lausa- j mölin er liættuleg, og ef aka verð u r bíl næstum meðfram kanti í lausamöl, er það mikil áhætta, að aka hart, og jiað getur orðið til þess að bíll fari ut. af eða velti jafnvel á sléttu. Xú skal ekkert um það fullyrt, iivort í þessu til- felli Jiafi verið ekið liratt eða ei, en' á það ber að leggja áherzlu, að því fylgir jafnnn áhættu að: aka hart í lausamöl. Aðvaranir | þarf að ítreka. Nú veit ég, að góðir keniiarar taka þetta fram, er þeir kenna mönnum að aka bíl, en mörg heilræði gleýmast, og ekki er vist, að allir kennarar, til dæmis út um sveitir, leggi næga úherzlu á þetta atriði. En hvað sem um það er finnst mér sjálfsagt, að í útvarpi og blöðúm séu birtar ábending- ar til allra, sem bílum aka, bend- ingar, sem geta orðið til yarnaf gegn ofangreindri liættu og fleir- um. Yfirleitt finnst mér allt of lítið að því gert, að birta slikar liendingar, og það er tilvalið afS útvarpa þeim, ekki sízt f.yriv helgar og mn lielgar, og tel ég vist, að útvárpið biéti sfíkar tií- kynningar ókeýpís. Vill' eklýi- SVFÍ og Félag bifreiðaeigéndif, og vátryggingarfélögíii taka þetttt til athugunar, og hafa með sér samtök um að koma þessu í framkvænid. Að síðustu, allat* bendingar og aðvarauir eiga a‘S vera stuttorðar, og: þáð þarf að' ehdurtaka þær oft. — Lesand’i Yisis.” ' ;; , Bergmál er sammála bréfritara og. þakkár brét'ið. — kr. Snemnia í þessum mánuði lenti fyrsta flugvélin á h’num nýja flugvelli við Þórshöfn í Norður-Þingeyjarsýslu. Var það Gljáfaxi, Douglasvél Flugfélags íslands sem vígði flugvöllinn, en stjórnandi hennar var Snorri Snorrason flugmaður. — Myncl'.n hér að ofan er af Gljáfaxa, er hann var nýlentur á Þórshafnarflugvellinn í fyrsta sinn en í förinni voru fram- kvæmdarstjóri Flugíélags íslands, Örn Ó. Johnson, Sigurður Jónsson skrifstofustjói'i loftferðaeftirlitsins, ýmsCr starfsmenn Flugfélagshis og aðrir gestir. — Nú eru hafnar reglubundnar flugferðir milii Þórshafnar og Reykjavíkur með viðkonui á Akuréyrí og verður flogið4 Jiangáð' ajila Iaugardaga. Vinningar í B.-fl. Dregið var í B-flokki happ- clrættisláns ríkissjóðs á föstu- dag. Þessi númer fengu hæstu vinninga: 75.000 krónur: 18.058. 40.000 krónur: 123.737. 15.000 krónur: 6.403. 10.000 krónur: 4.590, 49.460 .149.689. 5.000 krónur: 1.726 5.656 12,418.129.289 142.426. 2.000 krónur: 2.379 8.305 8.741 18.413 22.790' 23.259 23.701 38.429 59.409 80.761 84.971 108.747 117.250' 117.586 140.515. 1.000 kcónur: 60.6 1.940 2.705 4.842 6.874 18.937 28.122 30.441 47.359 50.430 56.427 65.509 67.559 71.245 7.2.376 73.784 95.813 ,101.015!, 119.20^1 .123.43$ 123J.24, ] 123.885 130.759 131.609 147.626,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.