Vísir - 14.09.1955, Blaðsíða 11

Vísir - 14.09.1955, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 14. september 1955 VÍSIB Eftir Graham Greene, — Þeir vita, hver það er, sagði Scobie. — Fjandinn sjálfur, sagoi fulltrúinn. — Eg hef gert allt, sem í mínu valdi stendur. Þér eruð furðulegur maður að afla yður óvina. Eins og Aristoteles hinn réttláti. ■—- Eg býst nú ekki við, að ég sé eins réttiátur og hann. —- Spurningin er, hvað þér ætlið að gera. — Þeir ætla að senda hingað mann frá Gambu, sem heitir Baker. Hann er yngri en þér. Ætlið þér að segja upp, fara á eftirlaun, skipta um embætti eða hvað? — Eg vil vera hér kyrr, sagði Scobie. — Konu yðar mun ekki geðjast að því. — Eg hef verið hér of lengi til að fara héðan, hugsaði hann með sjálfum sér. — Veslings Louise! Hvar værum við nú, ef ég hefði látið hana ráða. Og hann viðm-kenndi strax með sjálf- um sér, að þau hefðu þá ekki verið á þessum stað — einhvers staðar langt í burt í miklu, miklu betra loftslagi, í betri stöðu, með betri laun. En upphátt sagði hann: — Þér vitið, að mér þykir vænt um þennan stað. — Eg verð að trúa því, enda þótt ég viti ekki hvers vegna. — Það er fallegt hér á kvöldin, sagði Scobie' dauflega. — Vitið þér, hvað þeir segja um yður í stjórnarskrifstofunni? — Sennilega, að ég sé í þjónustu Sýrlendinga? — Nei, svo langt er það nú ekki komið enn þá. Það verður næsta skrefi'ð. Nei, þeir segja, að þú sofir hjá svertingjastelpum. Þér vitið, hvernig á það er litið, Scobie. Þér hefðuð heldur átt að daðra við einhverja af konum þeirra. Þeir eru móðgaðir. — Ef til vill ætti ég að sofa hjá svertingjastelpu. Þá þyrftu þeir ekki að finna upp á neinu öðru. — Sá, sem var hér á undan yður svaf hjá mörgum svertingja- stelpum, hélt fulltrúinn áfram, — en enginri skipti sér af því. Þeir fundu up paðra ásökun á hann. Þeir sögðu, að hann drykki í laumi. Þeim fannst ekkert ámælisvert við það, að drekka op- inberlega. Þetta eru meiri bölvuð svínin, Scobie. — Aðalaðstoðarmaður nýlendustjórans er ekki slæmur ná- ungi. ___Nei, það er allt í lagi með aðalaðstoðarmanninn, sagði full- tróinn og hló við. — Þér eruð hræðilegur maður, Scobie. Scobie hinn réttláti. Scobie gekk til baka eftir ganginum. Stúlkan sat þar í hálf- fökkrinu. Hún var berfætt. — Eruð þér ungfrú Wilberforce? spurði Scobie. — Já, herra. — Eigið þér heima hér? —Nei! Eg á heima í Sharp Town, herra. ___ Jæja, komið þér inn. Hann gekk inn í skrifstofúna sína og settist við skrifborð sitt. Það var enginn blýantur á borð- inu, og hann opnaði skúffuna. Þar voru ýmsir hlutir á ring- ulreið: bréf, strokléður, slitið talnaband — en enginn biýantur. — Hvað er að, ungfrú Wilberforce? Hann kom auga á mynd af fólki, sem var að baða sig á Medleyströndinni. Það var kona hans, kona landstjórans, fræðslumálastjórinn, sem hélt á einhverju, sem líktist dauðum fiski og kóna fjármálafull- trúans. Öll voru- þau skelli hlægjandi. Stúlkan sagði: — Húsmóðirin, sém ég ieigði' hjá, eýðilagði heimili mitt í gærkveldi. Hún kom inn, þegar dimrnt var orðið og reif niður öll skilrúmin. Svo stal hún kistunni minni með öllum eigum mínum. — Höfuð þér marga leigjendur? — Aðeins þrjá, herra. Hann vissi nákvæmlega, hvernig þetta var. Leigjandi tók eitt herbergi á leigu fyrir fimm shillinga á viku. Síðan voru sett upp fáein þunn skilrúm og þessi svokölluðu herbergi voru leigð fyrir hálía krónu. í hverju herbergi var ofurlítill kassi með leirtaui og glasi, sem hnuplað hafði verið einhversstaðar, rúmstæði, búið til úr gömlum umbúðarkössum og lampi. Glösin á lömpunum urðu ekki langlíf og það var mjög eldhætt í þessum herbergjum, enda kviknaði oft í. Oft kom það fyrir, að húsrnóðirin kom inn, reif niður skilrúmin og stal lömpun- um. — Húsmóðir yðar segir, sagði Scobie mynduglega — að þér gerið of mikið ónæði. Þér hafið of marga leigjendur. Of marga lampa. — Nei, herra! Ekkert lampafargan. — Karlafar þá, er það? Eruð þér slæm stúlka? — Nei, herra! — Hvers vegna komið þér hingað? Hvers vegna farið þér ekki til Lamina lögregluforingja í Sharp Town? •—- Hann er bróðir húsmóður minnar, herra. — Nú, einmitt það? Sami faðir og sama móðir? -— Nei, herra. Sami faðir. Samtalið var eins og þjónustugerð milli prests og forsöngvara í kirkju. Hann vissi upp á hár, hvað mundi ske, ef hann léti einhvern af mönnum sínum rannsaka málið. Húsmóðirin mundi segja, að hún hefði sagt leigiandanum að taka niður skilrúmin, og þegar því hefði ekki verið hlýtt, hefði hún gert það sjálf. Hún mundi neita því, að þar hefði nokkurn .tíma verið nokkur kassi með leirtaui. Lögregluforinginn mundi staðfesta þetta. Það mundi koma í ljós, að hann væri ekki bróðir hennar, heldur fjarskyldur ættingi. Mútur yrðu á báða góga. Skilrúmin yrðu sett upp aftur. Aldrei framar yrði minnst á kassann með leirtauinu og nokkrir lögreglumenn fáeinum skildingum rík- ari. í upphafi þjónustu sinnar hafði Scobie sjálfur tekið slík mál til rannsóknar. Og hann vildi reyna að hjálpa hinum fá- tæku, saklausu leigjendum gegn hinum auðugu húseigendum, .sem hann áleit vera selta. En það kom í ljós, að leigjendurnir voru eins oft sekir. Þeir leigðu út af herbergjum sínum og bjuggu þannig leigulaust. sjálfir. Eftir það hafði hann reynt að eyða slíkum málum. Hann ræddi við kærandann og reyndi að leiða honum fyrir sjónir, að rannsókn málsins rnundi ekki leiða gott af sér og vafalaust kosta hann bæði tíma og pen- inga. Og fyrir kom það, að hann neitaði að rannsaka málið. Afleiðingin hafði orðið sú, að grióti hafð verið kastað í rúðurnar á bílnum hans, hemlarnir á bílnum hans höfðu verið eyði- lagðar og hann fékk uppnefnið, vondi maðurinn. Hann hafði haft miklar áhyggjur af því. Hann hafði ekki getað tekið það létt. Hann hafði þegar farið að langa til að öðlazt traust og hylli fólksins. Stúlkan beið þolinmóð eftir ákvörðun hans: Þetta fólk hafði nóga þolinmæði, þegar þess þurfti með — og vanstilling þess átti sér ekki heldur nein takmörk, þegar elcki var hægt að græða neitt á þolinmæði. Hann hugsaði með sér. En hvað hún er falleg. Það var einkennilegt að hugsa sér, að fyrir fimmtán árum síðan hefði hann ekki tekið eftir fegurð hennar — þrýstnu brjóstunum, grönnu úlnliðunum. Hann hefði ekki veitt henni eftirtekt. Hún var svört. Á þeim’ árum hafði hon- um þótt kona sín falleg. Veslings Louise. Því næst sagði hann: — Fárið rrieð þennan miða til varðstjórans í skrifstofunni. — Þakka yður fyrir, herra. —- Ekkért að þakka, sagði hann og brosti. — Reynið að segja honum sannleikann. Hánn horfði á éftir hénni, þar sem hún gekk út úr skrif- stofunni, eins og fimmtán glötuð ár. 3. KAFI.l. Scobié hafði farið illa út úr húsnæðismálum, en um húsin var sífellt stríð á þessum stað. í síðasta orlofi sínu hafði hann Hinn frægi leikari, Victor d3j Sica, deildi eitt sinn við kontí sína, eins og komið getur fyrirí á beztu bæjum. — Það er nú mín skcðun, sagði frúin -— að allir leikarar séu siðlausar skepnur. — Og samt giftist þú mér, sagði Sila hlæjandi. — Já, sagði hún. Það var nú á þeim árum, þegar öll blöð'in sögðu, að þú gætir aldrei orðið leikari. 9 Hinn ungi leikritahöfundur horfði á leikstjórann strika út blaðsíðu eftir blaðsíðu í leikrit- inu. Loks stóðst hann ekki mát- ið og sagði: — Herra leikstjóri! Nú eruð þér bráðuin búinn að strika út allan annan þátt. — Verið mér þakklátur fyrir það, sagði leikstjórinn. — Það. sem niður er fellt, getutr aldrei hneykslað neinn. » Iiansen gat ekki sofið. Árang- urslaust leitaði hann til lækna og ekkert svefnilyf dugði. Loks kom konu hans það ráð í hug, að útvega frægan dáleiðanda, án þess maður hennar vissi. Kvöld nokkurt, þegar Hansen var háttaður, kom dáleiðand- : inn. — Herra Hansen, sagði hann imeð draugslegri rödd. — Þér ' eruð syfjaður! Þér eruð mjög syfjaður. Þér geispið. Þér getið i ekki vakað. Þér sökkvið í djúp [ svefnsins. Þér sofið .... Heyr- ið þér til mín, Hansen? Herra Hansen lá með lokuð augu, svaraði ekki og hreyfði sig ekki. Frú Hansen var himinlifandi og borgaði dóleiðaranum stór- fé. En varla var hann farinn út, þegar Hansen reis upp og sagði: — Er þessi bölvaður brjálæð- ingur farinn C & Suwuqki SÍPQ3 Seinna sag'ði Toll dóuflega. —1 Svo þarna ér skýririgin á því hversvegna sj'órænihgjarnir hafa aldrei verið sigraðir. Þetta er afbragðs virki. — Láttu ekki hugfallast, sagði Tarzan húghreystandl. — Ég veiC :ium ráð til þess að sigra þá. Höldun* af stað....! Spréngikúlurnar drifu nú . yfir skiþið eiris og skæðadrífa en misstu marks og lentu allar í sjóinn. ■ í Ti ! : ; —• Við verðum að hörfa hrópaði Toll — Leggið frá! undan,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.